Morgunblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978 35 íslandsmótinu í knattspyrnu lýkur um helgina: Margt getur gerst í síðustu umferðinni ÝMISLEGT or enn óljóst í .sambandi við uppgjörið á knattspyrnuvertíðinni. þó að Valsmenn hafi orðið íslandsmeistarar á gla'silegan hátt og Skagamenn hlotið silfrið sömuleiðis mjög sannfærandi." Ljóst er að Breiðablik fellur í 2. deild og trúlega KA. en FII þarf þó að vinna Breiðablik um helgina til að sleppa við fall eða aukaleik um fallið. • Karl Þórðarson brunar framhjá Grími Sæmundsen í bikarúrslita- leiknum. en þessir kappar verða í sviðsljósinu í síðasta leik Islandsmótsins milli Vals og ÍA á morgun. Aðrir á myndinni eru Pétur Pétursson. Matthias Hallgrímsson. Dýri Guðmundsson og Sævar Jónsson. KARL hefur örugga f orystu NÚ, þegar aðeins ein umferð er eftir í fyrstu deild íslandsmótsins í knattspyrnu, er ljóst, að Karl Þórðarson hefur unnið yfirburðasigur í stigakeppni Morgun- blaðsins. Hann hefur hlotið 56 stig og á enn möguleika að bæta við þá tblu. Næstur á eftir honum kemur Atli Eðvaldsson, með 49 stig. Annars lítur listinn yfir efstu mennina þannig útt Á morgun leika Valur og IA á Laugardalsvellinum og er það nokkurs konar úrslitaleikur á milli þessara jöfra, en Valur vann í fyrri leik liðanna í deildinni, 1:0 á Akranesi. IA hefndi síðan grimmi- lega fyrir það með 1:0 sigri í úrslitum bikarkeppninnar. í dag leika Víkingur og ÍBK í Keflavík í 1. deildinni og sigurliðið í þeim leik fær þátttöku í UEFA-keppn- inni á næsta ári, Víkingi nægir jafntefli í leiknum til að ná þriðja sætinu í deildinni. Ef það tækist yrði það betri árangur hjá Víking- um en nokkru sinni í íslandsmóti í hálfa öld. I 2. deildinni er spennan enn meiri. Að vísu hefur KR tryggt sér sigur og sæti í 1. deild eftir ár í 2. deildinni og lið Ármanns og Völsungs eru fallin í þriðju deild. Mikil barátta er hins vegar um hitt sætið sem losnar í 1. deildinni. Mestar líkur eru á því að þrjú lið verði jöfn, Haukar, Isafjörður og Þór frá Akureyri. Til að svo verði hafa Haukarnir þurft að vinna Ármann í gærkvóldi og í dag þurfa IBÍ og Þór að vinna Fylki og Austra. Hægt er að seija upp skemmti- legt dæmi, sem sýnir gjörla þá miklu spennu og jöfnu keppni, sem einkennt hefur 2. deildina í ár. Nýliðar Austra frá Eskifirði eiga einn leik eftir, en þeir geta enn lent í 2. sæti og þeir geta einnig lent í 8. sæti deildarinnar. Til að þeir lendi í 8. sætinu þarf ekki annað en þeir tapi fyrir Þór og Fylkir vinni ísfirðinga. Til að liðið verði í 2. sæti verður dæmið aðeins flóknara. Þá þarf Austri að vinna Þór, Haukar og ÍBÍ að tapa sínuni leikjum og Austri síðan að vinna aukakeppni þessara fjögurra liða um sæti í 1. deildinni. Fjarlægt að vísu, en mögulegt miðað við gang deildarinnar í ár. I þriðju deildinni eru úrslit kunn að því leyti að Magni og Selfoss fara upp í 3. deild, en hvort liðanna telst sigurvegari í deild- inni verður útkljáð í dag. Liðin leika þá saman á Akureyri og sigurlaunin í deildinni verða væntanlega afhent í leikslok, skynsamlegri máti en hafður var á í fyrra þegar Fylkir fékk sigurlaunin í 3. deild án þess að þurfa nokkru sinni að leika við Austra, sem sigraði í sínum riðli. Karl Þórðarson ÍA 56 Atli Eðvaldssun Val 49 Oýrí Guðmundsson Val 48 Janus Guðlaugsson FH 47 Árni Sveinsson ÍA 47 Albert Guomundsson Val 46 Örn Óskarsson ÍBV 45 Þorbergur Atlason KA 45 Jóhann Hrciðarsson Þrótti 45 Sigurður Haraldsson Val 44 Gi'sli Torfason ÍBK 43 Guðmundur Þorbjörnsson Val 43 Diðrik Ólafsson Víkinsii 43 Jón Gunnlaugsson ÍA 42 Pétur Pétursson ÍA 42 Þorsteinn Bjarnason ÍBK 42 Elmar Geirsson KA 42 Hörður llilmarsson Val 42 Guðmundur Baldursson Fram 41 Jón Þorbjörnsson ÍA 41 Þorvaldur I Þorvaldss. Þrótti 41 Einar Þórhallsson UBK 40 Róbert Agnarsson Víkingi 40 Ulíar Hróarsson Þrótti 40 Páll Ólafsson Þrótti 40 STAÐAN Staðan í fyrstu deild er nú þessii Valur ÍA Víkingur l'HK fBV Fram Þróttur KA FH Breiðahlik 17 16 1 0 17 1331 17 917 746 737 728 468 44-8 33 47-12 29 26-28 19 28-24 18 26-22 17 21-28 16 22-27 14 3 510 14-38 11 269 21-34 10 21 14 16-44 5 Markha'slu leikmenn eru nú, Pétur Pétursson ÍA 17 Ingi Bj. Albertsson Val 14 Matthías Hallgrímsson IV 11 Atli Eðvaldsson Val 10 Sigurlás Þorlcifsson fBV 9 Kristinn Björnsson ÍA 8 Guðiniindur Þorbjörnsson Val 8 Gunnar Ö. Kristinnsson Vík. 8 Janus Guðlaugsson FH 7 I.cifur Helgason FH . 7 Stcinar Jóhannsson ÍBK 7 Albert Guðmundsson Val 7 Arnór Guðjohnscn Víkingi 7 Pétur Ormslcv Fram 6 Uíinar Gcorgsson ÍBK 6 Kristinn Jörundsson Fram 5 Orn Oskarsson ÍBV 5 Jóhann Torfason Víkingi 5 Einar Á. Ólafsson ÍBK 4 Karl Svcinsson ÍBV 4 Sigbjörn Gunnarsson KA 4 Þorvaldur í. Þorvaldss. Þrótti 4 Markhæstu lcikmenn 2. deildar cru nú þessin Svcrrir Herbertsson KR 11 Stefán Ö. Sigurðsson KR 10 Bjarni Kristjánsson Austra 7 Sigurður Indriðason KR 7 Vilhelm Fredrikscn KR 7 Hilmar Sighvatsson Fylki 6 Þráinn Ásmundsson Vrmauni 7 Jón Lárusson Þór 6 Jón Guðmann Reyni 6 Haraldur Leifsson ÍBÍ 6 Ujarni Jóhannesson Þrótti 6 Jón Oddsson ÍBÍ 5 Birgir Guðjónsson KR 5 Sigþór Ómarsson Þór 5 Ómar Björnsson Reyni 5 Guðjón Sveinsson ilaukiim 6 Smári Jósafatsson Ármanni 6 l.árus Jónsson llaiikiiiu 4 Björgúlfur Halldórsson Þrótti 4 (flafur Jóhannesson Haukum 5 Örnólfur Oddsson Íltí 4 LEIKIR HELGARINNAR LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1. DEILD. Keflavíkurviilliir kl. 14.00. ÍBK — Víkingur. Dómari Ragnar Magnússon. Vestmannaeyjavöllur kl. 14.00. ÍBV - Fram. Dómari óli Olsen. Kaplakrikavöllur kl. 14.00. FH - UBK. Dómari Róbert Jónsson. 2. DKII.l), Akureyrarvöllur kl. 16.30. Þðr - Austri. Laugardalsvöllur kl. 16.30, Fylkir - ÍBÍ. 3. DEILD.. Akurcyrarviilliir kl. 13.30. Selfoss — Magni. SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1. DEILD. Laugardalsvöllur kl. 15. Valur — I V. Dómari Magnús V. Pétursson. - áij. Kabarett í Laugardalnum HAUKAR blésu enn glæðum i vonir sínar um sæti í fyrstu deild að ári, er þeir lögðu Ármenninga að velli á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Það fæst síðan úr því skorið, hverjir fara upp og hverjir ekki, þegar Þór og ÍBÍ ljúka leikjum sínum í dag. Haukar sigruðu í gær, 5—3, eftir að Ármenningar höfðu náð tveggja marka forskoti í byrjun leiksins. Leikur þessi var alger kabarett, fjörugri og skemmtilegri leik hefur undirritaður ekki séð í allt sumar og hann var jafn góður og sá lélegasti í fyrstu deild var lélegur. Þó að Ármenningarnir hæfu leikinn sem lið þegar fallið í 3. deild, höfðu þeir engar góðgerðir í huga og skóku Hauka með tveimur möfkum á fyrsta stundarfjórðung- inum, Þráinn Ásmundsson og Smári Jósafatsson skoruðu. Haukar náðu sér hins vegar á strik og þeim tókst að jafna fyrir hlé IHF-þingið sett í dag: Þar ræðst hver verður mótherji íslands á OL með mörkum Ólafs Jóhannessonar úr víti og Guðjóns Sveinssonar. Fyrsta hálftíma síðari hálfleiks, gengu Haukar inn og út um vörn Ármanns eins og hún væri hrein- lega ekki til staðar og þá komust þeir í 5—2 með mörkum Lárusar Jónssonar, Guðjóns Sveinssonar og Sigurðar Aðalsteinssonar. Und- ir lokin sóttu Ármenningar sig á ný og tókst þá Smára Jósafatssyni að minnka muninn með góðu marki. Það reyndist vera síðasta markið, en tala eins og 12—5 hefði hæglega getað orðið raunin. — gg. Alþjóðahandknattleiksþingið verður sett á Hótel Loftleiðum kl. 9 fyrir hádegi í dag. Alls eru 105 fulltrúar frá 47 þjóðlöndum komnir til þingsins. Flestir voru komnir til landsins á miðvikudag rlMLEIKAMEISTARINN STÖKK 420 Á STÖNG og síðan hefur verið staríað í nefndum. Mörg mál hafa verið á dagskrá, og í lok ráðstefnunnar verða greidd atkvæði um ýmis veiga- mikil mál. Að þessu þingi loknu mun meðal annars liggja ljóst fyrir hverjii verða mótherjar Islands í undan keppni Ólympíuleikanna sem fram fer á á Spáni í febrúarlok á næsta STADAN í 2. deild eftir leikinn í gær er þessi. Ármann — Haukar 3—5 KR 18 13 4 1 48. 9 30 Haukar 18 8 5 5 27.22 21 ÍBl 17 7 5 5 29.23 19 Þór 17 7 5 5 18.16 19 Reynir 18 7 4 7 22.21 18 Þróttur 18 7 4 7 25.30 18 Austri 17 6 5 7 17.19 17 Fylkir 17 7 1 9 19.20 15 Ármann 18 5 2 11 22.33 12 Völsungur 17 2 3 12 18.48 7 Björgvin ir er a a ári Á innanfélagsmóti í frjálsum íþróttum sem fram fór á nýja frjálsíþróttavellinum í Laugardal í fyrradag, gerði íslandsmeistar inn í fimleikum Sigurður Th. Sigurðsson sér lítið fyrir og stökk 4.20 metra í stangarstökki í keppninni. Og í aukastökki fór hann vel yfir 4,31 metra sem er besti árangur íslendings í ár. Sigurður hefur ekkert æft stang- arstökk og er því árangur hans mjög athyglisverður. Að siign hins kunna kappa Valbjörns Þorlákssonar sem sá Sigurð stökkva, er hann eitt mesta efni sem hann hefur séð og segir Valbjörn það ekki vera neitt vafamál að hann geti bætt árang- ur sinn enn frekar, ef til komi meiri æfing. Verður því fróðlegt að sjá hvað Sigurður gerir, hvort hann fer að æfa stangarstökk jafnframt fimleikunum, eða sleppir því alveg. "þr. IHF heldur þing sitt á fjögurra ára fresti og er þetta 17. þingið sem haldið er. Þinginu lýkur á sunnudagskvöld en á mánudag fara allir þátttakendur í skoðunar- ferðir. Mark Ringsenburger, fram- kvæmdarstjóri tækninefndar þingsins, skýrði fréttamönnum frá því á blaðamannafundi í gær, að öll framkvæmd hér hefði gengið sérlega vel og allt skipulagt eins vel og kostur væri. Bæri að þakka Gunnari Snorrasyni verkfræðingi það mikla og góða starf sem hann hefði unnið við skipulagningu þingsins. Nánar verður greint frá þinginu og þingstörfum á íþrótt- síðu blaðsins á þriðjudag. tapaði eftir framlengingu ÞRIR af sex Islendingum sem komust áfram í einstaklings- keppninni í golfi á Norðurlanda- meistaramótinu í Svíþjóð léku í gær. Björgvin Þorsteinsson tap- aði eftir framlengdan leik fyrir Jan Rube sem hcfur undanfarin sex ár verið A-landsliðsmaður Svía í golfi. (Jan Rube setti vallarmet hér á Grafarholts- vellinum á Norðurlandamótinu sem fram fór 1974, lék á 68 höggum. Þá á hann áhugamanna- metið á St. Andrews-golfvellinum í Skotlandi, 63 högg.) Rube sigraði Bjbrgvin á 20. holu með því að leika hana á einu undir pari. Geir Svansson tapaði fyrir Stefan Carlsson, klúbb meistara Kalmars, 6—5. Ragnar Olafsson tapaði fyrir Björn Holm berg, 5—4. Þar með hafa (slendingarnir lokið þátttöku sinni á NM í golfi að þessu sinni. Á sunnudaginn leikur íslenska landsliðið við sveit frá Kalmargolfklúbbnum. Frammistaða íslenska hópsins var góð í mótinu og þá sérstak lega hjá Björgvini Þorsteinssyni. - Þr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.