Morgunblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978 27 Minning: Jóhann Snæbjörn Snœbjörnsson Fæddur 2. september 1902. Dáinn 2. september 1978. Ljúfasta kIpúí allrar Kloði or Kleði yfir því. som or alls okki noitt. ongu. som manni er á valdi oða í vil, gloði yfir ongu og Kloði yfir öllu gloðin að vora til. (Axol Juol.) Á stóra heimilinu „suðurfrá" í Borgarnesi, heima hjá afa og ömmu, fæddumst við og tókum okkar fyrstu spor, örugglega studd af afa Jóa bæði til orðs og æðis, og fyrsta ábyrgðarstarf okkar í lífinu var að banka á dósina hans afa „akkúrat þrjú högg“, því afi tók í vörina, eins og allir góðir afar eiga að gera. Þarna mótuðumst við fyrstu árin undir handleiðslu afa og ömmu. Afi hafði alltaf tíma fyrir okkur börnin, þegar hann var heima við, kénndi okkur vísur og sagði okkur frá einu og öðru skemmtilegu, sem hann upplifði á ferðum sínum um landið. Hann var fróður um menn og málefni og enginn kunni að segja jafn vel frá og hann. Hann unni kveðskap og heil ósköp kunni hann af tækifær- isvísum. Við minnumst þess að þegar hann kom heim úr vinnunni, var hann vanur að leggjast í „skotið sitt“, lagði kapal og raulaði vísur, þá höfðum við helst ekki hátt og kúrðum hjá honum. Það voru góðar stundir. Arin liðu, við stækkuðum, en afi Jói þreyttist og bognaði, þá skildum við að stundum var erfitt að vinna fyrir stóra hópnum. Kannski var það viljinn og ánægj- an af að geta gefið og hjálpað, sem knúði hann áfram, þegar sjúkdóm- ar og elli sóttu á hann eða eins og hann orðaði það stundum. Ellin herðir átök sín enda sérðu litinn æviíerrtafötin mín fara að verða slitin. Hópurinn stóri hans afa Jóa og ömmu komst allur upp, ellefu börn og er sifellt að stækka. Með hverju barni gladdist afi Jói og rétti kankvís fram tóbaksdósirnar sínar til að banka á „akkúrat þrjú högg“. Við völdum erindið um gleðina honum til heiðurs og í hryggð okkar í dag þökkum við algóðum Guði fyrir hann og munum í framtíðinni minnast hans með gleði. Ileiðrún og Jóhann. Minning: Guðmundur Olafsson bóndi Ytra-Felli Miðvikudaginn 30. ágúst s.l. var útför Guðmundar Olafssonar, bónda á Ytra-Felli, gerð frá Staðarfellskirkju í Dölum. Hann andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík 21. f.m. Guðmundur var fæddur á Stakkabergi í Klofningshreppi 14. nóvember 1896, sonur hjónanna Ólafs Péturssonar og Guðbjargar Jóhannesdóttur, sem þar bjuggu. Ársgamall fluttist hann með foreldrum sínum að Stóru-Tungu á Fellsströnd. Þar ólst hann upp og átti heima í tæpa fjóra áratugi. Hann byrjaði búskap í Stóru- Tungu 1923, en 1936 fluttist hann að Ytra-Felli og bjó þar til æviloka. Þegar Guðmundur flutt- ist að Ytra-Felli var sú jörð í eigu Þorsteins sýslumanns Þorsteins- sonar. Var hann mörg ár leiguliði Þorsteins, en síðar keypti hann jörðina. Að búskapnum gekk Guðmundur með sömu atorku og hverju öðru. Hann byggði öll jarðarhús upp á nýjum stað í landi jarðarinnar, þar sem aðstaða var öll betri til ræktunar og búskapar. Kom þar vel í ljós bjartsýni hans, framtak og fyrirhyggja. Guð- mundur kvæntis ekki, en systur hans, Halldóra Ingiríður, stóð alla tíð fyrir búi með honum. Fóstur- sonur þeirra (og bróðursonur) er Þorsteinn Brynjólfur Pétursson, bóndi og oddviti á Ytra-Felli. Auk þess dvöldust iðulega ungmenni á heimili þeirra sumar eftir sumar og jafnvel árum saman. Hef ég heyrt, að samanlagður fjöldi þeirra muni vera um 30. Mörg þeirra bundu ævitryggð við heim- ilið. Guðmundur var óskólagenginn á nútímavísu, en vel lærður og hertur í fjölbrautaskóla lífsins. Hann byrjaði ungur að vinna hörðum höndum til sjós og lands og dró hvergi af sér. Hann var skapheitur, greindur vel og stál- minnugur. Honum var því ekki skotaskuld úr því að nýta sér vel það, sem hann las, sá og heyrði. Hann hreifst af hugsjón og starfi ungmennafélaganna á morgni aldarinnar. Á þeim vettvangi kvaðst hann hafa lært að koma fyrir sig orði í ræðuformi, enda var hann jafnan ódeigur við að taka til máls, hvar og hvenær sem var og segja skoðanir sínar af fullri hreinskilni og hispursleysi með kjarnmiklu tungutaki. Það hlaut svo að fara um jafn vel gerðan mann, félagslyndan og ósérhlífinn, að á hann hlæðust ýmis aukastörf. Hann sat í hrepps- nefnd Fellsstrandarhrepps 35 ár samfleytt og var lengi oddviti og í skattanefnd. Þá vann hann að málefnum Staðarfellskirkju. Hann tók mikinn þátt í störfum búnað- arfélags sveitarinnar og ræktun- arsambands sýslunnar. Hann var kjörínn í sýslunefnd 1951 og átti þar jafnan sæti síðan. Einnig var hann tilnefndur í fulltrúaráð Brunabótafélags íslands af sýslu- nefnd. Hanr var einn af ábyrgðar- mönnum Sparisjóðs Dalasýslu og sat alla aðalfundi sjóðsins, a.m.k. frá 1955. Þá ber þess sérstaklega að geta, að Guðmundur var alla tíð áhuga- samur og eindreginn félagi í röðum Sjálfstæðisflokksins. Hann var Sjálfstæðismaður af lífi og sál. Að leggja hart að sér' fyrir góðan málstað var honum ljúft og sjálfsagt mál. Hann taldi ekki eftir sér að sækja fundi og samkomur á vegum flokksins. Þar gegndi hann mörgum og margvís- legum trúnaðarstörfum. Hann átti sæti í fulltrúaráði og kjördæmis- ráði, svo og flokksráði og sótti nær alla landsfundi, sem haldnir hafa verið á vegum Sjálfstæðisflokks- ins. Tvívegis tók hann sæti á lista flokksins við alþingiskosningar í Vesturlandskjördæmi; árið 1967 og í siðustu kosningum á liðnu vori, er hann skipaði heiðurssætið á framboðslistanum. Ævinlega lagði hann gott til mála, bar klæði á vopnin og sáttarorð milli manna. Hugsaði jafnan um það, hvað flokknum sem heild og sjálfstæðis- stefnunni væri fyrir bestu og þar með landi og þjóð að hans dómi. Að leiðarlokum er margs að minnast. Gamall sveitungi, síung- ur samherji og mætur maður er genginn. „Láti Guð honum nú raun lofi betri“. Við, sem lengi nutum samfylgdar hans og vináttu þökk- um honum fyrir eitt og allt frá liðnum árum og sendum frændliði hans og vinafjöld innilegar samúð- arkveðjur. Friðjón bórðarson. Eggert Sigurlás- son — Minning Óneitanlega setti mig hljóðan, oft í hlaupum af millivegalengd, er ég heyrði lát míns góða vinar bæði hérlendis og erlendis og hélt og gamla granna, Eggerts Sigur- lássonar. Þó að ég vissi að hann hefði átt við vanheilsu að stríða um skeið, þá gat ég tæpast trúað því, að þessi glaðværi og að því er virtist hrausti drengur væri nú allur, langt fyrir aldur fram. Eggert fæddist í Vestmannaeyj- um 20. febrúar 1929. Foreldrar hans voru hjónin Þuríður Sigurð- ardóttir og Sigurlás Þorleifsson. Hann ólst upp á heimili foreldra sinna í stórum systkinahópi, en strax og aldur og þrek leyfðu var farið.að starfa. Hann hóf ungur nám í húsgagnabólstrun og hlaut þar sveins- og meistararéttindi og starfaði lengst af ævinnar að þessari iðn, fyrst hér í Vestmanna- eyjum en síðustu fimm árin í Reykjavík. „Eggó“ starfaði mikið í íþróttahreyfingunni hér i Eyjum. Á sínum yngri árum keppti hann uppi heiðri félags síns og Eyjanna með ágætis árangri. Þá tók hann einnig mikinn þátt í félagsstarf- inu, var lengi í stjórn Iþrótta- bandalags Vestmannaeyja og for- maður Týs um árabil. Fleiri félagsmál lét hann og til sín taka, var meðal annars í Rotary og lengi í stjórn Alþýðuflokksfélagsins hér og um tíma formaður þess. Hinn 5. ágúst 1954 steig „Eggó“ sín mestu gæfuspor þessa lifs, því þann dag gekk hann að eiga eftirlifandi eiginkonu sína Svan- hvíti Kjartansdóttur héðan úr Vestmannaeyjum. Þau hjón hófu búskap að Faxastíg 8, en það hús áttu foreldrar Svönu. Fljótlega reistu þau sér einbýlishús að Brimhólabraut 34 og bjuggu þar alla tíð þar til þau urðu eins og aðrir Vestmannaeyingar að yfir- gefa Heimaey í ársbyrjun 1973. Á Siglufjörður: Unnið að uppsetn- ingu sjóminjasafns SIÐASTLIÐIÐ sumar og nú í hákarla- og árabátaútgerð, síldar- sumar hefur, á vegum Siglufjarð- arbæjar, verið unnið að því að koma upp byggðasafni sem fyrst og fremst verður sjóminjasafn. Þungamiðja þess eru síldarminj- arnar. Þrjú hús í bænum hafa verið friðlýst. Það er svo kallaður Isfirðingabrakki sem talinn er gott dæmi um aðbúnað síldarsölt- unarfólks á síldartímanum. Brakkinn er byggður árið 1906 og því með fyrstu húsum sinnar tegundar í bænum. Á fyrstu hæð ísfirðingabrakk- ans er salur og er fyrirhugað að koma stærri síldarmunum þar fyrir. Önnur og þriðja hæð brakk- ans eru vistarverur og eru uppi raddir um að nýta það sem nokkurs konar farfuglaheimili og þá undir eftirliti. Norska sjómannaheimilið hefur og verið friðlýst. Það var byggt árið 1915 af Den indre Sjömands- misjon í Noregi. Það var um árabil aðal samkomustaður síldveiðisjó- manna og í raun fyrsta sjúkrahús Siglufjarðar. I Norska sjómannaheimilið er fyrirhugað að vandaðri safnmunir komi og þar hefur verið komið upp vinnuaðstöðu fyrir safnvörð. í salarkynnum sjómannaheimilisins verða munir settir inn í sögulegt samhengi og saga staðarins út- skýrð, ásamt með mununum, með Ijósmyndum, teikningum og text- um o.s.frv. Þriðja húsið sem hefur verið friðlýst er svokallað Sæby-hús, sem er 92 ára gamalt íbúðarhús. Ekki hefur enn verið tekin ákvörð- un um hvernig það hús verður nýtt. Það er í einkaeign en hin tvö húsin eru í eigu bæjarins. Vegna ofangreindrar starfsemi réði Siglufjarðarbær síðastliðið sumar sérhæfðan starfsmann, Frosta F. Jóhannsson þjóðháttar- fræðing. Hann starfaði það sumar þrjá mánuði að þessum málum en fjóra nú í sumar og hefur verið endurráðinn að sumri. Frosti er við doktorsnám í þjóðháttarfræð- um við Stockhólmsháskóia í Sví- þjóð. Á síðastliðnu ári var fyrst og fremst unnið að söfnun muna og reynt að grundvalla og móta ýmsar tillögur um hvernig hentug- ast væri að standa að uppbyggingu sjóminjasafnsins í bænum. Nú í sumar hefur munasöfnun verið haldið áfram. I allt hefur verið safr.að hátt á sjöunda hundrað muna. Þeir eru fyrst og fremst tengdir sjávarútvegi, svo sem Brimhólabrautinni lágu leiðir okk- ar Eggós saman, þar sem við hjónin vorum svo lánsöm að eiga þau sem næstu nágranna á annan tug ára. Við kynntumst þeim því mæta vel og óhætt er að fullyrða að samhentari og samrýmdari hjón voru vandfundin, þau voru sannir vinir, góðir grannar, sem gott var að sækja heim og gaman að fá í heimsókn. Eftir að náttúruhamförum á Heimaey lauk og fólk fór að flytjast heim aftur, saknaði marg- ur vinar í stað. Þau Svana og Eggó voru í þeim stóra hópi sem ekki útvegnum og togaraútgerð. Allir munir hafa verið skráðir til bráðabirgða. Nú í sumar hefur, auk söfnunar muna og ýmislegs annars, verið unnið að endursmíð ísfirðinga- brakkans. Það verk er vel á veg komið og áætlað að halda því áfram á sumri komanda. Komið var upp vinnuaðstöðu i Norska sjómannaheimilinu eins og áður sagði. Þá var og tveimur nótabát- um, snurpu- og hringnótabát, komið fyrir í lagerhúsi sunnan Isfirðingabrakkans, en þð hús er fyrirhugað að nýta sérstaklega til varðveislu báta. Vonir standa til að hægt verði að koma upp síldarminjasafninu á næsta ári. Sjóminjasafnið hefur til umráða 1600 m2 og vegna hins mikla rýmis hefur komið tii tals að safnið útskýri ekki aðeins sögu Siglufjarðarbæjar, heldur einnig sögu sjávarútvegsins fyrir öllu Norðurlandi. Sérstaða Siglufjarð- ar í sögu sjávarútvegsins í fjórð- ungnum á og sinn þátt í þessum hugmyndum. Ekkert hefur enn verið ákveðið í þessum efnum. Starfsemi sjóminjasafnsins hefur fyrst og fremst verið fjár- mögnuð af bæjarféiaginu. Einnig hefur síldarútvegsnefnd ríkisins veitt umtalsverða fjárupphæð til safnsins. Kínakon- ur funda Tókíó 7. sept. AP. BANDALAG kínverskra kvenna mqn hefja fund í Peking á morgun og verður það fyrsta þing slíkrar tegundar í tuttugu ár, að því er fréttastofan Hsinhua sagði í dag. Verður meginverkefni þingsins að móta hugmyndir um framtíðar- verkefni og stöðu konunnar í nútíma framþróun í hinni sósíal- isku byltingu og uppbyggingu að því er sagði í fréttinni. Hsinhua sagði að þetta væri fjórða kvennaþingið og hið síðasta hefði verið í september 1957, en ekki var getið um af hverju svo langt væri nú um liðið siðan kínverskar konur hefðu komið saman til slíkrar allsherjarráð- stefnu. Á síðustu ráðstefnunni sátu um þrettán hundruð fulltrú- ar. Fyrsta þingið var 1949 og annað 1953. sneri til baka. Þau seldu hús sitt hér, en byggðu í stað þess einbýlishús í Mosfellssveit og höfðu komið sér þar mjög vel fyrir, og undu vel sínum hag. Að vísu dró svart ský fyrir sólu á síðastliðnu ári, er þau urðu fyrir þeirri sáru reynslu að missa éldri son sinn Kjartan, sem lést af afleiöingum slyss eftir langa og erfiöa baráttu. Eftirlifandi börn þeirra hjóna eru Sigrún, sem gift er Frank Paulin læknanema, Hildur og Hjalti í foreldrahúsum. Margir eiga um sárt að binda vegna fráfalls Eggerts Sigurlás- sonar. Við hjónin sendum öldruð- um foreldrum hans og tengdamóð- ur, svo og systkinum öllum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Mestur hlýtur harmur Svönu minnar og barnanna að vera, er þau svo skyndilega eru svipt ástríkum eiginmanni og föður. Við biðjum góðan Guð að senda þeim þann styrk, sem þarf til þess að standast þessar þungu raunir. Góði vinur! Far þú í friði Friður Guðs þig blessi Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ililmar Rósmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.