Morgunblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978 Tito hrekur árásirRússa Belgrad, 8. sept. — Reuter TITO forseti varði í dag þá stefnu Júgóslava að treysta sambandið við Kínverja og hrakti gagnrýni Rússa á heimsókn kínverska kommúnistaleiðtogans Hua Kuo- feng i si'ðasta mánuði. Jafnframt fullvissaði Tito Rússa um að sambandið við Kínverja mundi ekki koma niður á samskiptunum við stjórnina í Moskvu. Hann lagði á það áhcrzlu að Rússar og Júgóslavar fylgdu sömu stefnu í meginatrið- um. Fram kom í meiriháttar stefnu- yfirlýsingu Titos á fundi með æðstu starfsmönnum flokksins í Norður-Júgóslavíu að hann taldi viðbrögð Rússa við heimsókn Hua bæði röng og neikvæð. Hann lýsti mikilli furðu á viðbrögðunum og Þetta gerðist lýsti því yfir að það væri nauðsyn- legt að efla samskiptin við Kín- verja sem væru að opna sig fyrir heiminum. Forsetinn sagði að það væri stefna Júgóslava að efla samskipti við öll lönd á grundvelli sjálfstæð- is, jafnréttis og án íhlutunar um innanlandsmál. Tito forseti skýrði frá því í fyrsta skipti að Mao Tse-tung hefði boðið honum til Kína fyrir nokkrum árum þótt Kínverjar hefðu árum saman kallað hann svikara við málstað kommúnisma og marxisma og villutrúarmann. Mao sagði honum að Júgóslavar hefðu tekið rétta ákvörðun þegar þeir slitu sambandinu við Rússa 1948. En Mao vildi ekki segja þetta opinberlega þar sem samskipti Kínverja og Rússa voru kurteisleg um þetta leyti. 9. sept. 1976 — Mao andast. 1971 — Skæruliðar í Uruguy sleppa sendiherra Breta úr átta mánaða gíslingu. 1948 - Alþýðulýðveldi stofn- að í Norður-Kóreu. 1945 — Bandarískir hermenn stíga í land í Suður-Kóreu og Rússar taka við stjórninni í norðurhiutanum af Japönum. 1914 — Undanhald þýzka hersins eftir orrustuna um Marne hefst. 1894 — Fyrsta byltingartil- raun Sun Yat-sen í Kína. 1881 — Uppreisn egypzkra þjóðernissinna undir forystu Arabi Pasha hefst. 1835 — „September-lögin" í Frakklandi: blöð ritskoðuð og róttækir bældir niður. 1813 - Wellington tekur San Sebastian, Spáni. 1776 - Heitið „Bandaríkin" lögfest 1513 - Jakob IV Skotakon- ungur feilur í orrustunni um Fiooden: Margrét Túdor verður ríkisstjóri. Afmæli dagsins> Richelieu kardináli, franskur stjórnskör- ungur (1585—1642) — Cornelius van Tromp, hollenzkur fiotafor- ingi (1629-1691) - Luigi Galv- ani, ítaiskur iffeðlisfræðingur (1737-1798). Innlentt Svoldarorrusta (d. Ólafur Tryggvason) 1000 — Víðinesbardagi: Kolbeinn Tumason fellur 1208 — Vígð kirkja á Þingeyrum 1877 — „Heimskringla" hefur gongu sína í Winnipeg 1886 — Sogs- brúin vígð 1905 — D. Þórarinn Kristjánsson prófastur 1883 — F. Kristján Guðlaugsson 1906 — Halldór E. Sigurðsson 1915 - Stofnuð samtök hernámsand- stæðinga 1960. Orð dagsins, \ stjórnmálum er engin fjarstaeða hindrun — Napoleon Bonaparte. Portisch efstir á og Miles Inter- polisskákmótinu Frá Friðriki Ólafssyni á Interpolisskákmótinu í Hollandi. Biðskákir úr sjöttu umferð voru tefldar í dag og eftir þær er staðan þessi: 1.—2. Portisch og Miles með 4% vinning. 3. Timman með 4 vinninga. 4. Larsen með 3'/2 vinning, 5.-6. Dzindzichashvili og Hort með 3 vinninga, 7.-9. Sosonko, Spasski og Ribli með 2'/2 vinning og í 10.—12. sæti eru Húbner og Browne og Ljubojevic með 2 vinninga. Lif ði flóttaf ólk- ið á mannakjöti? „Kind- svm Bath, Englandi, 8. september. Reuter. Kynbótafræðingur lýsti því yfir í dag, að vel kæmi til athugunar að reyna að láta svín og kind eignast afkvæmi saman, sem gæti gefið af sér bæði ull og flesk. Dr. John King, forstjóri kynbótarannsóknastofnunar- innar f Edinborg, sagði, að „tilraunir í þá átt yrðu gerðar og gætu, er fram liðu stundir, orðið árangursríkar." King sagði að sprautað yrði genum í svínin sem orsökuðu það að ull tæki að vaxa á þeim. Singapore, 8. september. AP TALSMADUR flóttamannahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna sagði á föstudag, að hann efaði sannleiks- gildi þeirra fregna, að 54 flótta- menn frá Víetnam, hefðu lifað á mannakjöti þann mánuð er þeir hröktust um hafið. Kínverska dagblaðið Sin Schew Jit Poh hafði á fimmtudag eftir Doan Van Dang, að flóttamennirn- ir hefðu gætt sér á tveimur líkum. Dang sagði að annað líkið hefði verið af bróður sínum og hitt af konu. Dang skýrði síðar frá því að frétt blaðsins væri byggð á misskilningi og Bui Zuan Diem, fyrrverandi liðþjálfi í suður-víet- namska hernum og leiðtogi flótta- mannanna 54, tók undir þau orð hennar. Annað dagblað skýrði hins vegar frá því í dag að fréttin um mannakjötsátið væri rétt og bar fyrir sig framburð konu einnar, sem var meðal flóttafólksins. „Ég var veik allan tímann, en systir mín sá flóttafólkið borða manna- kjöt. Hún sneri sér undan, því hún þoldi ekki þá sjón," hefur dagblað- ið eftir konunni. Diem sagði að flóttafólkið hefði lifað á neyðarbirgðum þann mán- uð, er það var í hafi og auk þess stundum getað veitt fisk. Flótta- fólkið var tekið upp í olíuskip frá Panama 1. þessa mánaðar og því hefur verið lofað hæli í Banda- ríkjunum, vilji ekkert annað land taka við því. Skæruliðar í Keren verjast Keren — 8. september — Reuter TILRAUNIR Eþíópíumanna til að ná á sitt vald bænum Keren, einu helzta virki uppreisnar- manna í Erítreu, hefur kostað Hermannaveiki vart í Ne w York New York — 8. september — AP FÆRUSTU sjúkdómafræðingar í Bandaríkjunum voru f dag kall- aðir til New York til að reyna að komast að því, hvað veldur því að fimm tilfella af hermannaveiki hefur orðið vart í einu af hverfum borgarinnar. Grunur leikur einn- ig á, að 38 önnur tilfelli af þessum sama sjúkdómi hafi kom- ið upp í hverfinu. Á fimmtudag var tilkynnt að tala sýktra hefði vaxið úr níu upp í 43 á einum sólarhring og þegar hafa tveir látizt. Talið er líklegt að þessi sjúkdómur hafi einnig orðið hinum þriðja að aldurtila. Á fimmtudagskvöld var hafizt handa við að sótthreinsa 35. götu, en þar unnu allir þeir, sem grunaðir eru um að vera haldnir hermannaveikinni. Þá var einnig unnið af kappi við sótthreinsun neðanjarðarjárnbrautarinnar í New York. Hermannaveikin lýsir sér svipað og lungnabólga, en er banvæn, milli 10 og 15% þeirra sem sýkjast deyja. Síðast varð vart hermannaveiki í Bandaríkjunum árið 1976, en þá létuzt 29 og 151 veiktist í Phila- delphiu. Pan Am hættir flugi til Austur-Evrópu New York, 8. september AP BANDARÍSKA flugfélagið Pan American tilkynnti á fimmtudag, að það hygðist hætta öllu flugi til Boston og Portland og jafnframt öllu flugi til Moskvu og Aust- ur-Evrópu. Þó mun flugfélagið halda áfram að fljúga til Varsjár. Pan American er eina bandarfska flugfélagið, sem hefur haldið uppi ferðum til Austur-Evrópu, cn frá og með 29. október mun því verða hætt. Forseti Pan American, Dan A. Colussy, sagði að öllu flugi til Moskvu, Belgrad, Búdapest, Búkarest og Prag yrði hætt. Þá skýrði Colussy frá því að ferðum til Parísar, Amsterdam, Vínar, Lissabon og Ankara yrði fækkað. Að sögn Colussys er gripið til þessa ráðs, svo að hægt sé að fjölga ferðum á þeim leiðum, þar sem sætanýting er betri. Forráðamenn flugfélagsins neit- uðu því að stjórnmálalegar ástæð- ur væru fyrir þeirri ákvörðun að hætta öllu flugi til Austur-Evrópu. Aeroflot, flugfélagið sem sovézka ríkið rekur verður eftir 29. október eina flugfélagið, sem flýgur milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Veður víðaumheim Amsterdam Apena Berlín Brilssel Chicago frankturt Genf Helsinki Jóh.borg Kaupmannah. Lissabon London Los Angeles Madríd Malaga Miami Moskva New York Ósló Palma, Majorca París Reykjavik Róm Stokkhólmur Tel Avív Tokýo Vín 1« skýjað 28 skýjað 18 heíðríkt 20 skýjað 33 heiðrikt 20 rígning 19 léHakýjað 17 skýjað 22 rigning 17 skýjað 31 léttskýjað 21 heiðríkt 26 heiöríkt 30 heiðríkt 29 heiðríkt 32 skýjað 20 skýjað 30 heiðríkt 14 skýjað 27 léttskýjað 23 skýjað 12 skýjað 23 heiðríkt 14 skýjað 33 heiðríkt 27 lettskyjað 20 heiðríkt mörg þúsund mannslíf, en áætl- unarferðir langferðabifreiða milli Keren og útjaðra fylkishöf- uðborgarinnar Asmara eru með eðlilegum hætti. Frá þessu segir vestur-þýzki rithöfundurinn Walter Michler, eini erlendi fréttamaðurinn sem var í Keren meðan stóð á sókn Eþíópíumanna í síðasta mánuði. Hann sagði að ástandið í bænum hefði verið svo eðlilegt að erfitt hefði verið að átta sig á því að víglínan væri aðeins 50 km. í vestri í Agordat og 21 km. í suðri umhverfis Asmara. Michler kom til Keren 14. ágúst og var þar í níu daga Eþíópíski stjórnarherinn gerði alls fimm tilraunir til að brjótast gegnum varnarlínu uppreisnarmanna. Talsmaður uppreisnarmanna í Khartoum segir að skýrslur sýni að rúmlega 3.000 Eþíópíumenn hafi fallið á vígvellinum og að tugir skriðdreka og flutningabíla þeirra hafi verið eyðilagðir er sókn þeirra var stöðvuð. Michler sagði að ekkert benti til þess að Frelsisfylking Erítreu (EPLF) hygðist hörfa frá Keren fyrir stjórnarliðinu og rússneskum og kúbönskum ráðunautum þess. Skæruliðar höfðu einum mánuði áður hörfað frá bæjum sem þeir höfðu haft á sínu valdi í Suð- ur-Erítreu þegar stjórnarherinn hóf síðustu tilraun sína til að binda enda á stríðið í héraðinu. „íbúar Kerens virðast hafa tröllatrú á loftvarnabyssum sínum og að minnsta kosti helmingur bæjarbúa er innandyra þegar eþíópískar herþotur fljúga yfir bæinn. Ég varð mjög undrandi en enginn virtist hræddur um að Eþíópíumenn mundu komast til bæjarins." » « •---------- ' Mynd með velsku tali London, 8. september. AP í FYRSTA sinn í sögu kvik- myndagerðarinnar hefur velskt tal verið sett inn á kvikmynd. Þessi merkismynd ber nafnið „Frankenstein verður að deyja" og er, eins og nafnið bendir til, hryllingsmynd. Það er velska sjónvarpsstöðin Harlech, sem hefur staðið fyrir þessu afreki, en velska er töluð af fimmtungi Walesbúa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.