Morgunblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978 Septem 1978 Ejler Bille gestur sýningarinnar í DAG, laugardag, kl. 14 verður opnuð í kjallara Norræna hússins sýningin SEPTEM 1978. Að sýningunni standa eftirtaldir listamenni Guðmunda Andrésdóttir, Jóhannes Jóhannesson, Karl Kvaran, Kristján Davíðsson, Sigurjón ólaísson, Valtýr Pétursson og Þorvaldur Skúla- son. Auk þeirra tekur danski listmálarinn Ejler Bille þátt í sýningunni sem gestur. Ejler Bille er fæddur 1910 og sýndi verk sín fyrst opinberlega árið 1931. Hann vakti þá þegar mikla athygli og er talinn í röð fremstu málara Dana. Hann var félagi í listamannahópnum COBRA. Auk málverka og skúlptúra hefur Bille sent frá sér bækur um myndlist og eina ljóðabók. Hann hefur ferðast mikið um heiminn og mun auk þess halda hér fyrirlestur, segja frá síðustu ferð sinni til Balí. Þegar Morgunblaðsmenn litu inn í kjallara Norræna hússins sl. fimmtudag voru lista- mennirnir önnum kafnir við að koma verkum sínum fyrir. Einn af SEPTEM-hópnum, Valtýr Pétursson, sagði að á sýning- unni væru eitthvað um 70 verk og Bille ætti 14 verk hér. Sagði Valtýr að Norræna húsið hefði verið hópnum mjög hjálplegt og væri Ejler Bille hér á landi einnig í boði þess. Blm. ræddi stuttlega við Bille og spurði hann hvernig hann ynni myndir sínar. — „Ég byrja á því að teikna svolítið með svartkrít, en svo læt ég það ráðast hvort ég fer nákvæmlega eftir því, þegar ég byrja að mála. Aðalatriðið er að litirnir tali hver við annan og myndi eins konar tónlist." Hann benti á myndirnar sínar. — „Þessar myndir hérna eru dálítið sterkari í litunum en hinar. Þær eru líka málaðar á Balí, en hinar heima í Dan- mörku. Það er meira litaskrúð í náttúrunni á Balí heldur en hér norðurfrá. Annars eru þetta náttúrulega ekki neinar náttúru-eftirlíkingar. Þetta er bara tjáning. Það er bara til ein list. Það er í rauninni enginn munur á abstraktlist og landslags- málverkum, þetta er bara ólík litameðferð. Mér finnst ég eiga mikla samleið með landslags- málurum og vil miklu heldur sýna með góðum landslags- málara en slælegum abstrakt- málara. Ég hef einu sinni átt myndir á sýningu hérlendis áður, en það er býsna langt síðan. Það var 1956. Ég hef ferðast mikið, enda verður svo dimmt hér norðurfrá á veturna að mér finnst nauðsynlegt að halda suður á bóginn, í birtuna, til að mála." Sýningin SEPTEM 1978 verður opin alla daga frá kl. 14—19 næstu tvær vikur.- SIB Myndverk SEPTEM-hóps- insi Guðmunda, Jóhannes, Karl. Kristján, Val týr, Þorvaldur. Sigurjón. SEPTEM-hópurinn ásamt gesti sýningarinnar. Frá vinstrii Valtýr, Karl, Sigurjón, Kristján, Ejler Bille, Jóhannes. Guðmunda og Þorvaldur. Ljósmyndiri Kristján. limmmfcnminii nm Ejler Bille ásamt konu sinni, listmálaranum Agnethe Therkildsen. Að baki þeim má sjá þrjár mynda hans. Þess má geta að ein þcirra kostar 1,7 milljón ísl. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.