Morgunblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978 19 Það hefur ekki farið leynt að trúarleiðtogar í íran líta t.d. svo á að fyrirtæki eins og kvik- myndahús séu af hinu illa, nánar tiltekið tákn vestrænnar menningar sem þeir kæra sig ekki um að fá yfir sig í jafn ríkum mæli og keisarinn boðar. Og trúarleiðtogunum er mjög umfram um að fólk sæki hvorki kvikmyndahús né aðrar skemmtanir í Ramadanmánuði. Þann tíma eiga sanntrúaðir að nota til bænaiðkana og upp- byggilegra andlegra hugleið- inga. í Iran er meirihluti hinna 35 milljóna shi-itatrúar, en shi-ita er grein af Múhammeðs- trú, en hvergi ríkjandi ncma í íran og írak. I flestum löndum Múhameðstrúarmanna er meiri- hluti sunna-itar. Það er alkunna að í löndum þar sem Múhameðstrú er ríkj- andi hefur trúin og siðareglur hennar, boð og ótal mörg bönn, verið verulegur hemill á þróun — að minnsta kosti á mæli- kvarða vestrænna ríkja. Shi-ita- trúarbrögð þykja all- einstreng- ingsleg og ofstækismenn úr röðum shi-ita eiga það vitanlega sammerkt með slíkum mönnum úr öllum trúarbrögðum að skorta fullkomlega umburðar- lyndi og skilning hvort sem er við manneskjulega breyskleika, hvað þá heldur almenna fram- þróun. En það er líka ósköp auðvelt fyrir Lúterstrúarmann á íslandi að kveða upp sleggjudóma yfir því sem honum virðist vera Keisarinn verður að ná sam- komulagi við trúarleiðtogana ef friður og framþróun á að verða MARGIR túlka þá atburði sem hafa verið að gerast í íran síðustu vikur á þann veg að^ um sé að ræða hálfgildings afturhvarf til nítjándu aldar. íran hefur á síðustu áratugum tekið heljarstökk fram á vettvang tuttugustu aldar og þrátt fyrir harða gagnrýni víða að á keisarann og stjórn hans, er óumdeilanlegt að framfarir þar hafa orðið stórstígar. í raun og veru hafa þær verið ótrúlega hraðar, því að ekki er langt síðan segja mátti að þjóðin væri á hálfgerðu steinaldarstigi. Fróðlegt er því að íhuga hvað hefur verið að gerast nú svo að íran hrasar á hraðferð sinni inn í hóp iðnvæddra ríkja. Iranskeisari meö Bandaríkjaforseta. hafa risið gegn honum. Hann boðaði hina „hvítu byltingu" árið 1975. Þá kom hann á því einflokkakerfi sem hefur verið í landinu síðan þar til nú fyrir örstuttu. Keisarinn hefur hlotið lof fyrir þær tilslakanir sem hann hefur gert upp á síðkastið og beinast að því að gera trúarleiðtogana ðgn sáttari við ástandið og einnig að veita stjórnmálaflokkum frelsi til starfa á ný. Þó hefur hann sjálfsagt látið furðu lítið af völdum sínum úr hendi og mun ekki fús til þess ef að líkum lætur. Hann veit sem er að hann hefur her landsins, staðfastan og tryggan að baki sér og vel vopnum búinn. Þær tilslakanir sem keisarinn hefur gert eru sagðar árangur af síaukinni samvinnu hans við Bandaríkin. Það kann að vera nokkuð til í því en á hitt ber að líta að íran er Vesturlóndum það mikilvægt að Carter mun fara að öllu með gát í því að beita keisara þrýstingi — m.a. í sambandi við mannréttindabrot en það er opinbert leyndarmál aö pottur er brotinn í íran hvað þau varðar. Það er líka opinbert leyndar- mál aö Sovétríkin hafa stutt við bakið á andstæðingum keisar- ans þótt þau hafi vissulega sýnt gætni og reynt að láta það ekki fara hátt. Ýmsir útlagar íransk- ir sem hafa orðið að flýja land vegna andstöðu við keisarann — m.a. ýmsir áhrifamiklir trúar- leiðtogar — hafa óspart leitað til Sovétríkjanna og fengið þar Frá óeirðum í Shiraz. trúarofstæki: það er engin von til þess að við getum skilið hugsanagang Austurlandabú- ans, þar sem eðli og upplag er svo fjarstætt okkur að mikið þyrfti aö leggja að sér til að skilja einföldustu atriði í við- horfum fólks. Hvað sem því líður er nú Ramadan trúuðum fylgjendum shi-ita mjög helgur tími. Hann er fimmti mánuður árs Múham- meðstrúarmanna og í Ramadan var Kóraninn sendur niður til lýðsins honum til eilífrar hand- leiðslu og leiðsagnar. Heilögust er þó hin 27. nótt, því að þá hverfa englar og andar til jarðarinnar „og þá ríkir friður hvarvetna unz dagar á ný" eins og stendur í Kóraninum. Trúað- ir shi-itar leggja mikla áherzlu á að menn virði helgi Rama- dans, hvatt er til að menn fasti eftir megni í mat, drykk og líkamlegri snertingu hvers kon- ar. Vissulega þykir meira en lítið syndsamlegt að stunda svo léttúðugt líferni sem að sækja kvikmyndahús eða láta yfirleitt eftir sér að falla fyrir veraldleg- um lystisemdum. Shi-itarnir sem stóðu að hryðjuverkinu í kvikmyndahúsinu í Abadan þar sem 400 manns brunnu til bana höfðu áður gefið ýmsar viðvar- anir og hótað að þeir myndu grípa til róttækari aðgerða ef Land þróunar og þverstæðna menn sæju ekki að sér og sýndu trúnni meiri rækt. Þeir höfðu kveikt í tízkuverzlunum og næturklúbbum, vínbúðum og skemmtistöðum til að láta frá sér heyra, því að þessi fyrirtæki finnst þeim flokkast undir að vera spillt afsprengi vestrænnar menningar. En þó að hinir strangtrúuðu telji að hvort tveggja sé að þorri manna sé ekki tilbúinn að meðtaka öll þessi vestrænu áhrif og hins vegar eigi þjóðin á hættu að glata sérkennum sínum og jafnvel frelsi sínu og fullveldi, er keisarinn þó stað- ráðinn í að hvika hvergi og láta þjóð sína halda áfram á sömu braut. Þetta gæti þó leitt til að enn meiri harka færðist í samskipti keisarans við 'trúar- leiðtoga shi-ita. Brezka blaðið Economist orð- aði það svo nýlega að það sem stæði íran fyrir þrifum væri að landið þjáðist af ómeltum hag- vexti sem hefði skollið á með óeðlilegum hraða og þunga í kjölfar hinnar gríðarlegu olíu- verðshækkunar 1973. Og einnig vegna þeirrar bjargföstu fyrir- ætlunar keisarans að skapa í íran nútímaríki á valdatíma sínum. Olíuauðurinn hefur leitt til þess að lífskjör manna hafa stórbreytzt til hins betra þótt þar vanti nokkuð á að jöfhuður sé. Iðnvæðing er hafin af ofurkappi sem miðar að því að enda þótt hinar gríðarlegu olíulindir írans tæmdust myndi landið lifa af og blómstra enn. Allt bendir til að þetta stórvirki muni takast. Og í jarðaupp- skiptum og skólamálum hefur keisarinn og stjórn hans unnið merkilegt umbótastarf þótt langt sé í land enn. Keisarinn hefur hingað til ekki sýnt þeim miskunn sem Persneskir stúdentar erlendis hafa oft látið að sér kveða. Hér mótmæiir hópur írana í Bandaríkjunum heimsókn keisarahjóna sinna Þangaö. Grátandi kona skammi rra rústum kvikmyndahússins í Abadan. nokkra fyrirgreiðslu. Þar er helzt tilnefndur Ayatullah Khomeini sem hefur nú búið í írak í fimmtán ár. Hann hafði strengt þess heit að ná sér niðri á keisaranum eftir að hundruð fylgismanna hans höfðu verið drepnir er þeir mótmæltu um- bótaáætlunum stjórnarinnar í landbúnaði. Khomeini var eini trúarleiðtoginn sem ekki for- dæmdi Abadanhryðjuverkið og segja ýmsir að hann muni hafa átt þar hlut að skipulagningu og þögn hans sé síðan enn ein bending um að slit hafi orðið milli útlagahóps hans og hóf- samari Shi-ita í íran. Hugsanlegt er að hryðjuverk ófgamanna gætu orðið til að svo mikil andúð kæmi upp að keisaranum tækist að einangra þá og draga þannig úr þeim tennurnar. Fram til þessa hefur keisaranum þó gengið býsna brösulega að hafa hemil á trúarleiðtogunum og það er víst að eigi íran að fá að feta sig með sæmilegum friði eftir vegi til framfara og bættra lífskjara, verður keisari að ná málamiðlun eða samkomulagi við sína heil- ögu menn. Það gæti orðið afdrifaríkt fyrir íran að reyna að brjóta þá á bak aftur með ofbeldi. — h.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.