Morgunblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978 Hannes H. Gissurarson: Rannsóknarstofnun eða róttœklingahreiður? 1. grein Áróðurinn í skólunum Nokkrar umræður hafa orðið síðasta árið um áróður róttækra kennara í skólum landsins, einkum eftir kosningarnar tvær í vor og sumar, en eftir þær er Alþýðu- bandalagið næststærsti stjórn- málaflokkurinn. Þessar umræður eru tímabærar. En ég held, að beinn áróður róttæklinganna sé ekki eins mikill og óbeinn áróður þeirra, að þeir undirbúi fremur jarðveginn en sái í hann. Ég á með orðunum „óbeinum áróðri" einkum við val róttæklinganna á orðum og sumum viðfangsefnum — sem getur ýtt undir það; að skólanemar fari fremur í eina áttina en aðra — og þögn þeirra um önnur viðfangsefni. Þeir segja oftast sannleikann, en aðeins hálfan sannleikann. En er músin, sem læðist, ekki hættulegri en hin, sem stekkur? Ég ætla í þessari grein að taka orð og verk róttæklingsins Páls Skúlasonar, prófessors í heimspeki í Háskóla íslands, til dæmís. Ég ætla ekkí að ræða um kennslu hans, því að til lítils er að vitna um hana, þótt hann hafi kennt mér, heldur um ummæli hans í bókinni Ilugsun og veruleika, sem er notuð sem kennslubók í Háskóla íslands, um stjórnmál og afskipti hans af stjórnmálum. Bókin er 104 bls. og er eina ritið, sem hefur komið út á íslenzku eftir Pál. (Hann hefur þegið laun af Háskóla íslands — eða öllu heldur af íslenzkum almenningi — í átta ár og geta áhugamenn um arðbærar fjárfest- ingar hins opinbera reiknað það út, ef þeir kjósa, hvað blaðsíðan í eftir bandaríska heimspekinginn William James hafi komið út á islenzku í bókinni Mætti manna 1925, en getur þess ekki, að bókin Ódauðleiki mannsins eftir James kom út 1905. Segja má, að þessi yfirsjón sé meinlaus. En hann ritar einnig, að „eina almenna inngangsritið á íslensku að kenn- ingum Karls Marx" sé bókin Marxisminn eftir Ásgeir Blöndal Magnússon, sem kom út 1937. Hann getur þess ekki, að bókin Socialisminn eftir Gunnar Árna- son kom út í tveimur bindum 1935—1936. Ásgeir er marxsinni, en Gunnar ekki. Er þögn Páls um bók Gunnars aðeins meinlaus yfirsjón? Hugmyndafrædi alræðissinna? Ég ætla ekki að ræða um hina heimspekilegu kenningu Páls í þessari grein, en bendi þó á það, í hvaða heimspekingaflokki hann er. Af riti hans má ráða, að hann sé mikill aðdáandi þýzka heim- spekingsins Hegels, en á Hegel hefur verið litið sem hugmynda- fræðing alræðissinna, þjóðern- is-samhyggjumanna (fasista) og byltingar-samhyggjumanna (komm- únista) tuttugustu aldarinnar. (Sbr. Karl Popper: The Open Society and Its Enemies og Bertrand Russell: A History oí Western Philosophy.) Ólafur Björnsson kallar Hegel „postula alræðishyggjunnar" í bókinni Frjálshyggju og alræðishyggju, og Halldór Laxness kallaði hann „grillufángara" í bókinni Skáldatíma. Það er álitamál, hvort Hegel hafi verið hugmynda- fræðingur alræðissinna eða ekki, þess vegna ætla ég að vitna til hans sjálfs. Hann reit í 270. gr. Heimspeki réttarins (Philosophie Páll Skúlason kennir í bok sinni, sem er notuð sem kennslubók í Háskóla íslands, að „kreppa íslenzks sjávarút- vegs" sé vegna séreignar á atvinnutækjunum, og krefst í rauninni Þjóðnýtingar sjávar- útvegsins. samhyggjumanna (sósíalista). Páll er hlutdrægur (í bók, sem notuð er sem kennslubók í Háskóla ís- lands). Þjóönýtingar- krafa Páls Páll ritar: „Geta hagsmunir atvinnurekenda ekki stundum ver- ið þeir að veita verkalýðnum aðild að stjórn fyrirtækja, en hagsmun- ir verkalýðsins að taka raunveru- lega að sér rekstur atvinnufyrir- tækjanna (leturbreyting mín, H.H.G.)?" Hann „spyr" þannig, að auðvelt sé að svara. Hann kemur óbeinum orðum að þjóðnýtingar- kröfu samhyggjumanna í þessari tilvitnun, en beinum að henni, er hann ritar um Marx, að hann hafi kennt, að „á vissum tímum væri staða framleiðsluaflanna slík að þau yrðu ekki nýtt við ríkjandi framleiðslutengsl (þ.e. tengsl vinnuveitenda og launþega í sér- eignarskipulagi H.H.G.) og annað skipulag (þ.e. sameignar skipulag, H.H.G.) yrði að koma til", og bætir þessu við frá sjálfum sér: „Einfalt dæmi um slíkan árekstur er íslenskur sjávarútvegur, sem er, eins og menn vita, í sífelldri kreppu: framleiðslutengslunum er þar haldið við fyrir atbeina ríkisvaldsins." í þessari viðbót Páls felst sú ranga kenning um sífelldan vanda íslenzks sjávarút- vegs, að hann sé vegna séreignar á atvinnutækjunum. (Sbr. Verðbólguvandann skýrslu Verð- Hugarórar um veruleikann bókinni hafi kostað almenning). Bókin er samin í anda þýzkrar véfréttarspeki. Hún er réttnefnd „Hugarórar um veruleikann". Páll misnotar sum orð málsins, notar þau í óvenjulegri og villandi merkingu. Til dæmis má taka orðið „mótsögn", sem merkir það venjulega, að staðhæfingar stang- ist á. Páll notar orðið til þess að merkja einnig mannlegar eða náttúrlegar takmarkanir, hvörf, andstæður, árekstra og gátur. Hann greinir ekki, heldur ruglar með slíkri orðnotkun. Hvers vegna notar hann ekki þau íslenzku orð, sem til eru? Vegna þess að hann verður að villa um fyrir lesendum sínum með ónákvæmni í orðavali? Almenn vanþekking Páls blasir við, þegar bókin er lesin. Hann ritar til dæmis, að þrjár ritgerðir des Rechts): „Ríkið er hinn guð- dómlegi vilji." Og hann reit í 324. gr. sama rits: „Siðferðileg heilsa þjóða er varðveitt með því að heyja styrjaldir." Svo ritar að minnsta kosti enginn frjálslyndur friðarsinni. Af riti Páls má einnig ráða, að hann telur tvo aðdáendur Hegels á tuttugustu öldinni, þýzka heimspekinginn Heidegger og franska rithöfundinn Sartre, mjög merka heimspekin'ga. Heidegger var fylgismaður Hitlers og sagði 1933 við þýzka háskólanema, að foringinn væri hinn þýzki veru- leiki nútíðar og framtíðar! (Sbr. Arne Næss: Moderne filosofer.) Sartre var fylgismaður Stalíns og reit 1952, þegar rithöfundurinn Camus hafði ritað um vinnubúðir Stalíns í bók sinni, Uppreisnarmanninum (L'homme révolte), að hann hefði átt að þegja um þær til þess að ræna franska verkamenn ekki voninni! (Sbr. Les Temps Modernes 1952). Eru þessi ummæli Heideggers og Sartres ekki til marks um dómgreind þeirra? „Mótsögn verkalýðs 09 atvinnurekenda" Eg minntist á það, að Páll misnotaði orðið „mótsögn". Áminningin er ekki hótfyndni, því að þessi misnotkun gefur honum tilefni tiJ kynlegra kenninga. Hann ritar: „Mannlífið er mót- sagnakennt í þeim skilningi, að þar á sér stað með ýmsum hætti togstreita milli andstæðra þátta: milli hagsmuna ríkis og einstakl- ings, þess frelsis sem við þráum og þess frelsis eða ófrelsis, sem við búum við í raun, milli hugarheims og ytri veruleika, einkalífs og atvinnu, anda og efnis, verkalýðs og atvinnurekenda (leturbreyting mín, H.H.G.) og svo mætti lengi telja." Páll kennir, að „verkalýður" og „atvinnurekendur" heyi bar- áttu. En sannleikurinn er sá, að kjarabaráttan sem kjarasamnirig- ar, verkföll og verkbönn eru til marks um er umfram allt barátta verkalýðsfélaga við hvert annað, hún er umfram allt barátta um kjaraskiptinguna innan verka- lýðssamtakanna, eins og hagfræð- ingar hafa leitt rök að. (Sbr. F.A. Hayek: The Constitution of Liberty og Ludwig von Mises: Socialism.)Kenning Páls um mót- sögn „verkalýðs" og „atvinnurek- enda" er röng, hún er goðsögn bólgunefndar 1978, þar sem hinum raunverulega vanda er lýst). í henni felst einnig krafa um þjóðnýtingu fyrirtækja í sjávarút- vegi. Hvað segja íslenzkir útgerð- armenn um þjóðnýtingarkröfu Páls (í bók, sem notuð er sem kennslubók í Háskóla íslands)? Leysti Marx einn vanda stjórnmálanna? Páll ritar: „Hin eiginlega spurn- ing er því hvað mönnum beri að gera til þess að sigrast á félagsleg- um vandamálum. Sú heimspeki- stefna sem leggur alla áherslu á að skýra og reyna að leysa grundvallarvandamál þjóðfélags- ins er kennd við Karl Marx

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.