Morgunblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 36
 (4^ U¦ttfflSllASIMINN Kl{: jfof^ 22480 j JWerflunWnl»tl» LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978 Bráðabirgðalögin: Mikil hækkun tekjuskatts, eignaskatts og vörugialds SKATTLAGNING ríkisstjórnarinnar, sem birtist í bráða- birgðalögunum í gærkveldi, felur m.a. í séri •Tekjuskattsauka, 6% á tekjur ársins 1977 yfir 2,8 milljónum hjá einstaklingum og 3,7 milljónum hjá hjónum. Viö hvert barn eykst frádrátturinn um 220 þúsund krónur. • 50% eignaskattsauki á einstaklinga og 100% á félög af álögðum eignaskatti ársins 1977. • Sérstakur skattauki á vergar tekjur af atvinnurekstri — sjá nánar 10. gr. laganna. • Verulg hækkun vörugjalds úr 16 í 30% á hljómflutnings- tækjum, hljómplötum, snyrtivörum, sportvörum, hreinlætis- vörum o.fl. í fimmta kafla laganna er fjallað um eignaskattsauka, sér- stakan tekjuskatt og sérstakan skatt á tekjur af atvinnurekstri til þess aö standa undir kostnaði af niðurfærslu vöruverðs. Eignaskattsauki er 50% af álögðum eignaskatti á menn, en 100% af álögðum eignaskatti á innlend og erlend félög og aðra skattskylda aðila. - Verður þessi eignaskattsauki frádráttarbær frá tekjum eins og eignaskattur. Þá segir að lagður skuli á sérstakur tekjuskattur. Hann skal vera 6% að frádregnum 2,8 milljónum króna hjá einstakling- um auk 220 þúsund króna fyrir hvert barn, sem er á framfæri þeirra. Samsköttuð hjón greiða einnig 6% að frádregnum 3,7 milljónum króna auk 220 þúsund króna fyrir hvert barn. Hjón sem telja fram sér greiða einnig 6% af skattgjaldstekjum að frádregnum 2,22 milljónum króna auk 110 þúsund króna fyrir hvert barn. Skattlagning þessi miðast öll við skattgjaldstekjur skattársins 1977. Þá eru í lögunum flóknar reglur um takmarkanir á heimild til fyrninga, en í 3. lið 10. greinar laganna segir að hafi skattþegn, sem hefur með höndum atvinnu- rekstur eða sjálfstæða starfsBmi, ekki talið fram til tekjuskatts á gjaldárinu 1978 beri skattstjóra að áætla tekjur til hans til þessa sérstaka skatts, að viðbættum viðurlögum sem ákvarðast í sam- ræmi við ákvæði VII kafla Iaga nr. 68/1971 með síðari breytingum. Þessi sérstaki skattur er ekki frádráttarbær frá tekjum. Með lögunum er vörugjald hækkað á allmörgum vörutegund- um. Er það í tveimur gjaldflokkum 16% og 30% og gildir það til 31. desember 1979. I 30% flokknum eru eins og Morgunbiaðið hefur áður sagt hreinlætisvörur og sportvörur, hljómflutningstæki, hljóðfæri, hlutir til listmálunar, pennar og blýantar og blek, ilmvötn, ræstiduft, bón, púður, ljósmyndavörur og ljósmynda- vélar, leirvörur, borðbúnaður, smávarningur til bifreiða, bensín- vélar, rafmagnsrakvélar, reiðhjól, hjólhýsi, tjaldvagnar, segulbönd, hljómplötur, forngripir yfir 100 ára gamlir og sitthvað fleira, sem of langt yrði upp að telja. Hjól fyrir borð. Ljósm., FriAþjófur Kaupgjald og vísitala: ar Obreytt grunnlaun og tilhögun verdbóta lögfest — „Þar til um annað hefur verið samið" — 4,9% af vísitölu greidd niður MEÐ BRÁÐABIRGDALÖGUNUM, sem sett voru í gærkvöldi, er lögfest að frá 1. desember 1978 skuli grunnlaun og tilhögun verðbóta á laun haldast óbreytt eins og ákveðið er frá 1. september sl. „þar til um annað hefur verið samið", eins og segir í bráðabirgðalögunum. Þar er ennfremur gert ráð fyrir að: • Fullar verðbætur greiðast á laun, sem í ágúst voru rúmlega 229 þúsund krónur, en sama krónutala á hærri laun. • 4,9% af verðbótavísitölu verða greidd niður. • Heimilt er að fella niður söluskatt af ótilteknum matvörum. I fyrsta kafla laganna er fjallað um kjarasamninga og greiðslu verðbóta á laun og segir þar að hámark verðbóta á mánuði skuli eftir 1. september vera samkvæmt kjarasamningum upp að 200 þús- und krónum miðað við desember- laun 1977, en sama krónutala greiðist á laun, sem hærri eru. Miðað við ágústlaun nú er þetta Tvöfalt gengi tekið upp: 10% gjald á allan fer ðamannagj aldeyri Gjaldeyrisskammtur tvöfaldaður mark 229,762 krónur á mánuði. Þá segir: „Frá 1. desember 1978 og þar til um annað hefur verið samið skulu grunnlaun og tilhögun verð- bóta á laun haldast óbreytt eins og ákveðið er frá 1. september 1978 og samkvæmt almennum kjarasamn- ingum, sem gerðir voru á árinu 1977 og á fyrstu fimm mánuðum 1978 og samkvæmt lögum þess- um." I öðrum kafla laganna, sem fjallar um bætur almannatrygg- inga, segir að þær skuli, aðrar en fæðingarstyrkur, taka sömu hækkunum hlutfallslega og laun verkamanna hinn 1. september 1978 og 1. desember 1978. Þriðji kafli laganna fjallar um niðurfærslu vöruverðs og verð- lagseftirlit. Þar segir að ríkissjóð- ur muni greiða niður vöruverð sem svarar 4,9% af verðbótavísitölu eins og hún er fyrir gildistöku laganna. Þá er fjármálaráðherra heimilað að fella niður sölugjald af einstökum matvörum eða mat- vöruflokkum, drykkjarvörum eða drykkjarvöruflokkum og ákveður fjármálaráðherra með reglugerð nánar tilhögun þessa. Þá segir um verðlagseftirlit að ekki megi hækka verð á vöru eða þjónustu eða endurgjald fyrir afnot af fasteign eða lausafé frá því sem var 9. september 1978 nema með fengnu samþykki réttra yfirvalda og skulu þau ekki leyfa neina hækkun nema þau telji hana óhjákvæmilega. Leyfi til hækkun- ar þarf síðan staðfestingu ríkis- stjórnarinnar. Þá skal frá 11. september lækka hundraðshluta verzlunarálagningar sem því svar- ar að leyfð verði álagning á 30% þeirrar hækkunar álagningar- stofnsins, sem leiðir af hækkun erlends gjaldeyris frá því gengi sem gilti 28. ágúst. Þá gefa lögin ríkisstjórn heimild til þess að lækka verð á vöru og þjónustu telji hún til þess gilda ástæðu eða brýna nauðsyn. Sjá bráðabirgðalögin í heild á bls. 21 og 25. Skv. bráðabirgðalögum þcim, sem vinstri stjórnin gaf út í gærkvöldi, verður tekið upp tvöfalt gengi á íslenzku krónunni með því að 10% gjald verður lagt á ferðamannagjaldeyri. Verður gjald þetta lagt á allan gjaldeyri, sem seldur er til þess að greiða dvalarkostnað crlendis nema þeg- ar um er að ræða viðurkenndan kostnað nemenda og sjúkiinga og áhafnagjaldeyri. Jafnframt var gjaldeyrisskammtur til ferða- manna tvöfaldaður. Samkvæmt fréttatilkynningu frá viðskiptaráðuneytinu, sem gefin var út í gær, hefur ráðuneyt- ið ákveðið að gjaldeyrisyfirfærslur til þeirra, er fara í skemmtiferðir til útlanda, skuli hækka úr 90 þúsund krónum • í 215 þúsund krónur. Að öðru leyti gilda sömu reglur og áður um gjaldeyrisyfir- færslur til þessara þarfa — að því er segir í tilkynningunni. Hér er um tvöföldun gjaldeyris- skammts að ræða, þar sem 90 þúsund krónurnar eru hækkaðar um 19,4% og síðan tvöfaldaðar. Nærri lætur að hér sé um þá prósentuhækkun að ræða sem nemur hækkun erlends gjaldeyris frá því er síðasta gengisskráning átti sér stað áður en til falls krónunnar kom. Sjá bráðabirgðarlög bls. 24 og 25. heild Fjórir gjalddagar Viðbótarskattar þeir, sem lagðir verða á einstaklinga og félög skv. bráðabirgðalögum þeim, sem vinstri stjórnin gaf út í gærkvöldi, eiga að greiðast á 4 gjalddögum, tveimur fyrir áramót og tveimur eftir ára- mót. Gjalddagarnir erui 1. nóvember 1978, 1. desember 1978, 1. janúar 1979 og 1. febrúar 1979. Verzlunin stefnir vegna 30% reglunnar VERZLUNARRÁÐ íslands hefur ákveðið að stefna fyrir Bæjarþingi Reykjavíkur viðskiptaráðherra, þar sem verzlunin telur sig misrétti beitta og að brotin hafi verið á sér lög í því er svokölluð 30% regla hefur verið notuð í kjölfar gengis- fellingar. Hefur ríkisvaldið aðeins heimilað að 30% gengisfellingar kæmu fram í álagningu og hefur því skert álagningarreglur í hvert sinn sem gengisbreyting hefur átt sér stað. Sjá umsögn Þorvarðar Elíasson- ar um þetta mál á bls. 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.