Morgunblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978
3
um skóla eru miðuð við tekjur
fjölskyldna og fjölskyldustærð
nemendanna, þannig að þarna
er ekki verið að takmarka
möguleika og aðgang fólks úr
ólíkum þjóðfélagshópum. Auð-
vitað verður tónlistarnám dýrt,
því auk skólagjalda þarf að
festa kaup á hljóðfærum en
þetta fyrirkomulag ætti að
jafna aðstöðuna og hindra að
tónlistarnám verði einhver for-
réttindi," sagði Edda.
„Mér finnst að hér heima sé
klassísk tónlist fyrir alltof
fámennan hóp. Ég er ekki með
þessu að segja að fólkið eigi
endilega að koma til tónlistar-
mannanna heldur alveg eins að
tónlistarmennirnir komi til
móts við fólkið. Það er alveg
fráleitt að menn skuli láta sér
detta í hug að segja að þeir, sem
ekki kunni að meta klassíska
tónlist séu bara heimskingjar.
Þetta er fjarstæða, því mat fólks
og smekkur á tónlist fer rrjikið
eftir því í hvaða umhverfi fólk
hefur alist upp og hvort það
hefur kynnst slíkri tónlist á
uppvaxtarárum sínum. Ég veit
að aðsókn að tónlistarskólum og
tónlistarnámi er alltaf að verða
almennari hér en ég tel að
mikilvægast gagnvart viðgangi
tónlistarlífs hér heima sé að
fólk fái almennt fleiri tækifæri
til að leika sjálft á hljóðfæri.
Þannig kemst fólk í nánasta
snertingu við tónlistina sjálft en
leið til þessa er að gera tónlist-
arnám enn almennara," sagði
Edda.
Það kom fram í samtalinu við
Eddu að hún og David Simpson
ætla að leika þessa sömu dag-
skrá og þau leika á tónleikunum
í dag tvisvar í París í október-
mánuði n.k. og einnig koma þau
fram á músikviku í Ölpunum í
janúar og fyrirhugað er þau
leiki aðra dagskrá á tónleikum
í París seinna í vetur. Hvert
áframhald yrði á tónleikahaldi
sínu sagðist Edda ekki geta sagt
til um að svo komnu máli.
„Klassísk tónlist hér fyr-
ir alltof fámennan hóp”
„ÞAÐ fer mest eftir því hvað ég
er að æfa á hverjum tíma,
hvaða tónskáld eru öðru frem-
ur í uppáhaldi hjá mér en
yfirleitt hef ég áhuga á allri
tónlist nema þá sumu af popp-
tónlist. Þá tónlist kann ég ekki
að meta, því hávaðinn frá þeim
tækjum sem notuð eru er oft
slíkur að það er ekki hægt að
greina tónlistina. En kannski
rek ég áróður fyrir klassískri
músik eins og bakari, sem
keppist við að fá fólk tii að
borða brauð,“ sagði Edda Er-
lendsdóttir, píanóleikari, sem í
dag kemur fram á tónleikum
Tónlistarfélagsins í Reykjavfk
ásamt sellóleikaranum David
Simpson.
Edda byrjaði að læra á píanó
í einkatímum hjá Selmu Gunn-
arsdóttur sex ára og seinna var
hún við nám í Tónlistarskólan-
um í Reykjavík. „Ég var aldrei
ráðin í því hvort ég ætti að
leggja þetta fyrir mig og fyrsta
árið eftir að ég lauk stúdents-
prófi var ég auk tónlistarnáms-
ins einnig við nám í Háskóla
Islands. En ég sá að ég varð að
velja eða hafna og fór þá í
píanókennaradeild Tónlistar-
skólans og var þar í tvö ár og
eitt ár í einleikaradeildinni,"
sagði Edda.
Haustið 1973 hóf hún nám við
Tónlistarháskólann í París og
þar lagði hún stund á píanóleik
sem aðalgrein auk þess sem hún
var við nám í ýmsum hliðar-
greinum. „Eftir tveggja ára nám
í París byrjaði ég að fást við
kammermúsik og hefur það
verið mín aðalgrein síðan en ég
sagt en ég er gift Frakka og það
kann að toga í að ég verði áfram
í Frakklandi," sagði Edda.
Aðspurð um hvernig starfi
tónlistarskólans, sem hún kenn-
ir við, væri háttað sagði Edda,
að þetta væri tónlistarskóli
bæjarins og nemendur þar væru
bæði byrjendur og nemendur,
sem væru að búa sig undir nám
í tónlistarháskólum og sagðist
Edda eiga að kenna þarna 36
nemendum. „Skólagjöld í þess-
lauk námi við skólann í vor,“
sagði Edda og aðspurð um það
hvað nú tæki við sagðist hún
ætla að leggja á það áherzlu að
spila eins mikið og hún ætti kost
á en næstu tvö árin er hún ráðin
sem píanókennari við tónlistar-
skóla í bænum Ris Orangis rétt
fyrir utan París. „Mér fellur það
yfirleitt best að gera ekki
áætlanir langt fram í tímann og
um það hvort ég kem alfarið
heim á næstunni get ég ekkert
Raett við
Eddu
Erlends-
dóttur, pía-
nóleikara
Edda Eriendsdóttir og David Simpson voru í gær að æfa fyrir tónleikana í dag á heimili foreldra
Eddu. Ljósm. Kristján.
Framkvæmdastjóri Verzlunarráðsins:
Höfum ekki fengið að leita
réttar okkar fyrir dómstólum
RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið
að verzlunin skuli aðeins fá 30%
af hækkun innfluttrar vöru, sem
verður vegna gengisfellingarinn-
ar, í álagningu. Morgunblaðið
leitaði í gær áiits Þorvarðs
Elíassonar, framkvæmdastjóra
Verzlunarráðs íslands, á þessu.
Þorvarður sagði að stjórnvöld
byggðu sína röksemdafærslu á því,
að innflutningsverzlunin verði
jafnsett á eftir, þar sem erlendur
tilkostnaður hækki ekki nema sem
nemur 30% af gengisfellingunni.
„Við svörum því hins vegar
þannig," sagði Þorvarður Elíasson,
„að gengisfellingin sé afleiðing
innlendra verðhækkana, sem hafi
áður orðið. Því sé þessi röksemda-
færsla út í hött, nema áður hafi
verið hækkuð álagning til sam-
ræmis við hækkun innlends
kostnaðar. Nú liggur hins vegar
fyrir að skammt er síðan 'gengis-
fellingu var beitt og þá var þessari
reglu beitt með sama hætti og
hefur álagning ekki verið hækkuð
síðan, þrátt fyrir hækkun innlends
tilkostnaðar. Þvert á móti hefur
hún verið lækkuð áður vegna
gengisfellingar og er nú lækkuð
. aftur vegna seinni gengisfellingar,
sem er eingöngu tilkomin vegna
kostnaðarhækkunar, sem hefur
orðið síðan fyrri gengisfelling var
framkvæmd."
„Af þessum ástæðum er algjör-
lega útilokað," sagði Þorvarður „að
þessi röksemdafærsla haldi. Skoð-
un okkar er sú, að þegar 30%
reglunni var beitt síðast hafi það
verið gert með ólögmætum hætti
og höfum við því stefnt út af því.
Höfum við stefnt tvívegis til
verðlagsdóms og einu sinni sent
málið til ríkissaksóknara. Verð-
lagsdómur hefur endursent málið
í bæði skiptin og ríkissaksóknari
hefur ekki viljað aðhafazt neitt í
málinu og hefur auk þess neitað að
tjá sig um það með hvaða hætti
verzlunin geti náð rétti sínum, ef
hún telur að lög hafi verjð brotin
á sér. Verðlagsdómur endursendir
málið, enda þótt standi í verðlags-
löggjöfinni, að brot á þeim lögum
eigi að kæra fyrir verðlagsdómi.
Telja þeir að enginn geti kært brot
á verðlagslögunum fyrir Verðlags-
dómi nema ríkisvaldið. Vegna
þessa höfum við ákveðið að stefna
fyrir Bæjarþingi Reykjavíkur. Sú
kæra var útbúin í dag. Haft var
samband við viðskiptaráðuneytið
og óskað eftir því að þeir tilnefndu
lögfræðing og samþykktu að
sleppa því að málið færi fyrir
sáttanefnd, en þeir vildu ekki gera
það. Stefnum við því fyrir sátta-
nefnd á mánudag.
Það er spurning, hvernig bráða-
birgðalögin verða orðuð,“ sagði
framkvæmdastjóri Verzlunarráðs-
ins. „Ef lögin verða dæmd ógild,
þ.e.a.s. útgáfa síðustu verðlags-
ákvæða, þá er spurning um það,
hvernig túlka beri bráðabirgðalög-
in. H.vað á að lækka með 30%
reglunni? Eru það þessi ógildu
verðlagsákvæði eða þau verðlags-
ákvæði, sem voru í gildi áður? Auk
þess er spurning, hvort þetta sé
löglegt, að gefa út slík bráða-
birgðalög, þar sem slíkt er ekki
heimilt, nema brýna nauðsyn beri
til. Það er spurning, hvaða brýna
nauðsyn beri til að lækka
verzlunarálagninguna eins og
ástatt er núna? Teljum við að
útilokað sé að finna nokkur rök
fyrir því að 30% reglunni sé beitt,
vegna þess að þegar er búið að
beita henni. Því teljum við að
stjórnarskráin sé brotin með
útgáfu þessara bráðabirgðalaga.
Ólafur Jóhannesson hefur látið þá
skoðun í ljós, að það sé dómstól-
anna að hafa síðasta orðið um það,
hvort stjórnarskrárákvæði séu
brotin, þegar bráðabirgðalög eru
gefin út. Kann að vera að við
MATVÖRUKAUPMENN á Norð-
urlöndum koma saman til fundar
í Reykjavík á morgun, sunnudag,
og lýkur fundinum á mánudag.
Samtök matvörukaupmanna á
Norðurlöndum (Nordisk köb-
manns komité) voru stofnuð árið
1910, og hafa fundir samtakanna
verið haldnir til skiptis í aðildar-
löndunum. Fundurinn, sem nú er
haldinn á íslandi, er sá fyrsti.
sem haldinn er hérlendis, en
íslenzkir matvörukaupmenn
gerðust ekki aðilar að samtökun-
um fyrr en fyrir tveimur árum,
áður höfðu fulltrúar íslands sótt
þessa fundi sem áheyrnarfulltrú-
ar.
förum þá leiðina," sagði Þorvarður
Elíasson.
Þorvarður sagði að formlega
hefði málshöfðunin ekki átt sér
stað enn og fyrst þyrfti málið að
koma fyrir sáttanefnd á mánudag,
en þegar málið hefur verið tekið
fyrir þar, verður málið þingfest í
Bæjarþingi Reykjavíkur. Þorvarð-
ur sagði að málið hefði tvisvar
verið sent Verðlagsdómi og einu
sinni ríkissaksóknara og hefðu
þessir aðilar neitað að taka málið
fyrir. „Verðlagsdómur hefur ekki
vísað málinu frá með formlegum
hætti,“ sagði Þorvarður. „Ef það
Fundir matvörukaupmannanna
verða haldnir í húsakynnum
Vinnuveitendasambands Islands
við Garðastræti og af helztu
umræðuefnum fundarins má
nefna: Afskipti hins opinbera af
verðtilboðum verzlunarinnar,
áhrif laga um vinnuverndun á
starfsvettvang vérzlunarinnar,
lokunartími verzlana á Norður-
löndum og bein sala framleiðenda
til neytenda.
Alls koma 25 fulltrúar frá
Norðurlöndum til fundarins í
Reykjavík og eru þeir allir með
maka með sér. Fulltrúar íslands á
fundinum verða níu talsins.
hefði gerzt, hefðum við getað vísað
til Hæstaréttar og þeir þá vafa-
laust dæmdir til að taka málið.
Hins vegar endursendi dómarinn
málið prívat og persónulega og
neitaði að afgreiða það formlega
og þar með um möguleika á að
áfrýja,“ sagði Þorvarður Elíasson.
Hann sagði einnig: „Ég tel einnig
að ríkissaksóknari hafi komið í veg
fyrir að við fengjum málið tekið
fyrir og hann hafi gert það
samkvæmt fyrirmælum frá dóms-
málaráðherra og það er því hann
sem kemur í veg fyrir að við getum
lögsótt viðskiptaráðherrann, sem
verið hefur sami maðurinn, Ólafur
Jóhannesson, sem nú er forsætis-
ráðherra."
Páll Eiríksson
Páll Eiríksson
aðstoðaryfir-
lögregluþjónn
PÁLL Eiríksson hefur verið
skipaður aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn við lögregluna í Reykjavík
og tekur hann við embætti því,
sem Guðmundur Hermannsson
gengdi áður. Páll Eiríksson hefur
verið lögregluþjónn í 35 ár.
Páll Eiríksson varð varðstjóri
við lögregluna 1961 og fimm árum
síðar var hann skipaður aðalvarð-
stjóri.
Norrænir matvörukaup-
menn þinga í Reykjavík