Morgunblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978 VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Svinarækt: Nauðsynlegur hlekkur EIN AF þeim atvinnu- greinum sem lítt hafa verið í fréttum er svínarækt. Til að afla nánari frétta af þessari grein landbúnaðar- ins ræddi Viðskiptasíðan við Þorvald Guðmundsson en hann hefur fengist við svínarækt síðan 1954 og rekur nú stærsta svínabú landsins að Minni Vatns- leysu með um 250 gyltum en alls munu vera um 1100 gyltur í landinu í dag. Hann sagði að öfugt við flestar aðrar greinar land- búnaðarins væri ekki um offramleiðslu að ræða í þessari grein. Þessi rekst- ur krefst mikillar vélvæð- ingar t.d. við fóðurgjöf, brynningu o.fl. og má nefna sem dæmi að aðeins um 5 manns starfa við búið að Minni Vatnsleysu. Rekstrarskilyrði þessarar greinar þurfa að batna og má nefna sem dæmi að okkur er gert að greiða í sjóði landbúnaðarins en þeir sem hafa 30 gyltur eða fleiri eru síðan ekki lánshæfir hjá þessum sömu sjóðum. Fullvinnsla afurða er mikilvæg- ur þáttur í allri starfseminni hjá Þorvaldi og hefur verið allt frá fyrstu tíð enda þekkja nær allir landsmenn orðið vörur hans undir vörumerkinu „Ali". Eftirspurnin eftir svínakjóti er nokkuð bundin við stórhátíðar en aftur á móti er hún jafnari eftir bacon og skinku sagði Þorvaldur. Verzlanirn- ar minnka YMSAR breytingar virðast vera í vændum í rekstri smásöluverzlana ef marka má síðustu upplýsingar frá Sví- þjóð. Um það bil 190 dagvöru- verzlanir voru stofnsettar á árinu 1977 í Svíþjóð. 70% þessara verzlana hðfðu minria sölurými en 400 fm. Árið 1974 var samsvarandi tala 47%. Það var einnig þriðja hver ný verzlun með meira en 600 fm sölurými, en í dag er það fimmta hver. Það eru ICA verzlanirnar sem eru leiðandi í þessu tílliti. 70 af 86 nýjum verzlunum þeirra eru minni en 400 fm og þar af eru 42 minni en 200 fm. Skýringin á meiri fjölgun smáverzlana en stórra er marg- þætt. Sem dæmi má nefna breytta stefnu í skipulagsmál- um bæja og borga, en síðast en ekki síst er þessi þróun rakin til stóraukins tilkostnaðar við áhöld og innréttingar fyrir dagvöruverzlanir. Á tveimur árum hefur sá kostnaður fjór- faldast. Mcðfylgjandi myndir sýna fimm (allar) netahnýtingarvélar Hampiðjunnar, en þetta eru tvímælalaust fullkomnustu vélar sinnar tegundar í heimi. Þorvaldur Guðmundsson. Svínakjöt er mjög mikilvægur liður í allri framleiðslu kjötvara. Svínafita og svínakjöt eru t.d. forsenda þess að hægt er að nota ærkjót og kýrkjöt til matvæla- framleiðslu. Auk þess hefur svína- búskapurinn þann kost að stór hluti hráefnisins nýtist eins og t.d. í lifrakæfu, svínasultu og pylsu- gerð. Ekkert hefur verið flutt inn til endurnýjunar stofnsins síðan 1930 og því hefðu svínabúin verið blessunarlega laus við alla kvilla þegar á heildina værr litið. Til að ná upp sem beztum stofni hefur verið lögð áherzla að velja þau dýr úr sem hefðu minnsta fitu og mest kjöt til kynbóta og hefur það tekist. Hér þarf þó sjálfsagt sérfræðimenntun að koma til eins og t.d. fyrir búfræðinga og dýra- lækna og þarf að vinna að því máli í samráði við viðkomandi aðila sagði Þorvaldur að lokum. Hampiðjan: Leiðandi fyrirtæM í veiðarfæragerð MAGNÚS Gústafsson for- stjóri Hampiðjunnar h.f. tjáði Viðskiptasíðunni að- spurður að um 25% af heildarsölu fyrirtækisins á þessu ári væru í formi gjaldeyristekna. Heildarút- flutningur fyrirtækisins er áætlaður í ár um 320 millj. kr. og skiptist þannigt Færeyjar Danmörk Kanada 90 80 150 millj. millj. millj. kr. kr. kr. VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS Upplýsingatafla (nr. 8). Flokkur Hámarkt,-lénstími til • Innleysan-legí Seðlabanka Haun-vsxtir fyrstu 4—5 érin %•• Meðal-raun vextir % Vísitala 01. 07.1978:217 (4.138) stig Haakkun í % Vero pr. kr. 100 rmoao við vexti og visi-tölu 01.07. 1978 **• Meðalvirkir vextir fyrir tekjuskatt Iré útgatu-degi. %•**• 1966-1 20.09.78 20.09.69 5 6 1436.65 30.30.27 33.6% 1966-2 15.01.79 15.01.70 5 6 1373.72 2846.86 33.9% 1967-1 15.09.79 15.09.70 5 6 1348.99 2677.67 35.6% 1967-2 20.10.79 20.10.70 5 6 1348.99 2660.06 35.9% 1968-1 25.01.81 25.01.72 5 6 1275.16 2316.67 39.5% 1968-2 25.02.81 25.02.72 5 6 1200.60 2178.81 39.1% 1969-1 20.02.82 20.02.73 5 6 . 933.01 1623.35 39.6% 1970-1 15.09.82 15.09.73 5 6 883.60 1490.97 41.4% 1970-2 05.02.84 05.02.76 3 5 724.05 1086.59 38.0% 1971-1 15.09.85 15.09.76 3 5 707.10 1022.02 40.8% 1972-1 25.01.86 25,01.77 3 5 616.09 891.01 40.5% 1972-2 15.09.86 15.09.77 3 5 532.21 762.39 42.0% 1973-1A 15.09.87 15.09.78 3 5 406.21 503.17 44.5% 1973-2 25.01.88 25.01.79 3 5 372.95 ¦ .) 539.13 46.3% 1974-1 15.09.88 15.09.79 3 5 234.73 * 374.46 41.6% 1975-1 10.01.93 10.01.80 3 4 176:26 306.15* 38.0% 1975-2 25.01.94 25.01.81 3 4 117.42 233.64 41.8% 1976-1 10.03.94 10.03.81 3 4 106.67 221.27 41.1% 1976-2 25.01.97 25.01.82 3 3.5 72.22 179.68 50.6% 1977-1 25.03.97 25.03.82 3 3.5 60.74 166.87 49.9% 1977-2 10.09.97 10.09.82 3 3.5 36.48 139.78 51.5% 1978-1 26.03.98 26.03.83 3 3.5 13.02 113.91 64.7% Það má geta þess að útflutningur til Kanada hófst lítillega í fyrra og er árangurinn fyrst og fremst því að þakka að Hampiðjan hefur lagt þar í skipulega markaðssókn sem er t.d. fólgin í þátttöku í vörusýn- ingu í Halifax. Magnús sagði að nú væri svo komið að Hampiðjan væri leiðandi fyrirtæki í heiminum í gerð botnvörpuneta úr fléttuðu polyethylene. Þetta er plastefni sem keypt er sem korn, breytt í þræði og síðan fléttað í garn til netaframleiðslu. Eins og mönnum er kunnugt um er innflutningur á veiðarfær- um tollfrjáls og því er samkeppni við innflutt veiðarfæri mikil. Af þeim nýjungum sem fitjað hefur verið uppá í seinni tíð má nefna að hafin hefur verið framleiðsla á blýfylltum þorskanetateinum og virð- ast slíkir kaðlar ætla að verða notaðir á hvert ein- asta net. Önnur nýjung er framleiðsla skolpleiðslna úr plasti en hingað til hafa þær verið fluttar inn eða þá verið úr steinsteypu. í dag starfa um 200 manns hjá Hampiðjunni á tví- og þrí- skiptum vöktum og dugar vart til að anna þeirri eftirspurn sem er eftir veiðarfærum okkar, sagði Magnús að lokum. Nýtt rádstefnu- fyrirkomulag •) Eftir hamarkslánstíma njóta spariskírteinin ekki lengur vaxta né verðtryggingar. **) Raunvextir takna vexti (nettó) umfram verðhnkkanir eins og oær eru mældar skv. byggingarvísítölunni. •••) Verö spariskírteina miöao við vexti og vísitölu 01.07.1978 reiknast þannig: Spariskírteini llokkur 1972-2 að nafnveröi kr. 50.000 hefur verð pr.kr. 100 = kr. 762.39. Heildarverð spariskírteinisins er bví 50.000 v 762.39/100 = kr. 381.195 miöao við vexti og vísítölu 01.07.1978. •"**) Meðalvirkir vextir fyrir tekjuskatt frá útgafudegi sýna heildarupphatð peirra vaxta sem rfkissjóður hefur skuldbundið sig að greiöa fram að pessu, pegar tekið hefur verið tillít til haskkana á byggingarvísitölunni. Meðalvirkir vextir segja hins vegar ekkert um vexti Dá, sem bréfin koma til með að bera fra 01.07.1978. Þeir segja heldur ekkert um ágaeti einstakra flokka, pannig að flokkar 1967 eru alls ekki lakari en t.d. flokkur 1973-2. FELAG Sambandsfiskframleið- enda hélt nú í vikunni mót á Húsavík þar sem fjallað var um hin ýmsu málefni fiskvinnslunn- ar. Arni Benediktsson formaður SAFF sagði að meginmarkmiðið með mótinu hafði verið að gefa frystihússtjórum og verkstjór- um í frystihúsunum tækifæri til að hittast og ræða saman í góðu tómi án þess að um hefði verið að ræða nema takmarkaða beina fundarsetu. Einnig var mótgestum boðið að skoða hið nýja sjókælingar- kerfi Fiskiðjusamlags Húsavík- ur og farið var til Akureyrar og viktunarkerfi Útgerðarfélags Akureyringa kynnt fyrir þátt- takendum. í framhaldi af þessu móti var haldinn aukafundur SAFF og þar voru tekin fyrir rekstrarmál atvinnugreinarinn- ar eins og þau líta út í dag og eins og þau munu væntanlega líta út í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.