Morgunblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978 síopityforth; ícelanders in Hull.Fish Dock ¦y AN ICELANDIC trawler fail. to beat her record price. What a shama bothpring I wonder if, while «»yw^ &0>ng tu about how jnuch inon^hey we« jous^ make, they happened to"0""' and idle. trawlers laid up beside, them. rustonga ^ And all themen Jrt aWeW mJ {ishing hke my husband who atter w y ^ d withthesamecompany^wasieHnB nQt with nowhere to go w <.-£ hshing. knowtns any other life apart frorni * people about to future owing Some more to knowing any------- - ... We read ol »noU.er 300 add 5Æ SSfw p«y t« the Icelanders' not | 5-1, Ganton-way, ^ — Wilterbjg Hefenga samúð með íslendingum ft •• FYRIR skömmu rákumst við á lescndabréfið hcr að ofan í cnska hlaðinu Daily Mail. bað cr cnsk húsmóðir sem skrifar og ber greinilcga ekki hlýjan hug til Islendiniia.cn bréfið er svolátandii Svo að Islendingum hcfur ekki tekizt að setja sölumct, hvílík smán. Ég efast um, að íslenzkir togarasjómenn veiti minnstu eftirtekt þeim fjölda breskra togara, sem hefur verið lagt og fá nú að ryðga í friði verkefnalausir. Eða þá, að þeir hugsi mikið um þá mörgu brezku togara- sjómcnn — eins og manninn minn —, sem finna nú ekkert starf við sitt hæfi vegna þess, að þeim hefur verið bannað að veiða. Og svo fáum við líka fregnir af 300 manns, sem munu missa atvinnu sfna f náinni framtfð vegna þess, að fiskvinnslufyrirtæki munu ýmist draga úr starfsemi sinni eða loka, „Nei, ég hef enga samúð með Lslendingum," segir þessi enska húsmóðir að lokum í bréíi sínu. Akranes: Fimm daga áætlun til að hætta að reykja Akranosi. 7. scpt. 1978 Miðvikudaginn 13. september hefst fimm daga samfellt nám- skeið á Akranesi fyrir þá, sem vilja hætta reykingum. Það verður haldið í Fjölbrautaskólanum og hefst klukkan 20:30. Námskeiðið er haldið á vegum íslenska bindindis- félagins í samvinnu við Krabba- meinsfélag Akraness og nágrenn- is. Leiðbeinendur verða Árni Þór Hilmarsson, sálfræði- og guðfræðinemi og Snorri Ólafsson, aðstoðarlæknir. Vonast er til að sem flestir noti þetta tækifæri til að hætta reykingum og eru þeir beðnir að tilkynna þátttöku sína til Sjúkra- húss Akraness kl. 16:00 til 20:00 virka daga eða kl. 09:00 til 12:00 á laugardaginn í síma 2311. Reynslan hefur sýnt, að margir þurfa hjálp til að hætta að reykja og hefur fimm daga áætlunin veitt meira en ellefu milljónum manna víða um heim þessa hjálp. Jafnvel keðjureykingamönnum, sem hafa talið sig vonlausa hefur tekist að sigrast á tóbakslöngun- inni eftir aðeins fimm daga. Áætlunin felst í fyrirlestrum, kvikmyndum, skuggamyndum, umræðum, sérstakri handbók og fleira. Hún er vingjarnleg, óform- leg og skemmtileg, en aðalatriðið er þó að hún virkar. Fimm daga áætlunin var samin árið 1959 af lækni og presti sjöunda dags aðventista. Dr. Wayne McFarland fjallaði um skaðleg áhrif reykinga og hvernig draga má úr tóbakslöngun með ákveðnu mataræði og fleira. Elmar Folkenberg sá um sálrænar og tilfinningalegar hliðar tóbaks- Norræna bindindisfélagid: „Áfengisneyzla of mikil á öllum norðurlöndum" NORRÆNA bindindisþingið, hið 27. í röðinni. var haldið í Þórs- hbfn í Færeyjum um miðjan júlí sl. og var þingið haldið i' sam- bandi við 100 ára afmæli bindindishreyfingarinnar í Fær eyjum. „AHs staðar á Norðurlöndum er áfengisneyzla of mikil þessi árin, og er kominn tími til að fylgja enn ákveðnari áfengis- málastefnu en nú er gert til að draga úr neyzlunni. Sú stefna hlýtur að grundvallast á háu áfengisverði, beinum hömlum á dreifingu og sölii. t.d. varðandi opnunarti'ma og fjölda áfengis- vcrzlana og vínveitingastaða og lágmarksaldur til löglegra áfengiskaupa, og banni við Farnir til síld- veiða með rek- net í Djúpinu Bolungavík, 8. septemher VÉLBÁTURINN Árni Gunnlaugs kom hingað til Bolungavíkur í morgun með um 1 '/2 lest af síld, sem báturinn fékk í reknet eftir um þriggja stunda rek. Síldina fékk báturinn í miðju ísafjarðar- djúpi. Að sögn Sverris Sigurðsson- ar skipstjóra á Árna Gunnlaugs, er líklega ekki mikil síld á þessum slóðum, en hann hyggst þó halda þessum veiðum eitthvað áfram. Fyrir um það bil 15—20 árum var árlega reknetavertíð í Bolungavík. Gunnar. áfengisauglýsingum um öll Norðurlönd," segir í einni álykt- un þingsins. Þá segir í ályktuninni að nauðsynlegt sé að þeim fjölgi sem hafni áfengi, og því beri að styðja bindindisstarfsemi og vinna gegn áfengisneyzlu í umferö, á vinnu- stöðum og hvarvetna þar sem börn og unglingar eru. „Við sjáum enga eðlilega ástæðu til þess að áfengi sé selt fólki við vægu verði vegna þess eins að yfir landamæri er farið. Því krefjumst við þess að hætt sé þeirri ósvinnu að birgja upp farartæki, sem milli Norðurlanda fara, með tollfrjálsu áfengi — og við krefjumst þess einnig að allur innflutningur tollfrjáls áfengis verði bannaður. -r- Við förum þess á leit við ríkisstjórnir Norðurlanda, að þær hafi forystu um að gerðar verði alþjóðasamþykktir um bann við tollfrjálsri áfengissölu á lang- ferðaleiðum." -3W6,*— ' ¦$rií0t&! Jt,^t~.y/r~ "#'£2£:<+> Konsopiltar við helgistund að morgni dags í þorpi ekki langt frá íslenzku kristniboðsstöðinni. Kaffisala fyrir kristniboðið Hin árlega kaffisala Kristni- boðsfélags karla í Reykjavík verð- ur í kristniboðshúsinu Betaníu, Laufásvegi 13, sunnudaginn. 10. september. Hefst hún kl. 3 eftir hádegi og stendur yfir til kl. 10.30 um kvöldið. Allur ágóði rennur til starfs Kristniboðssambandsins í Eþíópíu og Kenýa. Um þessar mundir eru tvenn íslenzk hjón að verki í Eþíópíu og ein hjón að hefjast handa í Kenýa. Er því mikil þörf á stuðningi við starfið. venjunnar. Síðan hafa fjölmargir læknar, prestar, hjúkrunar- fræðingar og aðrir, haldið nám- skeiðið um mestan hluta heims og þá jafnan í sjálfboðavinnu. Júlfus. Ráðstefna æskuf ölks um hafréttarmál ALÞJÓÐLEG ráðstefna æskufólks um hafréttar-, auðlinda- og ör- yggismál á Norður-Atlantshafi verður haldin á Hótel Loftleiðum dagana 12. —16. september n.k. Til ráðstefnunnar er boðið um 40 fulltrúum frá æskulýðssamtökum 15 ríkja í austri og vestri, auk fulltrúa frá Evrópuráði æskunnar (CENYC) og Evrópusjóði æskunn- ar í Strasbourg. í fréttatilkynningu frá Æsku- lýðssambandi íslands segir, að ráðstefnan sé haldin á vegum Æskulýðssambands íslands og æskulýðssamtaka annarra Norðurlanda. Verður ráðstefnan sett með ávarpi Benedikts Gröndal utanríkisráðherra. Fasteignasalan Norðurveri Hátúni 4 a Simar 21870 og 20998 Viö Vesturberg 2ja herb. 65 fm. íbúö á 4. hæö. Fallegt útsýni. Viö Æsufell 4ra herb. úrvals íbúð á 6. hæð. Við Lokastíg 5 herb. 1. hæð ásamt risi. Við Jörfabakka 4ra herb. 110 fm. íbúð á 1. hæð. Eitt herb. í kjallara. Viö Grundarstíg 4ra herb. 100 fm. ný standsett íbúð. Við Torfufell 127 fm. raðhús á einni hæð. Viö Flúðasel Fokhelt raðhús á tveim pöllum ásamt bílskúr og fl. Viö Flyörugranda 5 herb. íbúð t.b. undir tréverk. Við Boðagranda 5 herb. íbúð t.d. undir tréverk. í Mosfellssveit einbýlishús á byggingarstigi. Viö Langholtsveg lítið múrhúðað timburhús. Iðnaðarhúsnæði í Reykjavík og Kópavogi. Höfum kaupendur að 4ra, 5 og 6 herb. íbúðum í Heimum, Vogum og Háaleiti. Jón Bjarnason hrl. Hilmar Valdimarsson Fasteignaviöskipti. Fasteignin nr. 34 við Hverfisgötu er til sölu Tilboö sendist undirrituöum, sem gefur allar nánari upplýsingar, fyrir 17. sept. n.k. Réttur er áskilinn til aö taka hverju tilboöanna, sem er eöa aö hafna peim öllum. Ólafur Þorgrímsson, hrl., Háaleitisbraut 68. TIL SÖLU: Hraunbær 3 hb. vönduö íbúö á 1. hæð 85 fm. Góð teppi. Vönduð eldhúsinnrétting. Góöir skápar. Stór svefnherb. íbúð í sér flokki. Laus 15. nóv. Verð 13 millj. Utb. 9 millj. Norðurbær Hafnarfirði 5 til 6 herb. íbúð 135 fm. Verð 20 millj. Útb. um 13 millj. 4ra til 5 herb. íbúð. Verð 16 til 16,5 millj. Útb. 11 til 11.5 millj. Losun samkomulag. Viðlagasjóðshús Verð 22 millj. Laust 1. júní n.k. Grettisgata 4 hb. 120 fm. íbúð á 3. hæð í steinhúsi. Verð 13 millj. Útb. 8 til 9 millj. Háahlíð 4 hb. Portbyggð íbúð. Verð 14,5 til 15 millj. Útb. 8.5 til 9 millj. Eiríksgata 100 fm. hæð. Verð 13 til 13.5 millj. Útb. 9 millj. Krummahólar penthouse Nálægt 160 fm. á tveimur hæðum. Óviöjafnanlegt útsýni. Bílskúrsréttur. Verð 20 til 21 millj. Hrafnhólar 4 til 5 hb. 120 fm. Bílskúr. Verð 16,5 til 17 millj. Kleppsvegur 3ja til 4ra herb. íbúð 105 til 110 fm. Verð 16 til 17 milij. Útb. 11 til 12 millj. Álfheimar 7 hb. íbúð. Verð 18 millj. Útb. 12,5 til 13 millj. Barmahlíð 3 hb. kjallaraíbúð 86 fm. Verð 10 til 10.5 millj. Útb. 7 millj. Grenimelur 2 hb. jaröhæð, óniðurgrafin. Sér inn- gangur. 75 til 80 fm. Verð 11 millj. Útb.'8 millj. Skipti æskileg á 3ja herb. íbúð í Breiðholti. Fjöldi annarra eigna á skrá. Opiö laugardag 1—4. Árni Einarsson lögfr. Ólafur Thóroddsen lögfr. *' " ' LAUGAVEGI 178 (bolholtsmegin) SÍMI 27210 EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐLNU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.