Morgunblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 11
1 frá 8 ára aldri og upp úr verða líka að vinna á ökrun- um. Hann sagði að allir í Kambódíu væru grindhorað- ir, og margir veikir. Flest börnin væru með úttútnaða maga og útlimirnir eins og spírur. Hann sagði líka að karlmenn væru orðnir fáir í þorpunum. Sjálfur kvaðst hann einn eftirlifandi af 40 manna hópi, sem reyndi að flýja til Thailands. Hinum náðu Rauðu kmerarnir og skutu þá. Sjálfur bjargaðist hann á hlaupum. Annar fanganna sagðist hafa lagt upp með 13 öðrum. Níu voru drepnir, en fjórir komust til Thailands. Með þessu bréfi komu þær fréttir að ungi Kambódíu- maðurinn Chanto, sem fréttamaður Mbl. átti viðtal við og birti í blaðinu, hefði fengið landvistarleyfi í Bandaríkjunum og gripið tækifærið. Þegar fréttamað- ur Mbl. átti viðtal við hann fyrir ári var hann nýkominn og ákaflega dapur. Honum hafði tekist að leyna því að hann væri menntamaður og hefði verið ríkisstarfsmaður, þar eð hann vann á póstinum, en þóttist í staðinn vera brauðsali. Það varð honum til lífs, þar til hann flúði. En nú er hann semsagt að byrja nýtt líf í Bandaríkjunum. Nú hefur framkvæmda- stjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og sam- starfsnefnd hjálparstofnana í Thailandi beðið sjálfboða- liðana frá PVO um að koma til hjálpar í öðrum flótta- mannabúðum, sem hýsa Kambódíumenn, er nefnast Surin. Og hefur Louis, sem búin er að læra kmeramál, haldið þangað við annan mann, sem talar kínversku og eru þau að hefja dreifingu á mjólk til barnanna og auka- bita til vannærðra flótta- manna þar. Robert Ache, bróðir hennar, sem séð hefur um aðdrætti og stjórn á þessum fámenna hópi hjálparliða, hefur komið upp skúr í búðunum til starfsins, og ætlar að reyna að koma upp verkstæði til smíða og annarrar sjálfshjálpar fyrir flóttamennina, eins og í búðunum í Aran. —E.Pá. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1978 11 Tónleikar Tón- listarfélagsins EDDA Erlendsdóttir píanóleikari og David Simpson sellóleikari héldu tónleika á vegum Tónlistar- félagsins um síðustu helgi. Á verkefnaskrá voru verk eftir Debussy, Janaceck, Webern, Beet- hoven og Brahms. Tónverk þessi eru um margt sérkennilegar tón- smíðar. Sónatan eftir Debussy er falleg tónsmíð og var þokki yfir flutningi hennar. Hver tónhend- ing átti sinn tíma og blæ. Ævintýri í þremur þáttum eftir Janaceck, var sömuleiðis vel flutt. Sérkennilegasti þáttur tónleik- anna voru verkin eftir Webern. Það er meir en hálf öld síðan verkin voru samin og enn eru þau ferskari og nýtískulegri en allt það nýjasta í dag. Sellósónatan var Webern erfið vegna þess að honum hafði ekki tekist að útfæra fínlega vinnutækni sína í stærri form. Litlu verkin op. 11 eru í samræmi við vinnutækni hans, fínlegan og skorinortan tónvefnað. I síðustu verkunum eftir Beethov- en og Brahms reyndi mest á flytjendur. Flutningur þeirra var mjög vel útfærður en þó einum of stýrður og agaður. David Simpson er góður sellisti en átti til að spila undarlega óhreint, sérstaklega í fjöltónagripum. Samspilið var Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON mjög gott og t.d. í Brahms brá víða við fallegum leik, þrátt fyrir að það vantaði allan þunga í tónvefnað gamla mannsins. Edda Erlendsdóttir er góður tónlistar- maður og skilaði sínu mjög vel. Tvö sjúkra- flug LEITAÐ var til Slysavarna- félags íslands á laugardag vegna manns í Flatey á Breiðafirði, sem hafði fengið nýrnasteinakast. SVFÍ hafði samband við varnarliðið og sótti þyrla þess manninn og flutti til Reykjavíkur, þar sem hann var lagður inn á sjúkrahús. Á sunnudag var leitað til SVFÍ vegna þess að fjall- kóngur Hrunamanna,. Helgi Jónasson, féll af hestbaki skammt frá Búrfjöllum og handleggsbrotnaði. Þyrla Landhelgisgæzlunnar og SVFÍ sótti Helga og flutti til Reykjavíkur. AKa.VSlNU.VSÍMINN ER: 22480 JHorfluubTaöib BRIMKLÓ erður kynnt á |l| Laugardalsvellinum*S :K í dag kl. 17.00 || LAG ENN Brimkló leikur forleik aö leik VALS gegn MAGDEBURG og sér um aö allir taki lagiö. Um leiö og viö hvetjum þjóöina til aö mæta á völlinn í kvöld, þá óskum viö leikmönnum VALS og BRIMKLÓAR góös gengis og áhorfendum góörar skemmtunar. I NÆSTU BUГ slolnor hf S:28155 Dreifing um Karnabæ hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.