Morgunblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEM3ER 1978 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA OIOOKL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI v/u ömurlegar aðstæður. Og engan ætla ég þann til vera sem ekki telur því fé vel varið sem til þessara framkvæmdar hefur farið og mun fara. Hitt má harma hve seint hún komst áfram. Jafnframt vil ég sérstaklega minna á að hér má ekki láta staðar numið. Þriðji áfanginn er nefnilega eftir, sá sem raunar hefði þurft að vera gerður alveg jafnhliða hinum er tök hefðu verið á, og því síður en svo þolir lengur bið. A ég þar við sundlaug staðarins. Öll þessi ár hefur hún beðið einungis með steyptan grunn, en að öðru leyti ógerð. Þó er góð sundlaug talin eitthvert allra nauðsynlegasta tækið til endurhæfingar fyrir fatlaða. Hér má því ekki stranda á fjárfestingunni, fjármagninu til framkvæmdanna. Hér ættu og gætu allir lagst á eitt: borg, ríki og einstaklingar. Vissulega þurfa hér til að koma nokkuð margar vesælar íslenzkar krónur, en þó er um smámuni eina að tala hjá ýmsu öðru sem lagt er í að framkvæma sem mætti þó sofna til eilífðarnóns flestum að meina- litlu. Hér er um að ræða hjálpartæki á stað þar sem tugir sjúkra og hreyfihamlaðra bíða eftir hjálp og endurhæfingu. Þeim sem ekki veit skal bent á að til er vísir að sjóði til styrktar nefndri sundlaugar- byggingu. Gjöfum í hann er m.a. veitt viðtaka á skrifstofu Sjálfs- bjargar að Hátúni 12 og eru framlög til hans smá sem stór áreiðanlega skynsamleg og góð fjárfesting. I.Þ.“ • Hver er orsökin? „í dag (7.9.) birtist löng romsa um boð og bönn við rjúpnaveiðum og tel ég þá rökvísi ekki rétta. Hér á landi hefur rjúpunni fjölgað og fækkað á vissu árabili og þrátt fyrir rannsóknir hefur engin niðurstaða fengizt að mér skilst hvað veldur, né hvað verðuráf henni. Sézt hafa allstórir flokkar og spurt hefi ég af allgóðri veiði sums staðar m.a. fyrir norðan. Sunnanlands hefur hún jafnan flúið snjóleysið og ég tel og mannaferðir, en haldið tíl útkjálka og nefna má að útkjálkar Vest- fjarða hafa nokkuð verið rann- sakaðir. Nokkuð var þó um rjúpu hér sunnanlands í fyrrahaust, en getur sá sem skrifaði um daginn sagt mér hvað verður af rjúpunni, þegar henni fækkar svo? Eg tel að fuglafræðingar og þess háttar sérfræðingar eigi að segja til um boð og bönn. Það er ekkert óhæfuverk að skjóta rjúpur, þetta er herramannsmatur og á heima á hverju jóiaborði. Örn Ásmundsson.“ Þessir hringdu . . • Atkvæði um turninn? Sveinn Sveinsson sagðist vilja enn leyfa sér að minnast á turninn í Austurstrætinu í Reykjavík og hvetja nýja borgarstjórn og borgarráð að beita sér fyrir því að turninn yrði færður úr stað. Telur Sveinn að meirihluti borgarbúa sé fylgjandi því að turninum verði valinn staður við horn Lækjargötu og Bankastrætis, þ.e. neðan við Torfuna. Nefndi Sveinn að líklega væri bezt að greiða atkvæði um þetta mál, því að þetta væri skoðun mjög margra og með því kæmi hún bezt í ljós. Þá vildi Sveinn Sveinsson koma á framfæri þeirri leiðréttingu að hann hefði í pistli hjá Velvakanda s.l. laugardag rætt um að hann ynni hjá vinsælasta veitingahúsi borgarinnar, en hefði viljað sagt hafa einu af vinsælustu veitinga- húsunum. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU u<;iasin<;a SÍMINN KK: 22480 HÖGNI HREKKVÍSI „Viltu hætta að hrópa þessi hvatningarorð þegar að nartað er í hjá mér?!“ 03^ SlGeA V/öGA £ ÁILVER4K Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt að Hafnarhúsinu á mánudagskvöld, en þegar til kom fannst þar enginn eldur. Síldarverkunar- námskeið á Höf n Höfn, Hornafirði, 11. september. NÁMSKEIÐ síldarverkunar- manna er haldið á Höfn í Hornafirði þessa dagana og eru þátttakendur 13, þar af 4 konur frá Höfn, en annars eru þátttakendur af svæðinu frá Stykkishólmi til Eski- fjarðar. Námskeiðið er haldið á vegum framleiðslueftirlits sjávarafurða en slík nám- skeið hafa verið haldin af og til á vegum síldarútvegs- nefndar og síldarmats ríkis- ins, en síðustu tvö námskeið voru haldin á vegum fisk- vinnsluskóla ríkisins og framreiðsluráðs fiskiðnaðar- ins. Forstöðumaður námskeiðs- ins er Haraldur Gunnlaugs- son og meðkennarar eru Ásgrímur Kristjánsson yfir- síldarmatsmaður og Skarp- héðinn Agnarsson síldar- matsmaður. - Elías Nafnbrengl í MYNDATEXTA á bls. 7 í laugardagsblaði varö nafnabrengl í upptalningu manna í stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga. Sá sém sagður var Guðmundur B. Jóússon er Jóhannes Björnsson, en Guðmundur B. Jónsson var aftur á móti þriðji frá hægri á mynd- inni. Jóhann G. Möller, sem kosinn var í stjórnina, er ekki á myndinni. Aðalfundur AFS veöur haldinn fimmtudaginn 14. sept. n.k. aö Hótel Loftleiðum (Kristaisal) kl. 9.30. Stjórnin. íslenzka fyrir útlendinga Vinsamlegast segið erlendum vinum yðar frá íslenzku- kennslu Mímis. Nemendur eru þjálfaðir í talmáli allt frá upphafi. Málfræðin er kennd með dæmum. Sími 11109 og 10004 (kl. I —7e.h.) Hestar töpuðust á Landsmótinu Þingvöllum. Steingrár 7 vetra hestur og rauöur smávaxinn 8 vetra hestur. Finnandi hringi í síma 91-74824 eöa 91-33628. \W\<0 'bMúL'WbT ÍG 5/<S6A VÍ/'M />® L0*s/N‘ö V/9 6/ÓWAOóO/V 5V<A L W1 'bMNAKLlGA IKKI STAMU4 Á YtÁÍTCJ ^ÖVCAJ MÓótTöVl V/Q swc)\0 cMW fö Wi Af) WAGA V/ó VYRlfl '%\4awn v/6 &gUi%a \ ALWiNLlCA WödAViGT TöKTHÖSf V? Lá LVA VA9 tm \ GláU 10 VÁWALÍG W MONVOK WtlTAÍ)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.