Morgunblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1978 Frú + ÞÓRA JÓHANNESDÓTTIR, húsmóóir Giljum, Hálsasveit, er látin. Systkinin. Faölr mlnn, + LAURITZ BOESKOV, garöyrkjumaóur, Birkeröd, Danmörku lézt 11. september. Jóhanna Boeskov. + JÓN ARNFINNSSON, garöyrkjumadur, Baldursgótu 4, er látinn. Fyrir hönd aðstandenda, Guöbjörg Kristínsdóttir. t Sonur minn og bróöir okkar PÁLL INGVAR JAKOBSSON, Stórholti 45, andaðist í Landspítalanum 9. sept. Útförin fer fram föstudaginn 15. sept. kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Astríóur Pálsdóttir, Jóhanna, Lára, Sigríöur og Sigurborg Jakobsdastur. + Móöir okkar, tendamóöir, amma og langamma, RANNVEIG JÓNSDÓTTIR, Uröarstíg 14, er lést 1. september s.l., veröur jarösungin frá Fossvogskirkju í dag miövikudaginn 13. september kl. 3 e.h. Siguróur Gíslason, Jóna Eyjólfsdóttir, Tryggvi Gíslason, Alda Sigurjónsdóttir, Sigrún Gisladóttir, Helgi Hjörleifsson, Ester Gísladóttir, Valtýr Guömundsson, Þorkell Gislason, Margrát Davíðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + MATTHEA JÓNSDÓTTIR, Austurbrún 4, Reykjavík, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni fimmtudagihn 14. september, kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuö. Þurfóur Guöjónsdóttir, páll Ölafsson Helga Guöjónsdóttir Sigvaldi Jóhannsson og barnabörn. + Kveöjuathöfn um JÚLÍUS JÓNSSON múrara frá Stafholti, Vestmannaeyjum, er andaöist 4. sept. sl. veröur í Fossvogskirkju, fimmtudaginn 14. sept. kl. 10.30 f.h. Útför hans ter fram frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, 16. sept. kl. 2 e.h. Börn hins látna. + Útför eiginmanns míns, fööur, fósturfööur, tengdafööur, afa og langafa, ÞORGRÍMS ÞORSTEINSSONAR, Hrísateig 21, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. september kl. 3. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hjartavernd. Jóhanna Halldórsdóttir, Hulda Þorgrímsdóttir, Gunnar Hermannsson, Jóhanna Þorgrímsdóttir, Friórik Björgvínsson, Sigrún Lára Shankö, Asmundur K. Ólafsson, Sigríöur B. Gunnarsdóttir, Guörún S. Gunnarsdóttir, Björgvin Friðriksson, Friðrik Frióriksson, María Ásmundsdóttir. Rannveig Jónsdótt- ir—Minningarorð í dag verður til moldar borin hin stórmerka kona Rannveig Jóns- dóttir, Urðarstíg 14 hér í borg. Hún lézt á Landspítalanum fyrir rúmri viku, eftir mjög þunga legu. Rannveig var fædd þann 23. sept. árið 1898 að Stórólfshvoli í Rangárvallasýslu, en ólst upp á Þórunúpi í sömu sýslu. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson og Þuríður Jónsdóttir. Eins og þá var títt í gamla daga ólst hún upp hjá fósturforeldrum, sem voru þau Guðríður Þorsteinsdóttir og Sigurður Sighvatsson á Þórunúpi. Heyrði ég hana oft minnast á þann stað öðrum fremur. Um tvítugt kom hún hingað til Reykjavíkur og giftist þá Gísla Þorkelssyni steinsmið, eins og múrarar voru nefndir í þá daga. Rannveig og Gísli eignuðust 7 börn, tvö þeirra misstu þau í æsku. Hin fimm komust öll upp og allt mesta myndarfólk, en þau eru Sigurður, þjónn á Hótel Borg, Tryggvi, pípulagningameistari, Þorkell, lögfræðingur hjá borgar- fógetaembættinu, Sigrún, húsmóð- ir í Reyjavík, og Ester, einnig húsmóðir hér í Reykjavík. Eins og af þessu má ráða voru heimilisstörfin hjá Rannveigu og Gísla margþætt, fyrir svo margt fólk. Efnin voru oft lítil á heimilinu. En ráðdeildarsemi hús- móðurinnar var mikil og því varð oft meira úr litlum efnum. Gísli lézt fyrir nær 40 árum. Stóð Rannveig þá ein uppi með öll börnin sín ung að árum. Var vinnudagurinn þá oft æði langur hjá Rannveigu eins og nærri má geta. Ekki leitaði hún aðstoðar annarra. Hún varð að treysta á sjálfa sig. Trúuð var Rannveig alla tíð og sótti sinn mikla styrk til trúarlífs síns, en hún var alla tíð mjög kirkjurækin. Oft var bekkurinn þéttsetinn á hennar vinalega heimili á Urðar- stígnum, ekki aðeins heimilisfólki heldur og utanaðkomandi. Einn liður í starfi hennar var að taka fólk í fæði á heimili sínu. Fyrir um tveimur áratugum giftist Rannveig í annað sinn. Gekk hún að eiga Sigurjón Stefánsson sjómann frá Neskaup- stað. Mörg sameiginleg áhugamál áttu þau hjónin, en eitt hið helsta var stofnun og starf Óháða safnaðarins í Reykjavík. Vann Sigurjón sem meðhjálpari og kirkjuvörður allt til dauðadags. Þá má geta þess, að Sigurjón var í stjórn Bræðrafélags safnaðarins. Hann lézt fyrir 8 árum. Var fráfall hans mikill missir fyrir Rann- veigu. Voru þá öll börn hennar uppkomin og höfðu stofnað eigið heimili. Öll hafa þau átt það sammerkt að styðja við bak móður sinnar á ævikvöldi hennar. Bjart var yfir því. Rannveig átti því láni að fagna að vera alla tíð við góða heilsu. Var oft gestkvæmt á Urðarstíg 14 er þangað komu börn og barnabörn hennar. Hún naut þess í ríkum mæli gamla konan að veita þeim svo sem bezt hún mátti. Að lokum vil ég færa Rannveigu tengdamóður minni einlægar þakkir fyrir samleiðina. Við áttum margt sameiginlegt og ræddum það af áhuga. Þó aldursmunurinn væri allnokkur hafði ég ætíð mikla ánægju af að kynnast sjónarmið- um hennar. Sannfærður er ég um að henni muni verða að trú sinn og ósk um hlýjar móttökur á hinu nýja sviði, sem hún trúði svo á. — Ég bið að lokum Guð að blessa hana. Valtýr Guðmundsson. Þráinn Sveinsson Minningarorð f'æddur 5. september 1938. Dáinn 3. september 1978. Ungur maður, kær vinur, er fallinn í valinn. Langri og hljóð- látri baráttu er lokið. Mörgum var ljóst að veikindi Þráins voru alvarleg, en þegar ungt fólk á hlut að máli, þá er eins og dauðinn sé svo fjarlægur. Þráinn Sveinsson var fæddur 5. september 1938 í Borgarnesi. Foreldrar hans voru hjónin Sigur- laug Björnsdóttir frá Brekku í Seyluhreppi, Skagafirði, og Sveinn Sveinbjörnsson frá Geirshlíðar- koti í Flókadal. Óslt Þráinn upp í Borgarnesi og síðar í Deildartungu til 12 ára aldurs, er hann fluttist með móður sinni til Reykjavíkur og bjuggu þau að Sólvallagötu 41 síðan eða þar til Þráinn stofnaði heimili. Hinn 24. júlí 1971 kvæntist Þráinn Björgu Kolku Haraldsdótt- ur frá Blönduósi, glæsilegri stúlku sem reyndist honum frábær eigin- kona og óviðjafnanlegur félagi í blíðu og stríðu. Áttu þau einn son, + Hjartans þakkir færum viö öllum þeim er auösýndu okkur samúö vlö andlát og jarðarför móður okkar HALLDÓRU SIGURÐARDÓTTUR Svínafelli Sigrún Pálsdóttir, Jón Pálsson og vandamenn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö útför bróöur míns og móöurbróöur JÓNS KRISTINS VIGFÚSSONAR, Úröarstíg 2, og þakkir til hjúkrunarfólks Borgarspítalans fyrir góöa umönnun. Valgerður Vigfúadóttir, Kristbjórg JónsdóHír. Svein, auk þess sem Þráinn gekk syni Bjargar úr fyrra hjónabandi, Axeli Ómarssyni, í föðurstað. Áður hafði hann átt dóttur, Helenu að nafni, með Guðríði Guðjónsdóttur. Þráinn vann mest við verzlunar- störf, var m.a. lengi í verzlun Slippfélagsins í Reykjavík. Hann var vel liðinn af öllum sem honum kynntust, góðgjarn, einlægur og viðræðugóður. Hann var maður, sem ekki mátti vamm sitt vita, hreinskiptinn og hrekklaus í öllum samskiptum. Þráinn var mjög athugull og fróðleiksfús og fáa þekkti ég honum fróðari um atvinnuhætti og menningu þjóða. Helztu áhugamál Þráins voru annars stjórnmál og knattspyrna. Hann var sjálfstæðismaður, K.R.-ingur og lengst af Vesturbæ- ingur — og segir það nokkuð. Gömlum, góðum vini þakka ég dýrmæt kynni. Drengskapar- manna er gott að minnast. Móður hans og systkinum votta ég samúð mína. Bjögu og börnunum óska ég allrar blessunar og megi þau áfram njóta kjarks þess og krafts sem Björgu er gefinn umfram aðra, nú þegar syrtir að hjá ungri fjölskyldu. Ragnar Tómasson. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR HALLDÓRSDÓTTUR frá Hjallalandi, Álftamýri 50. Þóra Þorleifsdóttir, Helgi Jóhannesson, Höróur Þorleifsson, Hulda Tryggvadóttir, Laufey Þorleífsdóttir, Albert Þorbjörnsson, Nanna S. Þorleifsdóttir, Helgi Ingvar Guömundsson, Guðlaug S. Þorleifsdóttir, Óskar V. Friöriksson, Leifur Þorleifsson, Marta Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. bær þurfa að vera vélritaðar og með góðu h'nubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.