Morgunblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1978 5 Fimmtíu þús. kr. til Strandakirkju ÞAÐ HEFUR einatt komið fyrir, að ritstjórum Morgun- blaðsins séu send áheit á Strandakirkju, stundum mjög háar upphæðir án þess þó að þær séu í ábyrgðarpósti. Aður hefur þess verið óskað að slík bréf séu ekki send í almennum pósti og helzt ekki til ritstjóra blaðsins, heldur til réttra aðila. En þessu hefur ekki alltaf verið sinnt og nú síðast í fyrradag barst ritstjóra Mbl. í hendur póstlagt bréf með 50 þús. kr. áheiti á Strandakirkju, án þess það væri í ábyrgðarbréfi. Á umslagi, sem fylgdi stenduri Hjer með með kr. 50.000.00, sem eiga að fara í sjóð Stranda- kirkju í Selvogi. Þjer gerið svo vel að koma peningunum til skila. X+D. Peningunum hefur nú verið komið tii skila á bókhald Mbl„ eins og um er beðið, en þess er vinsamlega vænzt að slfkar peningasendingar séu ekki oftar sendar ritstjórum blaðs- ins, heldur beint í áheitasjóð- inn. Bréf geta týnzt eða misfar- izt og því öruggast að senda þau í ábyrgð til réttra aðila. En Ijúft er að efla Strandakirkju og ritstj. blaðsins vilja að sjálfsögðu taka þátt í þvi, þó að þeir vilji ekki vera milliliðir vegna áheita og bera ábyrgð á tugum þúsunda króna. Hrossakaupstefna á Hellu 23. sept n.k. HROSSAKAUPSTEFNA verður haldin á Hellu í Rangárvallasýslu laugardaginn 23. september n.k. og eru það Rangæingadeild Hags- munafélags hrossabænda, Hesta- mannafélagið Geysir og Kaup- félag Rangæinga, sem standa fyrir þessari kaupstefnu. Verður kaupstefnan haldin í tamningastöð Geysis á Hellu og á sýningarsvæði félagsins. Fyrir- komulag kaupstefnunnar verður með þeim hætti, að gert er ráð fyrir að eigendur hrossanna komi með þau árdegis á laugardag og þá verði þau metin í flokka eftir gæðum af sérstakri dómnefnd. Að þessu loknu verði gefin út ítarleg skrá um hrossin en eftir hádegið FEF undirbýr flóamarkad FÉLAG einstæðra foreldra er um þessar mundir að undirbúa árlegan flóamarkað sinn, sem verður í Fáksheimilinu dagana 6., 7. og 8. október n.k. Flóamarkaður FEF eru orðnir árviss viðburður og eru.einnig ein af drýgstu tekjulindum FEF. Félagar og aðrir jákvæðir aðilar sem vilja gefa muni á flóamarkaðinn hafi samband við skrifstofu 11822 eða framkvæmdastjóra í heimasíma á kvöldin 32601. Allt er þakksamlega þegið utan fatnaðar. (Fréttatilkynning) verði þau sýnd og geta kaupendur þá lagt inn tilboð í hrossin en tilboðin verða opnuð við lok hrossakaupstefnunnar. Þarna verða bæði á boðstólum tamin og ótamin hross og sagði Magnús Finnbogason, bóndi á Lágafelli, sem er einn nefndarmanna í framkvæmdanefnd kaupstefnunn- ar, að þetta væri tilraun en áhugi væri á því að kaupstefnur sem þessi gætu orðið bæði vor og haust í framtíðinni og auglýstar með það löngum fyrirvara að útlendingar ættu kost á að leggja leið sína hingað vegna þeirra. Auk Magnúsar eru 5 fram- kvæmdanefndinni Halldór Gunnarsson í Holti og Guðni Jóhannsson á Hvolsvelli og eru þeir, sem áhuga hafa á að láta skrá hross á kaupstefnuna, beðnir um að hafa samband við einhvern nefndarmarina. Háskólafyrirlestur PRÓFESSOR Hans Kuhn frá Canberra í Ástralíu flytur opin- beran fyrirlestur í boði heimspeki- deildar Háskóla íslands fimmtu- daginn 14. september 1978 kl. 17.15 í stofu 422 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist „Narra- tive Structure and history in Heimskringla" og verður fluttur á ensku. Öllum er heimill aðgangur. Höfðingleg gjöf til FEF FÉLAGI einstæðra foreldra hefur nýlega borizt myndarleg gjöf — hálf milljón króna — frá velunn- ara sem ekki vill láta nafns síns getið. Fjárhæðin er arfshluti gefandans eftir afa sinn og færð FEF til minningar um ömmu hans sem ól ein önn fyrir tvíburadrengj- um sínum. Fjárhæðin verður að öllum líkindum vísir að sjóði sem hugsaður verður til að aðstoða ungar einstæðar mæður til náms. (Fréttatilkynning) „Gat nú verið! Hún er líka i Duffys“ Frumsnið tölvureiknuo. 100% amerísk bómull — þvegin. Stærðir: 27, — 28, — 29, — 30, — 31, — 32, — 33, — 34, — 36, — 38. ^ gallabuxurnar ÓWk MUNftþuk Austurstræti sími: 27211 ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? I>1 AKiI.VSIRl M V1.I.T I.AND l>K(.AR 1>1 Al I.l.VSlR I MORfiVNBI.ADIM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.