Morgunblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1978 23 V; bókum sínum. Ljóðfélagió flytur tónlist af vœntanlegri hljómplötu. Ljóða og tónlistarköld ch í Norræna tiúsinu miðvikudaginn 13. sept. kl. 20.30. Þrjú Ijóöskáld lesa úr núium Allir velkomnir Allir velkomnir Allir velkomnir Amerasinghe vill tímamörk Sameinuðu þjóAunum. 12. september. AP. HAMILTON Shirley Amerasinghe, forseti haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, hefur tjáð stjórn- arnefnd ráðstefnunnar, að setja þurfi ákveðin tímamörk um lok ráðstefnunnar og afgreiðslu hins nýja hafrétt- arsáttmála, sem í bígerð hefur verið síðan ráðstefnan Leiðrétting SÚ villa varð í Mbl. í gær að þar var skýrt frá því að kona hefði dáið úr kúabólu. Hér var átt við bólusótt, en kúabóla er nafnið á bóluefni gegn sóttinni. tók til starfa fyrir fimm árum. Sjöunda fundi ráðstefn- unnar lýkur í New York á föstudaginn kemur, en tveir síðustu dagarnir fara í fundi þar sem allir fulltrúar á ráðstefnunni verða saman- komnir. Enn hefur ekkii verið ákveðið hvar eða hvenær næsti fundur verður haldinn, en sérlegur fulltrúi Kurt Waldheims á ráðstefnunni, Bernardo Zuleta, telur hampaminnst að halda hann í Genf dagana 23. apríl til 1. júlí næstkomandi. Minning: Jón Nikulásson frá Kirkjubœ Fæddur 6. ágúst 1903 Dáinn 1. júlí 1978. Mig undrar að enginn skuli hafa orðið til að minnast þessa mæta manns á prenti, og ætla að gera það með örfáum fátæklegum orðum. Jón fæddist að Kljá í Helgafells- sveit árið 1903, og voru foreldrar hans hjónin Guðrún Bjarnadóttir og Nikulás Þorsteinsson. Þegar Jón var 7 ára voru heimilisaðstæð- ur orðnar svo erfiðar hjá foreldr- um hans, að móðursystir hans, sem bjó í Bolungarvík, tók Jón og systur hans í fóstur, og þar ólst hann upp hjá þeim sæmdarhjón- um Guðnýju og Pétri Oddssyni. Ég kynntist Jóni ekki fyrr en árið 1939, er við fluttumst til Vestmannaeyja með fárra mánaða millibili, og ekki nóg með það, heldur í sama litla húsið á Kirkjubæ. Þar bjuggum við í sinnhvorum enda hússins næstu 10 árin, þar sem hvorki var hátt til lofts né vítt til veggja, enda ekki gerðar eins miklar kröfur og nú, en þrátt fyrir það leið öllum vel. Ekki var efitt að lynda við Jón, því þar fann maður alltaf sömu manngæzkuna og góðvildina á hverju sem gekk. Jón kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Salgerði Arngríms- dóttur á Kirkjubæ, árið 1940, og eignuðust þau eina dóttur, Guð- rúnu, nú símamær í Reykjavík, gift Einari M. Einarssyni, slökkvi- liðsmanni. Þau eiga þrjár dætur. Aðra dóttur átti Jón áður en hann flutti til Eyja, Sonju, sem býr í Grímsnesi. Gott var að búa í sambýli við þessi hjón og eiga þau að nágrönn- um. Jón var sérstaklega barngóð- ur, og fengu börnin oft að elta hann og fylgjast með því sem hann var að gera, því aldrei stuggði hann þeim í burtu. Á hann miklar þakkir skyldar frá krökkunum, sem ólust upp á Kirkjubæjarhlað- inu á þessum árum, fyrir hvað hann var góður við þau og tillitssamur, og minnast þau þess nú. Kirkjubæjartorfan var heimur út af fyrir sig, og urðu þar aldrei krytur eða illindi milli bæja, heldur voru allir eins og ein stór fjölskylda og undu glaðir við sitt. Jón var langst af sjómaður, og sigldi til dæmis öll stríðsárin sem matsveinn á ms. Fjölni og ms. Helgafelli. Hlakkaði maður þá alltaf til þegar von var á Jóni að utan, því ætíð færði hann fjöl- skyldu sinni smekklega valdar gjafir, og gjarnan okkur líka. Þegar gamli Herjólfur var keyptur til Eyja árið 1959 réöist Jón strax á það skip sem háseti, og var einn af áhöfninni sem sótti það til Hollands, þar sem það var smíðað. Á Herjólfi var hann í mörg ár, og nú fyrst fékk Jón verulega að finna til þess hvað hann var hjálplegur og greiðvikinn, því margir þurftu að fá eitthvað frá Reykjavík eða koma sendingum á milli, og þá var Jón beðinn, sem aldrei gat sagt nei við nokkurn mann. Meðan Herjólfur sigldi vikulega til Hornafjarðar naut ég líka þessarar greiðvikni Jóns, því þar bjó dóttir mín, og margan pakkann bar hann á milli okkar. Sjómannafélagið Jötunn í Vest- mannaeyjum heiðraði Jón á sjó- mannadegi, þar sem honum voru þökkuð vel unnin störf í þágu sjómannastéttarinnar og langur vinnudagur á sjónum. Jón byggði hús sitt rétt hjá hinu gamla, og fluttu þau í það á Þorláksmessu 1949. Aldrei féll honum verk úr hendi allan sinn starfsáldur, því ef hann átti lausa stund frá vinnu fann hann sér eitthvað að lagfæra og fegra við sitt heimili, bæði utan húss og innan. Meira snyrtimenni gaf ekki að finna. Svo kom voða nóttin 23. janúar 1973, þegar eldgosið hófst rétt við tærnar á okkur, og allir áttu að yfirgefa Eyjarnar, sem og flestir gerðu, en þótt Jón væri kominn um sjötugt þýddi ekki að segja honum að fara frá sínu heimili meðan eitthvað var hægt að gera, og víðar þurfti aðstoð, svo hann var um kyrrt og stóð í fremstu víglínu með ungum og hraustum mönnum fyrstu eldvikuna við björgun húsmuna og dýra. Þannig var Jón alltaf reiðubúinn og skjótur að rétta fram hjálparhönd, þegar þess var þörf. Við hjónin eigum það ekki hvað sízt honum að þakka, að eitthvað bjargaðist úr okkar húsi, því að húsin þarna fóru fljótlega að brenna hvert af öðru og fara undir hraun. Þó var eins og hraunið hikaði við að ráðast að hinu snyrtilega húsi þeirra hjóna, því það var síðasta húsið af Kirkjubæjunum, sem hraunið gleypti. Og þar kom, að Jón fluttist alfarinn upp á land og keypti íbúð að Hraunbæ 10 í Reykjavík, og átti þar orðið fallegt heimili, þótt þeim hjónum fyndist þau hvergi eiga heima eftir þetta. StUttu síðar fór hann að finna fyrir þeim sjúk- dómi, sem hann síðan losnaði aldrei undan fyrr en yfir lauk. Gekkst hann undir mikinn upp- skurð, og virtist hann hafa tekizt vel, en mikla hjúkrun þurfti hann heima við, og naut þar traustrar og góðrar eiginkonu, sem studdi hann og stóð við hlið hans í þessum veikindum. Hann þurfti oft að leggjast á sjúkrahús næstu árin, en var heima á milli, og heyrðist aldrei kvörtun af hans vörum, þótt erfiðleikarnir væru auðsæir. Frá Kirkjubæjarfólkinu, sem nú býr í Garðinum, vil ég bera fram þakklæti fyrir áratuga vináttu og tryggö, 0g votta öllum aðstandend- um innilega hluttekningu og sam- úð. Drottinn gefi dánum ró, en hinum líkn, sem lifa. Lilja Sigfúsdóttir. Ljód- félagið flytur efni af væntanlegri plötu STJORNUR í SKÓNUM VÆNGIR DRAUMSINS. Jón úr Vör les úr bók sinni ALTARISBERGIÐ Erlendur Jónsson les úr bók sinni FYRIR STRÍÐ Ingólfur Jónsson frá Prestbakka les úr bók sinni Kennedy á vit andófsmanna að næturþeli Moskvu, Washinjfton, 12. september, Reuter — AP. EDWARD Kennedy öld- ungadeildarmaður, sem ný- kominn er heim af ráð- stefnu í Sovétríkjunum, hitti Andrei Sakharov og fleiri sovéska andófsmenn nóttina áður en hann hélt heimleiðis. Kennedy hitti einnig Leonid Brezhnev forseta að máli og sagðist þingmaðurinn sennilega hafa tryggt fjölskyldum 18 andófsmanna leyfi til að halda á brott frá Sovétríkj- unum. Fundur Kennedys og andófsmannanna fór fram á heimili Gyðingsins Alex- anders Lerner sem er einn af kunnari andófsmönnum í Sovétríkjunum. Fundur- inn hófst klukkan eitt að nóttu og stóð fram undir morgun. Kennedy, sem er fyrsti stjórnmálamaðurinn, sem hittir bæði Sakharov og Brezhnev í sömu ferð til Sovétríkjanna, sagðist hafa orðið mjög snortinn af málflutningi andófsmann- anna. Sovéskir útlagar á Vest- urlöndum hafa farið lof- samlegum orðum um að- stoð Kennedys við andófs- mennina í baráttu þeirra við sovésk yfirvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.