Morgunblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1978 19 Athuga- semd Morgunblaóinu hofur borist eftirfarandi athugasemdi „Ég biðst afsökunar**, frá Ililmari Helgasyni vegna greinar sem birtist í Dagblaðinu 11. septem- ber 8.1. Ég biðst afsökunar. í grein í Dagblaðinu mánudag- inn 11. september s.l., undir fyrirsögninni „Andlegt náttúru- leysi“ o.s.frv. voru hafðar eftir mér óheyrilegar verðhækkanir á myndavélum vegna m.a. hins nýja „luxusskatts" ríkisstjórnarinnar. Mér er ljúft og skylt að játa, að mér urðu á þau mistök að taka, sem sannar, upplýsingar sem ágætur viðskiptavinur gaf mér kvöldið áður. Hið sanna er, að myndavélar eru eina ljósmynda- varan, sem mismunandi hátt vörugjald er ekki lagt á, þ.e.a.s. allt sem við á að éta, filmur, pappír, linsur, leifturljós, kvik- myndatæki hverskonar og fleira og fleira er skattlagt sem flottræfilsháttur. Afleiðingin hlýt- ur að verða sú, að Islendingar beina eftir beztu getu fjármagni sínu inn í verzlun annarra landa. Gott er til þess að vita, að þjóðarhagur Islendinga er með þeim fádæmum að þeir geta miðlað öðrum þjóðum af efnum sínum. Eg hef dregið minn lærdóm af fyrrgreindum misskilningi og það er von mín að hin nýja ríkisstjórn geri það sama. Það er skoðun margra spámanna, að fyrri ríkis- stjórn hafi m.a. fallið vegna skorts á upplýsingum til almennings. Núverandi ríkisstjórn virðist ætla að brenna sig á því sama. Allar „efnahagsráðstafanir" hennar virðast annað hvort slíkt myrkra- verk að enginn talsmaður fyrir- finnst eða, að þeim finnst almenn- ingi hreinlega ekki koma málið við. Það er von mín, að úr þessu verði bætt með því að útskýra jafnóðum gjörninga, orsakir þeirra og afleiðingar. Með kærri kveðju, Hilmar Helgason. Innbrotsþjóf- ur gripinn MAÐUR á ísafirði hefur verið úrskurðaður í 60 daga gæzluvarð- hald fyrir innbrot og íkveikju í Bókaverzlun Jónasar Tómasson- ar fyrr í þessum mánuði, svo og skal gangast undir geðrannsókn. Það var aðfaranótt laugardags- ins 2. september sl. að brotizt var inn í kjallara verzlunarhússins að Hafnarstræti 2 og reyndi þjófur- inn að komast inn' verzlunina en tókst ekki. Hins vegar varð þá laus eldur í kjallaranum, sem þó varð vart við í tæka tíð áður en verulegt tjón hlauzt af. Fógetaembættið á ísafirði fékk rannsóknarlögreglu ríkisins til liðs við sig, og féll fljótlega grunur á tiltekinn mann, en. hann var þá farinn á sjó. Hins vegar var hann handtekinn þegar hann kom í land í gær og hefur nú viðurkennt bæði innbrotið og að vera valdur að eldinum í húsinu. Réttað í Reykjavík á sunnudag RÉTTAÐ verður í Fossvallarétt við Lögberg á sunnudag, og má búast við að Reykvíkingar fjöl- menni í réttirnar, ef vel viðrar. Smalað verður á sunnudagsmorg- un, og féð rekið í almenningin upp fyrir hádegið. Gísli Jensson for- maður Fjáreigendafélags Reykja- víkur sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að búast við að um 3000 fjár kæmu í réttina. FLUGLEIOIR HF Hvers vegna? 1. ágúst s.l. voru 5 ár liðin frá sameiningu hlutafélaganna Flugfélags íslands og Loft- leiða, með stofnun Flugleiða h.f. Af því tilefni var ákveðið að þau hlutabréf sem gefin hafa vefið út til aukningar hlutafjár, verði boðin öllum landsmönnum til kaups og lögð áhersla á að þau dreifist sem víðast. Hvernig berðu þig að? Það er einfalt. Þú hringir í eða heimsækir næsla umboðsmann, eða skrifstofu Flug- leiða og lætur skrá þig fyrir hlut. Flugleiðir gefa út hlutabréf á nafn þitt og þú innleysir það síðan þar sem þú lést skrá þig. Þá ert þú orðin hluthafi. í Flugleiðum h.f. Þú hefur verndað fé þitt gegn verðbólgu. Hefur rétt til að sitja hluthafafundi og að- alfundi með tillögu- og atkvæðisrétti. Þér berast ársskýrslur og aðrar upplýsingar um starfsemi félagsins. Framundan er stór aukning innanlands- flugs og vöruflutninga. Kaup á nýjum millilandavélum og sífelld endurskoðun og aukning leiðanetsins, svo að um nóg er að hugsa og ræða. Gefðu börnunum hlutabréf í Flugleiðum h.f.. í fæðingargjöf, sem tannfé, í skirnargjöf, afmælisgjöf, fermingargjöf, eða af ein- skærri fyrirhyggju. Lítilli stúlku var gefið 1000 kr. hlutabréf í öðru félaginu fyrir 30 árum. Það bréf er nú orðið að 354.000 kr. híut í Flugleiðum h.f. Útboðið. AUs eru boðin út hlutabréf fyrir u.þ.b. 300 milljónir króna, í stærðunum kr. 10.000, 50.000, og kr. 100.000. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? t2 Þl AIGI.YSIR l'M ALLT LAND ÞEGAR Þl AIGLYSIR I MORGINBLADINT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.