Morgunblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBSR 1978 25 fclk í fréttum + Svo sem kunnugt er ætlar hnefaleikakappinn og fyrrum heimsmeistari Muhammad Ali að reyna að endurheimta titilinn 15. þessa mánaðar í hnefaleikakeppni við Leon Spinks núverandi heimsmeistara. Fyrir nokkrum dögum lét Ali þau orð falla. að hann hygðist draga sig að fullu og öllu í hlé frá hnefaleikum eftir að hann væri búinn að endurheimta HEIMSMEISTARATITILINN. Spinks hafði eitthvað komist í kast við umferðarlögregluna fyrir skömmu. Þetta hafði Ali ekki látið kyrrt liggja og sagði, að ef Spinks sæti ekki í „steininum" þegar bardaginn færi fram myndi hann rassskella Spinks. — Þetta er nýjasta myndin af Ali, í hvfld frá æfingum í New Orleans, en hann ku æfa þar af fádæma kappi. + Þetta eru ítalskar fegurðardrottningar frá hinum ýmsu borgum landsins, en keppnin um „Fegurðardrottningu Ítalíu" fór að þessu sinni fram í bænum Reggio. + Hér á landi mun nafnið Luigi Vannucchi ekki vera þekkt. — En á Ítalíu þekktu hann allir fyrir leik hans í kvikmyndum og í sjónvarpi. Hann var í hópi stjarnanna, sem skærast hafa skinið um þessar mundir þar syðra. — En fyrir skömmu fann vinnu- konan, sem sér um íbúðina hans, hann látinn í rúmi sínu. Löggann fann strax tómt svefnlyfjaglas, tvö bréf lokuð, sem hann hafði skrifað utan á til barna sinna og til vinkonu sinnar. — Sjálfsmorð, það fór ekki á milli mála, sagði lögreglan. Vinir hans gátu enga skýringu gefið á þessum dapurlegu örlögum hins 47 ára gamla Sikileyings. — En sú getgáta hefur komið fram, að aðalhlutverkið í myndinni „The Absurd Vice“, sem er harmsaga rithöfundarins Cesare Pavese, hafi gengið mjög nærri honum. — Þessa mynd átti að taka til sýningar í ítalska sjónvarpinu nú í byrjun þessa mánaðar. Samningurinn um gagnkvæma aðstoð Islands og Sambandslýðveldis- ins Þýzkalands í tollamálum undirritaður. Ljósm. Ól.K.M. Gagnkvæm aðstoð í / toUamálum IsLands og V estur-Þýzkalands RAIMUND Ilergt sendiherra og Henrik Sv. Bjiirnsson ráðuneytis- stjóri skiptust í ga-r á fullgilding- arskjiilum af hálfu Islands og Sambandslýðveldisins Þýzka- lands vegna samnings landanna um gagnkvæma aðstoð í tollamál- um. sem undirritaður var í Bonn hinn 11. októher 1977. Jafnframt undirrituðu þeir í utanríkisráðu- neytinu bókun varðandi fullgild- ingu samningsins. Aðstoð sú sem í samningnum felst er tvenns konar, annars vegar aðstoð við framkvæmd tollalaga almennt, þ.e. álagningu tolla og annarra inn- og útflutningsgjalda svo og það að haldnar séu reglur um inn- og útflutning, og hins vegar aðstoð til að koma i veg fyrir, rannsaka og upplýsa brot á tollalöggjöfinni. Samningurinn um gagnkvæma aðstoð í tollamálum tekur fornt- lega gildi hinn 11. október nk. og munu ákvæði hana hafa lagagildi hér á landi í samræmi við jg nr. 44 frá 10. maí s.l. Samningur þessi er fyrsti tvíhliða samningurinn um tollamál sem ísland gerir. T venns konar vísitöluþak SVOKALLAÐ vfsitöluþak er mis- munandi eftir því hvort menn vinna og taka laun samkvæmt hinum almennu kjarasamningum Alþýðusambands íslands eða hvort menn vinna og taka laun samkvæmt BSRBtöxtum og BHM-töxtum. Með verðbótavið- auka eru þessi laun hjá ASÍ-félög- um með verðbótaviðauka 231.914 krónur. en hjá ríkisstarfsmönn- um með verðbótaviðauka 235.758 krónur. Þau laun, sem eru ha'rri en þessi, fá ekki vísitölu í prósentu heldur siimu krónutölu- ha'kkun og þessar launatölur. Ástæðan fyrir því að hér er um mismunandi tölur að ræða eftir því, hvort menn vinna á töxtum ASI eða hvort menn vinna á töxtum BSRB, er að í þessum tveimur mismunandi samningum hafa áfangahækkanir verið á: kveðnar með sitthvorum hætti. I ASÍ samningunum voru áfanga- hækkanir allar í krónutölu, tvisvar sinnum 5 þúsund krónur og einu sinni 4 þúsund krónur. í samning- um opinberra starfsmanna voru áfangahækkanir hins vegar þrisv- ar sinnum, 3% í hvert skipti og eru raunar aðeins tvær þeirra komnar til framkvæmda og hefur hin þriðja verið numin úr gildi með lögum. Þegar svo viðmiðunin 200 þúsund krónur í desember 1977 er tekin og gerð að vísitöluþaki og framreiknuð til ágústlauna 1978 hefur þróunin orðið tvenns konar eftir því hvort krónutölureglan hefur gilt eins og hjá ASÍ eða prósentureglan eins og hjá opin- berum starfsmönnum. Eftir hin- um nýju lögum og nýrri verðbóta- visitölu verða því þessi mánaðar- laun þannig að opinberir starfs- menn hafa 2.183 krónum betur í þessari viðmiðun. Eiríkur Tómasson formaður SUF EIRÍKUR Tómasson aðstoðar- maður dúmsmálaráðherra var kjörinn formaður Sambands ungra framsóknarmanna á þingi sambandsins að Bifröst um helg- ina. Stjórnarkjör fór að tillögu uppstillingarnefndar. en aðeins þrír af fyrrverandi stjórnar- miinnum gáfu kost á sér til endurkjiirs. auk Eiríks þeir Sig- urður J. Sigurðsson og Einar Baldursson en meðal þeirra sem ekki gáfu kost á sér áfram var Magnús Ólafsson sem var for- maður samhandsins. A þinginu var samþykkt tillaga fráfarandi stjórnar um að við stjórnarkjör skyldi gengið út frá því að 7 af 9 stjórnarmönnum geti sótt fundi í Reykjavík með dagsfyrirvara og eru 7 af núverandi stjórnarmönn- um búsettir samkva'mt þessu á svæðinu frá Vík í Mýrdal vestur í Borgarfjiirð. Stjórn SUF er þannig skipuð: Eiríkur Tómasson Reykjavík for- maður, Hákon Hákonarson Akur- eyri 1. varaformaður, Haukur Ingibergsson Bifröst 2. varafor- maður, Sigurður J. Sigurðsson Keflavík gjaldkeri, Gylfi Kristins- son Reykjavík ritari og aðrir í stjórn eru: Arnþrúöur Karlsdóttir Reykjavík, Guðný Magnúsdóttir Hafnarfirði, Einar Baldursson Reyðarfirði og Snorri Þorvaldsson Akurey Rangárvallasýslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.