Morgunblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1978 15 Portúgal: Fellur Costa núívikunni? Lissabon. 12. september. Reuter. ÞINGMENN miðdemókrata og jafnaðarmanna gáfu í skyn í dag, að þeir kýnnu að fella stjórn Da Costa í vikunni með því að sameinast um að greiða atkvæði gegn efnahagstillögum stjórnar innar. Tillögurnar komu til um- ræðu í þinginu í dag og atkvæða- greiðsla um þær fer fram í vikunni. Alls eru þingmenn mið- demókrata og jafnaðarmanna 151, en samtals eru 263 sæti í þinginu. Hvor flokkur um sig hefur lagt fram frávísunartillögu við efna- hagstillögur stjórnarinnar og er búist við að þingmenn flokkanna sameinist um aðra hvora þeirra. Fastlega er gert ráð fyrir því, að stjórnin segi samstundis af sér, fái hún ekki þingmeirihluta fyrir efnahagstillögum sínum. Þingrof og nýjar kosningar fara þó ekki fram nema að þingið felli stjórnar- frumvarp þrisvar í röð. Bandaríkin: Atvinna manna veldur 20% alls krabbameins Washington, 12. septembor. AP AÐ MINNSTA kosti 20% alls krabbameins í Bandaríkjum á rætur sínar að rekja til atvinnu þeirra, að því er heilbrigðismála- ráðherra Bandaríkjanna skýrði frá í dag. Ilér er um talsvert hærri tíðni að ræða en íyrr hafði verið spáð. Þessar uppiýsingar koma fram í nýrri vísindalegri könnun sem opinberar stofnanir í Bandaríkjunum lctu fram- kvæma. Þar kemur fram að asbest er einn helzti krabbameinsvaldurinn, og er talið að 10—15% dauðsfalla af völdum krabbameins í Banda- rikjunum eigi rætur sínar að rekja til asbests. Um fimm milljónir manna í B^ndaríkjunum anda daglega að sér umtalsverðu magni af asbest-trefjum. Er hér um að ræða starfsmenn í asbestverk- smiðjum, menn við einangrunar- störf, byggingamenn, trésmiði, flísalagningamenn, bifvélavirkja og starfsmenn ýmissa fleiri starfs- greina. Eitursprauta í regnhlífinni? London, 12. september. Reuter — AP. BRESKA lögreglan rannsakar nú hvað olli dauða búlgarsks flóttamanns. sem lézt á sjúkra- húsi í gær, en hann hélt því sjálíur fram, að eitri hafi verið sprautað í sig og því væri um morð að ræða. Búlgarinn starfaði hjá brezka útvarpinu og var sagður búa yfir mikilli vitneskju um stjórnvöld í Búlgaríu. Það var á fimmtudag, að Georgi Marcov var á leið frá vinnustað sínum, að maður „rak regnhlíf í annað læri“ hans. Maðurinn með regnhlífina baðst afsökunar, með útlendum hreim að sögn Marcovs, og vatt sér upp í leigubíl. Síðar um kvöldið kvartaði Marcov um eymsli og vanlíðan og sýndi starfsfélaga sínum rauðleitan hnúð aftan á hægra læri. Daginn eftir var Marcov kominn með háan hita, hóstaði ákaft og átti erfitt með að tala. Honum var þá ekið í skyndingu á sjúkrahús þar sem hann lézt í gær. Sjúkrahúsið tilkynnti í dag, að Georgio Marcov hefði dáið úr ákveðinni gerð blóðeitrunar sem lífræn eiturefni hefðu valdið. Beinist rannsókn lögreglunnar nú að því með hvaða hætti hin lífrænu eiturefni komust í líkama Marcovs. Wiskýduft á markaðíUSA Washington — 12.-sept. AP WISKY-DUFT verður sett á markað til reynslu í Kaliforníu á Yfirmenn í hernum dæmd- ir til dauða Nairobi — 12. sept. — AP SAUTJÁN yfirmenn hersins í Sómalíu voru í dag dæmdir til dauða fyrir að reyna að ráða Mohamed Siad Barre forseta af dögum 9. apríl s.l. með því að byrla honum eitur. Utvarpið í Mogadishu sagði í frétt um dómana, að aftökusveit myndi sjá um að taka þá af lífi. Dómstólinn dæmdi einnig hópa hermanna, sem sekir voru fundnir. I fyrsta hópnum voru 17 af 22 dæmdir til dauða, einn í 30 ára fangelsi. Tveir hermenn sem þegar voru látnir, voru einnig dæmdir til dauða. Útvarpið í Mogadishu tilgreindi ekki hvenær aftökurnar færu fram. næstunni og einnig í Japan og segist Mike nokkur IIill. sem sér um að dreifa wiskýduftinu, nú vera sem óðast að Ieita viðskipta- vina, sem kjósa frekar að hafa wiskýið sitt í íormi dufts en að geyma það í aðskiljanlegum flöskum. Nokkuð hefur það dregist, að wiskýið í þessu formi kæmist á markað í Bandaríkjunum, þar sem vafizt hefur fyrir yfirvöldum að ákveða hvernig eigi að skattleggja það, en nú hefur verið ákveðið að hafa það í sama skattaflokki og fljótandi wiský. Hill sagðist ekki vera hræddur um að wiskýunnendur kæmu til með að éta duftið eins og börn gera oft þegar þau komast í duftmeti — „að minnsta kosti verður það ekki gert nema einu sinni, því duftið er hræðilega sterkt á bragðið," sagði Hill. Karl prins og Idi Amin með Tolbert Líberíuforseta og Abdullah varaforseta Comoros-eyja við útför Jomo Kcnyatta í Naírobí á dögunum. Prinsinum tókst að hunza Amin VARLA var Karl Bretaprins fyrr kominn úr hressingardvöl- inni við Hofsá í Vopnafirði en drottningin móðir hans fól honum það trúnaðarstarf að koma fram fyrir hennar hönd við útför Kenyatta Kenyafor- seta. Við athöfnina var prinsin- um skipað til sætis á fremsta bekk ásamt Idi Amin Úganda- höfðingja, og ýmsum erlendum fyrirmennum, og enda þótt aðeins seilingarfjarlægð væri milli þeirra í fjórar klukku- stundir samfleytt tókst prinsin- um að komast hjá því að heilsa Amin og sýna þess merki á nokkurn hátt að honum væri kunnugt um nærveru hans. Idi Amiiv Dada kom til at- hafnarinnar í gráum safari-föt- um, sveiflandi um sig veiðistaf. Fyrst heilsaði hann Nyerere Tanzaníuforseta og Kaunda Zambíuforseta, en hvorugur virtist sérlega uppveðraður við að hitta hann. Næst vatt hann sér að Tolbert, forseta Líberíu, og kysstust þeir' og föðmuðust ákaflega. Næst kom röðin að varaforseta Comoros-eyja, en þegar Amin kom að Karli Bretaprins og ætlaði að heilsa honum var sá góði maður ekkert á því að taka undir kveðjuna, heldur sneri í hann baki, niður- sokkinn í samræður við sessu- naut sinn. Meðan á sálmasöng, bænaflutningi og ræðuhöldum stóð undir athöfninni, horfði prinsinn stíft fram fyrir sig, augsýnilega staðráðinn í því að gefa Amin ekki færi á að heilsa sér. Eitt sinn munaði þó mjóu, að því er sjónarvottar segja. Það var þegar átti að fara að leggja kransa við legstað Kenyattas, en þá komst Karl prins ekki hjá því að ganga beint fram hjá sæti Amins. Leit Amin nú enn einu sinni vonaraugum á prinsinn, sem leit hvorki til hægri né vinstri, heldur striksaði ein- beittur sína leið. Amin hefur löngum snobbað fyrir brezku konungsfjölskyld- unni, og er talið að atburður þessi hafi farið mjög í taugarn- ar á honum. Amin var að vanda áberandi og er sagður hafa stolið senunni við útförina. Það vakti athygli nærstaddra, að Móses litli Aminsson, sem er 10 ára að aldri, átti bágt með að fylgjast með í sálmabókinni og taka undir sönginn við útförina. Bretar, sem kunna vel að meta virðulega framkomu, eru almennt ánægðir með það hvernig Karli prins fórst þetta vandasama verk úr hendi, en ýmsir höfðu haft af því áhyggj- ur að Amin hygðist bregða á leik við útförina, og að prinsinn yrði í vandræðum með að bregðast þannig við að hann héldi virðingu sinni. Þetta gerðist 1973 — Mesta loftorrusta ísra- elsmanna og Sýrlendinga síðan 1967. 1971 — Árásin á Attica- fangelsi, New York: Níu gíslar og 28 fangar drepnir. 1968 — Ritskoðun blaða í Tékkóslóvakíu að kröfu her- námsliðs Rússa. 1956 — Vestur-Þjóðverjar og Rússar taka upp stjórnmála- samband. 1882 — Bretar sigra Egypta við Tel El-Kebir og leggja undir sig Egyptaland og Súdan. 1788 — Danir gera’ innrás í Svíþjóð — New York höfuðborg Bandaríkjanna. 1743 — Austurríkismenn láta Parma og Piacenza af hendi við Sardiníumenn og Búrbónar reknir frá Ítalíu samkvæmt Worms-sáttmálanum. 1586 — Babington og fleiri fyrir rétt fyrir samsæri um að myrða Elísabetu Englandsdrottningu og tilraun til að koma Maríu Skotadrottningu til valda. 1521 — Cortes tekur Mexíkóborg, höfuðborg Azteca. Afmæli dagsins. John Leland, enskur fornfræðingur (1503-1552) - Arnold Schönberg, þýzkt-bandarískt tónskáld (1874-1951) - Clara Schumann, þýzkur píanóleikari (1819-1896) - Walter Reed, bandarískur gerlafræðingur — John J. Pershing, bandarískur hershöfðingi (1860—1948). Innlcnt. „Eastbourne" setur íslenzka varðskipsmenn á land við Keflavík 1958 — Uppgröftur bæjarrústa frá fjórtándu öld á Stöng tilkynntur 1957 — D. Skarð-Snorri Narfason lögmað- ur 1260 - F. Árni Pálsson 1878 — Jón Þórarinsson tónskáld 1917. Orð dagsinsi Endurtekning breytir ekki lygi í sannieik — Franklin D. Roosevelt, banda- rískur forseti (1882—1945). Irland: Lögreglu- maður myrtur Belfast — 12. sept. — AP MAÐIJR, sem starfaöi að hluta til sem lögreglumaður, var skotinn til bana af hryðjuverkamönnum á mánudag, er hann var að dytta að íbúð sinni og væntanlegrar eigin- konu sinnar. Að sögn sjónarvotta birtust þrír vopnaðir menn skyndilega við heimili hans á mánudag og skutu sínu skotinu hver að lögreglumanninum. sem var 24 ára gamall, og lézt hann samstundis. Lögreglumaður þessi er jafnframt fimmti lögreglu- maðurinn, sem er myrtur á N-írlandi á þessu ári. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.