Morgunblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 1
32 SIÐUR Mqgmúflábib 207. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Rhódesíudeilan: Skæruliðafor- ingja greinir á Lusaka — Salisbury — 12. september — AP — Reuter. VONIR um að þrátt íyrir yfirlýs- ingar Joshua Nkomos að undan- förnu verði unnt að koma á fundi allra aðila í Rhódesíudeilunni innan tíðar vöknuðu óvænt í dag er einn af leiðtogum Þjóðernis- fylkingarinnar, Edgar Tekere, lýsti því yfir að Nkomo hefði ekki umboð til þess að standa gegn samningum eða fundi allra deilu- aðila. Tekere er einn helzti stuðningsmaður Mugabes, og kvað hann Zanu-arm fylkingar- innar hyggja á þátttöku í fundin- um, sem stjórnir Bandaríkjanna og Bretlands hafa á undanförn- tmi mánuðum lagt mikið kapp á að haldinn yrði. Öryggislögreglan í Rhódesíu handtók í dag þrjá úr hópi helztu stuðningsmanna Nkomos, og óstaðfestar fregnir eru um að þar að auki hafi 200 aðrir úr hreyfingu hans verið handteknir í herferð þeirri sem stjórn Ian Smiths hefur farið gegn skæruliðum í hefndar- skyni fyrir'þá 48, sem létu lífið er Nkomo-menn skutu niður farþega- flugvél á dögunum. Ummæli Tekeres í dag hafa vakið mikla athygli, enda þótt enn hafi hvorki Nkomo né Mugabe tjáð sig um málið, en þetta er í fyrsta skipti sem yfirlýsingar skæruliða- foringjanna stangast alvarlega á á opinberum vettvangi um langa hríð. Joshua Nkomo. Castro kominn til Eþíópíu Naíróbf — 12. september. Reuter. FIDEL Castro forseti Kúbu kom í dag til Eþíópíu til að vera viðstaddur hátíðahöld, sem herforingjastjórn Mengistus efnir nú til í tilefni þess að fjögur ár eru liðin frá herfor- ingjabyltingunni þegar Haile Selassie var steypt af stóli. Castro hafði viðkomu í Moskvu á leiðinni til Eþíópíu, og áttu „félagi Kosygin og félagi Castro þar saman hlýlegan vinafund", að því er Moskvuútvarpið skýrði frá í kvöld. í sambandi við byltingarhá- tíðina í Eþíópíu talaði Mengistu á fjölmennum útifundi, og réðst hann þar í fyrsta skipti á stjórnina í Kína. Sakaði Meng- istu Kínverja um íhlutun í Erítreu og samvinnu við banda- rísku Ieyniþjónustuna, og að standa í vegi frelsishreyfinga í mörgum löndum. Óljósar fregnir hafa borizt af nýrri sókn aðskilnaðarsinna í Erítreu á hendur stjórnarher Eþíópíu, og hefur talsmaður EPLF-hreyfingarinnar sagt að um helgina hafi aðskilnaðar- sinnar fellt og sært um 300 hermerín stjórnarinnar. **""" W* Leyniskyttur uppreisnarmanna láta mjbg til sín taka í Masaya, og ganga hermenn Somoza hér fram í skjóli herjeppa á götu í borginni í gær. (AP-símamynd). Nicaragua: Algjört neyðar- ástand í Masay a Manaitua — 12. sept. — AP — Reuter MIKLIR bardagar geisuðu í allan dag í borginni Masaya í Nicaragua, og má telja víst að tala fallinna og særðra í borginni skipti nú hundruðum. I kvöld bárust af því fregnir að um 300 manna lið Somozas væri að undirbúa mikla sókn gegn upp- reisnarmönnum í borginni, en uppreisnarmenn segjast hafa hana á valdi sfnu að mestu. Algjört neyðarástand ríkir í Masaya og er Rauða kross-liðum og fréttamönnum meinaður að- gangur að henni. Fyrr í dag voru þjóðvarðliðar sagðir ganga hart fram gegn uppreisnarmönnum, sem nú ógna veldi Somoza forseta og fjöiskyldu hans í landinu. Barizt er í mörgum borgum og bæjum. en ástandið í höfuðborg- inni. Managua. er þó tiltölulega rólegt, enda þótt þar megi enn heyra skothríð og sprengingar öðru hverju. Hermenn Somozas segjast hafa fundið gífurlegt magn vopna í fórum uppreisnarmanna í Managua, en í borginni hafa verið gerðar gífurlegar varúðarráð- stafanir, og hvarvetna má sjá hermenn Somozas í viðbragðs- stöðu, meðal annars á þökum helztu bygginga. Herflugvél frá Nicaragua fór í dag yfir á landsvæði Costa Rica, óg segir stjórn landsins að sprengju hafi verið varpað á bifreið meö þeim afleiðingum að maður hafi látið lífið. Somoza lýsti því yfir í kvöld að hermenn hans hefðu heft för 50 skæruliða, sem hafi ætlað yfir landamæri Costa Rica, og hvatti hann stjórnina þar til að efla vörð við landamærin. Ljóst er að stjórnir nágranna- ríkja Nicaragua hafa miklar áhyggjur af ástandinu, og Peres forseti Venezúela sagði í dag, að í Nicaragua geisaði nú borgara- styrjöld, um leið og hann skoraði á Sameinuðu þjóðirnar og samtök Ameríkuríkja að gripa í taumana og tryggja frið í þessum hluta álfunnar. Somoza sýnir enn engin merki þess að hann hyggist verða við kröfum um að hann segi af sér. Ekkert lát hefur orðið á verkföll- um, og nú er talið að í höfuðborg- inni séu 75% vinnandi fólks í verkfalli, en allt að 90% í öðrum helztu borgum landsins. Óttast ýmsir að því lengur sem Somoza þverskallast við að segja af sér þeim mun styrkari verði staða uppreisnarmanna meðal frið- samra borgara, en það dragi aftur úr líkum á því að eðlilegt ástand komist á í Iandinu á næstunni. Sadat og Carter íhuga nýjar tillögur Begins Camp David — 12. sept. — AP.Reuter. HAFT VAR eftir áreiðanleg- um heimildarmönnum í Camp David í kvöld að ísraelsmenn hefðu lagt fram nýjar friðartillögur í dag, og hefðu samninganefndir Bandaríkjanna og Egypta þær nú til athugunar. Ekki er vitað í hverju þessar tillögur eru fólgnar, en í ráði var að Sadat og Carter hittust í kvöld til að ræða þær. Carter forseti er sagður leggja mjög að ísraelsmönnum þessa stundina um að slá af vissum kröfum, en enn er talið of snemmt að spá um árangur af fundinum. Enn er ekkert fararsnið að sjá á fundarmónnum í Camp David, og er almennt talið að fundurinn standi að minnsta kosti fram á fimmtudag. Sadat og Begin hafa ekki hitzt á fundi síðan á fimmtu- daginn var, en Carter forseti ber boð á milli þeirra. Haft var eftir ónafngreindum heimildarmanni, að enn sem fyrr yæri það aðalvandamálið að fá ísraelsstjórn til að fara málamiðl- unarleið, og enn lægi ekkert fyrir um það að Carter tækist að koma á sáttum. Hins vegar lýstu tals- menn Carters því yfir í Hvíta húsinu í dag, að staðhæfingar frá því um helgi um að árangur hefði þegar náðst varðandi ýmis mikil- væg atriði . stæðu enn, en hins vegar væri enn ágreiningur um önnur. Eftir að Sadat Egyptalandsfor- seti ræddi við Hussein Jórdaníu- kónung í síma í gær kom upp kvittur um að sá síðarnefndi væri væntanlegur til Camp David til að taka þátt í friðarviðræðunum, en á fundi með fréttamönnum í dag kvaðst blaðafulltrúi Carters ekki hafa neina vitneskju um slíka heimsókn. 400 létu lífið á flótta frá Kambídíu Bangkok — 12. september — Reuter. HIN opinbera fréttastofa Víet- nams skýrði frá því í dag að nýlega hefðu um 600 kambódi'.skir flóttamenn komið til landsins. en á lciðinni hefðu 100 manns látið lífið. Hefðu Rauðu khmerarnir ýmist skotið fólkið eða kastað að því sprengjum, en einnig hefðu margir orðið hungurmorða á leiðinni eða hnigið niður af þreytu og vosbúð. Haft er eftir leiðtoga flóttafólks- ins, Tich Xu, sem sagður er „félagi í kommúnistaflokknum", að flótt- inn hafi tekið 23 daga, en lagt hafi verið upp frá Kamchay Mea, sem er miðju vegu milli Pnom Penh og landamæranna að Víetnam. Segir Tich Xu að í maí s.l. hafi það frétzt í Kamchay Mea, að þjóðernissinnar væru að rísa upp gegn stjórn Rauðu khmeranna, og hafi hann þá hvatt fólk til að safna vistum hatida uppreisnarmönnum. Hafi khmer- arnir komizt á snoðir um birgða- söfnunina, gengið berserksgang, og byrjað hafi verið á því að afvopna alla verði og hermenn á þessum slóðum. Hafi þeir síðan verið brytjaðir niður, en því næst hafi rööin komið að óbreyttu plantekru- fólki og hafi lyktir orðið þær. að aðeins örfáir íbúar á svæðinu hafi komizt lifs af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.