Morgunblaðið - 21.09.1978, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978
3
„Uppsagnim-
ar fráleitar”
— segja forystumenn launþegasam-
takanna um fyrirætlun Flugleiða
Sú tilkynning Flujíleiúa að miða uppsagnir starfsfólks síns við 67
ára aldur hefur vakið víðtæk mótmæli verkalýðsfélaga, en í samtölum
við forystumenn verkalýðssamtaka í gær kom fram. að þeim þykir
fáránleKt að miða uppsagnir starfsfólks við þennan aldur, bæði vegna
þess að lífeyrissjóðir verkafólks greiða ekki fullar bætur fyrr en við 70
ára aldursmarkið og einnig vegna þess að fjölmargt 67 ára gamalt
fólk sé með fulla starfsorku og mikla starfsþjálfun sem vegi þá upp á
móti fullri starfsorku. Mbl. náði ekki sambandi við yfirmenn
starfsmannadeildar Flugleiða vegna þessa máls í gærkvöldi, en hér
fara á cftir viðtöl við forystumenn
Á fundi Verkalýðsfélagsins í
Keflavík í fyrrakvöld voru sam-
þykkt mjög ákveðin mótmæli gegn
uppsögnum Flugleiða varðandi 67
ára gamla starfsmenn. Karl
Steinar Guðnason formaður
verkalýðsfélagsins sagði í samtali
við Morgunblaðið að málið snerti
3—4 af félagsmönnum þeirra. Alls
er um að ræða um 20 manns hjá
Flugleiðum.
„Við viljum eindregið ræða
þetta mál við Flugleiðir til þess að
þessi ákvæði verði endurskoðuð,"
sagði Karl Steinar, „enda eru
engin fordæmi um uppsagnir á svo
lágum aldri hér á Suðurnesjum.
Uppsagnirnar eru miðaðar við 67
ár, en greiðslur úr lífeyrissjóðum
hefjast við 70 ára aldur. Ellilíf-
eyrir hefst hins vegar við 67 ár og
hann er 44.400 krónur á mánuði.
Það er næsta nöturlegt fyrir
vinnufæra menn að una við slíkar
smánargreiðslur. Þeir þrír eða
fjórir menn sem þetta varðar hjá
okkur hafa unnið lengi hjá Flug-
leiðum og þeir eru mjög sárir yfir
því að vera ætlað þannig út á
kaldan klaka.“
Magnús L. Sveinsson hjá
Verzlunarmannafélagi Reykjavík-
ur sagðist ganga út frá því sem
vísu án þess þó að hafa nákvæma
tölu, að þó nokkrir í þessum hópi
sem sagt hefur verið upp störfum
hjá Flugleiðum væru félagar í VR.
„Ég tel þessa afstöðu Flugleiða
fráleita. Mín skoðun er sú að það
sé raunverulega grundvallaratriði
að menn fái að vinna svo lengi sem
heilsa þeirra leyfir. Stór hluti af
heilsu fólks er að fá að vinna. Og
það er af og frá að skera svona á
í þremur launþegafélögum.
þennan þátt hjá fullfrísku fólki
án þess að tryggja því aðra vinnu.
Margt fólk sem hefur unnið hjá
sama fyrirtækinu í mörg ár á
hreinlega ekki um marga mögu-
leika að velja þegar árin færast
yfir. Ég tel þessar reglur mistök og
þær hljóta að hafa verið settar að
óhugsuðu máli. Þjóðfélag okkar
hefur ekki efni á því að vera án
þessa reynda starfsfólks og starfs-
fólkið hefur ekki heldur efni á því
auk þess að þar er höggvið nærri
heilsu þess. Þetta mál verður m.a.
tekið fyrir á stjórnarfundi hjá VR
í dag.“
„Ég er ákaflega óhress yfir
þessum uppsögnum," sagði Bjarni
Jakobsson formaður Iðju, félags
iðnverkafólks," bæði vegna þess að
67 ára aldurinn nær ekki lífeyris-
sjóðsgreiðslu hjá verkalýðssjóðun-
um og svo er það fyrir neðan allar
hellur að miða við 67 ára aldur,
fólk á bezta aldri. Við munum ekki
una þessu án þess að láta í okkur
heyra og ég tel þetta mikið spor
aftur á bak. Þá mun þetta snerta
margar stéttir og má nefna auk
okkar, Verkalýðsfélagið í Keflavík,
Verzlunarmannafélag Reykjavík-
ur og Starfsfólk í veitingahúsum.
Mér vitanlega er hvergi hér á landi
miðað við uppsagnir 67 ára fólks,
ríkið er með 70 ár og einhverntíma
var þessi hugmynd reifuð hjá
Eimskip, en stjórnendur félagsins
breyttu því aftur í samráði við
verkalýðsfélögin. Við erum nú að
kanna þetta mál og hvað það
varðar marga hjá okkur og öðru
hvoru megin við helgina munum
við halda fund um þetta mál sem
ég tel einnig vera mál heildarsam-
taka verkafólks."
AA-samtökin á Austur-
landi færa út kvíamar
AA-SAMTÖKIN á Austurlandi
eru um þessar mundir að færa út
starfsemi sína, en í júní s.l. var
fyrsta deildin stofnuð á Egilsstöð-
um og hefur starfsemi hennar
gengið vel. Menn úr nærliggjandi
fjörðum hafa sótt fundi hjá
Égilsstaðadeildinni, en starfsem-
inni hefur vaxið hratt fiskur um
hrygg og nú er í ráði að stofna
deildir á öðrum stöðum m.a. vegna
þess að þegar vetrarveður ganga í
garð er erfitt um vik. fyrir
fjarðamenn að sækja fundi til
Egisstaða. Til stendur að stofna
deild á Seyðisfirði og Fáskrúðs-
firði á næstunni og n.k. sunnudag,
24. sept., verður kynningarfundur í
þeim tilgangi í gamla barnaskól-
anum á Fáskrúðsfirði og hefst
hann kl. 15. Slíkur fundur hefur
verið haldinn á Seyðisfirði. Þess
má geta að starfsemi AA er mjög
öflug víða um land, en flestar
deildir eru í Reykjavík, alls 22.
Menn úr hinum ýmsu landshlutum
taka þátt í starfi AA þar sem þeir
eru í það og það skiptið og til
dæmis hefur nokkuð borið á því að
reykvískir AA-menn í vinnu á
Austfjörðum hafi sótt fundþEgils-
staðadeildarinnar.
í MORGUNBLAÐINU í gær birtist mynd af rangri flugvél með
frétt blaðsins um möguleg DC10 þotukaup Flugleiða. Hér birtist
mynd aí DC-10 breiðþotu.
Eldskírn busanna
IIEFÐBUNDIN eldskírn bus-
anna í Mcnntaskólanum í
Reykjavík fór fram í gær.
Hinir eldri skólanemendur
tóku þá nýliðana og tolleruðu
og var þá sem jafnan mikill
handagangur í öskjunni. því að
busarnir streytast jafnan í
móti — en enginn má við
margnum og hver businn á
fætur öðrum svífur í loft upp.
Þessi athöfn er jafnan góð
tilbreyting frá námsamstrinu í
upphafi skólaárs.
Ljósmyndari Morgunblaðs-
ins brá sér að Menntaskólanum
í Reykjavík í ga*r til þess að
festa husavígsluna á filmu.
Arangurinn birtist hér og eins
og sést, voru ýmsir nemenda
málaðir með stríðsmálningu í
andliti. En myndirnar tala bezt
SÍnu máli. — Ljósm., Kristján.
„Suður- og Suðvesturland sett
skör lægra en aðrir landshlutar”
— segir Stefán Runólfsson um stöðu fiskiðnaðarins
MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær
samhand við Stefán Runólfsson
framkva*mdastjóra Vinnslu-
stöðvarinnar í Vestmannaeyjum
og innti hann álits á ummælum
Kjartans Jóhannssonar sjávarút-
vegsráðherra í Mbl. í gær
varðandi aðgerðir í vandamálum
fiskiðnaðarins.
Stefán kvaðst hjartanlega sam-
mála Kjartani í því cfni að vandi.
Suður- og Suðvesturlands væri
sérstæður, því það hefði aldrei
komið nógu berlega fram að þetta
svæði hefði verið sett skör lægra í
atvinnuuppbyggingunni en
önnur svæði landsins og það væri
rétt hjá Kjartani að það væri
mikið átak að rétta hlut þess.
Varðandi ummæli Kjartans um
að „lykilfyrirtækin" ættu að fá
aðstöðu til starfa fyrst um sinn
með aðstoð bankanna, kvaðst
Stefán telja að ráðamenn hefðu
gögn um rekstur allra fisk-
verkunarstöðvanna og það hlyti að
vera matsatriði fyrir stjórnvöld og
REIKNAÐ er með að viðgerðarskip
til þess að gera við Scotiee verði
komið á staðinn, 4 mílur suður af
Færeyjum, þar sem strengurinn
slitnaði í fyrradag.
Ekki er vitað af
hvaða ástæðum strengurinn slitn-
bankayfirvöldhverjir fái að lifa og
hverjir ekki.
Stefán kvaðst telja að ef það
stæðist sem sjávarútvegsráðherra
segði, að málin myndu þróast stig
af stigi, þá væri það vel, en það eitt
væri ljóst að ekkert mætti slaka á
í þessum efnum.
aði. Á meðan strengurinn er óvirkur
er símasamband eftir varaleiðum
milli Islands og annarra Evrópu-
landa, en 2 aðrir gamlir strengir eru
einnig á þessari leið. Líkur eru
taldar á að strengurinn komist í lag
á morgun.
Viðgerðarskip við Scotice í dag