Morgunblaðið - 21.09.1978, Page 12

Morgunblaðið - 21.09.1978, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978 „Hefðum verið alveg eins og œskan nú til dags, hefðum við bara getaðl” „ÞAÐ hefur orðið geysileg breyting hér á ísafirði hin síðari ár, breyting til hins betra held ég, ætli það verði ekki að heita að breytingarnar hafi orðið til hins betra," sagði Hinrik Guð- mundsson, aldraður ísfirðingur, er blaðamaður Morgunblaðsins hitti að máli fyrir nokkru. Hinrik hafði fengið sér sæti á bekk í miðbæ ísafjarðarkaup- staðar ásamt öðrum öldnum heiðursmanni, Eggert Halldórs- syni. Þeir félagar, Eggert og Hinrik kváðust lengi hafa búið á ísafirði, og kunna því mjög vel, og söðgu að þeir báðir að þeir kærðu sig ekki um að búa annars staðar, jafnvel þótt það stæði til boða. Hinrik, sem er áttatíu og eins árs gamall, sagðist alla sína ævi hafa búið á Isafirði, en Eggert sem er sjötíu og fimm ára gamall, fæddist og ólst upp norður í Steingríms- firði, en fluttist til ísafjarðar árið 1921, þá átján ára gamall. „Sem dæmi um þær breyting- ar, sem hér hafa átt sér stað á síðustu aratugum," sagði Eggert, „að árið 1924, er ég hóf að vinna á Norðurtanganum var Spjallað við tvo aldna r Isfirðinga, þá Hinrik Guðmundsson og Eggert Halldórsson þar saltað úr einum bát, þar sem einn saltaði og tveir flöttu, og bera varð sjó að í fötum. — Nú er þar Hraðfrystihúsið Norður- tangi!" „Hefðum verið alveg eins og æskan nú hefðum við getað!“ „En það er fleira sem hefur breyst heldur en verkmenning og byggingar," segir Eggert ennfremur, „unga fólkið er einnig talsvert frábrugðið því sem það var þegar við vorum ungir. Okkur finnst æskan ærslafull, en staðreyndin er nú samt sú, að við hefðum verið alveg eins, hefðum við bara getað! — En í okkar ungdæmi var bara ekki til fé fyrir brennivíni, og þá fórum við á samkomur hjá Hjálpræðishern- um, „Hersamkomur“, ef ekki voru til peningar fyrir bíóferð- um! En það er ekki bara hlutur unga fólksins sem hefur breyst, gamla fólkinu líður nú mun betur en þá, nú fær maður peninga bara fyrir að vera orðinn gamall, en hér áður fyrr fór fólkið á sveit og missti kosningarétt," sagði Eggert. Hinrik Guðmundsson tók í sama streng, og sagði að það væri ágætlega búið að öldnu fólki nú til dags, ólíkt betur en það var þegar þeir voru að komast til manns, þannig að ekki væri yfir neinu að kvarta í þeim efnum. Rétta þarf þjóðarskútuna við Þegar hér var komið samtal- inu, spurði Hinrik blaðamann- inn hvort þjóðarskútan væri Reynslimni ríkari —en fj árhagslegt tap á tilrauninni Tilraunum til laxeldis í sjó í Fáskrúðsfirði hætt í haust eftir erfitt en árangursríkt ævintýri Sigurður Arnþórsson með tvo 7 punda fallega eldislaxa. TITRINGUR hefði eflaust farið um laxveiðimenn ef þeir hefðu barið augum h'fið í laxagirðing- unni í Fáskrúðsfirði í sumar. í tiltölulega lítilli hringlaga girð- ingu sást á tugi svartra baka og þegar fæðu var hent til fiskanna kom konungur íslcnzkra áa í heilu lagi upp úr sjónum til að ná sem mestu af björginni. Reyndar höfðu fleiri áhuga á fæðunni. Ufsinn lónaði allt í kringum girðinguna og einhverjir hinna smávaxnari höfðu komist inn fyrir. Mávurinn var vel á verði og ef færi gafst stakk hann sér eftir ætinu og stal eins og hans var von og vísa frá eldisfiskinum. Lax hefur verið alinn í Fáskrúðsfirði síðan 1975 og er þarna á ferðinni merkileg tilraun, sem ekki hafði verið reynd áður við þessar aðstæður á íslandi. Tilraunin gafst á margan hátt vel og þeir, sem að henni stóðu, eru orðnir reynslunni ríkari. Þeir hafa þó varla orðið ríkari að neinu öðru á þessu ævintýri sínu. Tilraunin kostaði mikið fé og margvísleg áföll gerði laxeldið erfitt. I sumar var byrjað að drepa laxinn og setja hann á markað. Voru stærstu fiskarnir 10—12 pund en meðalþyngd þeirra var 7—8 pund. Þessari tilraun fiefur nú verið hætt í Fáskrúðsfirði, í bili að minnsta kosti, og fiskarnir í girðingunni drepnir. Hvort þráðurinn verður tekinn upp að nýju er ekki vitað á þessu stigi, en eitt hefur þessi tilraun sannað svo ekki verður um villst; hægt er að rækta lax í sjó við Island, en um þetta atriði voru mjög skiptar skoðanir þegar F'áskrúðs- firðingarnir Bergur Hallgrímsson og Sigurður Arnþórsson fóru af stað með tilraun sina fyrir fjórum árum. Morgunblaðsmenn voru fyrir nokkru á ferð í Fáskrúðsfirði og báðum við þá Sigurð að segja okkur frá þessari starfsemi og að Grein og myndir« Ágúst I. Jónsson. sjálfsögðu byrjuðum við á aðdragandanum. — Eg var búinn að ganga lengi með þá hugmynd í maganum að reyna laxarækt í sjó hér - í firðinum, segir Sigurður Arnþórs- son. — Eg fór út til Bodö í Noregi sumarið 1973 til að kynna mér hvernig Norðmenn standa að þessum málum og sumarið 1975 smíðuðum við síðan laxagirðingu eftir norskri fyrirmynd. Næst var að kaupa seiði og haustið ‘75 keyptum við um 3300 seyði frá Laxamýri og settum í girðinguna. Við vorum þó of fljótir á okkur og settum seiðin of fljótt í saltan sjó og þau drápust öll hjá okkur. Þetta var fyrsta kennslustundin í því hvernig við áttum ekki að standa að hlutunum. — Við fórum varlegar í næstu tilraun. Nú útbjuggum við tréker á bryggjunni og dældum í þau vatni. Síðan smájukum við saltmagnið í kerjunum þangað til aðeins sjór var í þeim. Við settum aftur í girðingarnar seinna um haustið, nú um 6.000 sjógönguseiði. Nú gekk allt eins og það átti að ganga. Næstu mánuðina gekk þetta áfallalítið, ís olli okkur þó lítils- háttar erfiðleikum og sömuleiðis fuglinn, sem var grimmur í viðskiptum sínum við seiðin. Við afgreiddum það vandamál með því að tjalda neti yfir girðingarnar. — Sumarið 1976 keyptum við fleiri seiði og settum upp nýja girðingu. Reyndar vorum við um tíma með þrjár girðingar, en það var nauðsynlegt þegar verið var að hreinsa netin í girðingum, færa á milli og slíkt. — Síðastliðinn vetur var okkur erfiður og í janúarmánuði gerði aftaka norðanveður hér og misst- um við þá allt sem var í annarri girðingunni, þeirri sem geymdi minni laxana. Það var mikið áfall fyrir okkur, en í sumar hafa Fáskrúðsfirðingar hins vegar veitt töluvert af laxi hér á bryggjunum og alls staðar með Firðinum. Skemmtilegt tómstundagaman við bæjardyr þeirra og ókeypis, en hins vegar tilfinnanlegt tjón fyrir okkur. — Það er erfitt að gera þetta dæmi upp, en ef við segjum að við höfum sett niður 15 þúsund seiði samtals þá kalla ég gott ef við fáum 10% af því sem góðan lax. Við höfum allan tímann verið að þreifa okkur áfram og læra af mistökunum. Það hefur ekkert verið hægt að leita með ráð- leggingar. Við erum eiginlega þeir einu sem höfum verið með laxeldi í sjó hér við land í einhverjum mæli, en þó gerðu Fiskifélagið og Ingimar Jóhannsson tilraunir fyrir nokkrum árum í Hvalfirði og Höfnum. Kerfið gerir ekki ráð fyrir svona starfsemi — I sumar og haust drápum við síðan laxinn og höfum sett lítil- ræði á markað, en mest í frysti. Þeir sem hafa bragðað á laxinum frá okkur finnst hann lostæti og í Noregi hef ég heyrt að fólki líkaði betur við fisk, sem ræktaður er í sjó, heldur en úr ánum. Norðmenn eru komnir mjög langt í laxeldi í sjó og okkar tilraun þætti eflaust á margan hátt gamaldags hjá þeim. Þeir eru t.d. hættir að nota búr eins og við notum og gefa laxinum aðeins pillufóður. — Einmitt í sambandi við fæðuna áttum við í dálitlum erfiðleikum, en það var í sambandi við að fá fiskinn eðlilega rauðan. Við vissum reyndar fyrirfram að Laxagirðingin dormar í innanverðum Fáskrúðsfirðinum, gegnt kauptúninu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.