Morgunblaðið - 21.09.1978, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978
21
Birgir fsl. Gunnarsson:
Hinn 9. september s.l. ritaði
ég grein í Morgunblaðið undir
fyrirsögninni „Reykjavík og hin
nýja orkustefna". Þar gerði ég
nokkra grein fyrir frumkvæði
Reykjavíkur í orkumálum, sam-
vinnu borgarinnar og ríkisins að
Landsvirkjun og varaði við því,
að gengið yrði á hagsmuni
Reykvíkinga við framkvæmd
þeirrar stefnu, sem vinstri
kílsárvirkjun, sem Akranes-
kaupstaður og Mýra- og Borgar-
fjarðarsýsla eru eigendur að.
Skeiðfossvirkjun er í eigu Raf-
veitu Siglufjarðar, svo að dæmi
séu nefnd. Sannleikurinn er sá,
að ríkið hefur aldrei náð neinum
tökum á orkumálum nema í
samvinnu við sveitarfélög, sem
hafa þá sýnt það nauðsynlega
aðhald, sem þarf. Ástæðan er
ekki til greiðslu á tollum og
öðrum opinberum gjöldum. Öll
önnur lán þessara fyrirtækja
hafa verið tekin á venjulegum
lánamörkuðum. Allar fram-
kvæmdir og væntanleg arðsemi
þeirra hafa þurft að fara í
gegnum þau nálaraugu, sem
alþjóðlegar lánastofnanir, setja
upp, þegar þær meta, hvort
einstaka framkvæmdir séu láns-
Enn um orkumál
ríkisstjórnin hefur boðað í
orkumálum.
Grein mín varð m.a. tilefni til
þess, að Jón Sólnes, alþingis-
maður, birti hér í Morgun-
blaðinu hinn 12. september s.l.
grein, sem hann nefndi „Grýlu-
börn — dekurbörn" og var svo
að skilja, að við Reykvíkingar
værum dekurbörnin í orkumál-
um, en þeir norðanmenn grýlu-
börnin. Eg verð að viðurkenna
að mér l.eiðist að standa opin-
berlega í þrefi við Jón Sólnes,
sem ég met umfram ýmsa aðra
menn, en þar sem í grein hans
gætir nokkurs misskilnings og
um sumt er ég ósammála
honum, þykir mér rétt að setja
þessar línur á blað.
Fyrirspurn
Davíðs Oddssonar
Það er misskilningur hjá Jóni
Sólnes að Davíð Oddsson hafi á
sínum tíma flutt fyrirspurn í
borgarstjórn, „utan dagskrár"
og henni síðan verið svarað
viðstöðulaust á þeim fundi.
Þann 1. apríl 1976 bar Davíð
Oddsson fram fyrirspurn í
borgarstjórn um raforkumál,
þar sem m.a. var spurt um
hvaða áhrif það gæti haft á
raforkuverð í Reykjavík, ef halli
Kröfluvirkjunar til viðbótar
árvissum halla RARIK dreifðist
á orkunotendur á Lands-
virkjunarsvæðinu. Þessi fyrir-
spurn var send inn með þeim
fyrirvara, sem fundarsköp
borgarstjórnar segja fyrir um.
Fyrirspurnin fylgdi útsendri
dagskrá 2 dögum fyrir fund og
var síðan svarað, eins og skylt
er, á fundinum. Svar mitt
byggðist á upplýsingum og mati
forsvarsmanna Rafmágnsveitu
Reykjavíkur. Þennan misskiln-
ing í grein Jóns vil ég leiðrétta,
þó að þetta sé smámál og snerti
ekki kjarna þess máls, sem um
er deilt.
Sveitarfélög — ríki
Meginágreiningurinn um
skipulag orkumála hefur lengi
verið um það, hversu stóran hlut
eigi að ætla sveitarfélögum í
meðferð þeirra niála.' Ég hef
ávallt verið þeirrar skoðunar og
er enn, að ætla verði sveitar-
félögum mikinn þátt í þeim
málaflokki. Sveitarfélögin hafa
haft merkilegt frumkvæði í
raforkumálum og reynslan hef-
ur sýnt, að þar sem það
frumkvæði hefur fengið að njóta
sín, þar hefur orkuöflunin verið
hvað tryggust og orkufyrirtækin
verið sterkust og best rekin.
Ég hef nefnt Reykjavík og nú
allt Landsvirkjunarsvæðið sem
dæmi um þetta. Fleiri dæmi
mætti þó nefna. Laxárvirkjun
hefur verið gott fyrirtæki, en
þar á Akureyrarbær 65% og
ríkið 35%. Ég nefni líka Anda-
sú, að Rafmagnsveitur ríkisins
hafa þjónað þeim félagslega
tilgangi að sjá ýmsum dreifðum
byggðum landsins fyrir raf-
magni án þess að hinn félagslegi
tilgangur í rekstri RARIK væri
nokkurn tíma viðurkenndur í
raun. Afleiðingin hefur orðið
skuldir á skuldir ofan, rekstrar-
tap og síðan meiri skuldir.
Allsherjar-RARIK?
Athygli vekur, hvílíkur regin-
munur hefur verið á undir-
búningi, fjármögnun og stjórn-
Fjármögnun
Landsvirkjunar
Sá misskilningur kemur oft
upp í umræðum um þessi mál að
Landsvirkjun og þar með
Reykjavíkurborg njóti ein-
hverra fríðinda m.a. varðandi
fjármagnsútvegun. Ennfremur
að Reykjavíkurborg hafi notið
„mjög hagkvæms stuðnings
þjóðfélagsheildarinnar" í sam-
bándi við virkjunarframkvæmd-
ir.
Að því er Landsvirkjun
varðar er bent á svonefnd
hæfar eða ekki og lán Lands-
virkjunar hafa í nokkur ár að
verulegu leyti verið án ríkis-
ábyrgðar og einföld ábyrgð
eignaraðila látin nægja. Það
sýnir bezt, hvílíkt traust lána-
stofnanir erlendis hafa borið til
þessa fyrirtækis. Því trausti má
ekki glata með einhverjum
sameiningarævintýrum.
Ekki eru allir sammála um
það, að erlend gengistryggð lán
séu þannig, að um þau verði
sagt, að Landsvirkjun hafi
„alltaf fengið að hagnýta sér
alla hagstæðustu lánamarkaði,
l rrkumii•*
J hjá okkur of farleKa a haugi
I kennir 1 ' K eins °K v,ð má búast
I Ih'ss að X "l a,rra Krasa Ti,efni
I ri"kk™ann, mj
[ hlllglð i ()á átl að nmr I hafa
- við KROF/ r ft“mfcv*‘mdunum
hrn,.vn,(asé;frJ;:;un;;1((h£u
tes'r...................K
| iíík£«m|,í:?Í “""'“"iSw-ndí
I kraur i feitt*J!*rÖf,u komna«
I fu|lir.ii Pess' sam‘ ágæi
«<•". Kranuvi,ij„n
'h.með Þv' að flytja
"ItrnReyly.
S, V7,k “ f'na
kumið á virkiunír ,nokkru s*nni
m-ð eigin LuÍ. Tf lnn °*
íSí-Si
vfir bv, h ‘ k'. ' anapWu sinni
SS3L- ^•tSiSXsS! i
Fjármál Lands-
SVífK
••igendaframlog ti| |T^Ur. f*.urf«
ar. að hvoraðili „i ^n*’',rkJun-
fram jafn mikið ■ b! “ h*fur laK*
Éandsvirkiun . . " ,0*um hefur
"v*kjandi lán" hiá riL s'.ok<>,,ud
0 f'rra var tekið
P*ð Jeyt, sem byrjað var ,
*kuM«br(/ H.i»lulo,aj4 j
^•virkíun
v'kjandi lánum’ Ff
eftirstóðvar bessar/^ °Kreiddar
Jon G. Sólne.s
Grýlubörn
dekurbörn
fvð £5."" a«riði Við 4,;*.^ .
Stefnan
í orkumáliini
ollum landsmnr. K,rn,skrafa' a«
^V^ndsmönnum verði tryorf
raforka á
virkjunarmálum á
aðliða þar
Hiö £r“” J
mynt, að Ulm|._. *r *, 1 erlendn
míUj “ “Wiflm 300
Samanburdur á
lánsfjármögnun
Landsvirkjunar
og annarra orku-
fyrirtækja eins og
pd- Laxárvirkjunar.
Kafmagnsveitna
nkisins og
Kröfluvirkjunar
“■» u25-‘ Itam.væmd-
Kri-Sfss.-'C,
■v“k»""4»m hJSUsSL'
r
sr.rtó .a«”ím~.
.0 6hí,'r*k,il hrf"r
kjorum. ff >h',ll'K“m u„.
s.ýr. frí bvlí'. rftlr *ö
un annarsvegar fyrirtækja
sveitarfélaga með eða án þátt-
töku ríkisins, hinsvegar hreirina
ríkisfyrirtækja eða fram-
kvæmda ríkisins undir stjórn
pólitískra nefnda. Til hinna
hreinu ríkisframkvæmda er
stofnað með þeim hætti, að
fjárhagsgrundvöllur þeirra er
allur ósambærilegur vi fyrir-
tækin, sem sveitarfélögin eiga
eða eru meginaðili að.
Þegar málum er svo í óefni
komið, virðist aðstandendum
ríkisvirkjana einsýnt, að steypa
beri þeim fyrirtækjum saman
við fyrirtæki sveitarfélaganna,
sem standa á fjárhagslega
traustum grunni. Ég óttast slíka
sameiningu og slíkt samkrull.
Ég óttast að menn missi verð-
skynið og það aðhald, sem
sveitarfélögin hafa sýnt í sam-
vinnu við ríkið og að úr þessu
verði eitt allsherjar RARIK, þar
sem enginn veit hvað snýr upp
og hvað niður í fjármálum.
víkjandi lán. — Vissulega eru
lán þessi hagkvæm, en þau vega
engan veginn þungt, þegar litið
er á heildarlánabyrði Lands-
virkjunar, sem í árslok 1977
nam 36.690 m.kr. Áðurnefnd
víkjandi lán eru tvö og nam
höfuðstóll upphaflega samtals
550 m.kr., en var í árslok 1977
orðinn 2118 m.kr. 450 m.kr. af
upphaflegum höfuðstól var
gengistryggt. Það var ríkið
sjálft sem kaus að hafa þennan
hátt á og þótt lánin séu hagstæð
skapar það ríkinu ekki meiri
rétt sem sameiningaraðila.
Þegar talað er um „stuðning
þjóðarheildarinnar" við Sogs-
virkjanir, mun átt við það, að
þriðja virkjunin, írafossvirkjun,
var ein þeirra framkvæmda,
sem naut lánskjara Marshall-
aðstoðarinnar. Var það svo-
nefnd ECA-lán fyrir efniskaup-
um í Bandaríkjunum og
Alþjóðabankalán fyrir efnis-
kaupum í Evrópu. Fyrir inn-
lendum kostnaði fékkst að nota
fé úr mótvirðissjóði ríkisins, þó
sem völ er á“. Mér segir hugur
um, að þegar litið er til lengri
tíma sé gengistap á erlendum
lánum nokkuð sambærilegt við
vísitöluákvæði þau, sem ríkis-
sjóður hefur beitt á innlendum
markaði. Þetta má þó reikna
nákvæmlega út og þarf ekki um
það að deila.
Sogsvirkjun —
Landsvirkjun
Þegar fullyrt er, að ríkissjóð-
ur hafi veitt Landsvirkjun
„þægilega fyrirgreiðslu" og síð-
an spurt: „Hefur hinn meðeig-
andinn í Landsvirkjun, Reykja-
víkurborg, veitt Landsvirkjun
slíka fyrirgreiðslu? er hollt að
minnast upphafsins, Sogs-
virkjunar. Sú virkjun var í
upphafi eign Reykjavíkur-
borgar. Með lögum um Sogs-
virkjun frá 1946 var henni gert
að skyldu að selja einnig „raf-
orku við stöðvarvegg í orkuver-
um og afspennistöðum til
almenningsnota utan Reykja-
víkur við kostnaðarverði og að
viðbættum allt að 5% . Raforku-
verðið mátti þó aldrei „fara
fram úr því, sem Rafmagnsveita
Reykjavíkur borgar fyrir raf-
orkuna miðað við afhendingu á
sama stað“. Þannig hefur Sogs-
virkjun og síðan Landsvirkjun
ætíð selt Rafmagnsveitum ríkis-
ins orku bæði frá stöðvarvegg og
i aðalspennistöð við sama verði
og Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Þegar ríkisstjórnin og borgar-
stjórn Reykjavíkur gerðu með
sér sameignarsamning um Sogs-
virkjun 30. júlí 1949, varð ríkið
eignaraðili að Sogsvirkjuninni.
Reykjavíkurbær lagðt fram
sínar eignir án þess að nokkurt
eignaframlag kæmi á móti frá
ríkissjóði. Á þennan hátt eign-
aðist ríkið 15% virkjunarinnar.
Ég dreg stórlega í efa, að það
verði með sanni sagt, að borgin
hafi verið þiggjandi í skiptum
sínum við ríkið í þessum efnum.
Rafmagnsveitur
ríkisins
Um Rafmagnsveitur ríkisins
ætla ég ekki að fjalla neitt að
ráði í þessari grein. Kvartað er
yfir því, að RARIK njóti ekki
jafn hagkvæmra lána og Lands-
virkjun — og að það sé „megin-
ástæðan fyrir fjárhagsvand-
ræðum Rafmagnsveitna ríkis-
ins“, að fyrirtækið „sæti óhæfi-
legum lánakjörum". Á sínum
tíma voru sett lög um verðjöfn-
unargjald af raforku, þar sem
rafveitum sveitarfélaganna var
gert að hlaupa undir bagga til
að leysa „tímabundinn" fjár-
hagsvanda Rafmagnsveitna
ríkisins. Þessi lög hafa verið
framlengd æ síðan — og á'þessu
ári mun Rafmagnsveita Reykja-
víkur ein styrkja RARIK með
um 500 m.kr. framlagi. Ymis
önnur fyrirgreiðsla til RARIK
svo sem eftirgjöf á tolla- og
áðflutningsgjaldaskuldum virð-
ist hrökkva skammt. Margoft
hefur verið sýnt fram á, að of
mikið er gert úr þeim kostnaði,
sem dreifing raforku á orku-
veitusvæði RARIK hefur í för
með sér. í skýrslu stjórnskipaðr-
ar nefndar, sem ranrisakaði
orsakir fjárhagsvanda RARIK
áriö 1969, er ein meginniður-
staðan sú, að „fjárhagsvandræði
og hin háa gjaldskrá Rafmagns-
veitna ríkisins stafa af óhag-
kvæmum orkuöflunarkostum og
dýrum flutningi, en felast ekki í
rekstri dreifiveitna, hvorki í
sveitum eða þéttbýli".
Andvígur alls-
herjar sameiningu
Reykjavík hefur boriðgæfu til
að tryggja íbúum sínum og
nálægra byggða næga og örugga
raforku við hóflegu verði. í
samvinnu við ríkið hefur
Reykjavík getað útvíkkað þessa
þjónustu til annarra landshluta
með stofnun Sogsvirkjunar og
síðar Landsvirkjunar. Sama
hafa önnur sveitarfélög gert,
m.a. Akureyri. Enginn mælir
því í mót, að æskilegt sé að
tr.vggja öllum landsmönnum
örugga raforku á sem lægstu
verði. Slíkt gæti gerst með
samvinnu og samhæfingu þeirra
fyrirtækja, sem fyrir eru í
landinu á þessu sviði. Það á ekki
að gerast með því, að ríkið komi
og segi við vel rekin fyrirtæki
sveitarfélaganna: „Nú get ég.“
Spor ríkisins í rekstri raforku-
fyrirtækja hræða. Þessvegna er
ég á móti þeirri allsherjar
sameiningu undir forystu ríkis-
ins, sem nú er boðuð.