Morgunblaðið - 21.09.1978, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978
29
r
Avarp Magnúsar
Kjartanssonar:
Borgarstjóri, borgarfulltrúar, aör-
ir áheyrendur.
Heilbrigði er eitt þeirra oröa,
sem við sínotum í daglegu tali
okkar, án þess að hugsa um
merkingu þess. Því er ástæða til að
staldra við og hugleiða hvað í
orðinu felst.
Það er ekki fléttað úr raunsæju
mati á ástandi manna, heldur er
„ Við erum aðeins fólk, ekki
vélar-þess vegna hefur
athyglin ekki beinstað okkur”
það sótt í veröld hugsjónanna.
Meðal þeirra milljarða manna sem
búa á heimskringlunni er ekki
einn einasti maður, sem getur
notað það orð um varanlegt ástand
sitt, og í gervallri sögu mannkyns-
ins hefur aldrei verið til slíkur
maður.
Heilbrigði er ekki ástand heldur
markmið; það er hugsjón, svo að ég
noti orð sem þykir fornfálegt á
okkar köldu tímum. Öll heilbrigð-
isþjónusta stefnir að því marki að
færa okkur sem næst hugsjóninni
og afrek heilbrigðisvísindanna eru
í mínum huga undursamlegasti
þátturinn í sögu mannkynsins.
Mannkynið nær trúlega aldrei því
marki að allir verði heilbrigðir
alla ævi, en hugsjónin verður engu
að síður að lifa í brjósti manna
alla tíð.
Við erum mislangt frá mark-
miðinu. Fatlað fólk skiptir til að
mynda mörgum hundruðum millj-
óna um alla heimskringluna.
Alþjóðlegir staðlar bera með sér
að í Reykjavíkurborg eru 250
einstaklingar sem einvörðungu
geta hreyft sig í hjólastól. Hér í
höfuðborginni eru átta þúsundir
manna sem ekki geta gengið upp
og ofan tföppur nema með miklum
erfiðismunum. Atta þúsund og
fimm hundruð Reykvíkingar hafa
mjög skerta hreyfigetu. Og það eru
hvorki meira né minna en
fimmtán þúsund höfuðborgarbúar
sem eiga við einhverja fötlun að
stríða.
Þessi mikli fjöldi fatlaðra Reyk-
víkinga hefur engu aö síður mikla
starfsgetu, svo er ekki síst endur-
hæfingarlækningum fyrir að
þakka, en þróun þeirra er eitt af
undrum heilbrigðisvísindanna.
Það er hins vegar erfitt fyrir
okkur fatlaða að nýta starfsgetuna
í þjóðfélagi, sem einvörðungu er
skipulagt í samræmi við þarfir
þeirra sem ófatlaðir eru.
Við lifum á öld bílsins og
umferðamál eru ríkiir þáttur í
störfum þeirra sem stjórna þjóð-
Ávarp Theódórs A. Jónssonar, formanns landssambands fatlaðra
„ Við vanþökkum ekki það
sem gerthefur verið, en
betur má efduga skal”
íbúðarhúsnæði og umhverfi
íbúðarhúsa hefur mikil áhrif á líf
og lífsskilyrði fólks, ekki síst
þeirra, sem eru fatlaðir, vegna
þess að þeir eyða oft lengri tíma en
aðrir í íbúð sinni, eða nágrenni
hennar.
Þrátt fyrir þetta búa fatlaðir oft
í minni, óhentugri og lélegri
íbúðum en fólk almennt. Það er
staðreynd að góð, hentug og
velinnréttuð íbúð er nauðsynlegt
framhald góðrar endurhæfingar.
Um næstu áramót ganga í gildi
ný byggingalög, sem tryggja eiga
fötluðum að byggingar ríkis og
bæjarfélaga, sem ætlaðar eru til
sameiginlegra nota, verði hindrun-
arlaust aðgengilegar öllum þjóð-
félagsþegnum. En hvað með eldri
byggingar þessara aðila? Hvað
með íbúðarhús, vinnustaði, sam-
komustaði, íþróttamannvirki,
skóla o.fl.?
I eigu Reykjavíkurborgar er
mikið og margháttað húsnæði. Við
skorum á Reykjavíkurborg að
verja verulegri fjárhæð árlega til
breytinga á eldra húsnæði, í eigu
borgarinnar, til þess að gera það
aðgengilegt fötluðum. Við skorum
á ykkur borgarfulltrúa að setja
inn í byggingasamþykkt Reykja-
víkurborgar ákvæði um lágmarks
dyrabreiddir, staðsetningar og
stærðir á lyftum, slétt inn á
jarðhæðir o.fl. Þessa þrjá liði skal
ég rökstyðja aðeins' nánar. Það
hefur verið landlægt hér að hafa
salernisdyr mjórri en aðrar dyr í
húsum, þannig að í miklum
meirihluta íbúðarhúsnæðis er
gjörsamlega útilokað fyrir fólk í
hjólastólum að komast á salerni.
I mörgum húsum eru ónauðsyn-
legar tröppur við útidyr. Þess eru
jafnvel dæmi að jafnmargar
tröppur eru upp utan dyra eins og
þær eru niður innan dyra, á neðsty
hæð. Lyftur þurfa að vera það
rúmar að þær rúmi hjólastól, að
hægt sé að komast í þær slétt frá
götu og að þær stoppi á hverri
hæð, en ekki á milli hæða eins og
er Ld. í háhýsi við Kleppsveg.
Þjóðfélag, sem vill teljast vel-
ferðarþjóðfélag, verður að tryggja
öllum þegnum sínum bestu mögu-
legu lífsskilyrði og aðbúnað, án
tillits til aldurs eða fötlunar.
Það grundvallaratriði að allar
íbúðir, byggingar og opin svæði
verði aðgengileg fyrir alla. Að
byggja aðeins sérstakar íbúðir
fyrir ákveðna þegna í þjóðfélaginu
er engin framtíðarlausn. Við sem
erum fötluð eigum ættingja og
vini, sem sru ófötluð. Við viljum
geta heimsótt þá. Við viljum ekki
þurfa að flytja úr því íbúðahverfi
sem við erum orðin rótgróin 5,
vegna þess að í hverfinu eru engar
íbúðir sem henta mikið fötluðu
fólki.
Rannsóknir sem gerðar hafa
verið í Svíþjóð og Danmörku, sýna,
að íbúðir sem byggðar hafa verið,
eðá breytt þannig að þær væru
hentugar mikið fötluðu fólki hafa
einnig betra notagildi fyrir ófatlað
fólk.
Rannsóknirnar sýndu líka að ef
tillit var tekið til fatlaðra strax,
þegar íbúðin var skipulögð kostaði
bygging hennar sáralítið meira en
ella.
Þar sem það er viðtekin hefð hér
á landi, að húsbyggjendur vinni
félögum eða hlutum þjóðfélaga.
Þið, sem eigið sæti í borgarstjórn
Reykjavíkur og fjallið mikið um
samgöngumál; þið hafið myndar-
legar stofnanir og hóp sérfræðinga
sem vinnur að því með aðstoð
mikilla fjármuna að gera alla vegi
sem greiðfærasta bílum, hafa þá
breiða, með bundnu slitlagi, forð-
ast misfellur á vegum, hryggi og
holur. En ég spyr ykkur sem
starfið í borgarstjórn: Hafið þið
stofnanir, sérfræðinga og fjár-
muni til þess að fjalla um
samgöngur okkar sem fatlaðir
erum? Eg svara spurningunni
sjálfur. Það er ekki ein einasta
króna í fjárhagsáætlun Reykja-
víkurborgar til þess að auðvelda
fötluðum að komast leiðar sinnar,
við komumst ekki með neinum
almenningsfarartækjum; víðast
hvar í borginni komumst við ekki
einu sinni yfir götu í hjólastól.
Vandi okkar sem fatlaðir erum er
hinn sami og vandi bílsins; við
þurfum misfellulausa braut til
þess að komast íeiðar okkar jafnt
innan húss sem utan; en við erum
aðeins fólk, ekki vélar — þess
vegna hefur athyglin ekki beinst
að okkur. Hér í Reykjavík eru
margar stofnanir starfandi i þágu
þjóðarheildarinnar, sumar að
forminu til í eigu ríkisins. Við
höfum hér til að mynda Þjóð-
minjasafn og Listasafn Islands.
Það er ámóta erfitt fyrir fólk í
hjólastól að komast inn í þessar
stofnanir og það væri fyrir bíl að
aka þangað upp. Bíll á ekkert
erindi í Þjóðminjasafn og Lista-
safn, en við sem fatlaðir erum
eigum þangað sama erindi og
aðrir, að kynnast sem best menn-
ingarfjársjóðum þjóðarinnar. Við
erum menn, ekki vélar. Ég veit að
söfn þessi eru formlega í eigu
ríkisins, en þau eru starfrækt í
Reykjavík. Væri ekki ráð að
borgarstjórn Reykjavíkur til-
kynnti ríkisstjórninni að starfsemi
þessara safna verði ekki heimiluð,
nema komið verði fyrir lyftu
handa fötluðum í lyftugöngum
þeim sem staðið hafa auð síðan
húsið var byggt. Ég nefni ekki
kostnaðinn; hann er svo hlægilega
lítill í samanburði við þær millj-
arðatölur sem stjórnvöld láta
fjölmiðla flytja okkur dag hvern.
Ég nefndi kostnað, og ýmsir
kunna að spyrja hvort það verði
ekki dýrt að verða við jafnréttis-
kröfum okkar. Því er öfugt farið.
Það eru ekki hugsanlegar arðsam-
ari framkvæmdir í þjóðfélaginu en
að gera fötluðu fólki kleift að nýta
hæfileika sína. Við þurfum á
þjóðfélaginu að halda, en þjóð-
félagið þarf einnig á okkur að
halda.
Við undirbúning þessa jafn-
réttisdags hef ég leitað liðsinnis
hjá fjölmörgum mönnum. Ég hef
hvarvetna fengið sömu viðtökur,
hjálpsemi, skilning, áhuga — Og
það sannar, að nú er lag til að
breyta hugsjónum í veruleika á
skömmum tíma.
Forseti íslands, dr. Kristján
Eldjárn, hefur beðið mig að koma
hér á framfæri kveðjum sínum og
óskum um sem bestan farnað í
jafnréttisbaráttunni.
Ég sagði í upphafi að heilbrigði
væri hugsjón. Kjörorð þessa dags,
jafnrétti, er einnig hugsjón. Þetta
eru hugsjónir sem sameina. Fötlun
bitnar á fólki úr öllum þjóðfélags-
hópum, án tillits til skoðana,
stétta og annarra skiptinga. Við
erum hingað komin til þess að
biðja ykkur borgarfulltrúa að
sanna í verki, að þið getið ekki
aðeins deilt um mikilvæg atriði,
heldur kunnið þið einnig að vinna
saman að stórmálum. Gerum
jafnréttið svo ríkjandi hugsjón
innra með okkur, að hún sameini
þjóðina alla. Þá getum við lyft
Grettistökum.
mikið við byggingu íbúðarhúsnæð-
is síns, gefur það auga leið að það
er mun dýrara fyrir fatlaða en
aðra að koma yfir sig þaki, þar
sem þeir þurfa að kaupa út alla
vinnu. Eins er um breytingar á
eldri íbúð. Það er því brýn nauðsyn
að fatlaðir eigi kost á hærri og
hagstæðari lánum til húsbygginga,
en nú er. Þurfa borgaryfirvöld að
koma þar til móts við fatlaða, í
samvinnu við Húsnæðismálastofn-
un ríkisins.
í ályktun Allsherjarþings Sam-
einuðu þjóðanna frá 9. desember
1975, um réttindi fatlaðra segir
meðal annars að fatlaðir eigi rétt á
að lifa með fjölskyldu sinni eða
forráðamönnum og taka þátt í
öllum störfum samfélagsins og
tómstundaiðkunum. Með tilliti til
heimilis eigi fatlaðir sama rétt og
aðrir.
Sama ár, 1975, sendu Sameinuðu
þjóðirnar út skýrslu í 76 liðum um
byggingar og innréttingu þeirra.
Er þar einnig skýrt kveðið á um
réttindi fatlaðra og byggingu
íbúða þannig að öllum henti.
Við Islendingar erum meðal
stofnenda Sameinuðu þjóðanna og
ættum því að hugleiða þessa
ályktun og skýrslu vel og taka
hana til eftirbreytni.
Góðir borgarfulltrúar! Við van-
þökkum ekki það sem vel hefur
verið gert, en betur má efa duga
skal.
i
i