Morgunblaðið - 21.09.1978, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978
Ömurieg dómaramistök —
vítaspyrnu á Holand sleppt
Þetta var augljós vítaspyrna sagði þjálfari Hollendinga
Jan Zwartkruis, þjálfari Ilollands, Arni Þorxrímsson og Youri Ilichew ra-ða málin í leikslok. Símamynd Telegraf
aðvífandi og skallaði boltann i
markið mjög laglega. Fyrir ein-
hvern misskilning hafði gleymst
að setja mann til höfðus Brandts,
ef það hefði verið gert og Þor-
steinn verið ákveðnari í úthlaupi
hefði mátt koma í'veg fyrir þetta
mark. Þorsteini brást hins vegar
ékki bogalistin einni mínútu síðar,
þegar Koster átti gott skot á
markið, en Þorsteinn varði mjög
vel.
Þriðja og síðasta mark Hollend-
inga kom á 18. mínútu seinni
hálfleiks. Fyrirliðarnir Jóhannes
Eðvaldsson og Ruudi Krol voru að
kljást um boltann í vítateig
íslenska liðsins og Krol féll með
miklum tilþrifum. Séð úr blaða-
mannastúkunni virtist vera um
gróft brot að ræða, en Jóhannes
sagði eftir leikinn, að þetta hafi
verið leikaraskapur hjá Krol. Eigi
að síður var vítaspyrna dæmd og
úr henni skoraði Rob Rensenbrink,
en litlu munaði, að Þorsteini
tækist að verja skot hans.
Eftir þetta var íslenska vörnin
styrkt með komu Dýra Guðmunds-
sonar, sem lék miðvörð en Jóhann-
es færði sig framar. Þetta hreif og
Hollendingum tókst ekki að bæta
fleiri mörkum við þrátt fyrir
nokkuð stífa sókn, lokatölur leiks-
ins urðu því 3—0.
Þorsteinn Bjarnason, sem þarna
lék aðeins sinn annan landsleik,
var besti maður íslenska liðsins og
varði oft snilldarlega. Aftasta
vörnin stóð sig nokkuð vel og
skiluðu menn þar hlutverkum
sínum bærilega, þeir Janus og
Arni bakverðir og Jóhannes og Jón
miðverðir. Dýri stóð sig einnig vel
þann tíma sem hann var inn á.
Tengiliðir íslenska liðsins, þeir
Karl, Guðmundur og Atli, voru
með daufara móti. Ásgeir var
góður í fyrri hálfleik og gaf hann
þá hollensku snillingunum ekkert
eftir. I síðari hálfleik bar ekki eins
mikið á honum, hann þreyttist og
kom það niður á leik liðsins.
Fremstu mennirnir, þeir Ingi
Björn og Pétur Pétursson, fengu
ekki margar sendingar til að moða
úr og voru þeir því frekar
atkvæðalitlir í leiknum, var þó
Pétur sýnu sprækari.
Um hollenska liðið þarf ekki að
fjölyrða, þar léku 11 snillingar
sem gátu gert allt með knöttinn,
nema hugsanlega að láta hann
tala.
Frá Sigtryggi Sigtryggssyni. blm. Mbl. í Nijmegen í Hollandi
t»AÐ ER sjaldgæft að sjá knattspyrnudómara bregðast
jafn herfilega í hlutverki, sínu og finnski dómarinn
Mattson í leik Hollands og íslands í Nijmegen í kvöld. Á
18. mínútu leiksins fékk Pétur Pétursson knöttinn
skyndilega langt fyrir innan hollensku vörnina, brunaði
upp, lék á markvörðinn og ætlaði að renna boltanum í
netið þegar Ruudi Krol kom aðvífandi og hreinlega
sparkaði fótunum undan Pétri. Dómarinn var í góðri
aðstöðu til að sjá brotið, en gerði ekkert, heldur lét
leikinn halda áfram. Undrunarkliðurinn, sem fór um
völlinn, staðfesti, að dómarinn væri einn um þá skoðun
að ekki bæri að dæma vítaspyrnu. Þessi heigulsháttur
dómarans var afdrifaríkur, því að enginn veit hvað hefði
gerst, ef ísland hefði náð óvæntri forystu í upphafi
leiksins. En eins og vænta mátti, tóku hollensku
leikmennirnir leikinn í sínar hendur þegar á leið og
unnu verðskuldaðan sigur, 3—0. Miðað við aðstæður eru
þetta úrslit sem vel má við una, strákarnir börðust vel og
vörðust vel allan timann, enda hlutskipti þeirra lengst af
að verjast. Þá mæddi mikið á hinum unga markverði
Þorsteini Bjarnasyni, en hann skilaði hlutverki sínu með
miklum sóma og var besti maður liðsins.
í leik þessara sömu þjóða í fyrra gróflega. Vítaspyrna var sjálfsögð,
á sama leikvanginum hér í Nij-
megen, voru Hollendingarnir
óstöðvandi í upphafi leiksins.
Ottuðust menn að þeir myndu
leika sama leikinn að þessu sinni,
en svo var ekki. Reyndar voru
Hollendingarnir mun meira með
boltann og alltaí hættulegri í
sókninni, en íslenska liðið varðist
vel og náði að byggja upp nokkrar
góðar sóknarlotur. Átti Ásgeir
Sigurvinsson mestan þátt í að
þær sóknarlotur upp.
Á 18. mínútu var Ásgeir að
kljást við Hollending um boltann á
vallarhelmingi íslenska liðsins og
endirinn varð sá, að boltinn barst
óvænt inn fyrir hollensku vörnina.
Pétur Pétursson var fyrstur að
át.ta sig, náði knettinum og
brunaði upp að markinu með Ruud
Krol á hælunum. Hollenski mark-
vörðurinn Schrievers kom út á
móti Pétri, en hann lék áfram alls
óhræddur. Rétt fyrir utan mark-
teiginn lék hann á markvörðinn
með snöggri bolvindu og opið
markið blasti við, þegar Krol kom
á fullri ferð og felldi Pétur
en finnski dómarinn var hræddur
og þorði ekki að dæma. Hörmuleg
mistök dómarans komu þannig í
veg fyrir þann möguleika, að litla
Island næði forystunni gegn Hol-
landi sem margir telja, að eigi á að
skipa besta liði heimsins, þrátt
fyrir tapið gegn Argentínu í
úrslitum HM.
Við þetta atvik lifnaði yfir
leiknum, sem fram til þessa hafði
verið heldur daufur. Strax á næstu
mínútu skall hurð nærri hælum
þegar Jóhannes Eðvaldsson bjarg-
aði á línu, nokkru síðar lék Árni
Sveinsson sama leikinn eftir að
Ernie Brandts hafði átt góðan
skalla á íslenska markið.
Á 34. mínútu kom fyrsta markið.
Eftir góða sóknarlotu Hollendinga
var knettinum spyrnt frá íslenska
markinu út fyrir vítateiginn, þar
kom fyrirliðinn Ruudi Krol aðvíf-
andi og skaut þrumuskoti í markið
af 25 metra færi. Boltinn fór neöst
í markhornið, óverjandi fyrir
Þorstein markvörð, glæsilegt
mark hjá Krol, sem að þessu sinni
Símamynd Telexraf
Þorsteinn Bjarnason grípur vel inn í leikinn. það er Ernie Brandts
sem sækir að honum. Brandt hafði þó betur við annað tækifæri. er
hann skoraði annað mark Hollands. Þorsteinn átti stórleik í marki
Islands.
lék sinn 60. landsleik fyrir Hol-
land.
í seinni hálfleiknum fóru Hol-
lendingarnir í gang fyrir alvöru og
sóttu látlaust að íslenska markinu.
Aftur á móti gekk okkar mönnum
afar illa að halda boltanum
framarlega á vellinum, hollensku
leikmennirnir gáfu þeim aldrei
frið til þess að byggja upp
sóknarlotur og einnig hafði það
sitt að segja, að Ásgeir Sigurvins-
son var óvenju atkvæðalítill í
seinni hálfleiknum. Þreyta sat í
honum eftir marga erfiða leiki
með Standard Liege að undan-
förnu. Hlutskipti íslenska liðsins í
seinni hálfleiknum var þvi að
verjast og tókst því það vel. Mæddi
mikið á öftustu vörninni og
Þorsteini markverði.
Á 7. mínútu seinni hálfleiks
skallaði Arie Haan að markinu, en
Janus bjargaði á línu. Einni
mínútu síðar bættu Hollendingar
öðru marki sínu við og má kenna
um varnarmistökum. Willy Van
De Kerk tók hornspyrnu og sendi
knöttinn vel fyrir markið, varnar-
maðurinn Ernie Brandts kom
Sjaldan veriö jafnhissa
sagði Pétur Pétursson
„Að mínu áliti var vítaspyrna rétti dómurinn, þegar
miðvörðurinn Krol fclldi miðhcrjann ykkar í fyrri hálfleiknum,"
sagði Jan Zwartkruis landsliðsþjálfari Ilollands í samtali við
hlm. Mbl. eftir landsleikinn í gærkvöldi.
Zwartkruis var ekki einn um þessa skoðun, heldur voru allir
sem blaðamaður talaði við eftir leikinn, sammála um að
dómarinn hefði gert mikla skyssu að dæma ekki vítaspyrnu.
Dómarinn sjálfur, Finninn Andrés Mattson, var á öðru máli.
Ilann sagði í samtali við Mbl. „Að mínu áliti var þetta ekki víti,
Krol var búinn að ná íslenska leikmanninum og varð íyrri til að
krakja boltanum burtu. íslenski lcikmaðurinn var orðinn
þreyttur eftir að hafa hlaupið hálfan völlinn á eftir boltanum og
því datt hann."
En hvað segir Pétur Pétursson um þetta umdeilda atvik."
„Eg hef sjaldan verið jafn hissa á ævi minni, ég var búinn að
leika á markmanninn og ætlaði að renna boltanum í autt markið,
þegar Krol kom aðvífandi og sparkaði undan mér löppunum, ég
skil ekki hvernig dómarinn gat sleppt þessu augljósa broti."