Morgunblaðið - 08.10.1978, Side 13
Krakkar — Kennarar
Setjist nú niður — með
sveittan skallann — og
semjið ljóð, sögur, eða eitt-
hvað, sem ykkur langar til.
Þið getið líka skrifað álit
ykkar eða óskir um útvarps-
eða sjónvarpsefni — allt er
vel þegið.
Og myndir eftir ykkur
væri mjög gaman að fá.
Fullorðna fólkið þarf ekki
alltaf að ganga eftir ykkur
með að stinga upp á ein-
hverju, er það?
SÝNIÐNÚ HVAÐÍ
YKKURBÝR
Einnig viljum við hvetja
kennara og aðra til þess að
leyfa börnum að vinna að
sérstökum verkefnum, sem
þau geta e.t.v. sent Barna-
og fjölskyldusíðunni. Einn-
ig mætti senda okkur fréttir
frá skólum ykkar, skóla-
eða bekkjarblöð, sem oft eru
skemmtileg og frumleg og
hvaðeina, sem ykkur fynd-
ist eiga við í blaðinu.
Látið nú hendur standa
fram úr ermum og sendið
efnið til.
Barna- og f jölskyldusíða
Morgunblaðsins
Morgunblaðið
Aðalstræti 6,
106 Reykjavík
Óhamingjusama kóngsdóttirin.
Mynd eftir Auðbjörgu.
Ríma
Nöldur
eftir Eddu Óskarsdóttur, 10
ára, Eyrarbakka.
Það er svo svalt,
ég fæ mér malt.
Það er svo kalt
og líka salt.
Svo er allt
svo valt.
7vicj.bj6 rcj po• !dsd
Ingibjörg Þorvaldsdóttir, 4 ára, Reykjavík.
Rakarinn frægi
Einhvern tíma var
spurt um rakarann
fræga, sem setti upp
skilti við rakarastofuna
sína og skrifaði stórum
stöfum:
Eini rakarinn í
þorpinu, sem rak-
ar það fólk, sem
ekki rakar sig
sjálft!
Og svo stungu menn
saman nefjum og
spurðu: Rakaði rakarinn
sig sjálfur eða var ein-
hver annar, sem rakaði
hann? Var þá annar
rakari í þorpinu, sem
rakaði...???
Friðbjörg Gylfadóttir, 6 ára, Akranesi.
Bréf
frá Svandísi,
8 ára
Blessuð og sæl.
Kisa er gotin og hán átti fjóra litla kettlinga.
Þremur var lógað strax, og einn var látinn lifa
eftir.
Hann er farinn að drekka mjólk.
Einu sinni gleymdum við að hleypa honum út
af baðinu og þá sofnaði hann ofan í koppnum!!
Ég skrifaði þetta bara að gamni mínu.
Bless,
Svandís.