Morgunblaðið - 08.10.1978, Síða 31

Morgunblaðið - 08.10.1978, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 63 Ég er ekkert sérlega áfram um að ræða hér um aðra tegund mútuþægni. Ég veit vel, að stundum hefur rithöfundi verið nær ókleift að fá frí frá öðrum störfum, þann tíma sem honum hefur verið úthlutað styrk til ritstarfa. Þó hefur það nær alltaf tekist á einn eða annan hátt. En sá rithöfundur misskil- ur hlunnindi sín, sem tekur við styrk til að semja skáldsögu og er laus frá öðrum störfum, en leggur sig ekki allan fram við skáldsöguna. Það er vitaskuld ekki meiningin, að rithöfundur- inn þjóti að ritvélinni strax daginn sem honum er veittur styrkurinn, og hefji 8 stunda vinnudag. En það er skylda hans, þegar honum hefur boðist tækifæri, að byrja á því að undirbúa sig andlega. Hann verður að læra, þroska sjálfan sig, íhuga. Og skrifa síðan. Vitanlega bjóðast rithöfundi sífellt einhver smáviðvik, sem hann getur haft fyrir átyllu til að fresta aðalverkinu, og sem gefa fljótfengið fé í aðra hönd. Þannig er rithöfundurinn þátt- takandi í mörgu. Hann ferðast um landið í fyrirlestarferðum eða bara til að sýna sig, í hverri viku kemur hann einhvers staðar fram, hann tekur þátt í hringborðsumræðum, skrifar dálka um eitt og annað, kemur á hvert námsskeið, tekur þátt og atast í öllu. Mér finnst, að með því að drepa þannig kröftum sínum á dreif, sé hann mútu- þegi. Tilgangurinn með styrk- veitingunni er geymdur. Tilgangurinn er einmitt og eingöngu að tryggja vinnumögu- leika. Styrkur er ekkert heiðurs- skjal, hann er grjótharðir peningar og sýnir um leiö traust til styrkþegans. Rithöfundurinn fær að sýna hæfileika sína, þegar hann á að setja saman greinargerð um hvernig hann hafi notað styrktíma sinn. Von- andi á hann þá eitthvað eftir af ímyndunarafli. Loks bjóða blöðin líka rit- höfundunum mútur. Hann fær að vísu tæpast greitt fyrir viðtöl, en rithöfundurinn gengst kannski upp við að sjá heila opnu í blaðinu tíunda erfiðan uppvöxt hans, eða veikindi. Frægðin kitlar, tælir og auk þess fullyrðir útgefandinn að hún auki sölu bókanna. En með því að njóta frægðarinnar, eyðir rithöfundurinn eigin ferli. Rán- yrkja er rányrkja, en hver hefur skipað manni að ræna sjálfan sig tíma og vinnufriði? Eða þá þegar stund sjálfsfyrirlitningar- innar rennur upp? En gott e) hún rennur upp. Því að vinsæld- ir og frægð eru ekki í neinum tengslum við bókmenntir Pasternak hefur sagt, að það st skömm að því, ef nafn rit- höfundar sé á allra vörum Þessar mútur, enn sem fyrr fáfengilegar, hindra rithöfund- inn enn í að ná settu marki, þótt tíminn sé naumur. Eins og ég áður sagði, og endurtek, verður rihöfundurinn að læra að velja og hafna, læra orðaval, efnisval, lífsbrautarval, án blekkinga, og taka eftir því í tíma, ef honum hefur orðið á að velja rangt. Stundum finnst manni, að hverjum rithöfundi þyrfti að kenna að neita, kenna hvernig eigi að bera fram smáorðið Nei. Það er ekki auðlært. Því að manns ófullnægða, veikgeðja, óörugga sjálf hvetur ákafast til að þiggja múturnar. Allir dalirnir sýnast grænir, en vinn- an verður að vera manns eini guð. En er ég nú ekki of ein- strengingsleg, of kröfuhörð? Víst er ég einstrengingsleg og kröfuhörð. Því að aðeins með kröfuhörku — við sjálfan sig — getur maðurinn lifað og rit- höfundurinn skrifað. Mér liði betur, ef þið tryðuð því, að ég hafi allt eins verið að halda þessa prédikun yfir sjálfri mér. KrÍKtín bórarinsdóttir MiintyiS tslenKkaði. Smátölvusýning Skýrsutæknifélag íslands mun gangast fyrir sýningu á smátölvum og tengdum búnaöi dagana 16.—18. janúar 1979. Sýningin veröur opin almenningi. Þess er vænzt aö sýnd veröi smátölvukerfi, borötölvur, tölvur til heimilisnota og örtölvur meö fjölbreyttum tengibúnaöi og hugbúnaöi. Innflytjendur eöa eigendur smátölva eru vinsam- legast beönir aö hafa samband viö Odd Benediktsson, Pál Jensson eöa Sigfús Björnsson, allir hjá Háskóla íslands, sími 25088. Stjórnin. RENAULT12 ódýr sparneytinn lúxusbíll Stöðugt hækkandi bensínverð er áhyggjuefni flestra bifreiðaeigenda. Af þeim sökum hefur athygli manna beinst að spameytnum bifreiðum. RENAULT 12 er frekar stór, rúmgóður en umfram allt, eyðir mjög litlu bensíni. RENAULT 12 er með framhjóladrif sem eykur ökuhæfni við allar aðstæður. KRISTINN GUSNASON Hl. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633 Seinni dagur flóamarkaðar ársins í félagsheimili Fáks viö Elliöaár í dag sunnudag frá kl. 2. Á boöstólum meóal annars á gjafveröi: Nýr og glæsilegur fatnaöur, leikföng, lukkupakkar, matvæli, hjónarúm, s-ófasett, prjónavél, saumavél, barnarúm, stálvaskur, skápar, svefnbekkir, borö, búnaöur og búsáhöld, plötuspilarar og sjónvörp, notaöur fatnaöur og ótal margt fleira. Komiö og gerlö reyfarakaup og styrkið gott málefni í Húsbyggingasjóð FEF. Stjórnin leitid ekkí langt yfir skammt Við vekjum alhygli á viðgerða- og þjónustumiðstiið Ma/ila að Sniiðshöfða 23. Sérþjálfað sfarfslið og fullkomnasti tækjabúnaður tryggir 1. flokks þjónustu. Smurstöð oc varahlutaþjónusta á staðnum. Við minnum Ma/da eigcndur á að áríðandi er að konia með bílinn í reglubundnar skoðanir eihsog framleiðandinn malir ineð. Það Iry ggir lágmarksbilanatiðni og hámarkscndingu bilsins. BÍLABORG HF. SMIDSHÖFDA 23 s imar: 812 64 og 812 99 Hvererforsenda hinnar háu endursölu vw og Audi bifreiöa? Leyndarmál viðhaldsins veturí nánd! VW ogAudi eigendur fara nærri um það að regluleg yfirferð, vélarstilUng og skoðun er forsenda góðrar endingar og hárrar endursölu. Jafnvel þótt þeir þurfi minna viðhald en aðrir bílar að öllu jöfrui. Hekla býður VW og Audi eigendum alhliða þjónustu fagmanna á þessu sviði auk hirmar rómuðu varahlutaþjónustu og viðgerðaraðstöðu. Því vekjum við athygti á hinni hagkvcemu vetrarshoðun okkar auk Ijósa- stiUingar sem framkvæmd er á staðnum. Hvort tveggja ráðstafanir sem auka öryggi og endingu vagnsins í erfiðum vetrarakstri. u ,ir. gk ■ m IébI mliiarsdm I m Laugavegi 170-172 Sími 21240 og 15450 Látið sérhæfða fagmenn stilla vagninn inná veturinn!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.