Morgunblaðið - 15.10.1978, Side 31

Morgunblaðið - 15.10.1978, Side 31
Clo.se Encounters of the Third Kind. Am. 1977. Leikstjórn, handrit: Steven Spielbern. Kvikmyndataka: Vilmos Zsigmond, William Fraker, Dougias Slocombe. Aðstoðarm. v/ tökuna: Steve Poster. Ráðgjafar við tökuna: John Alonzo (kvikmyndari Barry Lyndon) og Laszlo Kovacs. Tónlist: John Williams. Tæknibrellur: Douglas Trumbull, ásamt kvik- myndatökumönnpnum Richard Yuricich, Dave Stewart, Robert Hall, Don Jarel, Dennis Muren. Tæknilegur ráðgjafi: Dr. J. Allen Hynek. Leikmynd: Dan Lomino. Geimverur hannaðar af Carlo Rambaldi. Aðstoðarleikstj.: Chuck Myers. Hljóö: Frank Warner ásamt 11 öðrum. Leikendur: Richard Dreyfuss, (Roy Neary), Francois Truffaut (Claude Lacombe), Teri Garr (Ronnie Neary), Melinda Dillon (Jillian Guiler), Gary Guffey (Barry Guild- er) ofl. ofl. Leíkstjórinn sem stjarna Þessi langi listi þátttak- enda (sem í rauninni er margfalt lengri) er látinn fylgja hér með, m.a. til að minna á grein í Mbl. fyrir viku síðan, þar sem sagt var frá því, að framleiðslufyrir- tækið, Columbia, hefði lagt allt undir við gerð þessarar myndar. Það sem ef til vill vekur athygli er, að þrátt fyrir hinn gífurlega kostnað er enginn Robert Redford/ Paul Newman/ Warren Beatty eða Charles Bronson í aðalhlutverki. Richard Dreyfuss hefur ekki hálft aðdráttarafl á við þá fyrrnefndu. En eins og bent hefur verið rétti- lega á í fylgiriti með myndinni, er nú upprunnið tímabil leikstjóranna og kvikmyndastjörnurnar hafa fallið fremur í skugg- ann. Jafnframt því er nú upprunnið tímabil margfalt háþróaðri tækni en áður. Spielberg sameinar hvorttveggja, vinsældir og tækni, líkt og kollegi hans, George Lucas (Star Wars) og innbyrðis heyja þeir stríðið um mest sóttu mynd í heimi. Sá síðarnefndi hefur forystuna í bili og kann að halda henni, þrátt fyrir spádóma í upphafi Close Encounters í vil. Star Wars. sem kom á markað- inn fyrir réttu ári, sýnir öll merki þess að ætla að verða klassísk, sömu áhorfendur Barry, einn só besti í Close Encounters, sór eitthvað, sem skemmtir honum veru- lega. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978 31 hverju hann á að búast. Flugvélar, sem týndust í stríðinu, finnast skyndilega í fullkomnu lagi í eyðimörk í Norður Mexíkó. Flugmenn og flugumferðastjórar verða varir við fljúgjandi furðuhlut. Rafmagn fer af heilum borgun. Litill dréngur vaknar við að öll leikföngin hans eru farin af stað, Roy verður fyrir fyrstu reynslu sinni af fljúgandi furðuhlut og það breytir lífi hans svo, að hann missir vinnuna og fær óljósa þrá til að búa til fjall úr öllu, sem hann kemur höndum á, án þess að hafa hugmynd um af hverju. Frakkinn Lacombe birtist á ýmsum stöðum, m.a. Ind- landi, en hann er leiðtogi nokkurra vísindamanna Leikstjórar og tækni- menn horfa til himna hópast á myndina aftur og aftur, en aftur á móti hefur Close Encounters ekki enn þá sýnt merki um sömu endursókn. Ymsir gagnrýn- endur hafa reynt að rýna í það, hvers vegna þessar myndir hafa orðið jafn vinsælar og raun ber vitni, en ekki komið fram með nein endanleg rök. Einfald- asta skýringin er sú, að framleiðslufyrirtækin hafa haldið ákveðinni le.vnd yfir framleiðslunni (svo mikilli yfir Close Encounters að sjálf leyndin varð að blaða- máli) og síðan ýtt undir myrkur, Roy situr eftir í bílnum og spennann er farin að minnka — Bang! Ljós kviknar í bílnum, Roy öskrar og hrekkur í kút og allur salurinn öskrar og hrekkur í kút um leið. Það hafði kviknað á vasaljósi hans. Að ná jafn niiklum áhrifum út úr jafn einföldu atriði eins og þessu er út af fyrir sig snilld, sem Hitchcock hefði mátt vera hreykinn af. Hins vegar byggir Spielberg myndina þannig upp fyrstu 80 mínúturnar, að áhorfand- inn veit naumast, við sem eru að rannsaka fyrir- bærið, fljúgandi furðuhluti. Móðir litla drengsins eltir hann út í skóg og út á hraðbraut, verður sjálf vitni að þessum fljúgandi furðuhlutum og fer að teikna fja.ll, nákvæmlega eins og Ro.v. Þannig skiptir Spielberg hvað eftir annað um svið án þess svala í raun forvitni áhorfenda, sem vita þó að þeir eiga eitthvað í vændum. Aður en dregur að endalokunum liggur við, að myndin sé farin að gerast langdregin. Hins vegar nær Spielberg upp spennunni í lokin, þegar jarðarbúar, með hjálp tóna, ná kynnum af þriðju gráðu við geimverurnar. Það er svo komið undir hverjum og einum, hvernig honum líst á þessa vini okkar úti í geimnum. Það sem bjargar Close Encounters þessar fyrstu 80 mín. eða svo, er kímni Spieibergs í meðferð hans á efninu og ef til vill er það einmitt þessi kímni og tilvitnanir í aðrar myndir (North by Northwést og The Day the Earth Stood Still o.fl.), sem breiðir yfir innri uppbyggingu myndar- innar. Við fyrstu skoðun varð maður þó strax var við áhrif frá 2001 (t.d. í upp- hafi myndarinnar, eftir hvíta stafi á svörtum grunni, klippir Spielberg í takt við músikina skyndi- lega á ljósgulan flöt, með tilheyrandi hljóðeffekt og upphafið á 2001 sprettur fram í hugann), en það er ekki fyrr en eftir aðra skoðun, að maður skynjar miklu sterkari tengsl milli Close Encounters og 2001. Kubrick byggir 2001 á þeirri forsendu að maður- inn hafi lítt þróast andlega, á sama tíma og hann tekur stórstígum framförum á tæknilega sviðinu. Þar af leiðandi byggir hann mynd- ina aðallega upp myndlega, en þau fáu samtöl, sem eiga sér stað, eru innihaldslaus og undirstrika andlega fá- tækt. Spielberg fer aðra leið að svipuðu marki. Ut úr gulu mistrinu í upphafi m.vndarinnar glittir í tvö Eitt af betri spennuatriðum myndarinnar: Roy uppgötvar hvað hann hefur verið að leitast við að gera. Spielberg; arftaki Hitchcocks? eftirvæntingu áhorfenda með stórkostlegum aug- lýsingaherferðum. Þrátt fyrir þennan undirbúning er ferill myndanna upp misjafn. Star Wars fór rólega af stað og vann sig upp á eigin ágæti. Enda var Lucas eftir American Graffiti langt frá því aö vera jafn umtalaður og Spielberg eftir Jaws. Close Encounters byggir að veru- legu leyti á frægð Spiel- bergs og þeirri staðreynd, að áhorfendur þekkja dramatíska frásagnarsnilld hans. Close Encounters fær því aðsókn um leið og myndin opnar. Um myndina Eftir að hafa skoðað myndina tvívegis, verð ég að viðurkenna, að sýning- arnar höfðu mismunandi áhrif á mig. Fyrri sýningin hafði lítil áhrif umfram það, að hún sannaöi frá- bært handbragð Spielbergs, að tæknibrellurnar voru stórkostlegt sjónarspil og að frásagnartækni Spiel- bergs hafði síst hrakað frá Jaws. Til marks um það má nefna atriðið, þar sem Roy Neary situr í bilnum og geimfarið hellir geislum sínum yfir hann. Skyndi- lega slokknar geislinn og geimfarið svífur aðeins lengra, skellir niður geisla og slekkur hann síðan aft- ur. Eftir ógnvekjandi hávaöann er smám saman að falla á þögn, eftir skerandi birtuna fellur á ljós? Er þetta geimskip? Nei þetta er Landrover. Nokkrir menn með trefla fyrir munni berjast gegn- um sandstormirtn. Þeir rek- ast á annan hóp manna og hefja samtal við þá ... Því miður þeir tala annað tungumál og geta aðeins ræðst við í gegnum túlk. Ef þetta fyrsta atriði er borið saman við síðasta atriði myndarinnar sjáum við, að þau eru samstæð. Tveir hópar mætast, þ.e. vísinda- mannanna og geimveranna, þeir geta ekki ræðst við, en reyna það eftir veikum mætti með hjálp tóna, eins og einum vísindamannanna varð þá að orði. „Jæja, þetta er fyrsta kennslu- berg hefur önnur markmið í huga með gerð sinnar myndar en Kubrick. Spiel- berg hefur lagt mikla áherslu á það, að mynd hans sé byggð á frásögnum þeirra, sem telja sig hafa séð fljúgandi furðuhluti, hann gerir sér mat úr raunverulegum atburðum (flugvélarnar í upphafi hurfu 5. des. 1945 á svæð- inu, sem nefnt er The Bermuda Triangle), og hann gerir sér að öllu leyti far um, að gera myndina sem raunveruiegasta. Til marks um það hvað honum hefur tekist vel upp, má geta þess, að skýrslum um fljúgandi furðuhluti hefur fjölgað verulega síðan byrj- Truffaut reynir að átta sig á fimmtóna samstæðunni. stundin". Með því að nota franska leikstjórann, Fran- cois Truffaut, sem La- combe, sem aðeins talar frönsku, minnir Spielberg okkur stöðugt á veikleika okkar jarðarbúa; Við skilj- um ekki okkur sjálfa inn- byrðis. Andlegur veikleiki, sem varla gerir okkur fær- ari að ná sambandi við okkur fjarlægari verur. Spielberg undirstrikar þennan skilning með atr- iðinu á Indlandi, en þangað fer Lacombe til að nema af vörum innfæddra fimm tóna, sem geimskipiö hafði gefið þar frá sér. Tónarnir eru síðan notaðir til að ná sambandi við geimskipið í lokin. I 2001 notar Kubrick svartan ferstrending sem tákn um hið óþekkta og jafnframt hina óljósu þrá mannsins eftir vitneskju, þroska. Spielberg nýtir sér jafnframt þessa þrá eftir hinu óþekkta, er hann lætur Roy og móður drengsins reyna að móta eitthvert fjall, sem þau vita ekki, hvað í rauninni merk- ir. Spielberg gefur hins vegar þá einföldu skýringu á þessu framferði, að þetta sé gert undir áhrifum frá verunum úti í geimnum, svo ! að þessar persónur verði til staðar við þetta fja.ll, þegar þeir lenda. Hugmyndafræði ■ Spielbergs reynist því á endanum margfalt fátæk- ari en Kubricks og langt frá i þyí réttlætanlegt að bera þær saman, þar eð Spiel- að var að sýna myndina. Er þetta móðursýki eða hefur ferðum geimskipanna raun- verulega fjölgað? Eru geim- verurnar farnar að hlusta eftir tónunum fimm, sem duga til að ná sambandi við þá? Sem svar við þessari spurningu ætla ég að lokum að vitna í viðtal við John Williams, sem nýlega birt- ist í Films & Filming. Þar lýsir hann því hvernig þeir völdu fimmtóna stefið úr 200 stefjum, sem John hafði sett fram (eftir að Spiel- berg hafði ráðgast við stærðfræðing um það, hvað hægt væri að búa til marg- ar fimmtóna samstæður úr tólf-tóna skalanum. Svarið: 134.000. Þá gáfust þeir upp og völdu eitt af þessum 200.) Williams vitnar síðan í þekktan tónlistargagnrýn- anda, sem hafði skrifað margra blað-síðna umfjöll- un um þessar fimni nótur, „Hvernig tónskáld, allt frá miðöldum hafi, þegar þeir vildu ljá tónlist sinni sér- staklega djúpa merkingu, alltaf haft „ráy — me —* doh“ o.s.frv. í einhverri útsetningu. Hann vitnaði í Strauss, Mahler, Padfe Martini og alla hina og sagði að lokum: „Vissulega hefur tónskáldið (Williams) ekki verið sér meðvitandi um allt þetta“ — sem ég var ekki —“ en gæti það verið, að við höfum raunverulega fengið merki að utan?“! Það er nú það! SSI‘.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.