Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1978. 17 Skiptar skoðanir á vöruflutningum Flugleiða frá NY FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að hef ja vikulega vöruflutn- inga á milli New York og íslands, eins og fram kom í frétt í Morgunblaðinu í gær. Blaðið sneri sér því til þriggja skipafélaga og innti forsvarsmenn eftir því hvort þessir vöruflutningar kynnu að hafa alvarleg áhrif á flutninga þessara skipafélaga. Óttarr Möller, forstjóri Eim- skipafélags íslands, sagði að vafalaust hefðu vöruflutningar Flugleiða á þessari leið áhrif á vöruflutninga Eimskipafélags- ins. — Ný flutningatæki hljóta að vera aukin samkeppni, sagði Óttarr Möller. Finnbogi Gíslason, fram- kvæmdastjóri Bifrastar, sagðist ekki í fljótu bragði sjá að þessir flutningar Flugleiða hefðu mikil áhrif á flutninga Bifrastar. — Við flytjum fryst- ar sjávarafurðir vestur og bíla og stykkjagóss ýmiss konar í gámum hingað. Þannig að okkar flutningar eru talsvert grófari en ég fæ sé að hægt verði að anna með þessari tegund flugvéla, sagði Harald- ur, en Flugleiðir hafa ákveðið að nota Boeing 727 í þessa vöruflutninga. Axel Gíslason, fram- kvæmdastjóri Skipadeildar Sambandsins, tók í sama streng og Haraldur og sagði að hann fengi ekki séð að vöru- flutningar Flugleiða á þessari leið hefðu nein áhrif á flutn- inga Sambandsins. — Við lestum í Gloucester og Halifax í Kanada og er það því töluvert frá Nftw York, þannig að ég get ekki sé að þessir flutningar skipti okkur neinu máli, sagði Axel. Formcnn sjálfsta'ðisfélaganna í Reykjavík komu saman til sameiginlegs fundar í Valhöll sl. laugardag og var þossi mynd tokin af hluta fundarmanna. Á myndinni oru m.a. Vilhjálmur t>. Vilhjálmsson. framkva'mdastjóri Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Ellert B. Schram. formaður Fulltrúaráðsins. og Birgir ísleifur Gunnarsson. borgarfulltrúi. Ljósm. Emilía. Fundur f ormanna s jálf- stæðisf élaganna í Rvík FORMENN sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík komu saman til sameigin- legs fundar í Valhöll sl. laugardag og var þar f jall- að um vetrarstarf félag- anna. Fundinn sóttu for- menn Varðar. Heimdallar, Ellert B. Schram alþingismaður: Við aðra en fulltrúaráðið að sak- ast varðandi kosningaúrslitin A vorkalýðsráðstofnu Sjálf- sta'ðisflokksins or verkalýðsráð flokksins efndi til um helgina sagði Pétur Sigurðsson. varafor- maður ráðsins. að hann teldi að í kosningunum í vor hefði fulltrúa- ráð flokksins í Reykjavík brugð- ist alvarlega. þó sérstaklega í borgarstjórnarkosningum og kvaðst hann leyfa sér að fullyrða að í fulltrúaráðinu sjálfu væru mórg hundruð monn algjörlega óvirkir í starfi og svo virtist sem seta margra þeirra í ráðinu boindist fremur að því að vinna að kjöri ákvcðinna aðila í stjórnir og trúnaðarstöður innan flokks- ins on að vinna flokknum og sjálfstæðisstofnunni gagn út á við. Morgunblaðið bar þessi ummæli undir Ellert B. Schram alþingis- mann, formann fulltrúaráðsins. Ellert sagði að í fulltrúaráðinu væru um 1500 manns og það gæfi auKa leið að þetta fólk starfaði misjafnlega vel og legði sig mismunandi mikið fram í þágu flokksins og það væri auðvitað mjög einstaklingsbundið hvað menn væru áhugasamir hverju sinni. Hins vegar sagði Ellert að auðvitað mætti taka undir það og raunar væri öllum það ljóst er störfuðu í ráðinu að nýta mætti þessa starfskrafta mun betur en gert hefði verið og þörf væri á ákveðinni endurskipulagningu. Ellert kvaðst þó leyfa sér að fullyrða að úrslitin í kosningunum í vor hefðu orðið á þann veg, sem þau urðu, af öðrum ástæðum en þeim að illa hefði verið unnið innan fulltrúaráðsins, ekki sízt vegna þess að í seinni kosningun- um hefði allt skipulag verið mjög gott og fólk unnið þar sleitulaust. „Stjórnmálamenn verða þess vegna að líta til annarra átta en fulltrúaráðsins í leit að svörum við því hvers vegna svona illa fór í þessum kosningum," sagði Ellert. Hvatar, Óðins og allra hverfafélaga sjálfstæðis- manna. en þau eru 12. I upphafi fundarins flutti Ellert B. Schram, formaður Fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík, ræðu um helstu þætti vetrarstarfs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á komandi vetri. Þá gerðu formenn félaganna grein fyrir því hvað væri á döfinni hjá einstökum félög- um. Birgir ísleifur Gunnars- son, borgarfulltrúi, ræddi á fundinum um hlutverk félaga sjálfstæðismanna, þegar Sjálfstæðisflokkurinn væri í bæði í Alþingi. stjórnarandstöðu, borgarstjórn og á Rússarnir fara í dag SOVÉZKU herflugvélarnar fimm. sem komu hingað til lands á sunnudag. fara vantanlega hóðan í dag á leið sinni til Gandor á Nýíundnalandi og áfram til Kúhu. Aa'tlun Sovétmannanna var að fara héðan í ga'rmorgun. en þeim leizt ekki á yeðurspána og vegna mótvinds á loiðinni frostuðu þær för sinni um sólar- hring að sögn varðstjóra í Flug- turninum í Reykjavík í gær. Skuld Ferðamiðstöðv- arinnar 1,7 millj. króna MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá stjórn Ferðamiðstöðvarinnari „í skiptarétti Reykjavíkur hinn 18. sept. 1978 var bú Ferðamið- stöðvarinnar h.f. tekið til gjald- þrotaskiptameðferðar með sér- Undirbúningur að gerð Para- dísarheimtar í fullan gang NORÐUR-þýzka sjónvarpið hofur nú veitt hoimild til að hofja undirbúning að gerð sjónvarpsmyndarinnar Paradísarheimt oftir samnefndri skáldsögu Halldórs Laxness. Gert er ráð fyrir að þessari undirbúningsvinnu verði lokið um áramótin. og samþykki forráðamenn sjónvarpsstbðvarinnar þá að halda áfram er þess að vænta að kvikmyndatakan fari fram næsta sumar en sagan verður kvikmynduð hér á landi. í Danmörku og Mormónabyggðum í Bandaríkjunum. svo og lítils háttar í Skotlandi. Áformað er að myndin verði í þremur hlutum, sem hver um sig tekur hálfan annan tíma í sýningu. og áætlaður kostnaður við myndina er um 3 milljónir marka sem er jafnvirði um 500 milljóna króna. Sjónvarpsmyndin um Para- myndir sem í myndinni vérða. dísarheimt verður gerð með svipuðu samstarfi milli Norður-þýzka sjónvarpsins og norrænu sjónvarpsstöðvanna og var um gerð Brekkukotsannáls á sínum tíma, þar sem þýzka sjónvarpsstööin ber mestan hluta kostnaðarins en hiutdeild norrænu stöðvanna verður ýmist fólgin í því að þær leggja til mannafla og aðstööu eða með beinum fjárframlögum. Hlutur Islendinga í gerð myndarinnar verður stór, og til dæmis má nefna að Björn Björnsson mun gera allar leik- Björn sagði í samtali við Mbl. að undirbúningsvinna sú sem nú færi í hönd miðaðist við að ljúka við kvikmyndahandritið bæði á þýzku og íslenzku, svo og gerð kostnaðar- og verkáætlana auk þess að leita að svæðum til útitaka og söfnun heimilda. Fulltrúar þýzka sjónvarpsins, þeirra á meðal Rolf Hádrich, sem er potturinn og pannan í þessu fyrirtæki líkt og í gerð Brekkukotsannáls, voru hér á landi í sumar og áttu þá m.a. fund með Halldóri Laxness um kvikmyndahandritið, auk þess sem skoðaðir voru staðir til útitaka á Suðurlandi. Björn Björnsson hefur einnig farið á fund hinna þýzku aðstandenda myndarinnar í Hamborg og ásamt fulltrúum þeirra skoðað hugsanlega tökustaði í Kaup- mannahöfn og nú næstu daga heldur Björn til Utha í Banda- ríkjunum, mormónafylkis, ásamt einum Þjóðverja þar sem þeir munu leita samráðs við þarlend stéttarfélög kvikmynda- gerðarmanna og skoða heppi- lega tökustaði vegna þeirra atriða myndarinnar, sem þar eiga að gerast. Björn sagði, að stefnt yrði að því að verkáætlunin lægi fyrir Um áramótin, og teikningar á leikmyndum vegna tökunnar hér á landi gætu byrjað í janiíar eða febrúar. Áformað væri að kvikmyndatakan sjálf hæfist á hinn bóginn í Danmörku og færi þar fram í maí og júní, en hér á landi færi hún fram í júlí og ágúst og vestur í Bandaríkjun- um í september og október, ef allt gengi að óskum. Þá væri einungis eftir að mynda lítið atriði í Edinborg og síðan atriði að vetrarlagi hér á landi. Til marks um það hversu verkefni þetta væri viðamikið nefndi Björn að hann yrði að gera alls um 50 leikmyndir vegna inniatriða og atriði í útitökum yrðu vafalaust jafn- mörg. Hann gat þess einnig, að í ráði væri að Ulla-Britt Söder- lund yrði fengin til að teikna búningana í myndinni, en hún gerði á sínum tíma búningana í mynd Kubrick — Barry Lyndon, sem sýnd var hér á landi fyrir skömmu og hlaut hún Oskars- verðlaunin fyrir þá. Svo og gerði hún búningana í Vesturförum Jan Troell, sem sjónvarpið hér sýndi fyrir nokkru. Björn sagði, að hún legði mikla áherzlu á að hafa búninga sína sem nákvæm- asta og myndi væntanleg vinna þá í náinni samvinnu við ís- lenzka sérfræðinga. stökum úrskurði að kröfu Gjald- heimtunnar vegna ógreiddra op- inberra gjalda. Byggðist úrskurð- urinn á lögtaksgerð frá 10. nóv. 1977, sem var árangurslaus, þar sem hvorki var bent á til lögtaks fasteign félagsins í Aðalstræti 9 né 7 millj. krónur tryggingarfé innistandandi hjá Samgöngu- ráðuneytinu. Af vangá var ekki mætt í skiptarétti 15. sept. sl. af hálfu Ferðamiðstöðvarinnar h.f., þar sem málið var tekið til úrskurðar og því reið gjaldþrotar- úrskurðurinn yfir. Daginn eftir að innköllunarfrestur var auglýs- tur í Lögbirtingarblaðinu eða 29. sept. sl. gerði Gjaldheimtan aftur lögtak fvrir þessari sömu skuld og þá með árangri í húseign félags- ins í Aðalstræti 9 hér í borg. I tilefni af framangreindum atburðum hefur stjórn félagsins á fundi sínum í dag gert ráðstafan- ir til greiðslu á skuld Gjaldheimt- unnar kr. 1.700.000, sem gjald- þrotamálið snýst um og samtímis áfrýjað gjaldþrotaúrskurðinum til hæstaréttar, en með öðru móti verður hann ekki felldur formlega úr gildi, þar sem innköllun hefur verið gefin út. Jafnframt ákvað stjórnin að sýna Samgönguráðuneytinu og skiptaráðanda fram á, að félagið á fyrir skuldum, og óska eftir heimild til áframhaldandi rekst- urs undir eftirliti skiptaréttar meðan úrskurðurinn stendur formlega óhaggaður. Stjórn félagsins vill með þess- ari fréttatilkynningu upplýsa málið gagnvart almenningi og væntir þess, að viðskiptamenn fyrirtækisins sýni því áfram eins og hingað til traust, þrátt fyrir þessi mistök."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.