Morgunblaðið - 14.11.1978, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978
3
UNNIÐ var við söltun hjá Stemmu langt fram á kvöld á lauKardag. en er Hornfirðinsar vöknuðu á
sunnudagsmorgun blasti þessi sjón við þar sem hátt í 100 manns höfðu áður haft atvinnu sína. Inni í
járnabrakinu ægði öllu saman. sfldarhrújíum. færiböndum. gjörðum og fleiru. sem finna má í einni
söltunarstöð. (Ljósmynd Jcns Mikaelsson).
Um 300 milljón króna
tjón er söltunarstöð
Stemmu gereyðilagðist
ÁÆTLAÐ er að tjónið. sem varð í
brunanum í söltunarstöðinni
Stemmu á Hornafirði aðfararnótt
sunnudags. nemi um 300 milijón-
um króna. Stöðin gjöreyðilagðist
í eldinum. syo og 12-1500 tunnur
af uppsaltaðri sfld. sem geymd
var í húsinu. Einnig skemmdust
lyftari og vörubifreið í stöðinni
og var hvorugt vátryggt. Elds-
upptök eru ókunn, en rannsókn
stendur yfir á hvað olli brunan-
um. Um 80—100 manns höfðu
atvinnu í stöðinni. Karlmenn.
sem unnu þar. byrjuðu strax í
gærmorgun að hreinsa til cftir
brunann. en kvenfólk sem vann
við söltun og eeer að mestu lcyti
aðkomufólk. missti þarna at-
vinnu sína.
Söltunarstöð Stemmu var stál-
grindarhús byggt á síðasta ári, en í
ár var byggt við stöðina. Húsið var
einangrað með texi og fuðraði það
upp er eldurinn varð laus. Vinnu
var haett í stöðinni klukkan
rúmlega 22.30 á laugardagskvöld-
ið, en klukkan 0.55 var brunaboði
brotinn og tilkynnt um eldinn.
Innan við hálftíma síðar var húsið
alelda og féll skömmu síðar. Allt
tiltækt slökkvilið var kallað á
staðinn og að auki dreif að mikinn
mannfjölda til aðstoðar.
Tunnustæðum við stöðina tókst
að bjarga, en líklegt er að eitthvað
hafi skemmst af þeirri síld vegna
hitabreytinga frá eldinum. Búið
var að salta rúmlega 19 þúsund
tunnur hjá Stemmu og dagana
fyrir brunann hafði óvenjumikið
af síld verið saltað hjá fyrirtæk-
inu. Var því meira af síld í húsum
stöðvarinnar þegar bruninn kom
upp en ella. — Eins og við vorum
ánægðir með afköstin þegar við
gengum frá á laugardagskvöldið,
erum við að sama skapi bitrir
núna, sagði Kristján Gústafsson,
framkvæmdastjóri Stemmu í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Kristján sagði að það væri hulin
ráðgáta hvað hefði valdið eldinum.
Starfsfólk hefði gengið frá stöð-
inni eins og venjulega og bruna-
varnir hefðu verið fullnægjandi í
húsinu. — Það eina, sem við vitum,
er að eldurinn kom ekki upp í
kyndiklefánum, sem var aðskilinn
frá stöðinni sjálfri, sagði Kristján.
— Þar er allt heilt inni og þar sést
varla sótkorn.
Vátryggingarverð hússins nam
230 milljónum. Eigendur Stemmu
eru margir aðilar, bæði Hornfirð-
ingar og eigendur aðkomubáta,
sem lagt hafa upp hjá stöðinni. Á
vfirstandandi síldarvertíð hafa 17
bátar verið í föstum viðskiptum
hjá Stemmu, en aðrir 6 bátar hafa
landað þar nokkuð reglulega.
Bruninn hjá Stemmu er mikið
áfall fyrir alla viðkomandi, bát-
arnir sem lagt hafa upp hjá
Stemmu verða nú að sigla langa
leið með afla sinn og þar sem góð
síldveiði hefur verið undanfarið er
ekki auðvelt að komast að hjá
höfnum sem næstar eru. Verða
Stemmu-bátarnir ýmist að sigla
til Seyðisfjarðar eða á Faxaflóa-
hafnir. — Þetta er áfall fyrir
sjómennina, fólkið hér á Horna-
firði og þjóðarbúið í heild, sagði
Kristján Gústafsson.
hinn upprunalegi söngur loksins útgefinn á hljómplötu
Alfreð Andrésson syngur: Ó, vertu ein svona sorró — M-listinn og Útvarpsvísur.
Brynjólfur Jóhannesson syngur: Hvers er hvurs — Hvaö er um aö tala og Ástandiö.
Lárus Ingólfsson syngur: Syrpa Óla í Fitjakoti — Eftirhermuvísur og Daninn á íslandi.
Nína Sveinsdóttir syngur: Kerlingavísur — Jónsvísur og Þegar Kanarnir komu í Keflavík.
Þessar gömlu og skemmtilegu revíuvisur eiga vafalaust eftir aö rifja upp Ijúfar endurminningar hjá mörgum.
Höfundar eru Haraldur Á. Sigurösson, Bjarni Guðmundsson, Tómas Guömundsson og fleiri og fleiri.
Verð á plötu eða kassettu aðeins kr. 4.900- SG.-hljómplötur.