Morgunblaðið - 14.11.1978, Side 12

Morgunblaðið - 14.11.1978, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978 A.Jk-J—— 4 ný frímerki Fjallið góða Póst- og símamálastofnunin mun á næstunni gefa út 4 ný frímerki. Frímerkið sem gcfið verður út hinn lfi. nóvembcr er með mynd af málverki eftir Jón Stefánsson „Ilraunteigur við Ileklu*". Málverk- ið er frá árinu 1936 og var það málað með oliulitum á léreft og er nú í eigu Rcykjavíkurborgar. Frí- merkið er að vcrðgildi 1000 kr. og eru 20 merki í hverri örk. Þann 1. desember gefur Póst- og símamálastofnunin út 3 frímerki. I tilefni 50 ára afmælis Slysavarnafé- lags íslands gefur stofnunin út frímerki með mynd af björgun áhafnar úr strönduðum togara í miklu hafróti við strendur Islands. Verðgildi frímerkisins er 60 krónur. Póst- og simamáiastofnunin gefur einnig út frimerki í tilefni þess að hinn 1. desember 1878 var kveikt á fyrsta vita landsins, Reykjanesvita. Frímerkið sýnir Reykjanesvita eldri sem byggður var á Valahnúk og er verðgildi þess 90 krónur. í útgáfuflokknum Merkir Islend- ingar gefur Póst- og simamálastofn- unin út frímerki þar sem minnst verður aldarafmælis Halldórs Her- mannssonar bókavarðar og prófess- ors við Cornell-háskólann í Banda- ríkjunum. Fjöldi greina hefur birst eftir Halldór í blöðum og tímaritum bæði hér heima og erlendis. Frí- merkið sýnir mynd af Halldóri og er að verðgildi 150 krónur. ÁMEÐALSKÁLDFUGLA. Úr Ijóðum Tómasar Guðmunds- sonar. Matthías Johannessen sá um útgáfuna, valdi ljóðin og skrifaði inngang. Samanhurð og yfirlestur annað- ist Ólafur Pálmason. Tómas Tómasson sá um kápu- skreytingu. Ríkisútgáfa námsbóka 1978. Á meðal skáldfugla er fjórða bindi í Bókmenntaúrvali skólanna hjá Ríkisútgáfu námsbóka. Þetta er merkur bókaflokkur. Áður hafa komið út: Leikur að stráum eftir Gunnar Gunnarsson, Kristrún í Hamravík eftir Guðmund Gísla- son Hagalín og Syrpa úr verkum Halldórs Laxness. Um Tómas Guðmundsson hefur margt verið ritað og ber þar hæst ritgerð Kristjáns Karlssonar um skáldið. Naumast verður fjallað um Tómas án þess að vitnað sé til þess sem Kristján hefur skrifað, enda kemur á daginn að Matthías Johannessen styðst mjög við at- huganir hans í inngangi sínum að Á meðal skáldfugla. Inngangurinn nefnist: „Það var í þessari veröld sem ég átti heima“. Nokkur orð um Tómas Guðmundsson, æsku hans og umhverfi. Það sem gefur ritgerð Matthíasar gildi umfram annað sem sést hefur á prenti um Tómas á undanförnum árum er náið samband og samvinna skáld- anna tveggja. Tómas segir í eftirmála sem nefnist Að bókar- lokum að engan apnan en Matth- ías hefði hann fremur kosið til að sjá um útgáfu bókarinnar. Vegna þessa gagnkvæma trúnaðartrausts vitum við nú meira en áður um bernskuveröld Tómasar og vinnu- brögð hans. Matthías skrifar: „Ljóðlist Tómasar Guðmundsson- ar er einhver fágaðasti skáldskap- ur í bókmenntum okkar frá fyrstu tíð.“ Og hann leggur áherslu á „hversdagslegt tungutak fært í skáldiegan búning“ sem einnig má kalla „endurnýjun máls og ljóð- stíls“. Matthías ljóstrar því upp að jafnvel prjónastofan Malín er ekki einungis „rímsins vegna“ í ljóðinu Nú er veður til að skapa. Matthías sýnir glögglega fram á það hve bráðger Tómas hefur verið með því að birta kafla úr bréfi eftir hánn og einnig sýnishorn bernskukveðskapar. Öræfatindar nefnist kvæðið ort að Efri-Brú í Grímsnesi 1918 og 1919. í því er talað um að ömurleg verði æfi Tómas Guðmundsson vindanna ljúfu „sem villast með vorinu upp til fjalla“ og lenda þar „í örmum húms og mjalla“. Næm samúð skáldsins með mönnum og dýrum sem við þekkjum svo vel nær einnig til vindanna. Til- beiðslukennd lotning og virðing fyrir lífinu er grunntónn í skáld- skap Tómasar Guðmundssonar. Að þessu víkur Tómas sjálfur í eftirmálanum þegar hann segir frá því að barn að aldri hafi hann setið „á hráslagalegu haustkvöldi langtímum saman úti í glugga og Jón úr Vör< ALTARISBERGIÐ. Almenna bókafélagið 1978. I inngangsljóði Altaris- bergsins yrkir Jón úr Vör um „veganestið frá fólkinu mínu að vestan“ og segir að það hafi lengi dugað sér. Ljóðin kallar hann „þessi bréf mín til ykkar og mín sjálfs" og minnir á að þau séu „ekki öll þar sem þau eru séð“. Þrátt fyrir veganest- ið eru orð hans „komin víða og langt að“. I Þorpinu komst Jón úr Vör að þeirri niðurstöðu að enginn sigrar sinn fæðingarhrepp, þeas. getur flúið uppruna sinn. En það er líka hverju orði sannara að yrkisefni Jóns úr Vör eru ekki einskorðuð við Bðkmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON og skýrir frá því að þeim Jóni og séra Hallgrími leiðist báðum Passíusálmalesturinn í útvarpinu. Önnur eru mark- vissari þótt ekki séu í þeim nein ný sannindi. Eg nefni ljóðið um Tómas sem er enn að velta fyrir sér hvort líf sitt hafi verið vaka eða draumur. Tveir kaflar bókarinnar: Kvöldgangan og Undursam- lega jörð eru spurningar skáldsjns um hvað áunnist hafi, til hvers hafi verið barist. í ljóðum þessara kafla stendur hann í sporum Tómas- ar hins vantrúaða, en leitar að „veikri von“ í þagnarskógin- um. Þessi ljóð eru ekki minnis- stæð. Þau eru aðeins ný stef við það sem við þekkjum úr fyrri bókum Jóns og hefur verið betur orðað áður. Jón úr Vör Hin börnin sóttu hreint fjörugrjót, brimsorfin egg allra vestfirskra fugla, til að setja kringum húsið. og þá var komið sumar. Skylt þessu ljóði er Brunnurinn. Sameiginlegt þeim öllum er að þau eru skemmtileg viðbót við fyrri þorpsljóð skáldsins. Þau eru endurfundur við þá veröld sem mótað hefur skáldskap Jóns úr Vör. Maður freistast til að taka undir með honum: „Ef ég er skáld,/ þá minni ég helst/ á þann fugl,/ sem ekki getur flogið,/ nema hann sjái hafið.“ Á malarkambi og íþagnarskógi þorpið. Nægir að minna á mörg heimspekileg og trúarleg ljóð í síðustu bókum hans. í nýj.u bókinni er ljóða- flokkur með biblíuefni: Læri- sveinarnir. Þar er „frjálslega farið með heimildir" eins og Jón bendir á í athugasemd. Lærisveinarnir er flokkur tólf ljóða. Það sem er athyglis- verðast við þessi ljóð er að þau eru vitnisburður um alvöru Jóns úr Vör sem skálds. Sum þeirra eru reyndar fremur veigalítil eins og ljóðið sem hann nefnir Passíusálmarnir Þá erum við komin að fyrsta kafla bókárinnar. Brellur heit- ir hann og nú tekur veganestið við aftur. Skáldið minnist bernsku sinna/- í þorpinu. Bílastæðið er dæmigert fyrir þessi ljóð: Hérna, þar sem nú er bílastæðið, var hús foreldra minna. Það stóð á malarkambi,— og það var svo grunnt niður í sjávarseltuna, að þar gat enginn gróður þrifist. En mömmu langaði til að eignast tré, sem stæði laufgað um sumur fyrir utan stofugluggann. Einn af sonum hennar gróf djúpa holu. Svo fór hann upp á hjalla, langa leið margar ferðir, og bar á bakinu mold í strigapoka handa lítilli hríslu, sem kom með rót að sunnan. •Þessi ljóð eru ekki endurómur fyrri bóka, heldur ávinningur. Altarisbergið leiðir í ljós að í skáldskap Jóns úr Vör eiga sér stað átök af því tagi sem geta orðið kveikja mikils skáldskapar. Þótt undarlegt megi heita eru það ekki síst þau ljóð bókarinnar sem segja má með nokkrum rökum að ekki séu nógu vel heppnuð sem eru slík sönnunargögn. Þannig á Jón úr Vör sífellt mikilvægt erindi við lesanda sinn. Ljóð ljóðsins vegna er ekki unnt að finna í bókum hans. Jólakort Hringsins Um margra ára skeið hefur Kvenfélagið Hringurinn gefið út jólakort til styrktar Barna- spítalanum. Nú er komið út nýtt kort með mynd af glugga úr Bessastaðakirkju eftir Finn Jóns- son listmálara „Paparnir fyrstu kristnu menn á íslandi". Hefur hann gefið félaginu útgáfuréttinn á fjórum gluggum, sem hann hefur gert í kirkjuna. Kortin eru prentuð hér á landi og eru mjög vönduð. Gluggi úr BunastaAakirkju „Paparnir fyrstu kristnir msnn á íslandi1', sftir Finn Jónsson ar annað jólakort Hringsins f ár. Einnig er félagið með annað kort til sölu, sem teiknað er af Guðrúnu Elísabetu Halldórsdóttur. Allur ágóði rennur í sjóð Barna- spítala Hringsins. Fyrirtæki sem áhuga hafa á að kaupa þessi vönduðu jólakort og styðja gott málefni um leið, geta hringt í síma 35463, 12774 og 14644 og fengið kortin send á staðinn. Hringkonur munu selja kortin víða um borg- ina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.