Morgunblaðið - 14.11.1978, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978
a BHM um lífskjör á íslandi:
Dr. Jónas Bjarnason.
Jónas Bjarnason form. BHM:
Hagvöxtur er
undirstaða
bættra
lífskjara
— er niðurstaða
ráðstefnu BHM
Ég tel. að ráðstcfna Banda-
lags háskólamanna um lífskjör
á Islandi hafi hæði tckizt mjÖK
vcl ojí verið tímabær. Ýmsir
mcnn hafa lýst því yfir við mi>?.
að ráðstefnan hafi verið Kann-
lcK ok stuðli að mannlcKri
umræðu um þcssi mál. sasði dr.
Jónas Bjarnason formaður
BIIM í viðtali við MorKunhlað-
ið.
— Myð þessari ráðstefnu hef-
ur verið drefjin upp mynd af þv:
ástandi sem hér ríkir í efna-
haf;s- og framfaramálum ásamt
möfjuleikum í þeim efnum í
framtíðinni. Ef stiklað er á
stóru, má lýsa þeim “rauða
þræði", sem gekk í gefjnum
ráðstefnuna, á eftirfarandi hátt:
— Hafívöxtur er áfram undir-
staða bættra lífskjara. Þótt
ýmsar neikvæðar hliðar hafi
fylfít örum hagvexti er það
enfíin forsenda fyrir því að
draf?a úr mikilvæfþ hans. Með
því að meta neikvæð atriði til
frádráttar í hagvexti er þannig
fenginn hagvöxtur sama ákjós-
anlega keppikeflið og áður.
Hagvöxtur á íslandi hefur verið
hægari á undanförnum árum en
í ýmsum nágrannalöndum.
Skýringar á því er að leita í
óarðbærum fjárfestingum þæði
í frumvinnslugreinunum svo og
húsnæði til ýmissa nota í stað
þess að fjárfesta meira í vélum
og tækjum í úrvinnsluiðnaði.
Fjárfestingar í fiskiskipum og
landbúnaði hafa nú um árabil
tæpast skapað arð, en jafnvel
aukið á erfiðleika.
Lífskjör nú hafa
dregizt aftur úr
Sem afleiðing af hægum hag-
vexti hafa lífskjör á íslandi
dregizt aftur úr lífskjörum á
öðrum Norðurlöndum að Finn-
landi undanskildu. Hlutur launa
í þjóðartekjum er hér lægri en á
Norðurlöndum, og hefur hann
beinlínis lækkað á árunum
1974—1976. Segja má, að megin-
skýringin á því, að launakjör
hér virðast lægri en á öðrum
Norðurlöndum sé sú, að meira
er fjárfest hér á landi en þar, og
fjárfestingin er ekki nægilega
arðsöm til að halda sama
hagvaxtarstigi og er í hinum
löndunum. Verðbólga hefur að
sjálfsögðu dregið úr arðsemi
fjárfestingar.
Margt bendir til þess, að
íslendingár hafi nú að miklu
leyti fyllt út í þann ramma eða
umgjörð, sem annars vegar
gróður landsins svo og lífríki
sjávar setur fyrir lífskjör í
þessu landi með núverandi
atvinnuháttum, og veruleg
hætta er á rányrkju, eins og
tíðkast ávallt þegar um er að
ræða óhindraðan aðgang á
sameignargrundvelli að auðæf-
um náttúrunnar. Aðeins breytt-
ir atvinnuhættir og nýting á
orkuauðlindum landsins geta
stuðlað að auknum hagvexti.
Með uppbyggingu fiskstofna,
stóraukningu á vinnuafli í
arðsömustu greinar atvinnulífs-
ins á að vera unnt að auka
hagvöxt úr 3Vfc% í 7% a.m.k.
Ríkustu þjóðir heims eiga
jafnframt á að skipa menntað-
asta starfsfólkinu. Þótt einhver
deila kunni að vera um það,
hvort ríkar þjóðir séu ríkar
vegna þess, að þær hafa mennt-
að sig eða vegna þess, að þeir
hafa efni á að mennta sig, er
flest sem bendir til þess, að
aukin menntun hafi mikla þýð-
ingu ekki sízt við breytilegar
aðstæður eins og hér á Islandi.
Til þess að aðlaga sig fyrirsjá-
anlegum breytingum í atvinnu-
háttum hérlendis er menntun
fólks lykilatriði.
Ilér fer á eftir úrdráttur úr
erindi Þráins Eggcrtssonar á
ráðstefnu BHM um lífskjör á
íslandi.
Erindið fjallar eingöngu um
tilraunir hagfræðinga til að meta
það, hvort menntun auki getu
fólks til að framleiða vöru og
þjónustu. Ef svo er, má líta á
námskostnað sem fjárfestingu og
tala um mannauð sem veigamik-
inn hluta af framleiðslugögnum
þjóðarinnar. Þessi viðhorf útiloka
ekki að gildi menntunar sé einnig
fólgið í andlegri upplyftingu, að
menntun sé varanleg neysluvara á
máli hagfræðinnar.
Ævitekjur og
fjárfesting í menntun
Athuganir á efnahagslegum
áhrifum menntunar eru nýjar af
nálinni og sú grein hagfræðinnar,
sem nefnd er mannauðsfræði
(enska human capital theory),
skaut ekki rótum fyrr en um 1960.
Alls staðar í heiminum, þar sem
upplýsingar eru til um meðaltekj-
ur eftir aldri og menntun, og
reiknaðar hafa verið svo nefndar
ævitekjulínur fyrir hina ýmsu
menntahópa, hafa komið í ljós
ýmis sameiginleg einkenni. Að
meðaltali hækka laun á hverju
aldursstigi með menntun, og
jafnframt aukast tekjur hraðar
með aldri eftir því sem menntun
manna er meiri.
Ævitekjulínurnar hafa verið
notaðar til að mæla ávöxtun
fjárfestingar í menntun. Mismun-
ur á meðaltekjum tveggja hópa
með ólíka menntun er þá talin
vera tekjubótin af því að bæta við
sig ákveðnu námsstigi. A móti
tekjubótinni er veginn kostnaður
við námið, en hann er bæði beinn
kostnaður, svo sem skólagjöld og
bókakostnaður, og óbeinn kostn-
aður, en þar er um að ræða
tekjutap námsmanns, sem situr á
skólabekk í stað þess að stunda
heiðarlega vinnu.
Mæld greind og þjóðfélagsstaða
hafa einnig áhrif á tekjur, en
hagfræðingar hafa reynt að ein-
angra áhrif þessara þátta og mæla
hrein áhrif menntunar á tekjur.
Víðast hvar í heiminum er almenn
háskólamenntun talin ágæt fjár-
festing og gefur einstaklingnum
oft 8—12% raunvexti, og hefur þá
verið reiknað með áhrifum beinna
skatta.
íslensk rannsókn
A Islandi er ekki unnt að gera
nákvæma útreikninga af þessu
tagi vegna þess, að nauðsynleg
gögn vantar. Þess má þó geta, að
árið 1976 skrifaði nemandi í
viðskiptadeild Háskóla íslands,
Gunnar H. Hall, vandaða kandi-
datsritgerð um ævitekjur 9 starfs-
stétta á Islandi. Upplýsingar voru
ekki til um heildarlaunatekjur, svo
að Gunnar miðaði við gildandi
kauptaxta á miðju ári 1976 og 40
vinnustundir á viku. Af hópunum
9 voru 5 með háskólamenntun, og
var reiknað með því, að laun
þeirra fylgdu töxtum BHM. Gert
var ráð fyrir beinum og óbeinum
námskostnaði og skattlagningu
launatekna yfir starfsævina og
þannig fundnar hreinar ráðstöfun-
artekjur.
Niðurstöður Gunnars voru þær,
að fjárfesting í háskólamenntun sé
ekki ýkja arðbær, ef tekið er mið
af kjarasamningum. Af háskóla-
hópunum 5, sem hann athugaði,
voru ævitekjur viðskiptafræðinga
hæstar. Samanburður á æviráð-
stöfunartekjum viðskiptafræðings
og bankamanns með verslunar-
skólapróf leiddi í ljós, að fjárfest-
ing viðskiptafræðingsins skilaði
tæplega 2% arði. Hafa ber þó í
huga, að vafasamt er að byggja
samanburð af þessu tagi á kaup-
töxtum einum.
Tengsl menntunar
og hagvaxtar'
Ævitekjur hækka með mennt-
unarstigi launþegans, en það
sannar ekki, að menntun auki
afköst í framleiðslu og þjónustu.
Að vísu er ein af grundvallarfor-
sendum hagfræðinnar sú, að laun
endurspegli verðmæti framleiðslu-
afkastanna hjá launþeganum. En
ekki er unnt að útiloka þá tilgátu,
að það séu ýmis félagsleg viðhorf,
en ekki mikil afköst, sem ráði því
að menntafólki séu yfirleitt greidd
há laun.
Hagfræðingar hafa um árabil
gengið vasklega fram í leit að
beinu sambandi milli menntunar
og framleiðni eða hagvaxtar.
Vinnubrögð þeirra hafa hins vegar
oft verið næsta vafasöm séð frá
bæjardyrum vísindalegrar að-
ferðafræði.
Hér verður skýrt lauslega frá
tveimur aðferðum, en önnur þeirra
hefur verið nefnd einfalda
fylgniaðferðin og hin
afgangsaðferðin.
Einfalda fylgniaöferöin
Samkvæmt einföldu fylgniað-
ferðinni er leitast við að finna
samband milli vísitölu fyrir þjóð-
arframleiðslu og vísitölu, sem
sýnir menntunarstig þjóðar.
Einhver frægasta athugunin af
þessu tagi var gerð fyrir 12 árum
af Jan Tinbergen og Þjóðhags-
stofnun Hollands. Safnað var
gögnum um ‘þjóðartekjur á mann
og fjölda menntafólks í atvinnulíf-
inu í 23 löndum árið 1957.
Helmingur landanna var þróunar-
lönd. Niðurstöður Hollendinganna
virtust sýna m.a., að aukist
þjóðartekjur á mann um 1% eykst
fjöldi háskólamanna í atvinnulíf-
inu líka um 1%. Af þessu var
dregin sú ályktun, að aukning
háskólamanna um 1% væri skil-
yrði fyrir 1% hagvexti.
Þessi ályktun var mikið notuð
við gerð áætlana um
mannaflaþarfir fyrir þróunar-
löndin. Ýmis rök má færa fyrir
því, að vafasamt sé að draga svo
afgerandi ályktun af Tinbergen-
jöfnunum. Rannsókn Hollending-
anna getur t.d. ekki gert upp á
milli tilgátunnar að menntun
orsaki hagvöxt og tilgátunnar að
hagvöxtur (og hærri tekjur) „or-
saki“ menntun. Einnig er ólíklegt,
að þjóðum heims sé aðeins fær ein
hagvaxtarbraut.
Afgangsaöferðin
Afgangsaðferðin er fólgin í því,
að vísitala fyrir vöxt þjóðarfram-
leiðslu er borin saman við vísitölu,
sem sýnir aukna notkun aðfanga í
framleiðslunni, þ.e. vinnu og
fjármuna. Vinnan er mæld í
vinnustundum og ekki tekið tillit
til menntunar.
Hugsum okkur nú, að þjóðar-
framleiðslan hafi aukist um 8% á
ári að meðaltali eitthvert árabil,
en aðfangavísitalan aðeins aukist
um 4%. Þá vantar enn skýringu á
helmingi hagvaxtarins, en það er
afgangurinn, sem aðferðin dregur
nafn sitt af.
Afgangsstærðin hefur á ensku
verið nefnd total factor
productivity, og margir hagfræð-
ingar telja, að þarna séu á ferðinni
áhrif aukinnar menntunar og
tækniframa á hagvöxtinn. Þykir
þá gott að óskýröa stærðin (af-
gangurinn) sé sem mestur hluti
hagvaxtarins. Lausleg athugun,
sem ég hef gert, bendir til þess að
afgangsstærðin sé mjög lítill hluti
hagvaxtar hér á landi miðað við
ýmis nálæg lönd. Þetta virðist
merkja að áhrif menntunar og
tækni á hagvöxt séu lítil á íslandi,
og vöxturinn stafi fyrst og fremst
af auknu vinnumagni og meiri
notkun fastafjármuna.
Bandaríski hagfræðingurinn,
E.F. Denison, varð heimsfrægur
fyrir tilraun sína til að skýra
nánar margrædda afgangsstærð.
Denison reyndi að bæta aðfangs-
vísitöluna með því að gera ráð
fyrir bættri menntun vinnuaflsins.
Hann komst að þeirri niðurstöðu,
að aukin menntun og lenging
skólaársins hefðu á árunum