Morgunblaðið - 14.11.1978, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978
17
bólguhvetjandi og svo er einnig
um hallarekstur ríkisstofnunar
eins og Pósts og síma og sama má
segja um hallarekstur yfirleitt.
Það er sama og taka út úr
sparisjóðsbókinni til eyðslu. Og
með því er búinn til rangur
kaupmáttur.
Fjárlagatillögur 1979.
Nokkrar umræður hafa orðið
um fjárlagatillögur Pósts og síma í
núverandi fjárlagafrumvarpi.
Þegar Póstur og sími vann sínar
fjárlagatillögur fyrir árið 1979 var
svo fyrir mælt af Fjárlaga- og
hagsýslustofnun, að laun skyldu
áætluð samkvæmt launatöflu, sem
gilti í mars 1978. Síðan átti að
hækka launin, þegar betur væri
séð hver verðlagsþróunin yrði.
Samanber eftirfarandi tilvitnun
úr bréfi fjárlaga- og hagsýslu-
stofnunarinnar:
„Launatafla sem nota ber við
áætlun launa fyrir árið 1979
miðast við laun 1. mars 1978
(launatafla 62) en leiðréttingar
vegna launahækkana verða gerðar
af fjárlaga- og hagsýslustofnun."
Þrátt fyrir það, að breytingar
hafa verið gerðar á tillögum Pósts
og síma af fjárlaga- og hagsýslu-
stofnun var ekki hreyft við launa-
liðnum. Hann er í fjárlagafrum-
varpinu miðaður við marslaun
1978 þrátt fyrir allar hækkanir.
Hér er um vinnubrögð að ræða,
sem geta valdið skaðlegum mis-
skilningi. Búinn er til 7 millj. kr.
tekjuafgangur þegar um er að
ræða milljarða halla. Póstur og
sími hefur alla tíð verið til
viðræðu um sín mál og fús að veita
upplýsingar.
Við, vegna starfa okkar, teljum
okkur þekkja Póst og síma öðrum
betur, bæði hvað fjárhag hans
snertir og hin margvíslegu við-
skipti og þjónustu sem hans hefur
með höndum. Og við teljum okkur
hafa nasasjón af óskum og þörfum
viðskiptavina okkar. Hitt vitum
við vel að við erum mannleg ög
okkur getur skjátlast. Ég held þó
að það sé rétt ályktað, að engir
sem ekki þekkja til reksturs pósts
og síma geti á skömmum tíma
fundið lausn á gjaldskrármálum
stofnunarinnar og gert það eina
rétta án þess að afla sér upplýs-
inga, eða yfirleitt að þeir viti hvað
þeir eru að gera.
Það er alltaf vandi að stilla
gjaldskrá í hóf en stundum getur
verið ódýrara að greiða eitthvað
meira fyrir þjónustuna og fá hana
heldur en að hún sé ekki fyrir
hendi eins og mikill fjöldi manna á
við að búa í dag að þvi er
símaþjónustuna varðar.
Sparnaður
lausnarorðið
Stofnunin á að spara segja
menn. Þetta er oftast lausnarorðið
hjá þeim sem ráðalausir standa
frammi fyrir verkefnum, sem eru
þeim ofviða. En vita menn ekki
hvað hefur gerst hjá Pósti og
síma? Vita menn ekki að opnunar-
tími póst og simstöðva hefur verið
styttur og margar stöður lagðar
niður? Frá því hefur verið skýrt
opinberlega, að margar stöður
hafa verið lagðar niður í ýmsum
deildum stofnunarinnar. Stöðugt
er verið að reyna að draga úr
kostnaði. Alltaf má þó betur gera
og stundum fer eitthvað öðruvísi
en til er ætlast. Þetta vita flestir
af eigin reynslu. Við því er ekkert
ráð annað en að vera stöðugt á
verði og ávallt viðbúinn að bæta úr
því sem aflaga fer. En hvað sem
má segja um sparnað á einstökum
sviðum þá leysir hann ekki úr
milljarða fjárvöntun, það hljóta að
minnsta kosti reyndir menn að
skilja.
Niðurgreiöslur
Það gæti verið ástæða til þess að
ræða meira mál Pósts og síma á
opinberum vettvangi en gert er.
T.d. er rétt að fólk viti það, að á
árinu 1977 tapaði stofnunin yfir
300 millj. kr. á einum þætti
póstþjónustunnar, þ.e. innrituðum
blöðum og tímaritum. Þessi þáttur
hefur alltaf verið rekinn með
stórtapi. Þessu hefur Póstur og
sími ekki ráðið. E.t.v. finnst
mönnum betra að greiða niður
blaðburðargjöldin en að nota féð
til þess að fólk geti fengið síma.
En þar bíða margir og hafa bæði
beint og óbeint tjón af því að hafa
ekki síma auk þess sem hér er um
öryggistæki að ræða. Það er erfitt
fyrir starfsfólk Pósts og síma að
standa frammi fyrir þessum
vanda, en Alþingi hefur ekki leyft
nægar fjárfestingar til þess að
svara eftirspurri. Hinsvegar er
ekki hikað við að leggja 100 til
125% aðflutningsgjöld á megin
hluta þeirra vara, sem stofnunin
þarf að flytja inn til fjárfestinga
og viðhalds. Ríkissjóður fær því
sitt.
Vel að staðið
Að lokum vil ég ekki láta hjá
líða að geta þess að fyrrverandi
samgönguráðherra, Halldór E.
Sigurðsson skildi vel hvar skórinn
kreppti í málum Pósts og síma og
lagði sig fram um að leysa úr þeim
vanda og samkvæmt fyrstu kynn-
um mínum af núverandi sam-
gönguráðherra hefi ég þá trú og
von að tekið verði af festu á þeim
viðfangsefnum, sem við er að fást
og úrlausnar bíða.
Tímaritið Saga
1978 komið út
KOMIÐ er út fimmtánda bindi
Sögu, tímariti Sögufélags, en ritið
hóf göngu sína fyrir tæpum 30
árum og hefur síðustu árin komið
úr reglulega einu sinni á ári. í hefti
ársins 1978 eru flestar ritgerðirnar
með einhverjum hætti tengdar
íslandssögu tímabilsins
1890-1920.
Meðal ritgerða má nefna um
stjórnarkreppuna miklu 1911 eftir
Jón Guðnason, Gísli Ág. Gunnlaugs-
son ritar um störf milliþinganefndar
í fátækramálum 1902—1907 og gerir
höfundur jafnframt grein fyrir
fátækraframfærslunni á árunum
1870—1907, Helgi Skúli Kjartansson
ritar um vöxt og myndun þéttbýlis á
íslandi 1890—1915, Sólrún Jensdótt-
ir um áformin um lýðveldisstofnun
1941 og 1942 og Loftur Guttormsson
fjallar um sagnfræði og félagsfræði
með sambúðarvandamál þessara
greina í huga.
Þá eru í tímaritinu Sögu ritdómar
en höfundar efnisins eru alls 14 á
aldrinum 25—73 ára. Ritstjórar eru
Björn Teitsson og Einar Laxness og
er hann jafnframt forseti Sögu-
ForsíAa Sögu, tfmarits Sögufélags.
félags. Skrifstofa félagsins r að
Garðastræti 13 og má vitja þar
ritsins, en það verður sent til
félagsmanna eftir 25. nóvember.
Afmæli
SJÖTUGUR er í dag, 14.
nóvember, Arni Þorsteinsson
úr Garði fyrrum skipstjóri, nú
hafnsögumaður í Keflavík,
Suðurgötu 16 þar í bæ. Kona
Árna er Jenný Einarsdóttir
og er hún frá Sandgerði.
Ljósmynd frá Planstudio Siepmann.
(happenings). Planstudio
Siepmann er starfrækt af
þýsku hjónunum Gerd og
Ulla Siepmann. Verk þeirra
hjóna fjalla öll á einhvern
hátt um „Mátt náttúrunn-
ar“, samband nútíma-
mannsins við náttúruum-
hverfi sitt. Planstudio Siep-
mann hefur staðið fyrir
gerningum með aðstoð
myndsegulbands víða um
Evrópu.
Þessar tvær sýningar
verða opnar virka daga frá
16 til 22 en frá 14 til 22 um
helgar og standa til sunnu-
dagsins 3. desember.
Við eigum
timbrið, hurðirnar og gluggana
en þú átt næsta leik.
Timburverzlunin
Volundur hf.
KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244