Morgunblaðið - 14.11.1978, Side 21
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBÉR 1978
29
IWtrgijji Utgefandi nÞIafeffe hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjórí Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsíngastjóri Baldvin Jónsson
Ritstjórn og afgreiósla Aðalstræti 6, sími 10100.
Auglýsingar Aóalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2200.00 kr. á mánuói innanlands.
í lausasölu 110 kr. eintakið.
Vísitalan, verka-
lýðshreyfing
ogríkisstjórnin
Morgunblaðið skýrði frá því sl. laugardag, að frumdrög lægju nú
fyrir að áliti nefndar þeirrar, sem ríkisstjórnin skipaði í haust
til þess að endurskoða vísitölukerfið. I þessum frumdrögum er gert
ráð fyrir mjög veigamiklum breytingum á vísitölukerfinu. I fyrsta
lagi er lagt til, að breytingar á áfengis- og tóbaksverði, sköttum og
niðurgreiðslum hafi ekki áhrif á verðbótavísitölu. I öðru lagi, að
almennur frádráttur, sem nemi 10% af hækkun framfærsluvísitölu
hverju sinni, komi í stað búvörufrádráttar. í þriðja lagi, að
verðbótaviðauki verði felldur inn í fastar verðbætur og reiknist ekki
sérstaklega síðar. í fjórða lagi, að fari viðskiptakjör versnandi,
þannig að innflutningsverð hækki umfram útflutningsverð, skuli
ekki verðbæta laun sem því nemur. Batni viðskiptakjörin að nýju
komi til nýrra samninga innan þeirra marka. I fimmta lagi, að
verðbætur greiðist sem hlutfallslegar bætur eins á öll laun. I sjötta
lagi, að verðbætur greiðist á sex mánaða fresti og í sjöunda lagi, að
fari verðbætur fram úr ákveðnum umsömdum mörkum falli það sem
umfram er niður eða renni í bundinn sjóð.
Eins og sjá má má er hér nánast um að ræða byltingu á
vísitölukerfinu, nái þessar tillögur fram að ganga. Þar sem svo
skammur tími er til stefnu er gert ráð fyrir því í þessum
frumdrögum, að ríkisstjórnin freisti þess að ná samkomulagi við
samtök launþega um að kaupgjaldshækkanir komi ekki eða að
takmörkuðu leyti til framkvæmda hinn 1. des.m.k. en þá er gert ráð
fyrir að kaupgjaldsvísitalan muni hækka um a.m.k. 14%.
Sjálfsagt munu margir telja, að vonlaust sé að tillögur um svo
veigamiklar breytingar á vísitölubindingu launa verði samþykktar
eða að samkomulag takist við launþegasamtökin um frestun á
vísitölugreiðslum hinn 1. des. n.k. En þetta er þó ekki eins vonlaust
og ætla mætti. Undanfarna daga hafa verkalýðsforingjar
Alþýðubandalagsins, hver á fætur öðrum lýst því yfir, að þeir leggi
enga sérstaka áherzlu á beina kaupgjaldshækkun hinn 1. des. n.k. og
er bersýnilegt, af þeim yfirlýsingum, sem fram hafa komið úr þeirra
röðum, að þeir eru tilbúnir til þess að ræða ýmsar breytingar á
vísitölukerfinu, sem þeir hafa ekki áður mátt heyra minnzt á.
Morgunblaðið vill fagna viðleitni núverandi ríkisstjórnar til þess
að koma einhverri skynsemí að í sambandi við vísitölutengingu
launa, viðleitni, sem fram kemur í skipun vísitölunefndarinnar og
væntanlegum tillögum hennar. Morgunblaðið vill einnig fagna
yfirlýsingum einstakra leiðtoga Alþýðubandalagsins í verkalýðs-
hreyfingunni, sem nú undirstrika sérstaklega, að þeir leggi ekkert
upp úr beinum kauphækkunum. Hér er að sjálfsögðu um algera
stefnubreytingu að ræða frá því sem var í febrúarmánuði sl. þegar
þáverandi ríkisstjórn beitti sér fyrir umtalsverðri takmörkun á
kaupgjaldsvísitölunni. En batnandi mönnum er bezt að lifa.
Stefnubreytingu og hugarfarsbreytingu verkalýðsleiðtoga Alþýðu-
bandalagsins ber að fagna. Allir hafa rétt tij að skipta um skoðun —
líka þeir, sem veifuðu kröfunni um „samningana í gildi" sem mest sl.
vetur og vor. Morgunblaðið býður. verkalýðsforingja Alþýðubanda-
lagsins velkomna í hóp þeirra, sem hafa gert sér grein fyrir því, að
við svo búið má ekki standa.
Það liggur í augum uppi, að 14% viðsitöluhækkun launa hinn 1.
des. n.k. mun kalla yfir þjóðina nýja verðbólguholskeflu. Þá er eins
líklegt, að við tölum ekki um 50% verðbólgu á næsta ári heldur
jafnvel 70% verðbólgu og þaðan af meira. Atvinnufyrirtækin þola
ekki slíka verðbólgu. I landinu eru ekki lengur til peningar til þess að
fjármagna þessa verðbólgu og þess vegna er vissulega orðið
tímabært, að ríkisvald og samtök launþega og atvinnurekenda taki
höndum saman um að koma verðbólgunni á kné. Yfirlýsingar
verkalýðsleiðtoga Alþýðubandalagsins og viðleitni núverandi
ríkisstjórnar er viðurkenning á því að stefna Geirs Hallgrímssonar í
efnahagsmálum fyrr í vetur var rétt og til þessá vanda hefði ekki
þurft að koma nú, ef verkalýðssamtökin hefðu sætt sig við
febrúarlögin og maílögin eins og þau voru úr garði gerð. Þessir
aðilar hafa með málflutningi sínum nú einnig viðurkennt, að krafan
um „samningana í gildi" var lýðskrum eitt. En við skulum strika yfir
það sem liðið er og taka höndum saman um að ráða niðurlögum
þeirrar óðaverðbólgu, sem er á góðri leið með að eyðileggja
efnahagslíf lands okkar og innviði atvinnufyrirtækja og fjármála-
lífs. Morgunblaðið mun styðja alla skynsamlega viðleitni
ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar og verkalýðsleiðtoga Alþýðu-
bandalagsins í þeim efnum. En vissulega hljóta launþegar að gera þá
kröfu til þessara kjörnu fulltrúa sinna, að hugarfarsbreyting þeirra
verði ekki takmörkuð við valdatíma núverandi ríkisstjórnar. Svo
augljóst pólitískur skollaleikur væri ekki við hæfi.
FRA SKAKMOTINU I BUONES AIRES
FRA SKAKMOTINU í BUONES AIRES — FRÁ SKÁKMÓTINU í BUONES AIRES — FRÁ SKÁKMÓTINU í BUONES AIRES
FRÁ SKÁKMÓTINU í BUONES AIRES
Friðrik boðið tíl
Suður-Afriku...
Buenos Aires 12. nóvember.
FORSETI skáksambands S-
Afríku, Reitsin, sagði í samtali
við Mbl. að hann hefði boðið
Friðriki Ólafssyni og konu hans
að koma til S-Afríku í maímánuði
næsta og tefla þar á fjögurra
manna móti og kynna sér hvernig
ástatt er í skákmálum S-Afríku.
Á aukaþingi Fide í Luzern í
fyrrasumar var samþykkt með
atkvæðum skáksambanda þriðja
heimsins að svipta skáksamband
S-Afríku ölium réttindum innan
Fide. íslendingar og önnur
V-Evrópusambönd mótmæltu
þessu á þeirri forsendu að skák-
inni væri fyrir beztu að ekki yrði
blandað saman skák og stjórnmái-
um, hvorki í S-Afríku né annars
staðar.
ht.
Jón L. fyrsti
Fide-meistarinn
Buenus Aires 12. nóvember
Þing Fíde samþykkti að stofna
til nýs titils fyrir skákmenn og
skal þessi nýi titilh Fide-meistari,
ganga næst titlinum alþjóðlegur
skákmeistari.
Skáksamband íslands hafði lagt
fyrir þingið að árangur Jóns L.
Árnasonar, er hann varð heims-
meistari sveina 1977, yrði látinn
gilda að hluta til alþjóðlegs
meistaratitils, en þingið sam-
þykkti að titilinn Fide-meistari
skyldi veittur heimsmeistara ungl-
inga innan 17 ára og skyldi
heimsmeistarinn 1977 verða fyrsti
titilhafinn.
Jón L. Árnason er því orðinn
fyrsti P'ide-meistari sögunnar út á
árangur sinn í Frakklandi 1977.
ht.
Friðrik fær Korchnoi-
málið á sína könnu
Buenos Aires 12. nóvember
Friðrik ólafsson nýkjörinn
forseti Fide þarf greinilega að
taka á honum stóra sínum strax í
upphafi embættisferils síns. Eitt
þcirra mála, sem Friðrik fær til
meðferðar, er Korchnoi-ákallið,
þar sem Korchnoi biður Fide að
hjálpa sér til að ná konu sinni og
syni frá Sovétríkjumum.
Dr. Euwe, sem stjórnaði þing-
haldinu hér, neitaði að taka beiðni
Korchnois á dagskrá þingsins.
Skömmu eftir það sleit hann fundi
og fóru þá margir þingfulltrúar úr
fundarsalnum. Dr. Euwe tók þá
hljóðnemann á ný og tilkynnti að
sér hefði borizt bréf frá Korchnoi
og las hann svo ákall Korchnois
yfir hálftómum fundarsalnum.
Menn voru á einu máli um það
að þessi afgreiðsla væri ekki við
hæfi og mun því málið koma til
kasta Friðriks. ht.
Margeir alþjód-
legur meistari
Buonos Aires, 12. nóvember.
MEÐ sigri sínum yfir Mexikanan-
um Aldrete tryggði Margeir
Pétursson sér síðasta áfangann
að titlinum alþjóðlegur skák-
meistari. Margeir er þriðji íslcnd-
ingur, sem ber þennan titil, hinir
eru Ingi R. Jóhannsson og Helgi
Ólafsson.
Fyrir skákina höfðu forráða-
menn S.í. lagt öll nauðsynleg skjöl
á borð prófessors Elo, sem er
formaður þeirrar nefndar sem
reiknar út árangur skákmanna í
stigum, þannig að ekki þyrfti að
dragast að réttur Margeirs á
titlinum yrði viðurkenndur.
ht.
Margeir Pétursson (lengst til hægri) tryggði sér titilinn alþjóðlegur
skákmeistari á Ólympfuskákmótinu. — Símamynd AP.
Einar S. Einarsson forseti S.í. og fararstjóri í Buenos Aires með íslenzku skáksveitunum.
Yfirlýsingar skákmanna og varaforseta S.I.
Skákmennirnir áttu ekki
í útistöðum við Einar S.
Allt tal um hneykslanlega framkomu hans er einnig út í hött
Buenos Aires. Frá Högna Toríasyni
HELGI Ólafsson alþjóðlegur skák-
meistari sendi eftirfarandi til
birtingar 1 Morgunblaðinu. „Að
gcfnu tiiefni vil ég undirritaður
taka skýrt fram að það er alls ekki
rétt eftir mér haft að aðrir innan
íslenzku skáksveitarinnar hafi átt f
einhverjum útistöðum við Einar S.
Einarsson forseta Skáksambands
íslands.
Deilur okkar Einars stóðu ein-
göngu um fréttaflutning minn frá
mótinu í Buenos Aires. Allt tal um
hneykslanlega framkomu Einars S.
Einarssonar er einnig út í hött.
Eftir minni beztu vitund hafa allir í
íslenzku sveitinni verið fyllilega
ánægðir með fararstjórn Einars.
Ilelgi Ólafsson.“
„I tilefni af skrifum Þjóðviljans,
sem ég hef nú séð, bið ég Morgun-
blaðið að birta eftirfarandi: „Þessi
skrif eru hin furðulegustu. Ég hef
áður gert grein fyrir afstöðu stjórn-
ar Skáksambands Islands varðandi
féhirði Alþjóðaskáksambandsins og
ítreka að stjórnin telur sig þar í
fullum rétti. Gísli Árnason kom
aldrei til umræðu sem féhirðisefni á
fundum stjórnarinnar og við Einar
S. Einarsson heyrðum fyrst um
framboð hans fáum mínútum áður
en átti að kjósa.
Hefði okkur Einari þótt eðlilegt að
Gísli Árnason sem stjórnarmaður í
Skáksambandi Islands léti okkur
Högni Torfason.
vita fyrirfram af áformum hans og
Friðriks.
Sú fullyrðing að það séu fyrst og
frpmst Guðmundur G. Þórarinsson
og Gísli Árnason sem hafi unnið
málið fyrir Friðrik er í senn freklega
móðgandi í garð okkar Einars og
næsta fáránleg þegar þess er gætt að
þeir félagar höfðu mjög nauman
tíma til að ræða við menn, en við
Einar höfum hins vegar verið hér
allan tímann frá upphafi mótsins,
erum kunnugir fjölda fulltrúa frá
fyrri fundum og héldum marga fundi
Fyrri talningin
var æsispennandi
segir Guðmundur G.Þórarinsson
„ÞEHTA var auðvitað sigur Friðriks ólafssonar, sem hann vann gegn
utanríkisþjónustu Júgóslava og peningaveldi Mendezar. Og þennan sigur
vann hann út á sinn orðstír og sínar persónulegu vinsældir. Allt annað eru
utanveltumál í þessu sambandi,“ sagði Guðmundur G. Þórarinsson
verkfræðingur í samtali við Mbl. í gær, en Guðmundur kom þá heim frá
Buenos Aires, þar sem hann vann að framboðsmálum Friðriks Ólafssonar
til forsetacmbættis Fide. Sagðist Guðmundur ekki sjá ástæðu til að ræða
„utanveltumálin“ í blaðasamtali.
Guðmundur var einn þriggja sem
töldu atkvæðin við forsetakosning-
arnar. Mbl. spurði Guðmund hvernig
það hefði verið. „Fyrri talningin var
æsispennandi," sagði Guðmundur.
„Friðrik var þá ýmist úti eða inni og
á tímabili benti allt til þess að hann
myndi ekki komast í aðra atkvæða-
greiðsluna. Ég veit ekki, hvort það er
hægt að lýsa þessu svo nokkurt vit sé
í. Þetta var bara æsispennandi.
Síðari talningin var út af fyrir sig
ekki neitt lík þeirri fyrri, því strax
og við byrjuðum að telja, þá varð
mér ljóst að Friðrik hafði yfirburði
yfir andstæðinginn.
Ég held að tilfinningum okkar
íslendinganna sé bezt lýst með því að
við höfum bæði orðið glaðir og
hrærðir, þegar ljóst var að Friðrik
hafði sigrað."
Mbl. spurði Guðmund um þann
atkvæðaseðil sem ógildur var í fyrri
kosningunni. „Þannig var að menn
fengu seðil með nöfnum frambjóð-
endanna þriggja: Gligoric, Ólafsson
og Mendez, og síðan áttu menn að
krossa í reit fyrir framan nafn þess
frambjóðanda, sem þeir kusu,“ sagði
Guðmundur. „Á þessum seðli var
krossað við nöfn þeirra Gligoric og
Mendezar. Sumir sögðu að viðkom-
Guðmundur G. Þórarinsson.
andi hefði viljað kjósa báða, áfram í
aðra atkvæðagreiðslu, en ég held að
skýringin geti allt eins verið sú, að
sá, sem þarna kaus, hafi ekki skilið
kosningareglurnar rétt og því alveg
eins getað verið að láta það í ljós að
hann vildi útiloka bæði Gligoric og
Mendez og að meining hans hafi
verið að styðja Friðrik.
En þetta skiptir auðvitað ekki
máli frekar en önnur utanveltumál.
Aðalatriðið er að Friðrik vann.“
með öllum fulltrúum Fide-svæða eitt
og tvö og með öðrum stuðnings-
mönnum framboðsins. Reyfarasagan
um að Einar hafi óskað Friðrik til
hamingju með hangandi hendi er
gjörsamlega úr lausu lofti gripin.
Helgi S. Ólafsson og Einar S.
Einarsson hafa deilt um það hvort
Helgi ætti að vinna hér sem
blaðamaður Þjóðviljans. Við höfum
litið svo á að Skáksambandið hafi
kostað ferð hans hingað til að tefla
en ekki til að skrifa skákfréttir fyrir
blað á íslandi, ekkert fremur en við
höfum talið okkur verið að kosta ferð
Ingvars Ásmundssonar til þess að
kenna hér í fjölbrautaskóla svo
einhver samanburður sé tekinn.
Morgunblaðið * veitti Skáksam-
bandi íslands ómetanlegan stuðning
við undirbúning Ólympíumótsins.
Liður í því var að blaðið greiddi
ákveðna upphæð til S.í. upp í
ferðakostnað minn og hef ég innt af
hendi fréttaþjónustu og skrifað
greinar jafnframt því að sækja
Fide-þingið og vinna að framboði
Friðriks Ólafssonar.
Við Einar höfum báðir unnið
sleitulaust að því framboði, ekki
aðeins hér í Buenos Aires, heldur i
meira en hálft annað ár, allt frá því
að framboðið var tilkynnt. Halda
menn að sú tillaga okkar að efna til
sérstaks skákmóts til að fagna sigri
Friðriks lýsi einhverjum fjandskap
okkar stjórnarmanna hér í garð
forsetans? Einar S. Einarsson hefur
unnið frábæriega gott starf fyrir
íslenzka skákhreyfingu á undanförn-
um árum og þessar svívirðilegu
árásir á hann eru fyrir neðan allar
hellur.
Högni Torfason varaforseti Skák-
sambands íslands."
Þá óskar íslenzka skáksveitin hér
eftir því að eftirfarandi verði birt í
Mbl:
„Vegna fréttar í Þjóðviljanum 10.
nóvember sl., sem við höfum séð, um
deilur Islendinga á þingi Fide, vilja
undirrituð taka fram, að við höfum
ekki átt í neinum útistöðum við
Einar S. Einarsson forseta Skák-
sambands íslands og fararstjóra
Ólympíuskáksveitarinnar hér í
Buenos Aires.
Birna Nordal, Guðlaug Þorsteins-
dóttir, Guðmundur Sigurjónsson,
IngVar Ásmundsson, Jón L. Árnason,
Margeir Pétursson, Svana Samúels-
dóttir."
Tekið skal fram að ekki náðist til
Ólafar Þráinsdóttur og Friðrik
Ólafsson tók fram að hann hefði
þegar sagt sitt um þetta mál í
samtali við Morgunblaðið.
«e 2 Japan 9 «8 M P tá m Qm Filipseyjar Ástralía VonezUela * e c E < Frákkland jE E 3 2 ha s u '3 T3 e J5 n C © > B e Itúmenía Kúha c <s g S
1 2 3 I 5 6 7 8 9 10 n 12 13 11
Friðrik 1 i 1 ., > >
Guðmundur 0 1 >2 1;, 1 j í/, 0 1 0 1 . 1 .
Helgi 1 1 1 > 1 ., 1 0 1 1 0 1 > 1 , 0
Margeir 0 1 I,., 1/, 1 1 1 > 1 > 0 I , 1
Jón L. 0 1 ., 0 0 1 1 > 1 > 1 > 0
Ingvar 1 1 1 1 0 1 > » > 0 0
Árangur íslenzku keppendanna
*© Æ S e *© T •a B 5 M N *>* E > Forkeppni cð "O z e e je © 7 * © < cr. e 5 u » "O e £ Danmórk T3 e J5 .2. u ■> > M c T. d 3 s D-riðill ■© e c/T -2 .2* := 'C Z 22 o 5 E © 3 >» 3 g » u JC X e í N C >
í 2 3 1 5 6 7 i 2 3 1 5 6 l
Guðlaug í 0 0 1 •, 0 » > 0 0 i 1 1 i » ,
Ólöf í 0 >2 0 0 0 í », 0 1 i » > 1
Birna í 0 0 0 0 0 0 1 I
fyvana 0 0 i 0 1 n 0
íslenzka karlasveitin var tólfta
stigahæsta sveitin í mótinu, en
hafnaði í 27. sæti með 29 vinningai
vinningshlutfall 51,8%. Kvcnna-
sveitin varð önnur í D-riðli loka-
keppninnar með 13,5 vinningai
vinningshlutfall 64,3%. í forkeppn-
inni fengu stúlkurnar 4% vinning
af 21. vinningshlutfall 21,4%, þann-
ig að í heildina fékk sveitin 18
vinninga af 42. heildarvinningshut-
fall 42,9%.
Vinninxar Skákir Hlutfall
Friðrik 3 4 75,0
Guðmundur 5 11 45.5
Helgi 7 12 58,3
Margeir 6% 11 59,1
JónL. 3 9 33.3
Ingvar i'/i 9 50.0
Guðlaux 1'h 14 53.6
Ólöí 6‘A 13 50.0
Birna 2 9 22.2
Svana 2 6 33.3
Ungverjar tryggðu sér titilinn
með 3:1 sigri yfir Júgóslövum
Bucnos Aircs 12. nóvcmbcr AP Rcutcr
í SÍÐUSTU umferð Ólympíuskák-
mótsins unnu Ungverjar
Júgóslava 3:1, Sovétríkin unnu
Hollendinga 2,5:1,5 og Bandaríkja-
menn og Svisslendingar skildu
jafnir.
Urslit mótsins urðu sem hér
23. Kólumbía 30.0 58. Líbía 23.5
24. Filipseyjar 29.5 59. Máritanía 23.5
25. Nýja-Sjáland 29.5 60. Andorra 22.5
26. Indónesía 29.5 61. Jómfrúeyjar (USA) 22.0
27. Brazilía 29.5 62. Bermúda 20.5
28. ísland 29.0 63. Zaire 16.0
29. Chile 29.0 64. Arabíska furstasambandið 12.5
30. Ástralía 29.0 65. Brezku Jómfrúeyjar 12.5
31. Noregur
32. Parasuay
29.0
28.5
segir: 33. Skotland 28.0
34. Venezúela * 28.0
vinninga 35. Sýrland 28.fr
1. Ungverjaland 37,0 36. Frakkiand 27.5
2. Sovétríkin 36,0 37. I ruKuay 27.5
3. Bandaríkin 35,0 38. Dóminikanska lýðvcldið 27,5
4. VesturÞýzkaland 33.0 39. Sri Lanka 27.5
5. ísrael 32,5 40. Hong Kong 27.5
6. Kúmenía 32.5 • 41. Wales 27.0
7. Danmörk 32,0 42. Perú 27.0
8. Pólland 32.0 43. Guyana 27.0
9. Spánn 32,0 44. Japan 27.0
10. Sviss 32,0 45, Luxemburg 27,0
11. Kanada 32,0 46. Færcyjar 27.0
12. England 31.5 47. Belgía 26.5
13. Búlgaría 31,5 48. Guatcmala 26.5
14. Ilolland 31.5 49. Marókkð 26.5
15. Júgóslavía 31.0 50. Túnis 26.0
16. Svíþjóð 31.0 51. Equador 26.0
17. Argentfna 31,0 52. Bólivía 26.0
18. Kúba 30,5 53. Trinidad 26.0
19. Austurríki 30,5 54. Jórdanía 26.0
20. Kína 30,5 55. Jamaica 25.5
21. Mexíkó 30,5 56. Púcrtó Ríkó 25.0
22. Finnland 30,0 57. Malasía 25.0
B-svcit Arxcntínu. scm tók þátt tii að
jafna tölu þátttakenda. hlaut 28.5 vinninga.
cn er ckki talin mcð í úrslitum.
f A-riðli úrslitakeppni kvcnnasvcitanna
sigruðu sovézku konurnar þar cnsku í
síðustu umfcrðinni 2.1, cn þær sovézku
höfðu reyndar tryggt sér titilinn fyrir
siðustu umfcrðina.
(Irslitin i kvcnnakcppninni urðu þessi,
A riðill, 1. Sovétrfkin 16 vinningar. 2.
Unvcrjaland 11 vinningar. 3. Vestui-Þýzka-
land 11 vinningar. 4. Júgóslavía 11
vinningar. 5. Pólland 10,5 vinningar. 6.
Spánn 8,5 vinninxar. 7. Búlxarfa 8,5
vinninxar, 8. England 7,5 vinningar.
B-riðill (nfunda til scxtánda sarti), Svfþjóð
15 vinningar. Rúmcnía 15. Holland 10,
Argcntfna 9,5. Frakkland 9.5, Bandarfkin 9.
Indland 8,5 ok Ástralía 7.5.
C-riðill (sautjánda til 24. sæti), Danmörk
13. Kanada 13. Kólumbfa 12. Brazilfa 11,5,
Finnland 11.5, Skotland 11. Japan 6,5 ok
Mcxíkó 5,5.
D-riðilI (25. til 32. sæti), Wales 17.5,
(sland 13,5, Venezúela 12, Bólivía 10,5,
llruguay 10,5, Nýja-Sjáland 10,5, Mónakó
5.5 og Púcrtó Rfkó 4 vinninxa.
KK
mmmmm
...........-