Morgunblaðið - 14.11.1978, Síða 41

Morgunblaðið - 14.11.1978, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978 21 * “ í Stewart 5 1 fékk ^ þriggja 5 vikna | leikbann i Verða útlending- arnir ekki með? Ég er mjög tregur varðandi það að leika með íslcnska landsliðinu í handknattleik í vetur. Ég tel að ég sé búinn að gera skyldu mína gagnvart liðinu. Það er bæði tímafrekt og kostnaðarsamt fyrirtæki að vera með í þessu svo að allar líkur eru á að það verði án mín. Það er líka til nóg af góðum mönnum heima, sagði Björgvin Björgvinsson handknattleiksmaðurinn kunni er Mbl. raeddi vð hann í gær. Landsliðsþjálfarinn í hand- knattleik, Jóhann Ingi Gunnars- son, fór gagngert út til Vestur-Þýskalands til að horfa á leik Grambke, liðs Björgvins, og Dankersen, liðs Ólafs Jónssonar Hljóp 16 mílur meö kúlu í höfðinu ÞEGAR Dennis Reiner hafði lokið 10 mílum af 26 milna maraþonhlaupi í Michigan- fylki í Bandarikjunum, gerðist það, að hann fékk óvænt og fyrirvaralaust höf- uðhögg. Ekki hafði Reiner minnstu hugmynd um hvað- an það kom og hvað því olli, en honum sortnaði fyrir augun, hann svimaði, og stór kúla kom út á höfði hans. En hann hætti ekki að hlaupa og lauk þeim 16 mflum sem eftir voru á ágætum tíma miðað við aðstæður. Þegar í markið var komið, var Reiner færður í sjúkra- hús til rannsóknar og þar var dregin úr höfði hans byssu- kúla af hlaupvídd 22. Lög- reglan þar í fylki rannsakar nú málið, en Reiner hefur áhuga á að eignast kúluna sem minjagrip, þegar rann- sókn er lokið. Sjálfur trúir hann því að um einhvers konar slys hafi verið að ræða. u | Ekkert I óvænt SS Fyrri hluta G-keppninnar i handknatt- lcik iauk um heljóna. en hún íór fram í Sviss. Leikið var í 3 riðlum og var sannast sagna aldrei um verule^a ^ spennu að ræða. Úrslit um helgina urðu þessi, V A-RIÐILL, ^ Portújíal — Luxemburg 25—18(12—7) K Sviss — Portúiral 27—19 Jl B-RIÐILL. ^ ísracl — Austurrfki 17—11 ^ Austurriki — Finniand 27—22 C-RIÐILL. ^ Noreirur — Fareyjar 27—15 W NorcKur — ítalia 21—14 SvisslendinKar voru druKgir sigurveK- SS arar í A-riðli, fsraciar í B-riðli og Norðmenn í C-riðli. Luxemburg, Finn- land og Færeyjar eru úr leik, en sigurvegararnir ásamt PortÚKölum, Austurrikismönnum og ítölum leika í næstu umfcrð keppninnar. og Axels Axelssonar. Dankersen sigraði í leiknum 20—12, og áttu íslendingarnir allir góðan leik. Ólafur Jónsson sagði í viðtali við Mbl. í gær, að Jóhann hefði sýnt því mikinn áhuga að fá þá til liðs við landsliðið, en það væri erfitt fyrir hann og Axel að taka sér frí frá vinnu og um leið kostnaðarsamt. — Þetta getur því ráðist nokkuð af því hvað HSÍ getur komið til móts við okkur, í sambandi við vinnutap og kostnað sem við verðum fyrir. — Þetta skýrist nú alveg á næstunni, þvi að ætli HSI að greiða götu okkar verðum við að fá að vita það fyrir helgina, sagði Ólafur. Eins og skýrt hefur verið frá verður landsliðið í handknatt- leik tilkynnt nú næstu daga, þar sem lokaundirbúningur fyrir Frakklandsferð liðsins stendur fyrir dyrum. Jóhann Ingi var væntanlegur til landsins í gærkveldi. ÞR. Holmes rotaði áskorandann! LARRY Holmes varði WBC heimsmeistaratitil sinn um helgina gegn Spánverjanum Alíredo Evangelista. Keppnin var alger einstefna frá upphafi til enda, en endalokin komu í 7. lotu, þegar llolmes rotaði Évangelista með gífurlegu hægri handar höggi. Lá Spánverjinn í móki í tæpa mínútu. áður en hann vissi á ný hvar hann var og hvað hann hét. Þetta var 29. sigur Holmes í röð og enn hefur hann ekki tapað sem atvinnumaður. Holmes hefur aldrei keppt við Mohammed Ali og eftir leikinn sagði hann sjálfur, að sér virtust litlar horfurá að keppni milli þeirra væri á næstu grösum. Holmes mun næst verja WBC-titil sinn í mars og þá líklega gegn Jimmy Young, Scott Ledoux eða Duane Bobick. ÍR-INGURINN Paul Stewart, sem kærður var af UMFN vegna atviks sem átti sér stað í leik UMFN og ÍR á Keflavíkurflugvelli á dögunum, var á laugardag- inn dæmdur í þriggja vikna leikbann af Aganefnd Körfuknattleikssambands íslands. Tildrög málsins voru í stórum dráttum þau, að í umræddum leik sló Stewart Njarðvíkinginn Stefán Bjarkason það illa, að sauma varð nokkur spor í andlit hans. Njarðvíkingar kærðu málið til KKI, sem vísaði því til aganefndar. Aganefndin tók síðan málið fyrir á laugardaginn og þar sem um brot var að ræða, sem þýtt gat meira en eins leiks leikbann, fór fram munnleg- ^ ur málflutningur. Að honum | loknum kvað aganefndin upp i úrskurð sinn, sem hljóðaði % upp á þriggja vikna leikbann kc frá og með 11. nóvember. Það , þýðir að Stewart má ekki M leika með ÍR gegn UMFN 18. ^ nóv. og KR 29. nóv. Hins vegar má hann leika gegn A Val 2. desember. |^ Meistarakeppnin: Bodan verð- 5 ur í marki! 5 Frammistaða Eyja-Þórs í 2. deild í handknattleik hefur vakið verðskuldaða athygli. Hin kornungi og efnilegi markvörður liðsins, Sigmar Þröstur, átti stóran þátt í hversu liðinu hefur gengið vel. Sigmar, sem er aðeins 16 ára gamall, sést hér vera við öllu (Ljósmynd Sigg.) I KVÖLD kl. 21.00 fer fram í Laugardalshöllinni leikur Vals og Víkings í meistarakeppn- inni í handknattleik. En Valur sigraði í Islandsmótinu á síðasta ári og Víkingar í hikarkcppninni. Leikur þessi er líka hugsaður sem fjár öflunarleikur. en liðin standa nú í mjög kostnaðarsamri Evrópukeppni. Valur og Víkingur eru nú efst og jöfn að stigum í íslandsmót- inu í handknattleik og var leikur liðanna er þau skildu jöfn í mótinu afar spennandi og skemmtilegur. Þjálfari Víkinga, Árgentínumenn græddu minna HM í Argentínu á síðastliðnu sumri gaf af sér sem svarar 74.3 milljónum Bandaríkja- dala, sem er um 8 milljón dölum minna heldur en IIM í Vestur-Þýzkalandi gaf af sér árið 1974. Þetta kom fram í tilkyningu frá FIFA fyrir skömmu. Þetta kemur á óvart, vegna þess að almennt hefur verið talið, að knattspyrnuáhugi sé síst minni í Suður-Ameríku en í Evrópu. Bodan, mun leika með Víkingi í kvöld. Hann er mjög reyndur markvörður og lék á sínum tíma 70 landsleiki fyrir Pólland. Þá var hann aðalmörkvörður pólska liðsins Slask í mörg ár. Víkingum hefur ekki tekist að sigra Val það sem af er vetrin- um, og munu áreiðánlega leggja á það mikið kapp í kvöld. Það verður þvi væntanlega mikið fjör á fjölum hallarinnar. þr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.