Morgunblaðið - 14.11.1978, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 14.11.1978, Qupperneq 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978 Valur í basli með IR ÍSLANDSMEISTARAR Vals hafa ckki verið sannfærandi í lcikjum sínum að undanförnu ok svo var einnis í leik þeirra gegn ÍR á laugardaginn. Attu Valsarar lengi vel í hinu mesta basli með ÍR-inga og má sem dæmi nefna að staðan var 10.10 þegar 10 mínút- ur voru cftir af leiknum en á lokamínútunum tóku Vaismenn sprett mikinn og unnu öruggan sigur 16.11. Ljósu punktarnir við þennan leik var varnarleikur beggja liða og markvarzla þeirra Ólafs Bene- diktssonar og Jens Einarssonar. Sóknarleiiur beggja liða var mátt- lítil og einhæfur og það ásamt góðri vörn og markvörzlu hélt markaskoruninni alveg í lágmarki. IR-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 3:0, 4:1 og síðast 5:3 en þá drapst á markavélinni um hríð og IR skoraði ekki mark næstu 17 mínúturnar. Þetta notfærðu Vals- menn sér vel og skoruðu fjögur mörk og komust yfir 7:5. Staðan í hálfleik var 7:6. Markaskorun var í algjöru lágmarki lengi vel í seinni hálfleik. ÍR-ingar náðu að jafna 9:9 og aftur 10:10 og voru þá 10 mínútur til leiksloka. En þegar hér var komið sögu þyngdist sókn Valsmanna og vörn 1R fór að opnast. Skoruðu Valsmenn 3 næstu mörk og gerðu þar með út um leikinn. Á þessum tíma fóru ÍR-ingar illa að ráði sínu í sókninni. Þeir áttu skot í stöng og Óli Ben varði víti Brynjólfs. Undir lokin varð leikurinn hrein leik- leysa. Sem dæmi um það má nefna að Valsmenn skoruðu 3 mörk og IR-ingar eitt mark á seinustu mínútu leiksins og að auki misnot- aði Brynjólfur eitt vítakast! Hlýt- ur þetta að vera einsdæmi. Sem fyrr var vörn Vals góð og markvarzla Ólafs Benediktssonar • Sigurður Svavarsson fær óblíðar viðtökur hjá vörn Vals í leiknum á laugardaginn. Ljósm. Kristján. mjög góð en sóknarieikurinn var bitlítill. Beztu menn iiðsins voru Ólafur markvörður og Þorbjörn Guðmundsson. Sama má segja um lið IR, markvarzlan var mjög góð og sömuleiðis var vörnin sterk en sóknarieikurinn var mjög ráðleys- islegur. Beztu menn liðsins voru Jens markvörður og Sigurður Gíslason, sá baráttuglaði varnar- maður. Brynjólfur gerði marga laglega hluti en inn á milli var hann hrikalega mistækur. 1STUTTU MÁLI. LauKardaishöll 11. nóvember, íslandsmótiö 1. deiid. Valur - ÍR 16.11 (7,6). MÖRK VALS. Þorhjörn Guðmundsson 5 (3 v), Bjarni Guðmundsson 4, Jón H. Karlsson 3, Steindór Gunnarsson 2, Jón Pétur Jónsson 2. MÖRK ÍR« Brunjólfur Markússon 3, Guðjón Marteinsson 3 (2 v), Ársæll Hafsteinsson 2, Bjarni Hákonarson 1, Sigurður Sverrisson 1 og Vilhjálmur Sigurgeirsson 1 (1 v) mark. MISHEPPNUÐ VÍTAKÖST, Ólafur Bene- diktsson varði víti frá Vilhjálmi Sigurgeirs- syni og Brynjólfi Markússyni og Brynjólfur skaut einnig framhjá úr vítakasti. Jens Einarsson varði vftakast Þorbjarnar Guðmundssonar. BROTTVÍSANIR, Sigurður Gíslason, Guð- jón Marteinsson og Vilhjálmur Sigurgeirs- son ÍR, allir útaf í 2 mínútur, og sömuleiðis Steindór Gunnarsson Val. -ss. Létt hjá FH gegn HK HK-LIÐIÐ nýliðarnir í 1. deild sem virkuðu svo sannfærandi í si'num fyrstu leikjum í haust náðu ekki að standa upp í hárinu á FH er liðin léku í 1. deild í Ilafnarfirði á laugardag. Sex marka sigur FH 22—16 var síst of stór eftir gangi leiksins sem var frckar slakur og mikið var um mistök á báða bóga. HK liðið skoraði reyndar 17 mörk í leiknum en eitt mark þeirra sem var fullkomlega löglegt var ekki dæmt. Þrumuskot hafnaði í netinu og hrökk þar út um gat sem á því var. Þarna sváfu dómarar leiksins illa á verðinum. Þá eiga þeir í upphafi leiks að athuga hvort gat sé á netum markanna. Þetta sást þeim yfir. Staðan í leiknum var 20—14 þegar þetta mark var skorað svo að varla gat það haft svo mikil áhrif á leikinn. en hefði verið um jafnan leik að ræða hefði þetta atvik getað valdið mikilli ólgu. Það er því eins gott fyrir dómarana að vera vel á verði. HK-liðið byrjaði leikinn af mikium krafti og tókst að ná 3 marka forystu 5—2 á fyrstu 10 mínútum leiksins. Var þá vörn FH og markvarsla slök. Smátt og smátt fór þó meira að kveða að FH í leiknum og þar var Geir Hall- steinsson fremstur í flokki, skor- aði hann fimm af fyrstu átta mörkum FH og var það ekki fyrr en hann var tekinn úr umferð að HK fór að komast leikinn aftur. aðeins inn I hálfleik hafði FH þriggja marka forystu 11—8. I síðari hálfleiknum var sem aliur vindur væri úr HK, liðið náði sér ekki á strik og FH náði betur en gegn Fram á dögunum. Þó vantar töluvert á til að liðið virki sannfærandi. Geir var besti maður liðsins að vanda, þá var varnarleikurinn góður er líða tók á og Magnús markvörður varði vel í síðari hálfleiknum. Mörk FH. Geir iiallsteinsson 8 (2v), Guömundur Maftnússon 4. Guömundur Arni Stefánsson 3, Janus Guðlaugsson 3, Valgarð Valgarðsson 2, Gils Stefánsson 1, Hans Guðmundsson 1. Mörk IIK, Hilmar Sigurgíslason 5, Björn Blöndal 4. Ragnar Ólafsson 4 (2v), Óskar Bjartmarsson 2, Kristinn Ólafsson 1. Brottvísun af velli. Geir Hallsteinsson, Gils Stefánsson, og Valgarö Valgarðsson, allir úr FH. útaf f 2 mfn. Misheppnuð vítaköst, Engin. Dómarar, Jón Sæberg og Pétur Cristians- sen og dæmdu þeir ekki nægilega vel. Þeir hefðu mátt vera ákveðnari f dómum sfnum. - ÞR. • Stefán Jónsson (tætari) gerir allt s Hauka og Víkings á sunnudagskvöld. yfirburðastöðu, og sigur liðanna var aldrei í hættu. Lið FH Iék þennan leik isiandsmðtlð 1. delld Lið HK getur áreiðanlega gert betur en það gerði í þessum leik. Það skortir meiri festu og yfirveg- un i leik sinn. Þá verður liðið að bæta varnarleikinn til muna. Bestu menn HK að þessu sinni voru þeir Ragnar Ólafsson og Björn Blöndal. í STIÍTTU MÁLI íþróttahúsið Hafnarfirði 11. nóv. FH-HK 22-16 (11-8). Eru Hauka missa af VÍKINGAR sigruðu Hauka á sunnudagskvöld í 1. dcildinni í handknattleik nú möguleikar Hauka á að vera í toppbaráttunni í deildinni hverfandi litli fyrstu fjórum leikjum sínum í mótinu. í leiknum á móti Víkingi á sunnud vítaköst og þar af þrjú á mjög mikilsverðum augnablikum í seinni hluta sí leikur Hauka í röð þar sem þeir misnota mjög illa vítaköst og hugsanh leiknum á móti víkingi. Sigur Víkinga í þessum leik var mikilvægur fyrir þá, því að þeim hefur oftast gengið illa í leikjum sínum í Hafnarfirði á móti Hauk- • Hinn ungi og efnilegi leikmaður í FH-liðinu, Guðmundur Magnússon, skorar hér laglega eftir góða línusendingu frá Geir Hallsteinssyni sem sést til hægri á myndinni. Ljósm. Kristján. Fyrri hálfleikur í leik liðanna var mjög góður, mikill hraði var í leiknum og fallegar leikfléttur sáust hjá báðum liðum. Haukarnir náðu frumkvæðinu í leiknum og leiddu svo til allan fyrri hálfleik- inn, en tókst samt aldrei að hrista Víkingana af sér. Það var fyrst og fremst stórgóð markvarsla Gunn- laugs Gunnlaugssonar í marki Hauka sem gerði það að verkum að Víkingar náðu ekki að jafna metin fyrr en á lokamínútum hálfleiks- ins, og í hálfleik var staðan 10—10. Sem dæmi um markvörslu Gunnlaugs má nefna að hann varði vítakast frá Páli Björgvins- syni á 11. mínútu og hrökk boltinn aftur út til Páls sem skaut en aftur varði Gunnlaugur. Hjá Víkingi var Viggó Sigurðs- son óstöðvandi og skoraði hvert markið af öðru. Af 10 mörkum Víkinga í fyrri hálfleik gerði Viggó alls sex, og sum hver af miklu harðfylgi. Ekki er annað að sjá en að hann sé að fullu að ná sér eftir meiðsli þau er hlaut fyrr í vetur. Eftir líflegan og vel leikinn fyrri hálfleik áttu flestir von á ekki minni skemmtun í síðari hálfleik, en það dofnaði verulega yfir leiknum og liðin náðu ekki að sýna þá takta sem þau sýndu í síðari hálfleiknum. Bæði liðin léku nú mun varlegar en áður og ætluðu sér augsýnilega ekki að missa sigurinn út úr höndunum á sér. Víkingum tókst að ná tveggja marka forskoti 14—12, en Haukar jafna 14—14, og svo aftur 15—15. Þá fá Haukar tvívegis vítakast en bæði mistakast. Kristján Sig- mundsson markvörður Víkinga lét ekki að sér hæða og varði þau bæði. Þetta gerði útslagið fyrir Hauka í leiknum. Víkingar komast tvö mörk yfir 17—15, Andrés minnkar muninn niður í eitt mark með því að skora laglega úr horninu, en síðan ekki söguna meir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.