Morgunblaðið - 14.11.1978, Side 47

Morgunblaðið - 14.11.1978, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978 27 • Ágúst Kárason, lyfti samtals 300 kg og vann yfirburðasigur í yfirþungavigt. Gullverðlaun. • Birgir Borgþórsson hlaut gull- verðlaun í 90 kg flokkinum, lyfti samtals 297,5 kg og var sigur hans öruggur. Verðlaunahafarnir ÞAÐ VORU fleiri heldur en Skúli Óskarsson sem slógu í gegn í lyftingum nýverið. Sömu helgi og hann var að tryggja sér silfurverðlaun á heimsmeistaramótinu var unglingalandslið Islands að keppa á Norðurlandamótinu í kraftlyftingum, en það fór fram í Danmörku. Er skemmst frá því að segja, að piltarnir unnu til eigi færri en sex verðlauna á mótinu, sem er næstum 6 verðlaunum meira heldur en nokkur hafði þorað að vona. Allir náðu unglingarnir sínum besta árangri til þessa og enn meiri árangurs má vænta frá þeim, því að það er af og frá að slegið hafi verið slöku við á æfingum. Blm. hitti afreksmennina í Jakabóli rétt fyrir helgi og tók þá af þeim myndir þær sem hér birtast. Kom fram í spjalli, að í byrjun hefði verið litið á þá sem einhver viðundur og enginn tekið þá alvarlega. Hins vegar breyttust svipbrigði frænda vorra, þegar strákarnir byrjuðu að hrúga niður verðlaununum. Það er ljóst af úrslitum í Norðurlandamótinu, að lyftingar eru í mikilli sókn hérlendis, líklega meiri heldur en nokkurn grunaði. Árangur Skúla bendir og til þess. - gg- 1 • Óskar Kárason silíurverð- launahafi lyfti samtals 275 kg. • Guðgeir Jónsson lyfti samtals 280 kg í 82,5 kg flokkinum. Ekki lyfti Guðgeir minna hlassi heldur en sigurvegarinn, en Guðgeir var tins vegar fáeinum kg þyngri og varð því að sjá af gullinu. V I J L • Þorsteinn Leifsson vann silfur- • Þorvaldur Rögnvaldsson vann verðlaun í 75 kg flokkinum, lyfti bronsverðlaun í 60 kg flokkinum samtals 225 kg. lyfti samtals 170 kg. O Landsliðið sem frægðarförina fór. Ljósm. Mbh gg. Atvinnumenska í Danmörku var vitleysa! FYRIR síöasta keppnistímabll inn- leiddu Danir atvinnumennsku í knatt- spyrnu sinni og eru þá einu sönnu áhugamennirnir eftir vér íslendingar. Danir voru afar bjartsýnir á nýjungina og hugsuöu gott til glóöarinnar, nú tæki dönsk knattspyrna stefnuna upp á við. En allt kom fyrir ekki og nú þegar keppnistímabilinu í Danmörku er nýlokið, eru fjárhagsstaöa ýmissa liöanna svo ískyggileg, aö vafamál er hvort þau beri nokkrun tíma sitt barr á ný. Hvað gerðist? Svarið er einfalt, það-var sjaldgæft að meira en 2000 manns kæmu aö sjá leik í dönsku fyrstu deildinni, hvað þá á leiki í 2. og 3. deild, en þar var atvinnumennskan einnig innleidd. Án áhorfenda fær knattspyrna ekki þrifist, hvað síst atvinnuknattspyrna. Atvinnumennskan var einnig inn- leidd í landsliöiö og tekjurnar sem leikmennirnir fengu fyrir að spila landsleiki voru slíkar, að knatt- spyrnusambandið danska græddi lítið. í Svíþjóð er það sama uppi á teningnum og kemur þaö meira á óvart heldur en í Danmörku, því að sænsk knattspyrna er mjög góð. Er skemmst að minnast, að Malmö FF komst í 8-liöa úrslit Evrópubikarsins á kostnað Frakklands og Sovét- meistaranna. Hvað viðvíkur Svíum, fækkaöi áhorfendum þrátt fyrir að knattspyrnan væri ekki lakari, jafnvel betri en áöur. Þegar vandamáliö er á því stigi, er það vægast sagt erfitt viðureignar. Eitt er víst, að frændur okkar á Norðurlöndum geta ekkert af okkur íslendingum lært, enda fækkar áhorfendum hérlendis vafalaust hraðar en hvarvetna annars staöar. Birtles ÞAÐ var mikill kuldi hjá þeim - Brian Clough og Peter Taylor að selja til Newcastle miðherjann sterka Peter Withe. I fvrstu var það mál manna, að þeir hefðu gert mikil mistök, en slíkt er fátítt hjá þeim félögum. Og margir sann- færðust um vitleysuna, þegar Forest gekk frekar illa í fyrstu 5 leikjum haustsins. Það var einkum markaskorunin sem var höfuð- verkur liðsins. Ungur maður að nafni Gary Birtles kom inn i liðið í stöðu miðherja í fimmta leik haustsins, en sýndi þá lítið. Það var ekki fyrr en að Forest lék gegn Liverpool í fyrstu umferð Evrópukeppni meistaraliða, að Birtles sýndi hvað í honum býr og þá sannfærðust menn, að Clough og Taylor vissu mæta vel hvað þeir voru að gera þegar þeir létu Withe fara til Newcastle. Hinn 22 ára gamli Birtles skoraði þá fyrra mark Forest og lagði upp það síðara og Forest sló Liverpool út úr keppninni. Gary Birtles fæddist í smáþorpi í útjaðri Nottingham og allt þar til að hann gekk yfir í raðir Notting- ham Forest, lék hann með áhuga- mannaliðum í nágrenninu, svo sem Long Eaton United og Long Eaton Rovers. Hann gerðist atvinnumað- ur hjá Nottingham Forest í nóvember 1976 og 12. mars lék hann sinn fyrsta leik með aðallið- inu, þá í annarri deild gegn Hull City. Lék Birtles þá stöðu tengi- liðs. Framherjaeiginleikarnir sögðu þó til sín í leiknum og tvívegis var hann átakanlega nærri því að skora gegn Hull. Eftir að hafa slegið í gegn gegn Liverpool, hélt Birtles sæti sínu í liðinu og síðan hefur hann gengið svo frá hnútunum, að hann verður ekki settur úr því aftur, nema sakir meiðsla. Hann skoraði glæsi- mark gegn Middlesbrough, annað í deildarbikarnum gegn Oxford, tvö falleg í viðbót gegn Úlfunum og enn eitt í Evrópuleiknum gegn AEK frá Aþenu. Birtles er nú af .mörgum spáð landsliðssæti áður en langt um líður. Gery Birtles. I Forest gegn Brighton ^ DK£GIÐ helur veriö í 8-liAa úrslit ensku S| deildarhikarkeppninnar ok er í fljótu braKÖi erfitt aö sjá hvaöa lið eru líkleuust til aö komast enn na r Wemhley. Meistararnir Nottinttham Forest hljóta j>ó að teljast sÍKurstranifleírir á heimavelli sfnum tcettn Briichton. l.<-eds far Luton í ^ heimsókn <»K ætti sbmuleiðis aö vinna. bað ^ má þó minna á ótisÍKur Luton KeKn Aston Villa í siðustu umferö. Stoke fær Watford JB heim á Victoria-leikvanKÍnn. Watford hefur unnið athyKlisverða sÍKra í keppninni, þannÍK aö viöureÍKnin Ka'ti oröið hin tvísýnasta. Loks leikur annaöhvort Southampton eöa ReadinK á heimavelli KeKn Manchester Citv.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.