Morgunblaðið - 14.11.1978, Qupperneq 28
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978
Eyjólfur Konráð Jónsson:
Ræktun í sjó og
vötnum jafnsjálf-
sögð og á þurrlendi
Tillaga Stefáns Jónssonar o.fl. um fiskeldissjóð rædd í efri deild
markaði stefnu til árangurs. ís-
lendingar ættu að sjálfsögðu, eðli
mála samkvæmt, að vera í broddi
fylkingar í þessu efni. Það sem hér
um ræddi, til stuðnings stórri
framtíðaratvinnugrein, væri að-
eins andvirði eins mótorbáts, sem
skila myndi sér margfalt í þjóðar-
búið.
Skortir fjármagn
Alexander Stefánsson (F) sagði
það standa okkur fyrir þrifum, hve
lítið væri sinnt raunhæfum rann-
sóknum og tilraunum, þrátt fyrir
að hæfir vísindamenn væru til
staðar. Þar hefði skort fjármagn,
þótt arðsemi slíkra rannsókna
væri hafið yfir vafa. Hann vakti
athygli á Kolgrafarfirði og
Hraunsfirði á Snæfellsnesi sem
hentugum fyrir tilraunir af þessu
tagi og fiskuppeldi.
Stefán Jónsson (Abl). Gcir
Gunnarsson (Abl). Oddur Ólafs-
son (S), Ililmar Rósmundsson (F)
og Bragi Níelsson (A) hafa lagt
fram frumvarp um fiskeldi. Efn-
isatriði frumvarpsins eru þau. að
stofnaður verði fiskeldissjóður, í
viirzlu Framkvæmdastofnunar.
með framlagi úr ríkissjóði að
fjárhæð 900 m. kr. á næstu 5
árum, — og hvcrn vcg verja skuli
til stuðnings við fiskirækt, bæði í
sjó og fersku vatni. rannsóknir
og rekstur.
Möguleikar fiskiræktar
ævintýri líkastir
Stefán Jónsson (Abl) vék m.a.
að tilraunum, sem gerðar hafa
veriö hér á landi með fiskeldi,
bæði á vegum einstaklinga og
veiðimálastjórnar. Hann gat þess
og að tilraunir beggja vegna
Atlantshafs með fiskeldi í- sjó
hefðu leitt til umfangsmikiilar
atvinnustarfsemi í Kanada,
Bandaríkjunum, Sovétríkjunum,
Noregi — og raunar einnig í Japan
og ýmsum löndum Suðaustur-Asíu
(þar einkum með skelfisk og
krabbadýr). Þá vék hann að
tilraunum til að rækta flatfisk í
sjó í Bretlandi.
Þrátt fyrir mikið starf hér á
landi á þessum vettvangi sagði StJ
að geysimikið verk væri óunnið á
sviði tilrauna og ræktunar sjávar-
fiska. Hann nefndi m.a. tilraunir á
vegum Líffræðistofnunar Háskól-
ans og Veiðimálastofnunar, sem
framkvæmdar hefðu verið að
verulegu leyti í samstarfi við
einkaaðila, og dr. Sigurður St.
Helgason, prófessor, hefði m.a.
unnið að sl. 5 ár. M.a. hafi verið
gerð tilraun með kynblending af
laxi og sjóbirting, laxbirting,
kynlausan fisk, sem ekki þurfi að
eyða orku í hrogn og svil, og vaxi
því fyrr.
StJ sagði þannig til haga víða í
sjávarplássum, að tiltækt væri
heitt vatn, jarðhiti til að hita á
ódýran hátt eldissjó, sem skapaði
skilyrði til unifangsmikillar lax-
fiskræktar. Annars staðar mætti
nýta kælivatn frá vélum frysti-
húsa. Ymiss konar fiskúrgangi og
raunar loðnu yrði ekki komið
öðruvísi betur í verð en sem fóður í
fiskrækt. Vitnaði hann til reynslu
þar um í Noregi.
Þá vék StJ að tilraunum í
eldisstöð með heitum jarðsjó í
Húsatóftum við Grindavík, þar
sem Sigurður St. Helgason og
Eyjólfur Friðgeirsson, fiskifræð-
ingur, komu við sögu, og hættu til
eigin fjármunum, án fyrirgreiðslu
af hálfu hins opinbera. Þessi
tilraun hafi fært heim sanninn um
að á öllu sunnanverðu Reykjanesi
væri hægt að nýta heitan jarðsjó í
þessum tilgangi, sem falla muni til
í stórum stíl við fyrirhugaða
saltvinnslu á nesinu.
StJ vitnaöi og til vísindamanna
um furðulega möguleika, sem
falist gætu í notkun á volgum og
efnastýrðum eldissjó fyrir helztu
fiskitegundir okkar. Hann vék að
tilraunum erlendis til að finna
kjörfæði þorsklirfunnar, sem hún
nærist á þær 3 til 4 vikur, sem
ráða úrslitum um hvern veg
hrygning heppnast. Með einbeit-
ingu sérfræðinga ætti að vera
hægt að finna þessa kjörfæðu —
og væri það hægt, myndi notkun
eldistjarna með réttri sjávar-
blöndu geta tryggt fiskislóðina
árlega gegn misheppnaðri hrygn-
ingu.
StJ. lagði í lokin áherzlu á
þýðingu rannsókna í ræktunartil-
raunum af þessu tagi og hversu
hyggilegt það væri að verja
nokkrum fjármunum til þeirra.
Ræktun í sjó jafn
sjálfsögð og á landi
Eyjólfur Konráð Jónsson (S)
sagðist lítill aðdáandi Fram-
kvændastofnunar — en tilgangur
þessarar tillögu væri hafinn yfir
allan vafa. Hann varðaði einn
Alexander Stefánsson
mikilvægustu möguleika þjóðar-
innar í verðmætasköpun.
EKJ rakti frumkvæði og margra
ára framtak dr. Snorra heitins
Hallgrímssonar, í samstarfi við
Kristin Guðbrandsson og dr. Odd
Ólafsson, alþingismann, er hófst
fyrir hálfum öðrum áratug. —
Hann rakti starfsemi þessa allt
frá byggingu tilraunastöðvar að
Keldunt til tilrauna að Tungu í
Landbroti. Þessir menn hafi unnið
mikil hugsjónastarf í fiskræktar-
málum — og lagt á sig mikið
erfiði, ofan á föst störf sín, og hætt
til fjármunum. Rétt sé að nöfn
þeirra komi fram, þegar forsaga
þessara mála sé rakin í sölum
Alþingis. EKJ sagðist hafa haft
gæfu til að tengjast starfi þess-
arra manna og kvaðst höfundur að
nafngift hins nýja afbrigðis: lax-
birtingur. Hann kvaðst hafa fylgst
með ræktun þessa afbrigðis austur
í Tungu í Landbroti, veitt hann og
snætt, og teldi hann betri fisk en
bæði lax eða sjóbirting. EKJ sagði
það einstakt fyrirbrigði að tekizt
hefði að rækta þennan kynlausa
fisk, þannig að engin orka færi í
hrogn eða svil, allt í vöxt fisk-
holdsins.
EKJ fór nokkrum orðum um
tilraunir og fiskeldi fyrirtækis
þeirra félaga, sem rekur tvær
eldisstöðvar, aðra í Ölfusi en hina
austur í Landbroti.
Hann sagði að Alþingi ætti
hiklaust að stuðla að og styrkja
tilraunir á þessum vettvangi.
Fullvíst væri, að þótt frumherjar
þessa máls bæru e.t.v. ekkert úr
býtum annað en erfiðið, ætti
fiskeldi margs konar eftir að veröa
mikill atvinnuvegur á Islandi. Það
yrði ótvírætt eins með auðæfi hafs
og vatna, eins og á þurrlendi, að
það yrði ræktun sem réði ferð og
Ellefu þingmenn Alþýðuflokks-
ins hafa lagt fram í Sameinuðu
þingi tillögu til þingsályktunar
um kerfisbreytingu skattalaga.
sem m.a. felur í sér að virðisauka-
skattur komi í stað söluskatts,
tekjuskattur af almennum laun-
um verði afnuminn. að hvort
hjóna verði sjálfstæður skattaðili,
að stighækkandi tekjuskattur
haldist á atvinnurekstri ofl.
Tillagan fer hér á eftir.
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að láta endurskoða
gildandi skattalög með kerfis-
breytingu fyrir augum, sem af-
næmi úrelta og óréttláta skatt-
stofna, einfaldaði skattkerfið og
tryggði bætt framtöl, betri skatta-
skil og raunhæfara skattaeftirlit.
Tillögur um breytingar verði m.a.
miðaðar við þessi grundvallaratr-
iði:
1. Að í ársbyrjun 1980 leysi
virðisaukaskattur söluskatt af
hólmi og skal upphæð hans við það
miðuð, að tekjur af honum verði
Stefán Jónsson
jafnmiklar og af núgildandi sölu-
skatti og tekjuskatti að frádregn-
um þeim tekjuskatti, sem áfram
yrði greiddur af atvinnurekstri og
hæstu tekjum samkvæmt síðari
ákvæðum þingsályktunar þessar-
ar. Sem undanfari þeirrar breyt-
ingar færi fram allsherjarendur-
skoðun á útgjaldakerfi ríkisins í
því skyni að minnka tekjuþörf
ríkissjóðs og auka stjórnunarsvig-
rúm við fjárlagagerð með því m.a.
að draga úr sjálfvirkni útgjalda.
2. Að frá sama tíma verði
felldur niður tekjuskattur af
launatekjum nema þeim, sem ná "
hærri fjárhæðum en nemur tvö-
földum meðaltekjum verkamanna,
sjómanna og iðnaðarmanna á
síðasta ári eftir að þær hafa verið
leiðréttar samkvæmt kaupgjalds-
vísitölu. Við ákvörðun á skatt-
skyldum tekjum einstaklings af
eigin atvinnurekstri skulu laun
hans áætluð eins og telja má
eðlilegt miðað við vinnuframlag
hans í þágu fyrirtækis síns, svo og
stöðu hans, og vera hliðstæð
tekjum fyrir sams konar störf í
atvinnurekstri eins og ráð er fyrir
gert í lögum, en sérstöku eftirliti
verði auk þess beitt til þess að
koma í veg fyrir að fólk sé tekið á
launaskrá án þess að það starfi í
þágu fyrirtækisins, enda liggi
þung viðurlög við slíku.
3. Hvort hjóna um sig verði
sjálfstæður skattgreiðandi án til-
lits til þess, hvort vinna fer fram
utan eða innan heimilis að hluta
eða einvörðungu. Vinni annar
aðilinn einungis á heimili skal
hann eiga rétt til ráðstöfunar á
hluta af tekjum hins og greiða
útsvar af þeirri fjárhæð, en þó
aldrei til hærri hluta en svarar til
helmings af tekjum heimilisins. Ef
það hjóna, sem annast heimilis-
störf, sýnir fram á að það hafi ekki
fengið til ráðstöfunar þann hluta
teknanr.a, sem hún eða hann er
talinn eiga rétt á, ber þeim, sem
tekna heimilisins aflaði, að greiða
allt útsvar af þeim.
4. Af atvinnurekstri, hvort sem
Aödáun mín og
viðurkenning
Stefán Jónsson tók aftur til
máls. Þakkaði jákvæðar undirtekt-
ir. Hann sagðist vilja árétta
aðdáun sína á þeim mðnnum, sem
varið hefðu fé og fyrirhöfn í
brautyrðjendastarf á sviði fisk-
ræktar og tilrauna á þeim vett-.
vangi. Þar ættu þeir mikilvægan
hlut að máli dr. Snorri heitinn
Hallgrímsson og samstarfsmenn
hans, þ.á m. Eyjólfur Konráð
Jónsson. Starf þeirra hefði vakið
athygli á þeim miklu möguleikum,
sem hér um ræddi, og auka myndu
gæði lands okkar, er nýtt yrðu.
Frumvarpinu var að lokinni
umræðu vísað til fjárhags- og
viðskiptanefndar efri deildar Al-
þingis.
hann er stundaður af einstakling-
um, sameignarfélögum, hlutafé-
lögum eða opinberum aðilum, skal
greiddur stighækkandi tekjuskatt-
ur.
5. Reglur um afskriftir eigna
skulu annars vegar við það miðað-
ar, að afskriftirnar svari til
eðlilegrar verðmætisrýrnunar
miðað við verðmæti eignar þegar
afskrift fer fram og hins vegar að
jafnan sé miðað við mat á
upphaflegum endingartíma eign-
arinnar, þ.e. að kaupandi eignar
afskrifi hana með sama hætti og
seljanda hennar hefði borið að
gera, þannig að sama eign verði
aldrei afskrifuð oftar en einu
sinni.
6. Reglur um heimild til þess að
draga vexti af skuldum frá tekjum
skulu við það miðaðar, að um hafi
verið að ræða nauðsynlega láns-
fjáröflun í þágu atvinnurekstrar-
ins.
7. Hagnaður af sölu eigna verði
skattlagður að svo miklu leyti sem
hann á ekki rót sína að rekja til
rýrnunar á verðgildi peninga.
8. Hert verði eftirlit með fram-
tölum og skattskilum og skattsvik
meðhöndluð með sama hætti og
önnur fjársvikamál.
9. Jafnframt fari fram endur-
skoðun á lögum um tekjustofna
sveitarfélaga með það fyrir augum
að auka frjálsræði þeirra til þess
að ákveða á hvern hátt þau afla
sér tekna sinna. Þó skulu þau ekki
fá heimild til þess að innheimta
söluskatt né virðisaukaskattl í
sambandi við þessa endurskoðun
verði m.a. sérstaklega athugað,
hvort rétt sé að sameina í einn
skatt tekjuskatt til ríkisins og
tekjuútsvar til sveitarfélaga þann-
ig að hinn nýi skattur yrði lágur,
en stighækkandi brúttóskattur,
sem staðgreiddur yrði og skipt
yrði í ákveðnu hlutfalli milli ríkis
og sveitarfélaga. Þar með félli
tekjuskattur einstaklinga í núver-
andi mynd alfarið niður og sömu-
leiðis tekjuútsvar í núverandi
mynd.
78000 skráð ökutæki:
Lagavernd í sölu
notaðra bfla
Algengasta tegund lausafjárkaupa
Eiður Guðnason (A) og fjórir
aðrir þingmenn Alþýðuflokks
hafa lagt fram tillögu til þings-
ályktunar þess efnis, að Alþingi
feli ríkisstjórninni að gera
ráðstafanir — með breytingar
að þar að lútandi lögum og
reglugerðum — til að tryggja
hagsmuni almennings gagnvart
aðilum er stunda verzlun með
notaðar bifreiðar. I greinargerð
er vitnað til tíðra frétta um svik
og pretti í tengslum við sölu
notaðra bifreiða. Skráð ökutæki
á landinu séu um 78.000 og árið
1977 fóru fram rúmlega 18.000
umskráningar hjá Bifreiðaeftir-
liti ríkisins, þar sem eigenda-
skipti áttu sér jafnframt stað.
Viðskipti af þessu tagi eru
einhver algengasta tegund
lausafjárkaupa og „sýnt er hinn
almenni borgari nýtur ekki
þeirrar verndar löggjafans, sem
nauðsyn ber til í þessum við-
skiptum,“ segja flutningsmenn.
Kerfisbreyting skattkerfis:
Virðisaukaskattur og
afnám tekjusköttunar
Tillögur Alþýðuflokks miðaðar við árið 1980