Morgunblaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978
41
fclk í
fréttum
Allir blaðales-
endur þekkja
þennan séntil-
mann fyrir fram-
an hljóðnemana,
með svarta
leppinn fyrir
vinstra auga.
Myndin er tekin
af Moshe Dayan á
flugvellinum í
Washington. Við
hlið hans er einn
nánasti sam-
starfsmaður hans
í Utanríkisráðu-
neytinu, Naftali
Lavie.
FÓRUST. Ekki fara miklar
sögur af konum meðal fjall-
göngukappa. unz nú alveg upp
á síðkastið, er fyrsta konan
kleif Mont Everest-tindinn. —
Þessar konur voru báðar
heimskunnar f röðum fjall-
göngukvenna> Vera Watson frá
Kalifornfu (til v.) og stalla
hennar Alison Chardwick frá
Leeds í Bretlandi. Þær ætluðu
einar síns liðs að klífa einn
hæztu tinda í Himalajafjöllum.
og lögðu upp frá Nepal, — eins
og flestir. Þær komu aldrei
aftur. Fjallagarpar frá Nepal
voru sendir af stað. — Þeir
fundu lík kvennanna í 24.500
feta ha>ð. Þar uppi var þvflíkur
kuldi, að ógerningur var að
fást við að flytja lík þeirra til
byggða. Þær höföu hrapað til
bana. Li'nan sem þær höfðu
bundið á milli sín var óslitin.
Þær voru 46 ára og 36 ára
gamlar.
«(F. n
■ •
+ AFMÆLI. — í gömlum
húsgangi um hin ýmsu
aldursstig mannsævinnar
segiri „Tíu ára tel ég barn,
tvítugan þroskagjarn,
þrítugan _ þrekinn
mann...“ í dag, 14.
nóvember, er Karl Breta-
prins þrítugur. — Var
þessi mynd send fjölmiðl-
um fyrir nokkru til birt-
ingar á afmælisdegi hans.
Myndin er tekin af Karli
er hann var fyrir nokkru í
kastala brezku konungs-
fjölskyldunnar í Skotlandi
— Barmoral kastala.
Hundurinn á bænum, sem
lætur vel að afmælisbarn-
inu, er af Labradorkyni og
er kallaður Harvey. Skota-
pilsið, sem Karl prins er í,
er í litum og mynstri hið
sama og afi hans, Georg
VI., klæddist, en það heitir
„The Hunting Stewart“ —
Develop
Ijósritunarvélar
bestu kaupin í dag
1. sérstaklega ódýrar. 2. sterkar. 3. lítiö viöhald.
4. taka mjög lítiö rúm á borði.
5. einfaldar aö vinna á.
DEVELOP
Vél sem öll fyrirtæki geta eignast.
SKRIFVÉLIN HF SUÐURLANDSBRAUT 12
sími 85277 Pósth. 1232.
Lækkun
hitakostnaðar
er nauðsyn
það er augljóst!
Þú getur sparað 20—30% af hitakostnaði heimilisins
með því að nota Danfoss ofnhitastilla.
Danfoss ofnhitastillar og Danfoss þrýstijafnarar hafa
sannað kosti sína um allt land.
Tækniþjónusta okkar hefur á að skipa sérhæfðum
starfsmönnum með raunhæfa þekkingu.
Leitið upplýsinga um Danfoss.
= HÉÐINN 5
VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 .....
f Lítiðbarn hefur litið sjónsvið