Morgunblaðið - 14.11.1978, Qupperneq 40
Lækkar
hitakostnaðinn
jrcggotttMftfrifr
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978
Þyrla sótti veikan
mann af Brettingi
I>YRLA varnarliðsins var í gærdag fengin til að sækja sjúkan mann ti)
Neskaupstaðar að beiðni lækna þar, en það var sjómaður af togaranum
Brettingi NS-50. Var togarinn staddur norðaustur af Norðfjarðarhorni
er beiðni barst frá togaranum, en skipverjinn hafði fenjjið heilablæðingu.
Hjálparbeiðni barst Slysavarna-
félaginu síðdegis í gær og var leitað
til varnarliðsins um aðstoð. Að sögn
Hannesar Hafsteins var fyrst áætl-
að að þyrlan tæki skipverjann beint
af togaranum á hafi úti, en þar sem
henni seinkaði á ferð sinni austur
var togarinn kominn til Neskaup-
staðar í þann mund er þyrlan kom
þangað og lenti hún því þar. Með
henni var eldsneytisflugvél og fór
læknir með þyrlunni að sunnan, og
var haldið með sjúklinginn til
Reykjavíkur og lent þar um kl. 20:50
og sjúklingurinn fluttur á Borgar-
spítalann.
Hluti endurvarpsstödvar Almanna-
varna vegna hugsanlegs Kötlugoss:
Týndist á leiðinni
frá Bandaríkjunum
ER LÓRANSTÖÐIN á Reynisfjalli var lögð niður fyrir nokkrum
mánuðum þurfti að koma upp nýju viðvörunarkerfi vegna
hugsanlegs Kötiugoss, en á Reynisfjalli var áður stöðug vakt allan
sólarhringinn. Nú er búið að setja upp nýtt viðvörunarkerfi, en enn
vantar þó inn í þá mynd endurvarpsstöð, sem á að setja upp á Háfelli
skammt fyrir austan Vík í Mýrdal. Þessi stöð á að komast í gagnið á
næstunni og verður þetta kerfi þá mun öruggara en var þegar
Lóranstöðin var helzti öryggisventillinn.
Ýmislegt varð til þess að seinka
uppsetningu þessarar endurvarps-
stöðvar. I fyrsta lagi þurfti að fá
leyfi frá Pósti og síma til að setja
upp stöðina. Þegar gengið hafði
verið frá samningum um þetta
atriði gerðist það að stór hluti
endurvarpsstöðvarinnar týndist í
pöntun frá Bandaríkjunum. Stöð
þessi kostar um eina milljón
króna, en síur, sem eru allt að
helmingur stöðvarinnar, skiluðu
sér ekki úr flutningi og nú hálfu
ári seinna hafa Almannavarnir
fengið greitt tryggingarfé og eru
síurnar nú loksins komnar til
landsins.
Endurvarpsstöðin er liður í
kerfi, sem bæði á að þjóna sem
viðvörunar- og fjarskiptakerfi um
landið. Það kerfi er byggt með það
fyrir augum að það geti tengst því
kerfi, sem er í Reykjavík, og með
tilkomu endurvarpsstöðvarinnar
hyggjast Almannavarnir loka
þeim legg öryggiskerfisins sem
nær frá Hornafirði og norður í
Breiðafjörð á næsta ári.
Reknetabátarnir
að fylla kvótann
REKNETABÁTARNIR hafa nú næstum fyllt kvóta sinn, sem ákveðinn var
15 þúsund lestir á síldveiðitfmabilinu, sem á að standa fram til 20. þessa
mánaðar. Á sunnudag voru um 14 þúsund tonn komin á land og aflinn
síðastliðna nótt var mjög góður, þannig að reikna má með að flotinn hafi í
nótt náð langleiðina í 15 þúsund tonn. Að sögn Jóns B. Jónassonar,
deildarstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, verður tekin ákvörðun um það í
dag hvaða dag reknetaveiðunum skuli hætt.
í hringnót höfðu á sunnudaginn
veiðst 10 þúsund lestir af síld, en það
er helmingur þess ufla, sem ákveðið
var að heimila hringnótabátunum að
veiða. Síðdegis í gær voru 20 bátar á
leið í land með góðan afla og veiðin
undanfarna daga hefur verið betri
en áður á vertíðinni. 17 hringnóta-
bátar voru búnir að fylla kvóta sinn
um helgina, en hann var fyrst
ákveðinn 210 tonn, en síðan aukinn í
240 tonn með forkaupsrétti Norður-
stjörnunnar. Búist var við að er þeir
20 bátar, sem voru á leið til lands
með afla, hefðu landað, hefðu um 25
bátar fyllt kvóta sinn.
Eins og í fyrra hefur veiðin í ár
glæðst mjög í kringum 10. nóvember.
Hins vegar versnar síldin sem
hráefni þegar orðið er svo framorðið
á vertíðina og sagði Jón að varla
kæmi til greina að framlengja
veiðitímabilið í ár.
Búið er að gera sölusamninga um
165 þúsund.tunnur af saltsíld, en það
er rúmlega sá afli, sem veiðst hefur.
Eftir er að salta í um 20 þúsund
tunnur og má búast við að því ljúki í
vikunni.
Samningur Spánar og Efta:
Slökkviliðsmenn báru varning úr geymslum hússins og slökktu í honum fyrir utan. Ljósm. Kristján.
Miklar skemmdir í
bruna í Breiðholti
ELDUR kom upp í húsinu nr. 10 við Stelkshóla í Reykjavík
um kl. 16t22 í gær, en þar hafði kviknað í geymslum á
neðstu hæð hússins sem er þriggja hæða fjölbýlishús.
Nokkrir íbúanna voru heima við í fbúðum á 2. og 3. hæð og
fóru út á svalir er reyks varð vart og kallað hafði verið á
slökkviliðið og björguðu smiðir, sem voru við vinnu í næsta
húsi, fólkinu niður af svölunum í stiga.
Nokkrir íbúa voru heima við og
urðu að yfirgefa íbúðirnar um
stiga sem smiðir í nágrenninu
höfðu reist og aðstoðuðu þeir
fólkið við að komast niður.
Allt lið slökkviliðsins fór á
staðinn og þegar þangað var komið
var kallað á varalið, en röskan
hálftíma tók að slökkva eldinn.
Var hann aðallega á neðstu hæð
hússins þar sem eru geymslur og
brunnu 3 geymslur alveg og
varningur sem í þeim vár. Þá urðu
nokkrar skemmdir á neðstu hæð-
inni af völdum hita og á efri
hæðum hússins er reykurinn barst
þangað upp.
Fjórir reykkafarar sóttu að
eldinum og sem fyrr segir tókst að
slökkva hann á rúmum halftíma.
Allir íbúar hússins, sem heima
voru, höfðu komizt út, en körfubíll
var reistur til öryggis og gengið úr
skugga um það strax að ekki væru
fleiri eftir inni.
Ibúarnir báðu Mbl. að koma á
framfæri þökkum til smiðanna og
annarra sem unnu í húsinu á móti
fyrir björgunina, og sögðu að ekki
hefði mátt miklu muna að illa færi
þar sem íbúðirnar fylltust smám
saman af reyk.
Flugleiðir fresta þjálfun
áhafnanna á DC-10 þotuna
STJÓRN Flugleiða hefur ákveðið
að fresta komu DC-10 þotunnar,
sent félagið hefur gert um kaup-
lcigusamning, til landsins, en
ráðgert var að hún kæmi á
áætlunarleiðir félagsins 10. janúar
n.k.
Stjórn Flugleiða kynnti fyrir
stéttarfélögum flugmannanna, þ.e.
Félagi Loftleiðaflugmanna og
Félagi ísl. atvinnuflugmanna, hug-
myndir sínar um skipun áhafna
DOIO þotunnar og áttu skv. þcim
7 flugstjórar að koma frá Loft-
leiðaflugmönnum, en 2 úr hópi
Flugfélagsmanna og allir
aðstoðarflugmenn úr hópi Loft-
leiðamanna. Stéttarfélögin svör-
uðu á þann veg að F.Í.A. hafnaði
ekki þessum hugmyndum, en
Félag Loftleiðaflugmanna taldi að
sínum félagsmönnum bæri að
fljúga breiðþotunni þar sem enn
væri ekki búið að sameina flug-
menn félagsins og í gildi samning-
ur við hvort félag þeirra um sig til
1. febrúar.
sameiningunni sé ekki að fullu
lokið.
Félag ísl. atvinnuflugmanna telur
hins vegar að hægt verði að ná
samkomulagi og vill fyrir sitt leyti
leggja mál þetta fyrir gerðarmenn
og hlíta úrskurði þeirra og að
nefndir félaganna, sem kjörnar
hafa verið til að fjalla um sam-
einingu flugmanna, fái þetta verk-
efni til úrlausnar.
Sjá nánar bls. 30
Féllútbyrðis
/
A að lækka toll á íslenzk-
um saltfiski um fjórðung
„ÞESSI viðskiptasamningur á að lækka tolla á íslenzkum saltfiski til Spánar um 25%, úr 10% í 7,5%,“ sagði
Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, er Mbl. spurði hann hvaða áhrif
viðskiptasamningur Spánar og Efta hefði á saltfiskssölu íslendinga til Spánar.
„Við reiknum einnig með að þessi
samningur greiði fyrir því að leyfi
fáist til útflutnings á saltfiski til
Spánar og hugsanlega kann hann að
opna dyrnar fyrir öðrum vörum,"
sagði Þórhallur.
A föstudag var tilkynnt að
viðskiptasamningur milli Spánar og
Efta lægi fyrir í meginatriðum, og er
stefnt að því að bráðabirgðasam-
komulag verði undirritað 7. desem-
ber. Samkvæmt samningum á að
draga úr viðskiptahömlum milli
Spánar og Efta í sama mæli og nú er
milli Spánar og Efnahagsbandalags-
ins, sem Spánn hefur nú sótt um
inngöngu í.
í frétt stjórnar Flugleiða segir að
stjórnin hafi ákveðið eftir að
Loftleiðaflugmenn vildu ekki fara
utan til þjálfunar nema allar
áhafnir yrðu skipaðar flugmönnum
úr Félagi Loftleiðaflugmanna og
árangurslausar samkomulags-
umleitanir að fresta þjálfun áhafna
um 3—4 mánuði og freista þess að
fá þotunni verkefni annars staðar
og nota mánuðina til að ná
samkomulagi við stéttarfélögin.
Loftleiðaflugmenn hafa brugðist
þannig við ákvörðun stjórnar Flug-
leiða að lýsa furðu sinni á henni og
telja hana óeðlilega og halda fast
við þá kröfu sína að þeim beri
einum réttur að fljúga DC-10 meðan
MAÐUR féll útbyrðis af 12 tonna
báti, sem var í róðri út af
Reykjancsi sl. sunnudagskvöld. Á
bátnum, sem gerður er út frá
Sandgerði, voru tveir menn, og
var verið að draga línuna er
annar þeirra féll útbyrðis, en það
var um kl. 19 á sunnudagskvöld.
Þegar var hafin leit að sjómann-
inum og tók þátt í henni auk Flosa
varðskip og var leitað fram undir
hádegi í gær, en maðurinn fannst
ekki.
Hann hét Jón Ingi Ingimund-
arson, 19 ára, til heimilis í
Keflavík.