Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1978 Skuttogarinn Ýmir HF 343 kom í gærmorgun til Haínarf jarðar, en það er Stálskip hf. sem keypt hefur togarann frá Englandi. Er þetta 7 ára gamalt, 469 rémlesta skip. Skipstjóri á Ými er Sverrir ' ErlendS80n. Uftsm. Kristján. J - Svavar Gestsson viðskiptaráðherra: Reikna með að almennir vextir standi óbreyttir Tillaga meirihlutans í framkvæmdaráði: 308 milljón kr. tekjur af sorphirðingargjaldi „í ÞEIM tillögum í vaxtamálum sem nú eru til umræðu í ríkis- stjórninni er meðal annars gert ráð fyrir því, að hagur útflutn- ingsatvinnuveganna batni um 2% í samræmi við loforð samstarfs- yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. í þessum tillögum er líka talað um vaxtahækkun. Ríkisstjórnin vinnur nú að því að gera tilteknar ráðstafanir í efnahagsmálum sem eiga að valda hjöðnun verðbólg- unnar og því tel ég að á þessu stigi sé ekki nauðsynlegt að hækka vexti," sagði Svavar Gestsson viðskiptaráðherra í samtaii við Mbl. í gær. Svavar kvaðst búast við því að ríkisstjórnin afgreiddi málið að öllu forfallalausu í næstu viku. „Ef okkur tekst að ná verðbólg- unni niður í kannski 30%, þá er komin sú staða að núverandi innlánsvaxtakjör eru raunveruleg- ir vextir," sagði viðskiptaráðherra. „Það kæmi svo til greina að lækka vexti, þegar verðbólgan er komin neðar en ég tel heldur ekki ráðlegt að grípa til almennrar vaxtalækk- unar um sinn. Ég reikna því með því að almennir vextir standi óbreyttir áfram í bili að minnsta kosti." LJÓST ER að samanlögð gjöld borgarbúa vegna sorphirðingar yrðu 308 milljónir króna samkvæmt tillögu þeirri sem framkvæmdaráð Reykjavfkurborgar hefur samþykkt að leggja fyrir borgarráð. Með tilkomu gáma í stað tunna undir sorp frá atvinnurekstri myndu gjöld þessi hækka í 4—500 milljónir króna. Eins og fram kom í tillögunni er gjaldið fyrir sorphirðinguna 25% kostnaðar á einstaklinga en 90% kostnaðar á fyrirtæki. Yrði sorphirðingargjaldið hækkað f 100% yrðu gjöld til borgarinnar af sorphirðingu um 800-1000 milljónir króna. gjöldum. Tillögurnar sem sam- þykktar voru munu ekki hvetja til hagræðingar að neinu marki, að vera auknar álögur á borgarbúa, einkum atvinnureksturinn," sagði Jónas. Þessar tölur komu fram í samtali við Jónas Elíasson fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fram- kvæmdaráði. „Hugmyndin er úr skýrslu gatnamálastjóra ti) borgarráðs. Þar er gert ráð fyrir að sorphirðan sé greidd með sérstöku gjaldi en það hefði verið hægt að fallast á það ef fasteignagjöldin hefðu verið lækkuð tilsvarandi," sagði Jónas. Eins og fram kom í frétt Mbl. á sunnudag lögðu fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í framkvæmdaráði fram tillögu um að fasteignagjöld yrðu lækkuð á móti þessari álagningu en sú t.illaga var felld af fulltrúum Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks. Fram til þessa hafa sorphirðingar- gjöld verið innifalin í fasteigna- gjöldum. „Sjálfstæðismenn hefðu kosið að Ekið á barn á gangbraut EKIÐ var á barn á gangbraut á Réttarholtsvegi við Hæðargarð í gærmorgun og hlaut það nokkur meiðsli. Varð slysið um kl. 8 um morguninn. Að sögn lögreglunnar í gærkvöldi voru árekstrar í Reykjavík orðnir 26 og urðu ekki önnur slys á mönnum en að framan greinir. halda fasteignagjöldunum eins og þau eru en veita þeim, sem ganga til móts við borgaryfirvöld í hagræðingarátt, t.d. með því að fækka tunnum eða taka upp gáma við blokkir, afslátt frá fasteigna- Framsóknar- flokkurinn nálægt hug- myndum krata um kauphækk- unina 1. des. Framsóknarflokkurinn hefur einnig kynnt í ríkisstjórn hug- myndir sínar um hvernig leysa eigi dæmið 1. desember. Munu niðurstöður þeirra varðandi þá launahækkun, sem til greiðslu kemur, vera nær hugmyndum Alþýðuflokksins en Alþýðu- bandalagsins. Hins vegar munu hugmyndir þeirra gagnvart búvöruverði og skattamálum aðrar en Alþýðuflokksins og í þeirra hugmyndum er tekið tillit til félagslegra fram- kvæmda einn og hjá Alþþýðu- bandalaginu en mat Fram- sóknarmanna á gildi félags- legra framkvæmda er annað en Alþýðubandalagsins. Svarað fyrirspurnum á Alþingi um kostn- að við utanlandsferðir FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram á Alþingi skriflegt svar við fyrirspurn Geirs Gunnarssonar alþingismanns um utanlandsferðir á kostnað ríkissjóðs og ríkisstofnana á árinu 1977. í svari fjármálaráðherra, sem er fjölritaður bæklingur 60 síður að stærð, koma fram nöfn þeirra, sem farið hafa utan, hvert þeir hafa farið, hve oft og hve langan tíma hver ferð tók. Þá kemur fram kostnaður vegna hverrar ferðar, annars vegar ferðakostnaður og hins vegar dvalarkostnaður. Ekki barst svar frá Alþingi og ekki eru tilgreindar sérstaklega þær stofn- anir, sem ekki höfðu kostnað af utanferðum á árinu 1977. Leigufiug Arnarflugs íGuate- mala hafið ÖNNUR véla Arnarflugs hefur nýlega hafið flug í Guatemala fyrir flugfélagið Aviateca, sem þar starfar og flýgur Arnarflug eina ferð á dag milli Guatemala City og Miami í Bandaríkjunum. Að sögn Halldórs Sigurðssonar sölustjóra Arnarf-lugs hófst flug- ið tveimur dögum síðar en ráðgert var, þar sem leyfi höfðu ekki borizt í tíma frá flugmála- yfirvöldum í Bandaríkjunum. Tvær áhafnir annast flugið, nema að flugfreyjur eru frá Aviateca flugfélaginu, ein flugfreyja félagsins verður ytra meðan á því stendur. Gert er ráð fyrir að þetta flug, sem er áætlunarflug, standi til loka janúar, en hugsan- Iegt er að það verði framlengt um þrjá mánuði. Hin þota Arnarflugs er í leiguflugi milli Jemen og Jeddah og flytur hún pílagríma milli þessara staða og annast 3 áhafnir það flug. Þann hálfa mánuð sem hlé var á pílagrímaflutningunum annaðist þota Arnarflugs ferðir fyrir Yemen Air frá Jemen til Kairó og Rómar. Pílagrímaflug- inu lýkur í desember og kemur þá vélin heim og fer í skoðun, en í janúar mun hún annast áætlunarflug á leiðum Boeing 727 þota Flugleiða meðan þær fara í skoðun. Halldór kvaðst gera ráð fyrir að báðar þoturnar yrðu í verkefnum hérlendis á næsta Matthías Bjarnason alþingismaður: Alfarið á móti því að reka Færeyinga úr landhelginni „RÍKISSTJÓRNIN ræður því að sjálfsögðu, hvað hún gerir, en ég hef haft mínar skoðanir á þessu máli." sagði Matthías Bjarnason, alþingismaður, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Matthías var að því spurður, hvað honum fyndist um þá yfirlýsingu sjávarútvegsráðherra, Kjartans Jóhannssonar, að segja ætti upp öllum veiðisamningum við erlend- ar þjóðir. Matthías sagði, að sjávarútvegs- ráðuneytið hefði þetta alveg í sínum höndum, en hér væru við veiðar auk frændþjóðar okkar, Færeyinga, Norðmenn og Belgar. Þeir veiddu hér sífellt minna og Tillógur Alþýðubandalags 1. Ríkissjóður greiði niður í kaupi 2. Lækkaðir beinir skattar 3. Félagsleg réttindamál framkvæmd 4. Minni hækkun landbúnaðarvara 3,5% 2,0% 2,0% 0£% 8,0% Launahækkun 1. desember verður þá 6,1% og þar af beri atvinnurekendur 2% án heimildar til að velta út í verðlagið. Tillögur Alþýðuflokksins Frá reiknaðri hækkun verðbótavísitölu 14,1% dragist eftirfarandi liðir: 1. Auknar niðurgreiðslur frá 1. desember 2,5% 2. Frádráttur vegna versnandi viðskiptakjara 2,0% 3. Framlag launþega til viðnáms gegn verðbólgu 3,0% 4. Frádráttur vegna minni búvöruhækkunar 1,0% 5. Lækkun tekjuskatts _2_%_ _ _<_'_ Greidd launahækkun 1. desember 3,6% minna, auk þess sem hér væru þeir því sem næst eingöngu á karfa- veiðum, einkum Belgar. Sá fisk- stofn væri alls ekki ofveiddur hér nema síður væri, og á meðan Belgar sýndu engan áhuga eða vilja á því að endurnýja eða stækka skip sín hér við land, þá væri að sínum dómi varla forsenda til þess að reka þá út fyrir landhelgi núna. Matthías sagði ennfremur, að eini raunverulegi samningurinn, sem í gildi væri, væri við Fær- eyinga. „Ég teldi það mjög slæmt innlegg í Hafréttarráðstefnuna að fara nú að reka þá út," sagði Matthías, „þessa smáu og góðu frænd- og vinaþjóð okkar. Færey- ingar hafa sýnt fullan skilning á því, þegar við höfum orðið að minnka sókn þeirra hingað til lands, eftir að breyttar aðstæður haí'a komið upp. Það voru hins vegar aðrar aðstæður, þegar þeir veiddu hér loðnu og við veiddum í staðinn kolmunna í færeyskri landhelgi. Slík mál hafa alltaf verið leyst milli þjóðanna með gagnkvæmum skilningi og sam- vinnu," sagði Matthías að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.