Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1978 23 ég lét í ljós undrun mína að hann skyldi leiðast út í slíka iðju, þá svaraði hann á sinn eldsnögga hátt: Þetta gerðu allir og stopp nú frændi, og neitaði um frekari útlistun enda ekkert fyrir sálgreiningar, sízt á sjálfum sér. Árið 1928, hinn 3. janúar, gekk Bjarni að eiga Elínu Jónatansdótt- ur, bónda að Miðdalsgröf og Smáhömrum í Steingrímsfirði. Settust þau að á ísafirði og bjuggu þar óslitið í rúm 40 ár. Sama árið og þau Bjarni gengu í hjónaband, andaðist Kristín á Keldu, systir hans. Tóku þau þá dóttur hennar, Guðrúnu, í fóstur 5 ára gamla og gengu henni í foreldra stað og reyndust henni alla tíð með afbrigðum vel og hún þeim. Þeim Bjarna og Elínu varð sjálfum ekki barna auðið. Bjarni var vélstjóri að mennt, sem áður segir, og hafði raunar einnig skipstjórnarréttindi. Fyrst í stað sótti hann sjóinn með ýmsum nafngreindum sjósóknur- um vestur þar, en hóf fljótlega störf í landi. Var hann lengst af yélgæzlumaður hjá íshúsfélagi ísfirðinga og allt til þess að hann hætti störfum fyrir aldurs sakir. Árið 1970 bregða þau hjón búi sínu vestra og flytja búferlum til Vestmannaeyja til Guðrúnar dóttur sinnar og manns hennar, Þorsteins trésmíðameistara Magn- ússonar, sem þar bjuggu með fimm börnum sínum, og því sjötta, Bjarna Gunnari, sem Guðrún hafði eignazt fyrir hjónaband með Sveini hagfræðingi Ásgeirssyni. Áttu þau Bjarni og Elín góða ævi í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar eða allt til þess að björgin klofnuðu og eldur varð laus úr iðrum jarðar í Vestmanna- eyjum í janúar 1973. Fóru gömlu hjónin þá á ný vestur til ísafjarðar og dvöldu þar um hríð á elliheim- ili, en fluttust til Guðrúnar og Þorsteins þegar þau höfðu komið sér fyrir í Kópavogi. Þar andaðist Elín hinn 1. september 1976. Bjarni frændi á Isafirði er einhver fyrstur nafngreindur mað- ur í bernskuminningu minni. Þó sá ég hann ekki fyrr en ég kom með föður mínum í fyrsta sinn til ísafjarðar 1944 að máta fermingarfötin hjá Þorsteini klæð- skera. Bjarni var vörpulegur maður, karlmannlegur og hinn drengilegasti til orðs og æðis. Hann var manna hvatlegastur í hreyfingum og lá hátt rómur og er það fylgja móðurættarinnar. Ef minnzt var á rómstyrk við þær systur Bjarna var sama viðkvæðið að það væri nú ekki til að nefna til móts við það sem verið hefði raddstyrkur Júlíönu móðursystur þeirra á Kleifum. Bjarni var hvasslegur í fram- göngu og einbeittur og gat ókunnugum virzt kaldrani í fari mannsins, en í brjósti hans sló þeim mun heitara hjarta. Hann var ekki atlotasamur og snögg stroka hans um vanga líkari SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Hvers vegna hafa margir vondir menn nógan tíma að græða á tá og fingri, en ég á fullt í fangi með að halda fjölskyldunni á floti? Biblían hefur svarað spurningu yðar fyrir löngu. Lesið þrítugasta og sjöunda sálm Davíðs, og athugið, að þar er sjónarmið Guðs, ekki manna. I nítugasta og öðrum sálminum eru líka þessi orð: „Þegar óguðlegir greru sem gras og allir illgjörðamennirnir blómguðust, þá var það til þess, að þeir skyldu afmáðir verða að eilífu". Fólk, sem lifir í synd, hvort sem það er ríkt eða fátækt, er aumkunarvert. Þeir eru margir, sem eyða fé í leit að hamingju, en finna hana aldrei, af því að þeir leita hennar í afþreyingu og efnislegum hlutum. Sönn hamingja fæst aðeins með einu móti — með því að við gefum Jesú Kristi hjarta okkar og fáum honum stjórntaumana í lífi okkar. Þegar heilagur andi Guðs opnar augu okkar, hjörtu og huga, þá sjáum við, að það, sem heimurinn hefur upp á að bjóða, getur aldrei veitt okkur fullnægju. Páll postuli túlkar hið kristna viðhorf með þessum orðum: „Vér horfum ekki á hið sýnilega, heldur hið ósýnilega, því að hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega eilíft" (2. Kor. 4,18). Yður finnst lífið vera ranglátt, og það óróar yður. Snúið því hjarta yðar til Krists. Hann mun veita yður að sjá og taka á móti því, sem varir um eilífð. Og öfundið ekki syndarann, sem blómgast og dafnar. Vorkennið honum og biðjið fyrir honum. Hann þarfnast líka Guðs. W% Lítið barn hefur itio sionsvió kinnhesti eða vingjarnlegt klapp á bak eins og ætlað til þess að hjálpa manni sem stendur í. Ég veit þó að barnabórn hans geta borið vitni um gæzku hans og bórnin hennar Sölu systur hans vita hvaða góðmenni hann hafði að geyma. Bjarni frændi var einarður maður og vanafastur og allar ákvarðanir tók hann vafninga- og vífilengjulaust og varð engu um þokað þaðan í frá. Hann var framsóknarmaður þótt einkenni- legt megi virðast, einnegin vegna þess að þeir voru fremur sjaldgæft fyrirbrigði um ísafjörð á mann- dómsárum hans, en ekki fór Bjarni að því enda enginn öpunarmaður. Salóme systir hans var hins vegar alls ekki framsóknarmaður. Eftir að hún settist að á ísafirði og Bjarni hættur' að vinna og gat gefið sér tíma til að koma í morgunkaffi, kom oft í harðar greinir með þeim systkinum, þegar Salóme var að gefa honum úr því meðalaglasi, sem hún áleit að framsóknarmönnum væri hollt að dreypa á og líka maklegt. Bjarni hafði nú ekki skapsmuni til að taka við slíkum trakteringum og varð þeim mjög að orðum og átti hann til að fara í fússi. Hann kom þó að vörmu spori og féll þá allt í ljúfa löð, enda mátti hvorugt af öðru sjá. Á síðustu árum Bjarna var þrek fullhugans mjög þorrið. Sjón hans dapraðist og þegar hann fann að hverju fór, lærði hann Passíusálm- ana utanbókar, svo að hann gæti þó að minnsta kosti haft þá yfir bókarlaus í blindunni. Mér er ekki harmur í hug við brottför Bjarna Gunnarssonar, þótt sjónarsviptir sé mikill, enda hefði honum þótt lítið til slíks væfluskapar koma. Miklu fremur er ég glaður yfir því að gamall, þreyttur maður hefir öðlazt hvíld, og innilega þakklátur fyrir að hafa átt þennan höfðingja að frænda og vini. Sverrir Hermannsson. Loksins Tæki með öllu á hálfvirði vegna hagstæðra innkaupa .¦:-.¦¦¦¦.¦ ;..: Mikilvægustu tækniupplýsingar um Globecorder 686. 6 bylgjur: FM, MW, LW, SW 1 (71 — 187,5 m) SW 2 (49 m) SW 3(16—41 m) Útgangsorka 7 wött. Fimm faststillanlegar FM bylgjur; aögreindir tónbreytar fyrir bassa og skæra tóna. SW banddreifing fyrir 16—41 m-band. Hátalarinn hefur mjög sterkt segulsvið og gefur kristal-tæran hljóm. Sjálfvirkur tíönileitarí; stöðvamælir, sem sýnir mesta styrk og tíðnina, sem stillt er inná ásamt styrk rafhlaðna. Sérstakur umferðarmóttakari, tímastillir, sem spannar 120 mín, innstungu f. heyrnatæki og hátalara, PV/TR, hljóðnema, innbyggt loftnet fyrir AM/FM, innbyggöur spennubreytir fyrir 220 wött, innbyggt cassettusegulbandstæki meö rafeindastýröum mótor, innbyggður hljóðnemi. Sjálfvirkur CrO2 rofi þriggjastafa snælduteljari, sjálfvirk upptaka, sjálfvirkt stanz á segulbandi, hljóðmerki á spólu, sem auöveida hraöleit, biötakki 410 mm br. 230 mm h. 100 mm d. Skipholti 19 Sími 29800 27 ár í fararbroddi Verð kr: 144.680 Sendum í kröfu hvert á land sem er. Umboösmenn um allt land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.