Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1978 Okuhraða verður að halda innan löglegra marka IIRAÐINN í umferðinni er yfirskrift dagsins í dag í umferðarviku Slysavarnafé- lags íslands. Óskar Ólason yfirlögregluþjónn var beðinn að benda á nokkur atriði er varða ökuhraðann og fara orð hans hér á eftir, Slysavarnafélag íslands hefur nú undanfarna daga staðið fyrir fræðslu um umferðarmál og í sambandi við það var ég beðinn um að segja nokkur orð um ökuhraða. Er rætt er um ökuhraða nú í nóvembermánuði, þá hlýtur akstur við vetrar-aðstæður að vera ofarlega í huga. Ökumenn verða að gera sér grein fyrir að akstur í stijó, hálku, myrkri og rigningu krefst stóraukinnar aðgæslu og umfram allt að akstri sé hagað miðað við aðstæður. í 49. gr. umferðarlaga segir m.a.: „Okuhraða skal ávallt miða við gerð og ástands öku- tækis, staðhætti, færð, veður og umferð og haga þannig að aksturinn valdi ekki hættu eða óþægindum fyrir aðra vegfar- endur né geri þeim óþarfa tálmanir. Hraðinn má aldrei vera meiri en svo að ökumaður geti haft fullkomna stjórn á ökutæki og stöðvað það á þriðjungi þeirrar vegalengdar sem auð er og hindrunarlaus framundan og ökumaður hefur útsýn yfir." Það sem af er þessu ári, eða fyrstu 10 mánuðina hafa orðið hér í Rvík 2257 árekstrar sem lögreglan' hefur gefið skýrslur um. I þessum árekstrum hafa 209 manns slasast meira og minna. Af þessum 209 eru 158 ökumenn og farþegar, hinir sem hafa slasast eru því gangandi vegfarendur, eða samtals 51. 158 ökumenn og farþegar er tala, sem hlýtur að vekja þá spurningu, hvort farið hafi verið eftir 49. gr. umferðarlaga og eins sækir sú spurning á hvort ekki hefði mátt komast hjá þessum slysum, ef farið hefði verið eftir umferðarlögunum. Ökuhraði við góðar aðstæður og í velbúnu ökutæki, er í sjálfu sér ekki hættulegur ökumanni og farþegum, ef engir aðrir vegfarendur eru samtímis á ferð, en þegar það er vitað, að t.d. hér í Rvík verða rúml. 40% allra umferðaróhappa vegna þess, að ökumenn virða ekki tvær af meginreglum umferðar- laganna, þ.e.a.s. forgang á aðal- brautum og almennan umferð- arrétt, þá er auðsætt, að öku- hraða verður að halda innan löglegra marka og ekki síst innan marka 49. greinarinnar við erfiðar aðstæður. Ökumenn ættu nú að gefa sér tíma og hugleiða á meðan þeir hafa ökutæki sín heil og í góðu lagi, hve mikils virði það er. Ef þeir kynntu sér einmitt á meðan allt er í lagi, t.d. hvað einn dagur á bifreiðaverkstæði kost- ar, hvað varahlutir, málning og annað, sem þarf að bæta eftir að óhapp hefur skeð, kostar. Ég tala nú ekki um, ef slys verður á fólki, jafnvel slys sem aldrei verða bætt. Þegar þetta hefur verið kann- að, þá er ég viss um, að margir myndu sýna meiri aðgæslu, en þeir virðast gera í dag. Gott er að fá þessar upplýsingar á meðan allt er í lagi, en fyrir alla muni, bíðið ekki með að hugleiða þetta, þar til þið fáið þetta upplýst samkvæmt reikningi, sem stílaður er á nafn ykkar. Er rætt er um ökuhraða og ökumenn, þá má ekki gleyma því, að stærsti hópur ökumanna, er aldrei þátttakendur í umferð- aróhöppum. Þökk sé þeim. Gangandi vegfarendur verða eins og ökumennirnir, að taka tillit til erfiðra akstursað- stæðna, er þeir fara t.d. út á gangbrautir og gefa ökumónn- unum tíma og svigrúm til að stöðva. Ég vil svo ljúka þessu spjalli með þakklæti til Slysavarnafé- lagsins fyrir framlag þess til umferðarslysavarna. OKUMENN, Rétt notkun stefnuljósa auðveldar alla umferö. Gefið stefnuljós í Slysavarnafélag íslands. ÖKUMENN. Viröiö ávallt bið- og stöövunarskyldu. Dragið úr hraöa í tíma. Slysavarnafélag íslands. ÖKUMENN, Ökuhraöa ber aö miöa við aöstæöur, færö, veður og umferö. Hraöur akstur er dýr tímasparnaöur. Slysavarnafélag íslands. ÖKUMENN, Hraður akstur er oft á tíöum megin orsök alvarlegustu umferöarslysanna. Slysavarnafélag íslands. VEGFARENDUR, Gagnkvæm tilitssemi gangandi og akandi vegfarenda stuölar aö öruggari umferö. Slysavarnafélag íslands. VEGFARENDUR, Hafiö hugfast, þaö getur enginn ökumaöur stöðvaö á punktinum. Slysavarnafélag íslands. Stiórn Skáksambands íslands: Framboð samst jórnarmanns í senn furðulegt og fáheyrt MBL. barst í gær eftirfarandi greinargerð frá stjórn skáksam- bands íslands, „Vegna opinberrar umræðu um FIDE-þingið og skákförina til Argentínu, vill stjórn SÍ taka fram eftirfarandi: 1. Stjórnin fordæmir harðlega þær ærumeiðingar, sem forseti SÍ, Einar S. Einarsson, hefur orðið að þola að ósekju í fjölmiðlum. Á fundi stjórnar SÍ 2. okt. sl. var bókuð sú ósk Friðriks Ólafssonar að SÍ tilnefndi mann til embættis féhirðis FIDE, ef til kæmi. Stungið var þá upp á Einari S. Einarssyni, en hann tók sér frest til að íhuga málið, ræða við fjölskyldu sína og vinnu- veitendur. Á stjórnarfundí SI 9. okt. var einróma samþykkt með atkvæðum allra stjórnarmanna og með vitund Friðriks Ólafssonar, að Einar S. Einarsson yrði féhirðisefni Skák- sambands Islands ef Friðrik næði kjöri. Rétt er að taka fram, að féhirðisstarfið er ólaunað með öllu. I lögum FIDE segir svo um slíkar kosningar: „No person can be elected against the will of his national federation." (Lausl. þýtt: Engan má kjósa til embættis innan FIDE gegn vilja skáksambands lands hans.) Stjórn SÍ taldi því óumdeilanlega frá þessu framboði gengið með samþykki allra aðila. Kom enda ekkert fram um að annað framboð væri í bígerð, og það framboð er svo óvænt sá dagsins ljós örfáum mínútum áður en kjósa skyldi, var algjörlega án vitundar ályktunar- bærrar stjórnar SÍ, sem heima sat, hvað þá forseta SÍ, sem staddir voru í Argentínu. Þó var það með samþykki gjaldkera SI. Þetta óvænta framboð var á þann veg, að fulltrúi Irlands myndi bera fram Gísla Árnason, gjaldkera SÍ. Þetta framboð samstjórnarmanns, sem staðið hafði að og greitt atkvæði með samþykkt stjórnar SÍ um að bjóða fram Einar S. Einarsson, var í senn furðulegt og fáheyrt og forsetar SÍ trúðu vart sínum eigin eyrum er þeir heyrðu þetta nefnt. Töldu þeir þetta freklegt trúnaðarbrot og með engu móti hægt að ljá þessu sprengiframboði lið. Forsetar SÍ töldu sig ekki hafa umboð né vilja til að afsala þeim rétti, sem SÍ er helgaður í lögum FIDE né hvika frá löglega gjörðum samþykktum. Þegar þetta öngþveiti hafði skap- azt og sýnt var að uppsteitur og hark yrði á fundinum vegna þessara tveggja framboða og við blasti óeining innan íslenzku sendinefndar- innar, upphófust deilur milli Högna og hinna erlendu sendimanna Frið- riks Ólafssonar, fulltrúa frá írlandi og Skotlandi. Einar S. Einarsson átti engan hlut að þeim deilum. Óskaði Högni eftir því við hina erlendu talsmenn, að framboð Gísla Árna- sonar yrði dregið til baka. Þeirri ósk síðar féhirðisstarfsins, og eru allar fullyrðingar í þá veru rakalausar og gróflega meiðandi. 2. För Guðmundar G. Þórarinsson- ar til Buenos Aires var undirbúin og ákveðin algjörlega án vitundar stjórnar SÍ og forseta þess, en fyrir milligöngu gjaldkera hennar. Sótt var um opinberan fjárstuðn- ing til þeirrar farar í nafni SÍ og sá stuðningur veittur SÍ, svo sem annað fé, er ríkissjóður hefur veitt til stuðnings yið frambjóðanda Skák- sambands Islands, Friðrik Ólafsson. Af þessum ráðstöfunum fréttu stjórnarmenn heima og forsetar í Argentínu á skotspónum enda þótt gjaldkeri SÍ hefði milligöngu um undirbúning og fjárútvegun til fararinnar. Þessar starfsaðferðir virðast tæp- ast samrýmast almennum starfs- reglum félagasamtaka og vera brot á Argentínu til að fylgjast með Olympíumótinu og FIDE-þinginu. Fjárvana samtök með mikla verk- efnaskrá eins og Skáksamband íslands hafa á undanfðrnum árum orðið að leita allra fanga til að kosta ferðir stjórnar- og skákmanna, sem verið hafa aðstoðarmenn íslenzkra keppenda á ýmsum erlendum mót- um. Nú var talið mikilvægt að fasta- fulltrúi íslands hjá FIDE, Einar S. Einarsson, stæði ekki einn í því að annast fararstjórn, setu á þingi og vinnu að framboði Friðriks Olafs- sonar. Var stefnt að því, að helzt færu til fylgdar með honum tveir menn, en vegna fjárskorts var samið við Ríkisútvarpið og Morgunblaðið, að þau greiddu til SÍ sem svaraði ferðakostnaði Högna Torfasonar að mestu, gegn sérstakri fréttaþjón- Argentínuf erd Gudmundar G. Þórarins- sonar án vitundar st jórnar S.í. en kostuð af opinberum f járstuðningi við sambandið hofnuðu þeir að höfðu samráði við Friðrik Ólafsson. Högni kvaðst þá vilja forða vandræðum, ef hægt væri, og leitaði eftir þriðja manni, sem aðilar gætu sætt sig við til málamiðlunar. Að vörmu spori komu hinir erlendu sendimenn til baka með nafn Sveins Jónssonar. Forsetar SÍ gátu fallizt á þennan frambjóðanda og voru þá dregin til baka framboð Einars S. Einarssonar og Gísla Árnasonar og það staðfest með skriflegri yfirlýs- ingu beggja. Varð þannig forðað stórvandræð- um og töldu forsetar SÍ að með því að stinga upp á málamiðlun og fallast á hana, hafi þeir haldið uppi sóma Skáksambands íslands. Má því öllum vera ljóst, að Einar S. Einarsson krafðist hvorki fyrr né trúnaði, sem stjórnarmanni er sýndur með kosningu hans. Að framboði Friðriks Ólafssonar hefur stjórn SI unnið sleitulaust í meira en hálft annað ár og sérstak- lega hafa forsetar SÍ, þeir Einar S. Einarsson og Högni Torfason, unnið þar mikið og óeigingjarnt starf. Er því vandséð að sköpum hafi skipt koma tveggja íslendinga til Buenos Aires um þremur sólarhringum áður kosning forseta FIDE skyldi fram fara. Sýnist og, að fjármunum til þeirrar farar hefði getað verið betur varið. 3. Mikið fjaðrafok hefur orðið í ýmsum fjölmiðlum vegna samkomu- lags SÍ við Ríkisútvarpið og Morgun- blaðið um sérstaka fréttaþjónustu frá Buenos Aires. Fjölmiðlar um allan heim sendu fréttamenn sína til ustu. Rann það fé óskipt til SI, en ekki til Högna Torfasonar, og vann hann störf sín endurgjaldslaust í þágu SÍ, jafnframt því að vinna að framboði Friðriks Ólafssonar. Slík fréttaþjónusta við fjölmiðla er ekkert nýmæli. Ríkisútvarpið og Morgunblaðið tóku boði SÍ um slíka fréttaþjónustu frá Olympíumótinu í Haifa 1976, en dagblaðið Tíminn hafnaði boðinu. 1977 keyptu Vísir og Þjóðviljinn fréttabréf á vegum SÍ frá skákmót- inu í Bad Lauterberg, þar sem Friðrik Ólafsson var meðal kepp- enda, en það mót fór fram á meðan einvígið Spassky—Hort stóð yfir. Dagblaðið keypti fréttir frá Evrópumeistaramóti unglinga í Austurríki og einnig frá Norður- landamóti í Finnlandi, og Ríkisút- varpið og Morgunblaðið keyptu fréttir frá heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Frakklandi, og þannig mætti lengi telja. í ölluin þessum tilvikum og einnig í Buenos Aires, var ekki um neinn „einkarétt" að ræða, allir fjölmiðlarnir áttu þess að sjálf- sögðu kost að njóta slíkrar þjón- ustu með sömu kjörum. Það er liðin tíð að fara þurfi bónarveg að blöðunum til að koma inn skákfréttum. Þær eru eftirsótt lesefni, en ástæðulaust að ætla að fjölmiðlar þurfi ekki að greiða fyrir öflun þeirra eins og annað efni er þeir flytja. SÍ kostaði með ánægju för hins frábæra skákmeistara Helga Ólafs- sonar til Argentínu, en taldi sig ekki skuldbundið til að kosta för frétta- ritara dagblaðsins Þjóðviljans án samkomulags við stjórn SÍ. Skal tekið skýrt fram, að þeir Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason og Margeir Pétursson, sem skrifa fasta skák- dálka í dagblöð skv. samningi, höfðu fulla heimild til að sinna þeim verkefnum. Skáksamband íslands hefur notið mikillar velvildar íslenzkra fjólmiðla og átt góða samvinnu við þá, og er það einlæg von stjórnar SÍ, að svo verði áfram. ¦ 4. Stjórn Skáksambands íslands fagnar af heilum hug kjöri Friðriks Ólafssonar stórmeistara til embætt- is forseta FIDE. Þar hefur íslenzk skákhreyfing og þjóðin 511, en þá ekki sízt Friðrik Ólafsson, unnið frækilegan sigur, sem allir mega vera stoltir af. Skáksamband íslands og íslenzk skákhreyfing árna hinum nýja forseta allra heilla og velfarnaðar í starfi og heita honum fullum stuðn- ingi með ósk um gæfuríkt samstarf í hinu ábyrgðarmikla og vandasama embætti, er hann hefur nú tekizt á hendur. Reykjavík, 20. nóv. 1978. I stjórn Skáksambands íslands Þráinn Guðmundsson (sign.), Ingimar Jónsson (sign.), Guðfinnur Kjartansson (sign.), Helgi G. Samúelsson (sign.), Þorsteinn Þorsteinsson (sign.), Högni Torfason (sign.), Einar S. Einarsson (sign.). Tekið skal fram, að tveir úr aðalstjórn sátu ekki fundinn, þeir Arni Björn Jónasson, sem er erlend- is, og Gísli Árnason. Tóku vara- stjórnarmenn sæti þeirra."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.