Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1978 17 «zíÉM >u á ýmis ásláttarhljóöfæri í tónlistartímanum. I leikfimitímanum borðið og svo getið þið tekið mynd af okkur," sagði einn krakkanna. „Bíddu aðeins, ruslatunnan má ekki koma með á myndina", og svo var hlaupið af stað með ruslatunnuna út í horn en síðan sest við borðið. Öskjuhlíðarskólinn var stofnaður haustið 1975. Skólinn tók þá við starfi tveggja skóla sem lagðir voru niður um svipað leyti þ.e. Höfðaskóla og Skóla fjölfatl- aðra. I fyrrnefnda skólanum voru þroskaheft börn þau sem nálguðust það mest að vera með eðlilegan þroska, þ.e. greindarskerðing þeirra var ekki það mikil að þau gætu ekki tileinkað sér bóknám. í síðarnefnda skólanum voru hins vegar fjölfötluð börn. Öskjuhlíðarskólinn er ríkis- skóli og þjónar öllu landinu. Skólinn er tvískiptur, eldri >laaldri þurfa úu að halda" ikja í skólann en aöeins einn börnin eru fyrir hádegi en yngri börnin eftir hádegi. 17 bekkjardeildir eru í skólanum, 11 almennar deildir fyrir kennsluhæf vangefin börn. 4 deildir fyrir fjölfötluð börn og 2 starfsdeildir fyrir börn sem eru 16 ára og eldri. I starfs- deildunum eru börnin í skólan- um hálfan daginn en eru við störf sem skólinn útvegar þeim hinn hluta dagsins. 33 kennar- ar starfa við skólann auk ýmislegs annars starfsfólks, svo sem lækna, sálfræðinga, og fleiri. Nemendur við skólann eru í ár 136 og eru þeir frá 6 ára aldri. Skólastjóri Öskjuhlíðarskóla er Jóhanna Kristjánsdóttir og er þetta annað starfsárið sem Jóhanna starfar við skólann sem skólastjóri, áður var hún yfirkennari. „Skólinn starfar samkvæmt grunnskólalögunum og nemendurnir hafa sama tíma- fjólda og í almennu skólunum. Á vegum skólans rekum við líka sérfræðideild að Sæbraut 1 (Kjarvalshúsi). Þessi deild annast m.a. greiningu á börn- um sem grunur leikur á að séu þroskaheft. Unnt er að hafa 12 börn til meðferðar í einu og síðan er reynt að finna stað til áframhaldandi meðferðar þyki þess þurfa. Á því stigi stranda málin mjög oft þar sem sú meðferð sem á þarf að halda eru ekki til hér á landi. Aðgerðir þessar fara fram er líka afskaplega slæmt fyrir foreldra utan af landi að þurfa að senda börn sín hingað til Reykjavíkur til náms. Nú eru við skólann 40 nemendur af iandsbyggðinni og eru þeir vistaðir á einkaheimilum en einnig í raðhúsi sem skólinn leigir í Kópavogi og við köllum það fjölskylduheimili. Það er stefnt að því í reglugerð um sérkennslu að hafa eins mörg greindarskert eða fjölfötluð börn í almennum skólum og Við vonumst til að við fáum fljótlega hæfan mann og erum afskaplega þakklát fyrir það að við fengum leyfi hjá stjórn- völdum fyrir þessari stöðu." Að lokum spurðum við Jóhönnu um félagsandann í skólanum. „Ég held að hann sé mjög góður. Börnin eru hjálpsöm við hvert annað og halda mikið saman. Við höfum hér böll og aðrar skemmtanir og þangað koma líka eldri nemendur' „Nú máttu taka mynd af okkur." Þessi börn voru aö Ijúka við nestið sitt og áttu bráðum að skipta um stofu og fara t annan tíma. áður en skólaganga viðkomandi hefst og miðast þær við að koma í veg fyrir að þessi börn þurfi á sérkennslu að halda í framtiðinni. Þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir," sagði Jóhanna. Jóhanna sagði að um 10—15% barna á skólaaldri þyrftu á einhverri sérkennslu að halda. „Öskjuhlíðarskólinn er eini sérskóli sinnar tegundar á landinu. Það er því aðeins hægt að taka hingað brot af þeim sem þyrftu á kennslu hér að halda en 3% barna á skólaaldri eru þroskaheft. Það hægt er, m.a. vegna þess hversu slæmt það er að senda börnin utan af landi frá foreldrunum. Vonumst við til þess í framtíðinni að geta veitt kennurum við almennu skól- ana þjónustu í sambandi við öflun kennslugagna og fleira sem þarf til við kennslu þessara barna. Þeir gætu þá leitað hingað og fengið þann stuðning sem þeir þyrftu á að halda. Við höfum sótt um leyfi til þess að ráða kennara í þetta starf og við höfum einnig fengið það en leyfið kom svo seint að ekki hefur enn verið hægt að ráða mann í starfið. skólans. Þeir halda þannig sambandinu við skólann og þeir koma líka annað slagið hingað til að heimsækja okkur. Það er ekki svo mikið um skemmtanir sem þetta fólk getur sótt og því er það að það sækir sínar skemmtanir hingað. Okkur finnst það hins vegar æskilegra að börnin gætu tekið þátt í félagslífinu í sínum hverfum og það hefur tekist í sumum tilfellum." Kennslan var í fullum gangi er við kvöddum skólann en orðið áliðið dags og skóla- tíminn senn úti þann daginn. RMN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.