Morgunblaðið - 23.11.1978, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.11.1978, Qupperneq 1
40 SIÐUR 268. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sex stjómar- hermenn féllu Salishury. 22. nóvember. Reuter. TALSMENN hersins í Rhódesíu skýrðu frá því í kvöld að skæruliðar úr röðum svartra þjóðernissinna hefðu fellt sex hermenn úr öryggissveitum bráðabirgðastjórnar landsins á síðustu 24 klukku- stundunum. Tveir hinna látnu voru hvítir en fjórir voru svartir. Talsmennirnir sögðu að sjö skæruliðar hefðu verið felldir í Rhódesíu í dag. Mannfall stjórnarhersins er eitt hið mesta á einum sólarhring frá því að átökin hófust af alvöru í Rhódesíu árið 1972. Frá því að átökin hófust hefur opinberlega verið tilkynnt um lát 11.500 manna. Þar á meðal eru 748 hermenn stjórnarinnar og 5.946 skæruliðar, en aðrir eru óbreyttir borgarar. EBE: Atvinnuleysi eykst nokkuð Brussel, 22. nóvember. AP. Atvinnuleysi í löndum Efna- hagsbandalags Evrópu. EBE. náði 6.2 milljónum manna um síðustu mánaðamót. sem er um 5.6% af vinnuafli landanna og hefur þá aukist úr 5,5% frá síðasta mánuði, segir í fréttum frá EBE. í fréttinni segir að atvinnuleysi hafi minnkað í Luxemborg, Bret- landi, Hollandi og Belgíu en aukist í Danmörku, Frakklandi, Vest- ur-Þýzkalandi, Ítalíu og írlandi. í einstökum löndum var at- . vinnuleysið: Vestur-Þýzkaland Funda í Moskvu Moskvu. 22. nóvember Reuter LEIÐTOGAR kommúnistaflokka Varsjárbandalagsríkjanna og helztu frammámenn landanna komu saman til fundar í Kreml í dag í fyrsta sinn frá ráðstefnu ríkjanna árið 1976. Talið er að fundinum ljúki á morgun. Ekkert hefur verið látið uppi hvað leiðtogarnir ætluðu að fjalla um á fundi sínum að þessu sinni. Þó er talið víst að eitt helzta mál fundar- ins verði gagnkvæm fækkun herja Vestrærfha ríkja og ríkja Varsjár- bandalagsins í Mið-Evrópu, en lítill árangur hefur náðst í viðræðum um þau mál að undanförnu. Viðræður þessar hafa staðið í sex ár og kenna leiðtogar Austantjalds- landanna vesturveldunum um seina- ganginn í viðræðunum. Viðræðurnar hafa einkum tafist vegna ágreinings um réttmæti upplýsinga Varsjár- bandalagsríkjanna um fjölda her- manna bandalagsins í Mið-Evrópu. 3,5%, Frakkland 6,2%, Italía 7%, Holland 4,4%, Belgía 8,9%, Lúxemborg 0,7%, Bretland 5,5%, írland 8,3% og Danmörk 6,6%. Somoza steypt? Managua. Nicaragua. 22. nóv. AP — Reuter LEIÐTOGI Sandinista. þjóð- frelsisfylkingarinnar í Niearagua. sagði í dag að fylkingin mundi segja Anastasio Somoza forseta Nicaragua stríð á hendur þar sem Bandaríkjastjórn hefði ekkert gert til þess að koma forsetanum frá völdum. Enn- fremur var haft eftir tals- manni hóps presta. mennta- manna og kaupsýslumanna, sem tengdur er Sandinista-hreyfingunni. að hann hefði verið boðaður á fund sem skyldi skipuleggja stjórnarbyltingu í Nicaragua. Pólitískir andstæðingar Somoza slitu viðræðum sem þeir hafa átt við stjórn Somozas með milligöngu em- bættismanna frá Banda- ríkjunum og Costa Rica, þar sem Somoza sagði ekki af sér fyrir 21. nóvember, eins og andstæðingar hans höfðu kraf- izt. Stjórnin í Costa Rica sleit stjórnmálasambandi við Nicaragua á miðvikudag í kjölfar átaka á landamærum landanna, en hermaður og liðþjálfi úr her Costa Rica féllu í átökunum og yfirmaður var tekinn til fanga. ÓÐUM AÐ NÁ BATA — íslenzku flugliðarnir i Fraser-sjúkrahúsinu í Colombo njóta góðrar aðhlynningar og eru óðum að hressast. Þuríður Vilhjálmsdóttir flugfreyja fékk í fyrsta sinn að fara á fætur í gær og notaði hún þá tækifærið til að heilsa upp á Harald Snæhólm, sem ennþá er rúmliggjandi. Á miðopnu ög baksíðu eru fleiri myndir frá Sri Lanka. Ljósm. Mbl. Árni Johnsen. Símamynd AP. Uganda-Tanzanía: Enn er barizt á landamærunum Nairobi. Kyaka, 22. nóvemher. AP. Reuter. BARDAGAR brutust út milli Ugandamanna og Tanzaníumanna við landamæri rikjanna. en kyrrt hefur verið með herjum landanna síðustu daga í kjölfar átakanna í nágrenni fljótsins Kagera í norðvestur hluta Tanzaníu. Báðir aðilar segjast hafa höggvið skarð í raðir hins og báðir segja hardagana hafa farið fram á sínu landi. Tanzaníumenn skýrðu frá því að þeir hefðu fellt fjölmarga her- menn og eyðilagt tvo skriðdreka fyrir Ugandamönnum í átökum landanna nálægt landamærabæn- um Mutukula við vestanvert Viktoríuvatn. Ugandamenn sögðu að ekkert væri hæft í þessum fullyrðingum Tanzaníumanna. Sögðu Ugandamenn að átökin hefðu blossað upp í kjölfar þess að Tanzaníumenn hefðu hafið skot- hríð á Ugandamenn frá landa- mærum ríkjanna. Náinn aðstoðar- maður Idi Amins Ugandaforseta sagði að mikið mannfall hefði Róstur áfram í íran Tehran. 22. nóvember Reuter ÞINGIÐ í íran samþykkti í dag traustsyfirlýsingu á stjórn landsins. sem skipuð er herforingjum. með 191 atkvæði gegn 27. í kjölfar yfirlýsingarinnar lofaði forsætisráðherra landsins pólitísku og félagslegu frelsi til handa þegnunum strax og lög og regla kæmist á í landinu. Verkföll, róstur og ólga í höfuð- borginni og víða um landið urðu þess þó valdandi í dag að spenna er enn mikil í Iran. Algjör ringulreið varð í Tehran í dag vegna rafmagnsbilunar og átaka hers og andstæðinga keisarans í miðborg- inni. Sögðu andstæðingar keisarans og kaupmenn í miðborg- inni að þrír til fjórir hefðu særst þegar hermenn hefðu hafið skot- hríð á mótmælendur. Skriðdrekar og fjöldi vopnaðra hermanna tóku sér stöðu í mið- borginni þegar rafmagnið fór af og miklir umferðarhnútar mynduð- ust. Hermt var síðar að lögregla hefði barið leiðtoga óeirðaseggja til dauða í bænum Birjand í dag. Ennfremur var frá því skýrt aö þrír hefðu fallið í átökum í borginni Shiraz á sunnudag, en ekki einn eins og áður var sagt. orðið í liði Tanzaníumar.na í átökunum. í tilkynningu Tanzaníumanna um átökin segir að Arabar stjórni skriðdrekum Ugandamanna. Óstaðfestar fregnir sama efnis hafa verið í blöðum í Nairóbí að undanförnu. Í þessum fregnum hefur því verið haldið fram að hermenn frá Líbýu hafi verið sendir til að aðstoða heri Amins. Þessu neitaði talsmaður Idi Amins. Fjölmiðlar í Tanzaníu, sem eru undir opinberu eftirliti, hafa upp á síðkastið skýrt frá því að átök Tanzaníumanna og Ugandamanna muni halda áfram. Það sé ásetn- ingur Tanzaníumanna að knésetja Amin. Blað helzta stjórnmála- flokksins í landinu lýsti Amin í einni þessara frétta sem krabba- meini sem ekki væri hægt að lækna. „Við verðum að skera það burtu svo það skjóti ekki upp kollinum á ný,“ sagði blaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.