Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978 29 Elín Pálmadóttir: Stólalyftan í Bláfjöllum er stórátak Deilt um eldvarn- ir í Grandaskála Nokkrar umræöur urðu um Blá- fjöllin á fundi borgarstjórnar 16. nóv. Elín Pálmadóttir (S) kvaddi sér hljóðs og sagðist vilja vekja athygli á, að þessa dagana er lokið stórátaki viö byggingu stólalyftu Bláfjalla- nefndar, sem uppsetning var ákveðin á á síðasta kjörtímabili. Lyftan bíður tilbúin eftir því, að austurískur eftirlitsmaður frá framleiðanda taki hana út. Elín sagöi uppsetningu lyftunnar áreiðaniega mikið gleðiefni fyrir þann mikla og sívaxandi fjölda borgarbúa ungra og aldinna, sem sæktu sér útiveru og hollustu í Bláfjöllin. Lyftan er reist af þeim sex sveitarfélögum, sem að Bláfjalla- fólkvangi standa, og er hlutur Reykjavíkurborgar 68—69% en lækkar er fleiri bætast við. Elín sagði, að lyftan myndi trúlega kosta 100 milljónir. Lyftan mun geta flutt 1000 manns á klst. til viðbótar við hinar tvær dráttarlyfturnar, sem Bláfjallanefnd hefur og væri því stórum áfanga náð. Þá hefði verið lagfærður vegurinn ofan við Rauðu- hnjúka. Þessi umrædda lyfta myndi draga mjög úr biðröðum sem mynd- ast hafa og nú gæti skíðafólkið dreift sér meira um brekkurnar og jafnvel til göngu um fjöllin ofanverð. Efasemdaraddir um slíka stólalyftu væru því Iöngu þagnaðar. Elín Pálmadóttir rakti síðan nokkuð sögu Bláfjallafólkvangs og sagði, að hann hefði verið stofnaður 21. marz 19-73. Fólkvangsstjórnin hafi ávallt leitast við að fara eftir anda laganna um fólkvanga, að almenningi sé tryggð- ur þar jafn réttur til afnota svæðisins. I framhaldi af reglum um hugsan- lega mannvirkjagerð og skilyrðum t.d. um, að allar lyftur yrðu að vera öllum opnar og fleira samþykkti stjórn fólkvangsins 8. des. 1976, að Kóngsgilið verði í rekstri fólkvangs- stjórnar, en jafnframt verði skíða- deildunum í Armanni, Breiðabliki og Fram sem eftir höfðu sótt ætluð svæði í kring og — að Armann hefði þar forgöngu um að velja sér stað. Elín Pálmadóttir sagði, að í öllu því samningaþófi sem orðið hefur á undanförnum tveimur árum hafi verið reynt að halda þeirri stefnu, að fólkvangurinn sé jafnt í þágu allra. Stólalyftan væri sett niður í sam- ræmi við það. Ármenningar höfðu valið sér gilið fyrir innan, en urðu óánægðir að bíða með leyfi fyrir lyftu sinni efst í Kóngsgili sunnan- verðu þar til Ijóst yrði hvar stóla- lyftan kæmi upp úr gilinu. Nú væru þeir með leyfi að setja þar niður litla toglyftu. Einnig höfðu þeir valið sér stað fyrir nýjan skála við bílastæðin neðan Kóngsgils náiægt Reykja- víkurskálanum, en skyldu í staðinn víkja með skála sinn úr gilinu síðar. Annað hvort flytti Bláfjallanefnd skálann fyrir þá eða greiddi hann. Svo stóð í síðustu drögum að samkomulagi þegar ég var formaður Bláfjallanefndar, að skálann áttu þeir að hafa til 1982. Nú í þeim samningi, sem undirritaður hefur verið, en Reykjavík hefur ekki enn staðfest er aftur á móti gert ráð fyrir að þeir fái nýjan skála og haldi líka gamla skálanum alfarið inni í gilinu. Jafnframt, að þeir eigi og reki allan mótabúnað í Kóngsgili án þess að þær kvaðir séu inni í sjálfum samningnum, að allir aðrir skuli hafa aðgang að mótabúnaðinum. Að vísu er bókaður sá skilningur á málinu í fundargerð Bláfjallanefnd- ar, sem er alls ófullnægjandi, því fundargerðin skilst fljótlega frá samningnum, sem einn gildir. Þykir mér aigerlega óforsvaranlegt að tryggja ekki, að öll skíðafélög og allir skíðamenn hafi aðgang að mótabúnaði ef á þarf að halda í opinberum fólkvangi, sem svona mikið er til kostað af almannafé. Annað verra er í samningnum. Þar stendur, að skíaskáli Ármanns sem nú stendur í Kóngsgili verði starf- ræktur áfram og lýsi félagið því yfir, að skálinn verði fyrst og fremst notaður til mótahalds og kvöldæf- inga. Elín Pálmadóttir sagðist vilja minna á, að skálinn stæði inni í gilinu við stóru nýju stólalyftuna andspænis þar sem lýsing til kvöld- æfinga verður í framtíðinni við hinar aðrar lyftur Bláfjallanefndar. Þessi skáli hlyti, ef hann fengi að standa, að verða miðstöð alls móta- halds í gilinu. Þannig hlýtur hann í framtíðinni að verða rekinn af þeim aðilanum, sem veitir öllum skíða- mönnum jafnt þjónustu í gilinu. Elín sagðist telja nauðsynlegt að inn í samninginn verði sett eða við hann bætt áður en Reykjavíkurborg staðfestir hann, að gamli skálinn verði ekki á vegum Ármanns lengur en til 1982 eða þess tíma sem þeir flytja í nýja skálann neðan gilsins og þá fái þeir hann bættann eða fluttann. Bókun um, að sá skilningur verði í það lagður dugar engan vegin, að mínu mati. Þetta atriði verður að standa í samningnum sjálfum. Elín Pálmadóttir sagði að sér væri kannski ljósara en flestum öðrum borgarfulltrúum við hvaða erfiðleika væri að etja í þessu máli, bæði við að ná samningum við Selvogsmenn og Ármann, en kvaðst telja, að ekki megi samt fórna hugmyndinni um skíðasvæði fyrir allann almenning með þessu móti. I því sambandi kvaðst hún vilja minna á að þegar fjallað er um lagalegan rétt, að nýfallinn væri dómur um Land- mannaafrétt, sem margir teldu að myndi marka timamót um eignar- hald á afréttarlöndum, — að enginn einn eigi þau, þótt hann hafi afnotarétt af þeim. Um það væri að ræða þarná. Að lokum sagðist Elín Pálmadótt- ir vona, að borgarfulltrúar gerðu sér þetta ljóst áður en Reykjavík staðfesti samninginn. Sigurður G. Tómasson (Abl) sagðist fagna komu lyftunnar, en ekki fagna orðum Elinar Pálmadótt- ur um samninginn. Fólkvangurinn ætti að vera öllum opinn. Á sínum tíma lagði Elín Pálmadóttir áherzlu að Ármann fengi sérréttindi. Ár- mann hefði gamlan samning um svæðið þarna. Sigurður sagði, að samningsgerð hefði verið erfið og legið hefði við ófriði, en nú ættu allir að fagna því, að friður fengist. Sigurður sagðist gjarnan hafa viljað ýmis ákvæði öðru visi. Hann sagðist leggja áherzlu á, að samningurinn hefur verið samþykktur í Bláfjalla- nefnd og að nú ríki friður í Bláfjöllum. Ekki megi láta félagaríg og slíka smámuni stjórna þegar framtíð fólkvangsins sé í veði. Kristján Benediktsson (F) sagðist fagna komu lyftunnar, hún yrði lyftistöng fyrir skíðaíþróttina. Gall- inn væri bara sá, að eftir væri að greiða þessa lyftu og það væri höfuðverkur sem glíma þyrfti við. Kristján sagðist vita, að Elín Pálmadóttir þekkti þessi mál vel. Hún hefði ef til vill í huga, að auðvelt hafi verið að ná samkomu- lagi nú. Kristján sagðist telja, að Elín Pálmadóttir hafi lagt sig fram við að ná samkomulagi, en hvorki hafi rekið né gengið og raunar hafi eiginlega ríkt hálfgert hernaðar- ástand um Bláfjallafólkvang. Ef ekki hefði náðst samkomulag við Ármann væri stólalyftan tæplega komin upp. Ef til vill hefði komið til lögbanns. Kristján sagðist telja, að sá samn- ingur sem gerður hafi verið sé viðunandi þó sagðist Kristján hafa kosið, að Ármenningar hefðu horfið úr Kóngsgili. Ef litið væri hlutlægt á málið þá hafi Ármann verið búinn að hasla sér völl í Bláfjöllum. Þeir hafi haft samning við Selvogshrepp og kvaðst Kristján telja, að Selvogs- hreppur hafi frekar viljað styðja Ármann en hitt. Þá hefði Sigurður Gizurarson samið greinargerð um málið. Eðli- legt sé, að höfuðáherzla hafi verið lögð á lausn. En hverju hafi verið fórnað? Ármenningar fái að hafa hús í gilinu, en það muni koma öðrum að gagni við skíðamót og til viðbótar fái Ármann að setja upp eina lyftu. Síðar myndu þeir eins og önnur félög fá að reisa hús neðar, sagðist Kristján telja, að Ármenn- ingar fengju síðar áhuga á því. Þá myndi Ármann vanta fjármagn og væri þá lag hjá borginni að hafa makaskipti. Með því væri málið komið í þann farveg sem fyrrverandi Bláfjallanefnd hafi viljað. Elín Pálmadóttir sagði, að deilan hefði verið um lyfturnar. Hákon Guðmundsson hafi skrifað áiitsgerð um málið, þar sem hann teldi, að samningur milli Selvogs og Ár- manns hafi verið útrunninn. Skáli Ármanns væri nú þegar þarna í óleyfi og hefði alltaf verið því aldrei hafi verið leitað leyfis Náttúru- verndarráðs fyrir honum. Elín sagði rétt að hún hefði talið að Ármann hefði vissan forgang. Þegar Ármann væri kominn með lyftu öðru megin og hús hinum megin í Kóngsgili þá væri raunverulega búið að láta meira til félags en verjandi væri. Áður hafi Ármenningar virst til- leiðanlegir með samning eins og hann var í höndum síðustu Bláfjalla- nefndar með ákvæðum um skálann til 1982 m.a., en nú hafi allt skyndilega snúist við. Eitthvað búi að baki þessi með skálann inn í gilinu. Ef þetta er rétt hjá Kristjáni Benediktssyni me skálann inni í gilinu þá munar svo sannarlega engu að setja þetta ákvæði inn i samning- inn sagði Elín Pálmadóttir að lokum. Elín Pálmadóttir (S) kvaddi sér hljóðs á fundi borgarstjórnar 16. nóv. vegna umfjöllunar fræðsluráðs um ár barnsins. Hún og Hörður Bergmann hafa verið tilnefnd sem fulltrúar fræðsluráðs vegna þessa máls. Elín sagðist telja sjálfsagt, að skólar borgarinnar og fræðsluyfir- völd tækju verulegan þátt í þeirri umfjöllun um stöðu barna, sem fram fer á árinu 1979. Vissulega væri tími til kominn að staldra við og gefa börnunum sérstakan gaum, hvernig hag þeirra væri háttað og íhuga hvort samfélagið væri á réttri leið í ýmsum þáttum er við kæmi börnum. Elín sagði, að einn þáttur í því gæti einmitt verið, að börnin tjáðu sig sjálf um sig og umhverfi sitt án þess að fullorðnir settu fram kröfur fyrir þeirra hönd. Elín sagði, að Fél. ísl. myndlistarkennara hefði stigið fyrsta sporið með hugmyndum um hátíðamót. Nú hefði verið skipuð nefnd, sem skipuð væri fólki frá Féi. ísl. myndlistarmanna og fræðslu- ráði, til undirbúnings hátiðahöldum og til að búa út verkefni fyrir grunnskólana af þessu tilefni. Elín Pálmadóttir sagði, að hug- myndin væri, að leitast yrði við að koma á samstarfi margra aðila um að hrinda í framkvæmd Listahátíð barnanna á Kjarvalsstöðum 28. apríl Nokkrar umræður urðu á fundi borgarstjórnar 16. nóv. vegna Grandaskála. Tilefnið var sam- þykkt hafnarstjórnar frá 9. nóv. Þar segir, að hafnarstjórn sam- þykki með 3:1 að veita netagerðar- mönnum aðstöðu í Grandaskála og með 3 samhljóða atkvæðum að fela hafnarstjóra að ganga frá húsa- leigusamningi við Hafskip. Albert Guðmundsson (S) kvaddi sér hljóðs og sagði, að sér hefðu borist upplýsingar varðandi þetta mál. Það snerti eldvarnir, væri það skýrsla vegna brunahættu á svæði netagerðarmanna og milligóifs. Áætlaður kostnaður við milligólfið er 40—80 milljónir króna. En þá er ekki miðað við umrædda skýrslu, sem er samkvæmt nýrri bruna- málareglugerð. Ef slökkva ætti eld þarna þyrfti 500 lítra á sekúndu, en að sögn mun Slökkvilið Reykja- víkur aðeins hafa yfir að ráða tækjum, sem dælt geta um 250 lítrum á sekúndu. Albert sagði ljóst, að ef brunaþol milligólfs ætti að vera samkvæmt þessu yrði það mun dýrara en áætlað er. Athug- andi væri hvort ekki ætti fremur að úthluta netagerðarmönnum lóð undir starfsemi sína fremur en setja þá þarna. Það þyrfti líka að hugsa um kóstnaðinn fyrir borgar- ana. Margt annað væri hægt að gera fyrir 40—80 milljónir hvað þá meira en setja það í milligólf. Hann lagði síðan til, að málinu yrði vísað til hafnarstjórnar á ný með tilliti til nýrra upplýsinga. Björgvin Guðmundsson (A) formaður hafnarstjórnar sagði, að þegar hafnarstjórn hefði fjallað um málið hefðu borgarfulltrúar átt að vera búnir að afla sér gagna og vita hvað verið væri að tala um. Albert Guðmundsson sagði, að það hefði verið eftir umræddan hafnarstjórnarfund, sem hann hefði fengið upplýsingarnar. Guðrún Helgadóttir (Abl) sagði engin undur og stórmerki þó það vafðist fyrir fleirum en sér að taka ákvörðun um höfnina i Reykjavík. Hafnarmál væri ekki hægt að leysa vegna þrýstings. Hún sagðist hafa efasemdir um, hvort veita ætti tveimur einkaaðilum pláss þarna. Vegna fram kominna nýrra upplýsinga um brunavarnir vildi hún fá að skoða málið betur. til 7. maí og gefið hugsanlega heitið „Svona gerum við“. í hugmyndum FÍMK felst það að sýna og kynna skapandi störf, leiki og list ísl. barna. Ymsum skólamönnum hefur verið skrifað og óskað eftir sam- starfi. Hugmyndin er að hafa veglega sýningu á barnamyndlist, skapandi hannyrðum og smíði og vefnaði. Þá er hugmyndin að hafa lúðrasveitir, kórsöng, brúðuleik, leikrit, sögur, Ijóð, ritgerðir, fim- leikasýningu, glímu, skák og dans. Elín sagði, að rætt hefði verið um útidansleik, sýnikennslu um hollt mataræði í umsjá barna og fjölda- söng undir berum himni. Þá væru hugsanleg atriði frá fullorðnum. Elín sagði, að ýmsir aðilar hefðu sýnt málinu áhuga og vildi hún sérstaklega þakka F'IMK fyrir sinn þátt. Elín sagðist telja sjálfsagt, að fræðsluráð og borgarstjórn stæðu af myndarskap að því, að hugmyndin yrði að veruleika og vildi hún vekja máls á þessu vegna komandi umræðna um fjárhagsáætlun. Markús Orn Antonsson (S) sagð- ist telja virðingarvert, að nefndir og ráð borgarinnar svo og félagasamtök í borginni sýndu væntanlegu hátíða- haldi vegna barnaársins 1979 verð- skuldaða athygli. Hann sagði, að fram hefði einnig komið ósk frá Ólafur B. Thors (S) sagði, að þegar borgarfulltrúi kæmi með upplýsingar, sem ekki hefðu verið fyrir hendi áður en gætu haft áhrif væri frestun eðlileg. Vitur- legt væri ef á næsta borgarstjórn- arfundi lægi frammi umsögn hafnarstjóra um málið- Davíð Oddsson (S) sagðist undr- andi yfir, að Björgvin tæki ekki vel í að vísa málinu aftur til hafnar- stjórnar. Bjiirgvin Guðmundsson sagði, að borgarfulltrúar ættu að bera sig eftir gögnum. Um málið hefði þegar verið fjallað og borgarfull- trúar ættu að vita hvað þeir séu að gera. A meðan engin ákvörðun sé tekin hangi Hafskip hf í lausu lofti. Albert Guðmundsson sagðist verða treysta sérfræðingum um eldvarnir og virkileg aðvörun væri í umræddri skýrslu. Á liðnum árum hefðu verið tveir stórbrunar í Reykjavík, sem gefa yrði gapm. Sá fyrri væri bruninn í Borgar- skála en á þess tíma verðgildi hefði tjónið numið hundruðum milljóna. Síðan bruninn í húsi í Skeifunni. Albert sagðist vara við að samþykkja þessa ráðstöfun heldur vísa málinu á ný til hafnarstjórnar með tilliti til nýrra upplýsinga. Borgarstjórn sam- þykkti síðan með 10 samhljóða atkvæðum að vísa málinu á ný til hafnarstjórnar. Félagsmálaráði Hafnarfjarðar um sameiginlegan undirbúning sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu vegna barnaársins. Markús Örn taldi þa>r hugmyndir sem Elín Pálmadóttir rakti mjög áhugaverðar en svo vildi til, að ýmsir aðrir hefðu iátið sér detta í hug önnur framlög til dagskrár barna- ársins. Markús Örn sagðist hafa viðrað þá hugntynd í félagsmálaráði, að komið yrði upp á Kjarvalsstöðum sýningu undir titlinum „Barn í borg“ þar sem kynnt væru kjör barna í Reykjavík frá aldamótum t.d. og fram á þennan dag, með ljósmynd- um, kla'ðnaði, leikföngum, kennslu- bókum og öðrunt gögnum frá þessu tímabili. Myndi slík sýning gefa glögga mynd af þróun lífskjara barna í Reykjavik og annarra borgarbúa. Markús örn Antonsson sagði, að hér v;eri aðeins á ferðinni hugmynd, sem væri áreiðanlegá ein af mörgum. Hann hvatti til þess, að unnið yrði að samræmingu aðgerða þeirra aðila sem m.vndu standa að einhverjum viðburðum á barnaárinu og væru félagsmálaráð, fræðsluráð og tesku- lýðsráð þar líklegust af hálfu borgarinnar. Að lokum sagði Markús Orn, að umfram allt yrði að leggja áherzlu á, að framleg Reykjavíkur yrði veglegt og minnisstætt. Ár barnsins 1979: Framlag Reykjavíkur verði myndarlegt og minnisstætt — segja Elín og Markús Örn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.