Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978 17 gerir ekki greinarmun á, hvort um er að ræða raunverulega afrétti eða heimaland jarða, er farið hafa í eyði, og land þeirra fallið undir afrétt eftir réttum lögum fornum. Þetta atriði er mjög mikilsvert. 3. Aukaréttur Rangárvallasýslu tekur ekkert tillit til þess, að eignarréttur á afréttarlöndum sunnlenzku hreppanna hefur alltaf verið þeirra og afrétturinn hefur ekki gengið kaupum og sölum eins og aðrar jarðeignir í landinu. Afréttarlöndum hreppanna hefur aldrei verið þinglýst sökum þess, að það hefur verið óþarft, þar sem eignarréttur þeirra var viður- kenndur með tíundarlögunum og öðrum lagaákvæðum síðar er fóru í sömu átt. Þar af leiðandi hefur hann alltaf verið sá sami, og hefur staðist allar árásir yfirgangs- stefna eins og alþjóðlegu kirkjunn- ar og konungsvaldsins, það er ágangs jafnt frá hendi geistlega og veraldlega valdsins í landinu. 4. Aukaréttur Rangárvallasýslu tekur ekki tillit til þess er kom fram, þegar fossaréttindin voru seld á fyrsta fjórðungi þessarar aldar. Þá var af ríkisvaldinu viðurkenndur hinn félagslegi eignarréttur ,á afréttarlöndunum sunnlenzku á hreppafyrirkomu- lagssvæðinu á sérstæðan hátt af þeim venjum sem til höfðu orðið í landinu í framkvæmd í rúm þúsund ár. Þessi réttur varð til af föstu og ákveðnu skipulagi bænd- anna sjálfra, eins og hinn upphaf- legi réttur varð einnig til í landinu og varð mótaður í lög með setningu alþingis árið 930. Með viðurkenningu félagslega eignar- réttarins með fossalögunum, varð þýðingarmikill áfangi unninn í réttindamálum sunnlenzkra hreppa og bænda gagnvart ríkis- valdinu, sú skilgreining er ekki, eftir því sem virðist vera, tekin til greina af aukarétti Rangárvalla- sýslu. En hverfum nú að öðru. V Það er stórt atriði í þessu máli, hvernig kirkjan, sterkasti aðilinn í íslenzku þjóðfélagi um margar aldir sem opinber aðili, hagaði sér gagnvart eignum bænda. Kirkjan reyndi hvað eftir annað að ásælast rétt sunnlenzkra bænda á af- réttariöndum hreppanna. Kirkjan reyndi með löggjafarlegu valdi, eins og gert er með aukaréttar- dómi Rangárvallasýslu, að seilast í þessi réttindi. Það var Arni biskup Þorláksson í Skálholti, sem gerði það með slökum aðferðum í kristnirétti sínum 1275. Kristinn réttur Árna biskups Þorlákssonar er um marga hluti einhver bezt grundvallaða löggjöf landsins í sérhæfðum atriðum gegnum alla sögu þjóðarinnar. Eftir honum var nákvæmt dæmt og eru dómar kirkjuvaldsins fram að siðskiptum mjög öruggir og fastir í gerð sinni og rökum eftir fyrrgreindri löggjöf, og eru margir þeirra varðveittir og prentaðir í Islenzku fornbréfasafni. En þrátt fvrir það, að hinn sæli biskup, Árni Þortáksson, hefði gott skyn á framkvæmd kristins réttar í landinu, og hefði fullan stuðning geistlega valdsins í Noregi, umboðsmanna Rómarvaldsins á Norðurlöndum og auk þess vilhalt vald norska konungsins til fram- kvæmda þessara mála á Islandi, varð hann að láta í minni pokann gagnvart rétti sunnlenzkra bænda og hreppstjórnarmanna á íslandi. Þeir héldu í fullu tré við biskup og andlega valdið, og unnu fullan sigur með lögtöku Jónsbókar árið 1282. Það er mjög athyglisvert, að þetta var einmitt á þeim tíma, þegar evrópskt höfðingja- og jarðeignavald var á undanhaldi gagnvart kirkjuvaldinu uni gjör- valla Norðurálfu. Islenzk saga gegnum aldirnar sýnir þetta líka mjög vel á glöggan og hvassan hátt. Margoft var reynt að rýja af sunnlenzkum bændum og hreppstjórnarmönn- um eignum, rétti og valdaðstöðu. En það tókst ekki. Þetta skipulag varð í upphafi til af framkvæmd landnámsmanns- ins, bóndans og hreppstjórnar- mannsins. Þessir aðilar skipulögðu mál sín á haldgóðan og traustan hátt, og varð fyrsta trygging eignarréttar í landinu. Mörg dæmi eru glögg um þetta í eftirlátnum heimildum aldanna. Þar skal nefnd sagan af Erni í Vælugerði og frásögnin um örskotshelgina er þar kemur fram. Þetta dæmi er mjög glöggt um friðsamlega lausn á deilu um jarðeign, og ætti að vera í framkvæmd í málflutningi hvers lögmanns í slíkum málum á liðandi stund. Sunnlenzkir bændur stóðu mjög að kristnitökunni árið 1000. Bak við fylgi við hana voru nokkur atriði, sem lítt hafa verið skýrð í íslenzkri sögu. Meðal þeirra var eitt, og ekki það minnsta, að fá alþingi til að gera ákveðnari og gleggri ákvæði um tryggingu eignarréttar í landinu. Þetta varð í framkvæmd á alþingi fjórum árum síðar. Þá var samþykkt í lögréttu, að hólmgöngur skyldi banna á Islandi og hefur það bann gilt síðan. Þessi löggjöf var þýðingarmest fyrir eignarréttinn. Meðan hólm- göngur voru leyfðar, gat hver sem var skorað á eignamenn á hólm og eða ella að hann léti af hendi eignir sínar. Til eru dæmi um þetta úr Árnesþingi. Méð þessari löggjöf var eignarréttur eigna- manna mjög tryggður. Hér verður að fara stutt yfir sögu, þó af mörgu sé að taka. Þegar ný skipun var gerð á meðferð og framkvæmd' sveitar- stjórnarmála í byrjun 19. aldar, var meðferð á eignarrétti sunn- lenzkra afrétta og afrétta yfirleitt í landinu, undanskilin fram- kvæmdarvaldi hreppstjóra. Sama sagan varð einnig í brúki, við setningu sveitarstjórnarlaganna upp úr stöðulögunum, en þá komu til sögunnar kjörnar hreppsnefnd- ir. En með fyrrsögðum aukaréttar- dómi Rangárvallasýslu, er ekkert tillit tekið til hins forna eignar- réttar á landi hreppanna á afrétt- inum. Skýtur hér skökku við það sem áður var, og ekki gætt samræmis sem vera skyldi. VI Allir vita, að Rangárvallasýsla er hafnlausasta sýsla landsins, og þar af leiðandi lítill möguleiki til að flytja þaðan út. En samt sem áður var Rangárvallasýsla um langt skeið ein af mestu útflutn- ingssýslunum og varð svo fram til loka 18. aldar. Hún var ein af beztu fálkasýslum landsins. Þar var fremur auðvelt að veiða góða og velseljanlega fálka, verðmæta og eftirsótta. Þeir veiddust mest í afréttunum og hafði konungur sérstaka umboðsmenn til veið- anna, svo nefnda fálkafangara. Þeir voru konunglegir embættis- menn og mikils metnir. Eftir því sem aukaréttur Rang- árvallasýslu dæmir nú um eignar- rétt á landi í afréttunum, hefði konungur átt greiðan gang að þessum veiðum á eignarlöndum sínum. En svo var ekki eftir þeim rétti er þá gilti í landinu. I Rangárvallasýslu einni var hægt að veiða alla þá fálka er konungur þarfnaðist, og hefði verið hægur hængur hjá, að notfæra sér það, hefði hann átt landið. VII Ein ríkasta og voldugasta ætt á íslandi fyrr á öldum sóttist mjög eftir jarðeignum í Rangárþingi, og náði undir sig einu auðugasta höfuðbólinu í héraðinu og átti það um langan tíma, ásamt hjáleigum, ítökum og hlutdeild í félagslegri eign í afrétti, eftir lögum réttum. Þetta voru Skarðsverjar á Skarðs- strönd í Dalasýslu. Þeir nýttu auðsuppsprettur Ástorfunnar út í æsar, jafnt í miklum og blómleg- um búskap og fálkaveiðum. Ás í Holtum var á stundum nefndur Riddara Ás, og er talið, að það tignarheiti sé dregið af riddara- titli Björns ríka Þorleifssonar á Skarði á Skarðsströnd. Hinir ríku og ágætu höfðingjar fyrri alda, reyndu aldrei að nota þá aðferð, sem aukaréttur Rangár- vallasýslu notar, að dæma eignar- réttinn á afréttunum af hreppun- um, þó mörg dæmi hryllileg séu um dóma þeirra, óréttláta og ósanngjarna, og er hægt að finna dæmi þess í íslenzku fornbréfa- safni, er sanna það. Samt sem áður er hægt að sanna það af gildum rökum, að höfðingja- og kirkju- valdið átti mikla ábatavon í afréttinum, hefðu þeir náð þeim algerlega undir sig eins og varð í sumum héruðum landsins. Hér er mikill munur á aðferð valdhafa. VIII íslenzk saga geymir margar minjar um ósigra og skelfingar er yfir land og þjóð hefur dunið, jafnt af árferði, hallærum og jarðeldum. Á stundum hafa heilar byggðir, heilar sveitir farið í auðn. Innaf Landi hafa margir bæir, heil höfuðból, farið í eyði á liðnum öldurn. Saga þeirra er óskráð. En fyrir utan Þjórsá fór nær því heil sveit í eyði í eldgosum, snemma í sögu þjóðarinnar. Það var Þjórsár- dalurinn. Örnefnin geyma nöfn bæjanna í Þjórsárdal, en ritaðar heimildir greina meira um örlög og hin bre.vttu viðhorf, er urðu, eftir að dalurinn fór í eyði. Um það er til fornt skjal. Það er skrá yfir þær jarðir, er áttu skóga í Þjórsárdal. I þeim kemur fram hinn forni eignarréttur, hinn félagslegi eignarréttur, eins og hann varð í framkvæmd í sunnlenzkum sveit- um á hreppafyrirkomulagssvæð- inu. Lögmenn landsins ættu að kynna sér það. Réttur íslenzkra höfuðbóla var mikill eftir fornum lögum, jafnt eftir rétti Grágásar, Járnsíðu og Jónsbókar, en sennilega hefur hann orðið mestur í setningu og framkvæmd tíundarlaganna. Framkvæmd löggjafarinnar varð talsvert með öðrum hætti á Suðurlandi, en í öðrum landshlut- um. Hún varð fvllri og fastari þar. Hún var runnin af framkvæmd við árdaga hennar, ug gaf jarðeigend- um mikinn og ákveðinn rétt í framkvæmd, eins og greinilegt er af hinu forna skjali um skógar- réttindi og nytjar þeirra í Þjórsár- dal, eftir hinu forna skjali. Þar er alger eignarréttur á landi langt frá höfuðbólinu, helgaður af lögum, réttum erfðum hans í festu og skipulögðu valdi fyrirfram ákveðnu. IX Það er frægt í íslenzkri sögu,' hve sunnlenzkir bændur stóðu ákveðið og vel á móti konungsvald- inu norska og kirkjuvaldi alþjóð- legu síðustu helminga 14. og 15. aldar. Árnesingaskrá og Áshildar- mýrarsamþykkt eru um það gleggstu dæmin. í byrjun 16. aldar gengu nokkrir dómar í Húnavatns- og Eyjafjarðarsýslum um eignar- rétt jarða og urðu í skiptum ríkra höfðingja og kirkjunnar. Sumir þeirra minna mjög á dóm auka- réttar Rangárvallasýslu um eignarrétt á Landmannaafrétti á þessu hausti. Ég hef því miður ekki tíma né rúm til þess, að rekja þessi mál nánar að þessu sinni, hvorki um skipti höfðingja og kirkjuvalds- manna á 16. öld, né yfirgang konungsvaldsins eftir siðskipti. En ég vil benda þeim á, sem áhuga hafa á því að kynna sér þessi mál að lesa Islenzkt fornbréfasafn. Sé íslenzk saga krufin til mergjar og lesin niður í kjölinn, kemur greinilega í ljós, að Sunn- lendingar urðu aldrei fyrir jafn hörðum og grimmum dónium frá hendi veraldlega valdsins og þess geistlega í eignarmálum eins og varð á Vestur- og Norðurlandi. Þetta tel ég að hafi orðið, vegna þess fasta og ákveðna skipulags er ríkti á Suðurlandi frá upphafi í meðferð jarðeigna, sérstaklega þess hluta þeirra, er varð í félagslegri eign. Sunnlendingar hlífðust t líka hvergi, ef svo bar undir. Þeir tóku erlenda boðendur yfirgangs í landinu og sendu þá yfir mörk annars heims, eins og þeir gerðu við Jón biskup Gerreksson í Skálholti og Lénharð fógeta kon- ungs. Þeir tóku líka af lífi Diðrik von Mindan í Skálholti á sið- skiptatímanum, og voru djarfir í ráðum til þess, að kirkjan varð svift öllum afskiptum í sérdómum sínum yfir jarðeignum. Nú eiga Sunnlendingar leikinn gagnvart ríkisvaldinu í deilum um eignarrétt á afréttum. Auðvitað hvet ég þá ekki til uppþota, en til hvers annars sent löglegt er. Þeir þurfa að safna saman öllum gögnurn, sem fyrir hendi eru í málum þessum, og þau eru mörg, og geta komið að miklu gagni, og orðið til þess, að málið vinnist fyrir þeirra hönd með dómi hæstaréttar. « i BOKUNARVORUR Á SÉRTILBOÐI Leyfil. Hagk. Leyfil. Hagk. verð verð verð verð Hveiti: Rúsínur 1. kg. 1.135- 989.- Pillsbury Best 5 Ibs. 412- 365- Lyftiduft 450 gr. 389- 345.- Pillsbury Best 10 Ibs. 824- 729- Möndlur 250 gr. 881- 619- Dover 25 kg. 3.525- 3.149- Kókosmjöl 500 gr. 772.- 539- Kókosmjöl 500 gr. 772- 539- Ljóma Smjörlíki 500 gr. 226- 195.- Cadbury, kakó 400 gr. 1.445- 1.289- Strásykur 1kg. 150- 135.- Cadbury, kakó 227 gr. 893- 779- Strásykur 50 kg. 6.854- 6.249- Flórsykur 1 kg. 243- 205- Meðan birgðir endast Opið til kl. 10 á föstudagskvöld HAGKAUP SKEIFUNN115

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.