Morgunblaðið - 23.11.1978, Side 20

Morgunblaðið - 23.11.1978, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978 21 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Rítstjórnarfutltrúi Fréttastjóri Augtýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannes«en, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2200.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Síðbúin viðurkenning og skilningur Verðlagsþróun, vísitala og víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags eru í brennipunkti íslenzkrar þjóðmálaumræðu í dag. í því efni er hollt að minnast þess, að öll viðreisnarárin, eða í þrjú kjörtímabil, tókst að halda verðlagshækkun hér á landi nálægt 10% að meðaltali á ári, eða svipað því sem verðbólguvexti nemur í viðskiptalöndum okkar hin síðari ár. Samstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks á þessu tímabili færði okkur heim sanninn um, að það er hægt að halda verðbólgu hér innan viðráðanlegra marka, ef samheldni ríkir á þjóðarheimilinu, aðhalds er gætt í ríkisfjármálum, arðsemi í fjárfestingu og hygginda í launaþróun. Mikil krónuhækkun kaups, sem kemur aðeins að litlu leyti fram í aukinni kaupgetu launa, en að mestu leyti í verðbólguauka, er skammgóður vermir. Verðbólgan veikir rekstrarstöðu atvinnuvega, samkeppnisaðstöðu útflutnings- greina okkar og atvinnuöryggi í landinu, sem þrátt fyrir allt hefur tekizt að tryggja um langt árabil. Um leið og horft er til viðreisnaráranna sem tímabils jafnvægis og stöðugleika í efnahagsmálum — má einnig minnast þess, að þær þjóðir, sem búa við óbrenglað markaðskerfi, samkeppni og írjálsræði í þjóðarbúksap, hafa allar innan við 10% verðbólgu, sumar raunar litla sem enga. Þrátt fyrir margháttaða sérstöðu þjóðarbúskapar okkar er vert að hyggja að því, sem fært hefur öðrum þjóðum svo miklum mun meiri árangur í viðnámi gegn verðbólgu en okkur. Vinstri stjórnin 1971—’74, sem tók við af viðreisnarstjórninni, og hægum verðbólguvexti, skilaði hins vegar þjóðarbúinu með 54% óðaverðbólgu. Tómas Árnason, fjármálaráðherra, viðurkenndi þetta í sjónvarpsumræðu í fyrrakvöld, en taldi meginorsakir liggja utan valdasviðs þáv. ríkisstjórnar. Nefndi hann til afleiðingar eldgossins á Heimaey, olíukreppu og óraunhæfa kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins. Þetta þrennt hefur efalítið haft sín áhrif á þróun mála en stefna þáv. ríkisstjórnar í ríkisfjármálum, fjárfestingu og efnahagsmálum í heild var engu að síður þung á metum. Þessi vinstri stjórnar verðbólga hefur tröllriðið þjóðarbúinu síðan. Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar skilaði um flest góðum starfsárangri. Utfærsla landhelginnar í 200 sjómílur og friðun hennar af brezkri og v-þýzkri veiðisókn ber þar hæst. En hún náði einnig umtalsverðum árangri í viðnámi gegn verðbólgu niður úr 54% vinstri stjórnar stiginu í um 27% á miðju ári 1977. Þá seig hins vegar aftur á ógæfuhlið, m.a. vegna vanhugsaðrar launaþróunar, þar sem meira kapp var lagt á krónuhækkun en hækkun kaupgildis launa — meira kapp á fleiri en verðminni krónur en færri og verðmeiri. (Þar réðu þeir enn ferð, sem veg vísuðu á vinstri stjórnarárunum 1971—’74.) Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar í febrúar- og maímánuði sl. voru viðbrögð gegn viðblasandi verðbólguauka — til að tryggja rekstrargrundvöll undirstöðuat- vinnuvega og atvinnuöryggið í landinu. Þessar aðgerðir voru rægðar niður af Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi, enda tvöfalt kosningaár. En í lok þessa kosningaárs og í kjölfar nýrrar vinstri stjórnar staðfesta báðir þessir flokkar réttmæti hvers einasta atriðis efnahagsaðgerða fyrri stjórnar — m.a. með enn stærra hugsuðu fráhvarfi frá umsömdum verðbótum á Íaun en fólst í efnahagsað- gerðum fyrri stjórnar. Efnahagstillögur núverandi stjórnarflokka ganga um margt í ólíkar áttir, en þær mætast þó í einum brennipunkti, að umsamdar verðbætur á laun 1. desember nk. megi ekki koma til framkvæmda að fullu, ef forðast eigi nýtt verðbólguflóð. Síðan tína þeir til allar röksemdir fyrri stjórnar, sem áður hétu „kauprán" og voru talin vega að samningafrelsi á vinnumarkaði. Betra er seint en aldrei að viðurkenna staðreyndir þjóðarbúskaparins — en fólkið, sem trúði þessum herrum í kosningabaráttunni, er reynslunni ríkara. Hitt er svo annað mál, að ýmsar hliðartillögur Alþýðubandalags- ins nú ganga þvert á nauðsynlega aðhaldsstefnu í ríkisfjármálum, sem er ein af lykilforsendum verðbólguviðnáms. Tillögur þess varðandi lausn vandans 1. desember nk. þýða, að því er upplýst hefur verið, 15 milljarða króna ný útgjöld. Kostnaður við að greiða niður hvert prósentustig í launum er um 1700 m.kr. 2% sjúkratryggingar- gjald nemur 5.6 milljörðum króna fyrir ríkissjóð. Erfitt er að meta, hvað framkvæmdir á félagslegum réttindamálum þýða í útgjöldum, en sé farið bil beggja, niðurgreiðslna á launum og sjúkratryggingar- gjaldsins, nemur hvert prósentustig 2.2 milljörðum króna. Þessu tekjutapi og útgjaldaauka vill Alþýðubandalagið síðan mæta með nýrri skattaflóðbylgju í þjóðfélaginu, sem þó er óljós og óraunhæf í túlkun þess. Þungamiðja þjóðmálaumræðu um verðlag, vísitölu og víxlhækkan- ir nú felur í sér viðurkenningu Alþýðuflokks og Alþýðubandalags á réttmæti efnahagsaðgerða fyrri ríkisstjórnar. Vonandi leiðir þessi síðbúni skilningur til samstöðu og marktæks viðnáms gegn verðbólgu, sem leiði til hliðstæðs árangurs og á tímum viðreisnarstjórnarinnar. Svipmyndir frá Srí Lanka Colombo, 22. nóvember (AP). — Yfirlitsmynd af slysstaðnum og afstöðunni til flugvallarins. Hringur hefur verið dreginn utan um staðinn þar sem vélin kom niður en í bakgrunni er flugbrautin á Colombo-flugvelli sem flugvélin stefndi á. m t ’ * þ^ x \4 % y * -* 4 |. /á • m * *■ ♦» % m * » '■ Þær stöllurnar Jónína Sigmarsdóttir og Þuríður Vilhjálmsdóttir eru óðum að ná heilsu. og hér sjást þær á tali saman í sjúkrahúsinu í' gær. Slasaðust pílagrímur er hér studdur út úr sjúkrabifreið á Colombo-flugvelii áður en hann er borinnn um borð í flugvélina. Colombo. 22. nóvember — Loftmynd af brakinu úr DC-8 þotunni á kókoshnetuakri skammt frá flugvellinum. Pílagrímarnir Hér eru myndir frá AP fréttastofunni af því þegar verið var að flytja lík indónesísku pílagrímanna og þá sem komust lif- andi af úr flugslysinu í síðustu viku til heim- kynna sinna í gær og fyrradag. Indónesískir hermenn bera hér kistur þeirra sem fórust í flugslysinu í bænur Banjarmasin í austanverðri Kalimanta þar sem útför þeirra allra fór fram. heim Einn hinna slösuðu er hér borinn á sjúkrabörum upp í flugvél frá indónesfska flugfélaginu á Colombo-flugvelli sem flutti þá sem lifðu af slysið, áfram til Indónesíu í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.