Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978 5 Nýkjörnir heiðursfélagar Læknafélags íslands, talið frá vinstrii dr. óskar Þórðarson, C.P. Cleland, Povl Riis, Helgi Ingvarsson, dr. Sigurður Sigurðsson og Oddur Ólafsson. Ljósm. Kristján. Ráðstefna sjálfstæðismanna: Mótmælir skattastefnu í lagasetningu ríkisst jórnar K J ÖRDÆMISRÁÐ sjálfstæðis- fólaKanna í Norðurlandskjör- dæmi eystra hélt fyrir skömmu ráðstefnu á Húsavík um svcitar- stjórnarmál og var þar samþykkt eftirfarandi ályktuni Ráðstefna sjálfstæðismanna um sveitarstjórnarmál, haldin á Húsavík 10.—12. nóvember 1978, mótmælir harðlega þeirri skatta- stefnu sem lýsir sér í lagasetningu og fjárlagafrumvarpi núverandi ríkisstjórnar. Til viðbótar því ranglæti sem einstaklingar og fyrirtæki hafa orðið fyrir á þessum efnum vekur ráðstefnan athygli á þeirri hættu sem þessu er samfara, að sveitar- félögin verði þess síður megnug að sinna verkefnum sínum, því meiri hlut sem ríkið tekur til sín af fjármunum einstaklinga og fyrir- tækja, þeim mun minni verður gjaldgetan til sveitarfélaganna og svigrúm þeirra til þess að halda uppi nauðsynlegum framkvæmd- um og sómasamlegri þjónustu þrengist. Fyrir því skorar ráðstefnan á Alþingi að fella skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar eða breyta þeim til verulegra bóta og heitir sérstaklega á þingflokk sjálf- stæðismanna að snúast hér hart til varnar, en fylgja fast fram stefnu flokksins um meira sjálf- stæði sveitarfélaganna gagnvart ríkisvaldinu og skýra verkaskipt- ingu þessara aðila á milli. Kjörnir sex heið- ursfélagar Lækna félags íslands Á AÐALFUNDI Læknafélags Islands. sem haldinn var á Akureyri sl. sumar var þess minnst að liðin eru 60 ár frá stofnun félagsins og voru þá kjiirnir 6 heiðursfélagar. Voru þeim nýlega afhent heiðurs- skjöl í kvöldfagnaði er haldinn var í framhaldi af ráðstefnu stjórnar L.í. með formönnum sva-ðafélaga. Ileiðursfélagarnir erui Helgi Ingvars.son. Sigurður Sigurðsson. Oddur Ólafsson, dr. óskar bórðarson. C.P. Cleland og próf. Povl Riis. í frétt frá stjórn L.í. segir m.a. um hina nýkjörnu heiðurs- félaga: Þrír þessara lækna eru þeir núlifandi íslenzkir læknar, sem mestan þátt tóku í baráttunni gegn berklaveikinni, sem á upphafsárum Læknafélags ís- lands var skæðasta heilbrigðis- vandamál þjóðarinnar. Elztur þeirra er Helgi Ingvarsson, sem gegndi yfirlæknisstörfum á stærsta berklahæli landsins og um langt skeið við miklar vinsældir og góðan orðstír. Annar er dr. Sigurður Sigurðs- son, fyrrverandi landlæknir, sem gegndi starfi berkalyfir- læknis frá stofnun þess embætt- is 1935 og hafði með höndum stjórnun og skipulagningu berklavarna. Hinn þriðji er Oddur Ólafsson, fyrrverandi yfirlæknir á Reykjalundi, sem er einn af forystumönnum endurhæfinga fyrir berklasjúkl- inga og síðar öryrkja af öðrum sjúkdómsorsökum. Hinn fjórði af íslenzku læknunum, sem kjörnir voru heiðursfélagar, er dr. med. Óskar Þórðarson, fyrrverandi yfirlæknir á Borgarspítalanum, sem auk ágætis læknisstarfs og vísindavinnu hefur sinnt félags- málum lækna af miklum áhuga. Tveir heiðursfélaganna eru erlendir, annar er brezkur hjartaskurðlæknir, Mr. C.P. Cleland, sem á undanförnum 10 árum hefur annazt mikinn fjölda íslenzkra sjúklinga í góðri samvinnu við íslenzka lækna. Hinn er prófessor PovL Riis frá Kaupmannahöfn, sem hefur komið hingað til lands mjög oft sem fyrirlesari og skipulagt námskeið fyrir íslenzka lækna og auk þess verið íslenzkum læknum og Læknafélagi íslands hjálplegur á margan annan hátt. Tveir hinir síðast töldu héldu fyrirlestra á vegum læknadeild- ar Háskóla íslands í Land- spítalanum, meðan þeir dvöld- ust hér, en prófessor Riis þess utan einnig á Landakoti og á Borgarspítalanum. Stórhríðarhamur í úthluta Skagafjarðar Bæ. Ilöíðaströnd. 22. n(>vember. STÓRIIRÍÐARIIAMUR hefur verið að undanförnu í úthluta Skagafjarðar og miklir erfiðleik- ar með mjólkurflutning úr Fljót- Spilakvöld Rangæinga Rangaúngafélagið í Reykjavík heldur skemmtisamkomu í Hreyfilshúsinu við Grensásveg föstudaginn 24. nóvember og hefst hún kl„20.30. Spiluð verður félagsvist og er með því ætlunin að endurvekja þann þátt félagsstarfseminnar sem legið hefur niðri um nokkurt skeið. Að lokinni félagsvistinni syngur kór Rangæingafélagsins undir stjórn Njáls Sigurðssonar og samkomugestir taka lagið. Að lokum verður dansað til kl. 2 eftir miðnætti. um. Hefur það mætt mikið á flutningabílum og er sem stendur aðeins einn tankbill í gangi í héraðinu. Er hann í gangi allan sólarhringinn. Vonir standa þó til að þetta lagist fljótlega. Samhliða því að heitt vatn hefur fengizt að Reykjum í Hjaltadal til hitaveitu að Hólum eru nú miklar líkur til að nægilegt kalt vatn fáist svo góð skilyrði verða fyrir fiskiræktarstöð að Hólum. Miklar vonir eru bundnar við þá fram- kvæmd fyrir Norðurland vestra og skólasetrið. Unnið er að þessum málum ásamt fleirum varðandi uppbyggingu staðarins. Á Hólum í Hjaltadal hafa verið að undanförnu Sigurður Blöndal skógræktarstjóri og Álfur Ketils- son formaður skógræktarfélags Skagfirðinga. Þeir hafa með hjálp bændaskólanema verið að taka 5—600 stykki af jólatrjám, sem verða sett á markað fyrir jólin. Björn. Þjóðlífsþættir Ný bók eftir Pál á Hnappavöllum BÓKAÚTGÁFAN Örn og Ör- lygur hefur gefið út bókina „Þjóðlífsþætti" eftir Pál Þor- steinsson fyrrum alþingismann á Ilnappavöllum. Efni bókarinnar er fjölbreytt, en þar er lýst einstöku þáttum í íslensku þjóðlífi að fornu og nýju, þar sem Austur-Skafta- fellssýsla og mannlíf þar kemur einkum við sögu. I bókinni er sagt frá staðreyndum sem eiga að halda gildi sínu þótt tímar líði. Nýr kröftugur KENWOOD KR-4070. Lágmarks afl við 8 ohm 2 x 40 RMS wött frá 20 - 20000 Hz, bjögun mest 0.1%. Verö kr. 174.360- Að eignast þetta reginafl, meö hinu viðfræga KENWOOD útvarpi ásamt fjölda af fágætum eiginleikum, fyrir slíkt verð, er einsdæmi. Hvernig getur KENWOOD þetta? Það er nú einmitt það sem Pioneer, Marantz o.fl. velta vöngum yfir. Nýr kröftugur KENWOOD KR-4070 NÚ FÆRÐ ÞÚ ÞÉR $KENWOOD FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.