Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978
31
Allra sálna
messa
Fyrstu dagar nóvember
mánaðar eru raunverulega
merkilegri en flestir gera sér
grein fyrir, séðir sem minninga-
og merkisdagar frá sjónarhóli
lífs og kristilegra hugsjóna.
Þeir nefnast á ferli kirkju-
ársins og undir lok þess hverju
sinni:
Allra heilagra messa. helguð
þeim, sem skarað hafa fram úr á
ferli kristins dóms í sögu
mannkyns eða eins lítils safn-
aðar og jafnvel fórnað lífi sínu
fyrir málefni kærleikans.
Og 2. nóvember nefnist Allra
sálna messa helguð hinum látnu
yfirleitt, „Þeim, sem í Drottni
deyja", mundu einhverjir
kirkjunnar menn bæta við.
Hinum heilögu, frábæru og
hinum látnu skyldu helgaðar
bænir og helgihald þessa daga.
Hér skal litið yfir Allra sálna
messu og sjónarmið hennar
örfáum orðum.
Væri spurt. yfirleitt, hvort við
teljum dauðann vin eða óvin
yrði svarið hið síðarnefnda á
flestra vörum.
Næstum allir telja dauðann,
með einhverri eðlislægri ávísun
kjarna alls þess er óttast þarf.
En kjarni þeirrar hugsjónar,
sem helgar allra sálna messu er
í orðum Krists: „Ég lifi og þér
munuð lifa.“ „Ég fer burt að búa
yður stað.“ „Svo verðið þið þar,
sem ég er.“
Með öðrum orðum. Sam-
kvæmt þessari lífsskoðun hans
og kenningu til vina á kveðju-
stund er enginn dauði til í þeirri
merkingu, sem hann er oftast
hugsaður. Hann er því enginn
endir. heldur aðeins þáttaskil á
lífsferli mannsandans og sálar
einstaklings. Lausn úr fjötrum
efnis sem oft eru orðnir sárir,
þungir og óbærilegir viðkvæm-
um, fleygum, ljóselskum anda.
Og það sem meira er, þarna er
enginn grafarsvefn, enginn
aðskilnaður í tvo meginheima,
enginn skilnaður ástvina, eins
og því miður hefur verið kennt í
kirkju — já, sjálfri kirkju Krists
um aldaraðir, með ógnum um
kvalir i helju, sem hafa valdið
mörgum ægilegri skelfingu en
orð fá lýst.
Örfáir frelsaðir. með dýrð
handa sér. hinir allir útskúfaðir
í yztu myrkur auðnar og
þjáninga.
Lengra frá anda hans, sem
sagði: „Faðir fyrirgef þeim;
F'aðir í þínar hendur fel ég anda
minn.“ „Hann lætur sól sína
skína bæði á vonda og góða.“
„Yðar himneski faðir veit hvers
þér þurfið“.
Sem betur fer hafa íslenzkir
hugsuðir, skáld, spámenn og
guðsvinir, skilið Krist betur en
þessir miðaldaguðfræðingar
sem mótað hafa kénningar
kirkjunnar að ýmsu leyti um of
öldum saman.
Á Allra sálna messu skulum
við hlusta á óma frá þeirra
orðum eignast samhljóm við
kenningar Krists um líf og starf,
ljós og frið, unað og sambúð
sálna utan jarðlífs:
„Anda. som unnast
fa'r aldroKÍ.oilífð aöskilið."
J. Ilallitr.
„Sízt vil rií tala um svofn við þÍK" —
..Flýt þór vinur. í ft'Kri hoim.
Krjúptu að fóttum friðarboðans.
FljÚKðu á vsonKjum moritunroðans
moira að starfa Guðs um Roim."
J. IlallKr.
„I>ar mun ck nýja krafta fá."
Ilallcr. Prtursson.
„Nú rrtu Iridd mín Ijúfa
lystÍKarð Drottins í.”
IlallKr. Pótursson.
„Af oilífðarIjósi hjarma hor.
som brautina þunKU Kroiðir."
E. Bon.
„llpphiminn foKri on auKað sór
mó)t iillum oss faðminn broiðir."
E. Bon.
„Ék vcit að yfir dauðans djúp
mÍK Drottins Iriðir hönd.~
MarKrót Jónsd.
„FaKna þú sál mín. Lít þú víðlrnd vrldi
vona ok drauma. or þrýtur rökkurstív
inn."
Jakoh Smári.
„Vakna við siinKsins holKa hljóm
í himnoskri kirkju þinni."
Ólina Andrósd.
„Andinn for á munarvoKa.
þrkkir okki þína töf.
þÖKla Kriif.
M. Jooh.
„Lærðu unK við onKla Guðs að tala."
M.Jooh.
„í aftanroða sfðasta sólarlaKs
við sjáum hlika ný ok foKri lönd."
Svoinn VíkinKur.
_Þ(')tt jarðnosk Ka'fa Klatist öll.
ók Klaður horfi á lífsins fjöll."
BHM mótmælir ur-
skurði kjaradóms
Nýlega var kveðinn upp í
Kjaradómi dómur í máli
hjúkrunarfræðinga með BS-próf
(4ra ára nám) frá Háskóla Islands.
Niðurstaða dómsins var sú, að
hjúkrunarfræðingar með BS-próf
og níu mánaða starfsreynslu
skyldu taka laun eftir launaflokki
103. Til samanburðar má geta þess
að háskólamenn með sambærilegt
próf (Bs 120 ein.) taka almennt
ekki laun eftir lægri launaflokki
en 107, samkvæmt samningum
Bandalags háskólamanna. BHM
mótmælir þessum úrskurði dóms-
ins og telur að hann feli í sér
vanmat á menntun og störfum
BS-hjúkrunarfræðinga, segir í
fréttatilkynningu frá BHM.
Nám í hjúkrun við Háskóla
íslands hófst haustið 1973 og
virðist námið sjálft hafa verið vel
undirbúið. Hins vegar hefur
starfsvettvangur BS-hjúkrunar-
fræðinga ekki verið skilgreindur
nægilega vel, segir í tilkynningu
BHM. Verði starfssvið
BS-hjúkrunarfræðinga ekki skýr-
ar markað og launakjör þeirra
samræmd kjörum annarra
háskólamanna má búast við að
háskólanám í hjúkrun leggist
niður, þar sem völ er á mun styttra
námi með launum á námstíma,
sem gefur sömu réttindi. Munur á
námstíma hjúkrunarfræðinga með
BS-próf (4 ár í menntaskóla og 4
ár í háskóla) og hjúkrunarfræð-
inga frá Hjúkrunarskóla íslands
(2 ár í framhaldsskóla + 3 ár í
Hjúkrunarskóla Islands) er 3 ár, ef
farin er stysta leið í báðum
tilvikum, segir í tilkynningu BHM.
við
gluggann
eltirsr Arelíus Nielsson
Það er hugsjón lífs og ljóss,
sem speglast og hljómar í
þessum og ótal orðum íslenzkra
spámanna og spekinga, sem
brotið hafa af sér alla stálfjötra
úreltr.a kenninga löngu liðinna
alda og leiðtoga, sem töldu sér
hag að ótta og skelfingu fólks
við dauða og víti.
Ættum við ekki umfram allt
að hylla þessar frjálsu hugsjónir
um sigra ljóss og lífs ofar öllum
ógnum dauðans á Allra sálna
messu? Leiðsögn þessara manna
er gott að hlíta. Þessa ljósþrá og
lífstrú hefur íslenzka þjóðin og
æðstu sjáendur hennar varð-
veitt gegnum eld og ís, storma
og myrkur aldanna. Verum
þessari lífstrú holl og heil ofar
öllum múrum og fjötrum.
„Dauðinn hann er Drottins
hinzta gjöf til dauðlegs manns,
sem ferðast hér á jörð.“ Við
þurfum þar aðeins einn meðal-
gangara og eigum hann: Sjálfan
Krist — ljós lífsins — ljós
heimsins og þeirra sjáenda, sem
honum fylgja bezt.
Við ættum að geta gengið
hönd í hönd með þeim vini í
vinarhönd og sungið:
„Þýtt á vængjum söngsins
svífur
sál mín glöð í friðarheim."
Á Allra sálna messu 1978.
V öruflutningar
aukast með flugi
Standa í stað um Reykjavíkurhöfn
Vöruflutningar um Reykjavík-
urhöfn standa í stað frá ári til
árs. Farþega- og vöruflutningar
um Reykjavíkurflugvöll aukast
jafnt og þétt. Farþegum með
Strætisvögnum Reykjavíkur
fækkar stöðugt, en samtímis
fjölgar fólksbifreiðum í borginni.
Þetta eru helztu drættir í
niðurstöðum borgarhagfræðings,
Eggerts Jónssonar þar sem hann í
Árbók Reykjavíkur gerir sam-
göngumálum borgarinnar skil og
dregur upp í tölum mynd af vöru-
og farþegaflutningum og notkun
helztu flutningatækja.
Bensín- og olíuflutningur með
vörubifreiðum frá Reykjavík virð-
ist fara minnkandi frá árinu 1975
og vera nú svipaður og 1974,
117.465 tonn á árinu 1977.
Áburðarflutningar fara hægt vax-
andi og eru á árinu 1977 26.583
tonn, en almennir vöruflutningar
urðu mestir á árinu 1975, þá 89
þúsund tonn, en á árinu 1977
88.000 tonn. Þá eru vöruflutningar
innan höfuðborgarsvæðisins ekki
meðtaldir.
Áætlunarferðum sérleyfishafa
fer fækkandi, úr 185.480 á árinu
1973 niður í 148.061 á árinu 1977.
En Akraborg kemur að auki í
talningu á árinu 1974 með 60
þúsund farþega og er á árinu 1977
með 143 þúsund farþega.
Fólksbifrciðum fjölgar
— leigubifreiðum fækkar
í Reykjavík eru á árinu 1977
27.505 fólksbifreiðar, en annars
staðar á landinu 42.459 og fer
fjölgandi. Jafnframt fækkar fjölda
íbúa um hverja bifreið og er á
árinu 1977 kominn niður í 3 á bíl í
Reykjavík og 3.3 annars staðar á
landinu.
Leigubifreiðastjórar með at-
vinnuleyfi í Reykjavík, Kópavogi,
Seltjarnarnesi og Mosfellssveit
eru skv. upplýsingum bifreiða-
stjórafélagsins Frama 618 á árinu
1978 og hefur þá fækkað úr 655 á
árinu áður, en virðast hafa verið
flestir á árinu 1974 eða 706 talsins.
Farþegafjöldi " strætisvagna
minnkar stöðugt, er kominn niður
í 10.787.274 á árinu 1977 úr
17.462.000 á árinu 1962,þegar þessi
talning hefst. Börn eru 10%
farþega og fækkar líka.
Sem að líkum lætur hefur
umferð um götur Reykjavíkur
aukist. Tekin eru þrjú snið, þ.e.
umferð þvert á Kalofnsveg, Lækj-
argötu og Fríkirkjuveg, sem sýnir
að bifreiðaumferð hefur aukist úr
60.150 á árinu 1973 í 72.350 á árinu
1976. Umferð þvert á Snorrabraut
hefur aukist úr 91.350 á árinu 1973
til 96.350 á árinu 1976. Og umferð
þvert á Kringlumýrarbraut hefur
aukist á sama tíma úr 101.900 í
105.500.
Á leið í
skóla
gcetið að
Leyft Okkar
verd verð
Pillsbury‘8 best hveiti 5 Ibs......... tJSflL.—• 351.—
Kókosmjöl 500 gr..........................407.—
Rúsínur 250 gr............................"245L— 219.—
London lamb 1 kg.........................'3406L— 3168.—
Hangkjöt læri úrb. 1 kg..................'2884,— 2679.—
Svinakótilettur 1. kg....................'3246,— 2921.—
C-11 þvottaefni 3 kg. poki.............!st31flL— 1184.—
4 handsápur í pk..........................'364,— 325.—
Athugið breyttan lokunartíma.
Opiö til kl. 10
föstudaga.
Opið
laugardaga.
Vörumarkaðurinnhl.
I ÁRMÚLA1A