Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978 „Kaupráns- flokkarnir eru fjórir“ Jónas Bjarnason, for- maöur Bandalags háskólamanna, kemst svo aö orði í Tímanum í gær: „Ég reikna með Því, að viö myndum sætta okkur við 3,6% hækkun ef Þakið yrði tekið úr gildi, enda yrði Þetta Þá almenna reglan. Viö krefjumst náttúru- lega Þess að launaÞakið veröi umsvifalaust tekið úr gildi, en Það er ekkert nema ranglæti sem felst í Því, enda hefur Það ekki náð neinu markmiöi. Viö verðum ekki til viðtals um neitt, fyrr en Það hefur veriö tekið úr gildi. Að sjálfsögðu eru vandamál framundan, en Það er ekki hægt að bæta kjaraskerðingu með öðr- um kjörum. Ef um kjara- skerðingu er að ræða, Þá er Það kjaraskerðing, sama hverju einhverjir pótintátar eru aö reyna að velta fyrir sér.“ Þegar Jónas var spurð- ur að Því, hvaöa augum hann liti tillögur AIÞýðu- bandalagsmanna til tausnar vandanum 1. des., sagði hann: „Þeir eru aðeins meö Þeim að viðurkenna Það fúslega, aö kaupránsflokkarnir eru fjórir." Hér er einmitt komið aö kjarna málsins. Vita- skuld fjallar öll pessi umræða innan ríkis- stjórnarinnar og hjá verkalýðsleiðtogum Al- Þýðuflokks og AlÞýöu- bandalags um Það eitt, hvernig hægt sé að skerða kaupmátt launa, án pess að svikin á loforðinu um samningana í gildi verði of áberandi. Lúövík lýsir sjálfum sér í ræðu Lúðvíks Jóseps- sonar á flokksráðsfundi AIÞýðubandalagsins seg- ir m.a.: „Það Þarf ekki langt að leita né djúpt að grafa til Þess að komast að Þeirri staðreynd, að ein meginskýringin á hinni miklu verðbólgu hér stafar af Þeim stétta- átökum, sem hér hafa staðið, Þar sem hægri sinnað ríkisvald hefur æ ofan í æ gert ráöstafanir til Þess að breyta Því hlutfalli í skiptingu Þjóð- arteknanna sem um hefur verið samið í al- mennun launasamning- um. Aöferöir stjórnvaida í Þessum efnum hafa verið gengislækkanir og geng- issig, afnám kaupgjalds- vísitölu, nýir og nýir skattar, sem gengið hafa út í verðlag og aðrar verðbólguaukandi ráð- stafanir." Segja má, að Þetta sé í hnotskurn Það, sem gerzt hefur á nokkurra vikna valdaskeiöi núver- andi ríkisstjórnar. Það er hins vegar kækur Lúð- víks Jósepssonar að líta á sig sem hægri mann, jafnvel kapitalista, í hvert sinn sem hann situr í ríkisstjórn eöa er stuön- ingsmaður ríkisstjórnar, sem parf að gera óvin- sælar ráðstafanir. Hins vegar kennir hann sig til vinstri, Þegar hann er ábyrgðarlaus. Þrautir Benedikts Benedikt Davíðsson, formaður verkalýðsmála- ráðs AlÞýðubandalags- ins, kvartar undan Því í Þjóðviljanum í gær, að Þeim áróðri verði „auð- vitað ótæpilega beitt nú eins og áður“, að „komm- ar“ séu óðfúsir að gefa eftir á kröfum um vísi- töluhækkanir launa, til ÞÞess að fá haldið áfram valdaaðstöðu sinni í n.v. ríkisstjórn." Þetta ætti Þó ekki að koma manninum á óvart. Hér í Morgunblaöinu hefur verið rakið, hvernig ummæli hans nú stang- ast gjörsamlega á við Það sem hann sagði fyrr á Þessu ári um vísitölu- skerðingu launa. Eða hvernig getur hann stað- ið að ályktun um Það nú, að eðlilegt sé að niður- felling sjúkratrygginga- gjaldsins verki til lækk- unar á verðbótavísitöl- unni nema Þetta sé tilfell- ið? Minnist hann Þess ekki, að Þegar pað var upp tekið, fengu laun- Þegar Þaö ekki bætt í hærri launum vegna Þess að beinir skattar eru ekki reiknaðir inn í verðbóta- vísitöluna? Minnist hann Þess ekki, aö launÞegar fengu skattahækkanirnar i september ekki uppi bornar af sömu ástæðu? Staðreyndin er auðvit- aö sú, að verkalýðsfor- ingjar Alpýðubandalags- ins hafa fallizt á verulega skerðingu verðbótavísi- tölunnar. Það er pess vegna sem Jónas Krist- jánsson talar um aö „kaupránsflokkarnir" séu fjórir. Þau mínnstu læra líka með Duplo ® K - stóru LEGO kubbunum Það er vandi að velja þroskandi leikföng við hæfi yngstu barnanna. Þau þurfa að vera sterk, einföld, litrík og þrifaleg. Og gefa tækifæri til að móta eftir eigin höfði þó að fingurnir hafi ekki öðlast fulla fimi, vagna, bíla, flugvélar og aðra einfalda hluti. Þannig eru LEGO Duplo. Nú eru komnir fylgihlutir sem auka möguleikana og ánægjuna. LEGO nýtt leikfang á degi hveijum Höfum til afgreiðslu strax nokkur Suzuki AC50 vélhjól. Hagstætt verö og góöir greiösluskilmálar. SUZUKI Ólafur Kr. Sigurðsson h.f. Tranavogi 1, Rvík, S-83484. Stjómunarfélag íslands FYRIR ÞÁ ER HAFA MIKIL LÁNSVIÐSKIPTI Vaxtaútreikningur og veröbréfaviöskipti Dagana 29. og 30. nóvember gengst Stjórnunsrfélag íslands fyrir námskeiði um vaxtaútreikninga og verðbréfaviðskipti. Námskeiðið verður haldið á Hótel Esju og stendur frá kl. 15—19 báöa dagana eða samtals í 8 klst. Námskeiö þetta er einkum ætlaö starfsmönn- um fyrirtækja er annast kaup- og afborgunar- samninga og hafa áhrif á ákvaröanir í málum er varða fjármagnskostnað. Helstu atriði sem til umfjöllunar veröa eru: • Útreikningur vaxta við afborgunar- og önnur lánsviðskipti. • Þýðing verðtryggingar og gengistrygging- ar fjárskuldbindinga. • Vaxtaígíldi staðgreiðslupátta samanborið við afborgunarviðskipti. • Viðskipti með affallaverðbréf og fjár- magnskostnaður af Þeim. Einnig veröur kenndur reikningur vaxtavaxta og dráttarvaxta og gerður samanburöur á fyrirframgreiddum og eftirágreiddum vöxtum. Leiöbeinandi veröur Gunnar Helgi Hálfdánarson viöskiptafræöingur. Þátttökutilkynning í síma 82930 hjá Stjórnunarfélagi íslands. Hringiö og biöjiö um aö fá sendan ókeypis upplýsingabækling um námskeió vetrarins. Látið rafmagns- # AÐVENTULJOS lýsa upp heimilið í skammdeginu. ^unnai Sfygeittóon kf Suöurlandsbraut 16. s. 35200 og umboösmenn víöa um land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.